Ómöguleikhúsið Ari Trausti Guðmundsson skrifar 20. mars 2014 07:00 Hvert og eitt okkar sem fylgist með stjórnmálum spyr sig fyrr eða síðar hvort lýðveldið virki eins og vera ber. Hvort þingbundna stjórnin sé jafnan skilvirk, heiðarleg, sanngjörn og hliðholl almenningi. Hvort hátt í sjötíu ára vegferð sem endaði næstum í þjóðargjaldþroti beri vitni um nægilega lýðræðislega stjórnarhætti. Hvort þá þurfi að bæta. Eflaust eru skoðanir harla skiptar og svörin margvísleg.Ómöguleikinn er flókinn Nú hefur hugtak bæst í lýðræðisumræðuna: Ómöguleiki. Hann á við sumt en ekki annað. Það er til dæmis ekki ómögulegt að líta svo á að tveir flokkar hafi fengið óskorað umboð allra kjósenda sinna til þess að slíta viðræðum um aðildarsamning að Evrópusambandinu. Þar með er ómögulegt að kjósendur hafi kosið flokkana út á stök önnur mál en ekki andstöðu við EB-aðild, í ljósi þess að flokkarnir lofuðu fyrir kosningar (og framámenn þeirra eftir kosningar) að við öll mættum velja hvort viðræðum væri haldið áfram eða ekki. Um leið er ómögulegt að útskýra af hverju óþægilega margir kjósendur sömu flokka eru nú að fjasa um að fá að kjósa um hvort viðræðunum skuli haldið áfram eða ekki. Auðvitað er ómögulegt að kjósendur sem vilja láta ljúka viðræðunum (eða geyma í salti) geti verið fleiri en þeir sem vilja slíta þeim. Líka er ómögulegt að horfa til nokkurra skoðanakannanna í einu og draga rökréttar ályktanir. Enn ómögulegra er að kanna vel vilja landsmanna með þjóðaratkvæðagreiðslu. Hún gæti farið á ómögulegan veg. Betra er að velja þá skoðanakönnun eina sér til stuðnings sem styður ómöguleikann í því að ljúka langt komnum alþjóðasamningum er varða fyrirsjáanlega framtíð. Enda ómögulegt að nýta sömu samninganefnd og áður, gæta hagsmuna landsins, fylgja næstu samningsatriðum eftir í nefndum og á fundum Alþingis, í ríkisstjórn og með hagsmunasamtökum, stöðva samningsferlið ef allt er í hnút eða klára það ella. Hafa svo aðra þjóðaratkvæðagreiðslu um aðildarsamning sem þá lægi fyrir. Ómöguleiki myndi blasa við, væri samningur samþykktur með skýrum meirihluta atkvæða, eða honum hafnað.…og enn flóknari Enn fremur væri ómögulegt að skila stjórnartaumum ef flokkarnir treystu sér ekki til að þjóna meirihluta sem veldi áframhaldandi aðildarviðræður. Lýðræði getur ómögulega falist meðal annars í því að stjórnvöld sinni málum á skjön við upphaflega ætlan sína ef nógu margir vilja það. Stjórnmálamenn geta ómögulega kunnað það; hvað þá sætt sig við slík ósköp. Samhliða öllu þessu er líka ómögulegt að hlusta á rök forsvarsmanna úr mörgum atvinnugreinum, meðal annars mikilvægra sprotafyrirtækja, sem vilja ekki slíta þessum ómögulegu EB-viðræðum. Og ómögulegt væri að bíða eftir fleiri háskólastofnanaskýrslum sem geta ómögulega verið gagnlegar. Þær er best að merkja sem ómögulegar vegna hlutdrægni enda pantaðar með fyrirfram gefnum niðurstöðum. Fyrirliggjandi skýrslu er síðan ómögulegt að skilja nema á einn veg. Tugþúsundir undirskrifta gegn slitum aðildarviðræðna og með kröfu um þjóðaratkvæðagreiðslu geta loks ómögulega breytt neinu af því að búið er að taka ákvörðun um málslok. Ómöguleikhúsið er enginn farsi þegar á reynir og leikfléttan kann að verða dýr. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ari Trausti Guðmundsson Mest lesið Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson Skoðun Skoðun Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Sjá meira
Hvert og eitt okkar sem fylgist með stjórnmálum spyr sig fyrr eða síðar hvort lýðveldið virki eins og vera ber. Hvort þingbundna stjórnin sé jafnan skilvirk, heiðarleg, sanngjörn og hliðholl almenningi. Hvort hátt í sjötíu ára vegferð sem endaði næstum í þjóðargjaldþroti beri vitni um nægilega lýðræðislega stjórnarhætti. Hvort þá þurfi að bæta. Eflaust eru skoðanir harla skiptar og svörin margvísleg.Ómöguleikinn er flókinn Nú hefur hugtak bæst í lýðræðisumræðuna: Ómöguleiki. Hann á við sumt en ekki annað. Það er til dæmis ekki ómögulegt að líta svo á að tveir flokkar hafi fengið óskorað umboð allra kjósenda sinna til þess að slíta viðræðum um aðildarsamning að Evrópusambandinu. Þar með er ómögulegt að kjósendur hafi kosið flokkana út á stök önnur mál en ekki andstöðu við EB-aðild, í ljósi þess að flokkarnir lofuðu fyrir kosningar (og framámenn þeirra eftir kosningar) að við öll mættum velja hvort viðræðum væri haldið áfram eða ekki. Um leið er ómögulegt að útskýra af hverju óþægilega margir kjósendur sömu flokka eru nú að fjasa um að fá að kjósa um hvort viðræðunum skuli haldið áfram eða ekki. Auðvitað er ómögulegt að kjósendur sem vilja láta ljúka viðræðunum (eða geyma í salti) geti verið fleiri en þeir sem vilja slíta þeim. Líka er ómögulegt að horfa til nokkurra skoðanakannanna í einu og draga rökréttar ályktanir. Enn ómögulegra er að kanna vel vilja landsmanna með þjóðaratkvæðagreiðslu. Hún gæti farið á ómögulegan veg. Betra er að velja þá skoðanakönnun eina sér til stuðnings sem styður ómöguleikann í því að ljúka langt komnum alþjóðasamningum er varða fyrirsjáanlega framtíð. Enda ómögulegt að nýta sömu samninganefnd og áður, gæta hagsmuna landsins, fylgja næstu samningsatriðum eftir í nefndum og á fundum Alþingis, í ríkisstjórn og með hagsmunasamtökum, stöðva samningsferlið ef allt er í hnút eða klára það ella. Hafa svo aðra þjóðaratkvæðagreiðslu um aðildarsamning sem þá lægi fyrir. Ómöguleiki myndi blasa við, væri samningur samþykktur með skýrum meirihluta atkvæða, eða honum hafnað.…og enn flóknari Enn fremur væri ómögulegt að skila stