Glaðbeittir Íslendingar tóku þátt í setningarathöfn Ólympíuleikanna Freyr Bjarnason skrifar 8. febrúar 2014 07:00 Íslensku keppendurnir, með fánaberann Sævar Birgisson í fararbroddi, tóku sig vel út á Fisht-leikvanginum í Sotsjí í gær. nordicphotos/afp Setningarathöfn Vetrarólympíuleikanna í Sotsjí í Rússlandi fór fram gær og heppnaðist hún vel. Sævar Birgisson, einn af íslensku keppendunum á leikunum, var fánaberi, og tók hópurinn sig vel út á Fisht-leikvanginum. Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, og kona hans Dorrit Moussaieff, voru viðstödd opnunarathöfnina og veifuðu til íslensku keppendanna er þeir gengu inn á leikvanginn. Fyrir athöfnina klæddust þau regnbogalituðum fingravettlingum er þau hittu íslensku íþróttamennina. Sýndu þau þar með stuðning sinn í verki við samkynhneigða en nýleg lög sem banna „áróður“ fyrir málstað samkynhneigðra hafa valdi miklu fjaðrafoki. Fyrr um daginn hittu þau Vladimir Putin, forseta Rússlands, í móttökuathöfn fyrir þá leiðtoga sem mæta á leikana. Illugi Gunnarsson, menntamálaráðherra, var viðstaddur setningarathöfnina í gær. Í viðtali við Vísi sagðist hann ætla að reyna að koma því á framfæri „ef það er möguleiki til þess“ að honum þyki framkoma Rússa gagnvart samkynhneigðum ógeðfelld. Margir af æðstu leiðtogum hins vestræna heims ætla ekki að láta sjá sig á leikunum. Á meðal þeirra er Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, Francois Hollandi, forseti Frakklands, David Cameron, forsætisráðherra Bretlands og Joachim Gauck, forseti Þýskalands. Talið er að leiðtogarnir hafi ákveðið að sniðganga leikana vegna viðhorfs rússneskra yfirvalda gagnvart samkynhneigðum. Skipuleggjendur í Sotsjí sendu frá sér lista í gær yfir þá 53 leiðtoga sem þeir segja að verði viðstaddir Ólympíuleikana. Á meðal þeirra eru leiðtogar Kína, Japans, Danmerkur Grikklands og Tyrklands. Enginn fulltrúi Þýskalands, Frakklands, Bretlands, Bandaríkjanna og Kanada er á listanum. Rússneskir hryðjuverkamenn hafa hótað því að láta til skarar skríða á leikunum og er viðbúnaðurinn því mikill í Sotsjí. Vladimir Pútín hefur lofað því að fjörutíu þúsund lögreglumenn og hermenn verði til taks á meðan leikunum stendur til að tryggja öryggi allra. Vetrarólympíuleikarnir í Sotsjí standa yfir til 23. febrúar. Samtals verða ellefu aðilar á vegum ÍSÍ á leikunum, þar á meðal íslensku keppendurnir fimm. Auk Sævars eru í hópi keppenda þau Einar Kristinn Kristgeirsson, Brynjar Jökull Guðmundsson, Helga María Vilhjálmsdóttir og Erla Ásgeirsdóttir.Vestrænir leiðtogar sem verða í SotsjíThomas Bach, forseti AlþjóðaólympíunefndarinnarAlbert MónakóprinsFriðrik, krónprins DanmerkurÓlafur Ragnar Grímsson, forseti ÍslandsBan Ki-moon, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðannaHenri, fursti í LúxemborgSauli Niinisto, forseti FinnlandsKarolos Papoulias, forseti GrikklandsThorbjørn Jagland, framkvæmdastjóri EvrópuráðsinsDidier Burkhalter, forseti SvissWillem-Alexander, konungur HollandsMark Rutte, forsætisráðherra HollandsWerner Faymann, kanslari AusturríkisEnrico Letta, forsætisráðherra ÍtalíuRecep Tayyip Erdogan, forsætisráðherra TyrklandsKarl Gústav, SvíakonungurErna Solberg, forsætisráðherra NoregsJyrki Katainen, forsætisráðherra FinnlandsHaraldur NoregskonungurFilip Vujanovic, forseti SvartfjallalandsTomislav Nikolic, forseti SerbíuAlgirdas Butkevicius, forsætisráðherra LitháensAndris Berzins, forseti LettlandsPlamen Oresharski, forsætisráðherra BúlgaríuAdrian Hasler, forsætisráðherra LiechtensteinAndrus Ansip, forseti EistlandsMilos Zeman, forseti TékklandsSerge Sarkisian, forseti ArmeníuAbdelilah Benkirane, forsætisráðherra MarokkóIurie Leanca, forsætisráðherra Moldóvu.Victor Ponta, forsætisráðherra Rúmeníu.Nursultan Nazarbajev, forseti Kasakstan.Gjorge Ivanov, forseti Makedónia.Ivo Josipovic, forseti KróatíuAlmazbek Atambajev, forseti Kirgisistan.Gurbanguli Berdymukhamedov, forseti Túrkmenistan.Emomali Rahmon, forseti TadjikistanViktor Janúkóvitsj, forseti ÚkraínuJanos Ader, forseti UngverjalandsAlexander Lukashenko, forseti Hvíta-RússlandsIvan Gasparovic, forseti SlóvakíuIvica Dacic, forseti SerbíuRosen Plevneliev, forseti BúlgaríuIslam Karimov, forseti Úsbekistan Vetrarólympíuleikar 2014 í Sochi Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Fleiri fréttir Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Sjá meira
Setningarathöfn Vetrarólympíuleikanna í Sotsjí í Rússlandi fór fram gær og heppnaðist hún vel. Sævar Birgisson, einn af íslensku keppendunum á leikunum, var fánaberi, og tók hópurinn sig vel út á Fisht-leikvanginum. Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, og kona hans Dorrit Moussaieff, voru viðstödd opnunarathöfnina og veifuðu til íslensku keppendanna er þeir gengu inn á leikvanginn. Fyrir athöfnina klæddust þau regnbogalituðum fingravettlingum er þau hittu íslensku íþróttamennina. Sýndu þau þar með stuðning sinn í verki við samkynhneigða en nýleg lög sem banna „áróður“ fyrir málstað samkynhneigðra hafa valdi miklu fjaðrafoki. Fyrr um daginn hittu þau Vladimir Putin, forseta Rússlands, í móttökuathöfn fyrir þá leiðtoga sem mæta á leikana. Illugi Gunnarsson, menntamálaráðherra, var viðstaddur setningarathöfnina í gær. Í viðtali við Vísi sagðist hann ætla að reyna að koma því á framfæri „ef það er möguleiki til þess“ að honum þyki framkoma Rússa gagnvart samkynhneigðum ógeðfelld. Margir af æðstu leiðtogum hins vestræna heims ætla ekki að láta sjá sig á leikunum. Á meðal þeirra er Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, Francois Hollandi, forseti Frakklands, David Cameron, forsætisráðherra Bretlands og Joachim Gauck, forseti Þýskalands. Talið er að leiðtogarnir hafi ákveðið að sniðganga leikana vegna viðhorfs rússneskra yfirvalda gagnvart samkynhneigðum. Skipuleggjendur í Sotsjí sendu frá sér lista í gær yfir þá 53 leiðtoga sem þeir segja að verði viðstaddir Ólympíuleikana. Á meðal þeirra eru leiðtogar Kína, Japans, Danmerkur Grikklands og Tyrklands. Enginn fulltrúi Þýskalands, Frakklands, Bretlands, Bandaríkjanna og Kanada er á listanum. Rússneskir hryðjuverkamenn hafa hótað því að láta til skarar skríða á leikunum og er viðbúnaðurinn því mikill í Sotsjí. Vladimir Pútín hefur lofað því að fjörutíu þúsund lögreglumenn og hermenn verði til taks á meðan leikunum stendur til að tryggja öryggi allra. Vetrarólympíuleikarnir í Sotsjí standa yfir til 23. febrúar. Samtals verða ellefu aðilar á vegum ÍSÍ á leikunum, þar á meðal íslensku keppendurnir fimm. Auk Sævars eru í hópi keppenda þau Einar Kristinn Kristgeirsson, Brynjar Jökull Guðmundsson, Helga María Vilhjálmsdóttir og Erla Ásgeirsdóttir.Vestrænir leiðtogar sem verða í SotsjíThomas Bach, forseti AlþjóðaólympíunefndarinnarAlbert MónakóprinsFriðrik, krónprins DanmerkurÓlafur Ragnar Grímsson, forseti ÍslandsBan Ki-moon, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðannaHenri, fursti í LúxemborgSauli Niinisto, forseti FinnlandsKarolos Papoulias, forseti GrikklandsThorbjørn Jagland, framkvæmdastjóri EvrópuráðsinsDidier Burkhalter, forseti SvissWillem-Alexander, konungur HollandsMark Rutte, forsætisráðherra HollandsWerner Faymann, kanslari AusturríkisEnrico Letta, forsætisráðherra ÍtalíuRecep Tayyip Erdogan, forsætisráðherra TyrklandsKarl Gústav, SvíakonungurErna Solberg, forsætisráðherra NoregsJyrki Katainen, forsætisráðherra FinnlandsHaraldur NoregskonungurFilip Vujanovic, forseti SvartfjallalandsTomislav Nikolic, forseti SerbíuAlgirdas Butkevicius, forsætisráðherra LitháensAndris Berzins, forseti LettlandsPlamen Oresharski, forsætisráðherra BúlgaríuAdrian Hasler, forsætisráðherra LiechtensteinAndrus Ansip, forseti EistlandsMilos Zeman, forseti TékklandsSerge Sarkisian, forseti ArmeníuAbdelilah Benkirane, forsætisráðherra MarokkóIurie Leanca, forsætisráðherra Moldóvu.Victor Ponta, forsætisráðherra Rúmeníu.Nursultan Nazarbajev, forseti Kasakstan.Gjorge Ivanov, forseti Makedónia.Ivo Josipovic, forseti KróatíuAlmazbek Atambajev, forseti Kirgisistan.Gurbanguli Berdymukhamedov, forseti Túrkmenistan.Emomali Rahmon, forseti TadjikistanViktor Janúkóvitsj, forseti ÚkraínuJanos Ader, forseti UngverjalandsAlexander Lukashenko, forseti Hvíta-RússlandsIvan Gasparovic, forseti SlóvakíuIvica Dacic, forseti SerbíuRosen Plevneliev, forseti BúlgaríuIslam Karimov, forseti Úsbekistan
Vetrarólympíuleikar 2014 í Sochi Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Fleiri fréttir Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Sjá meira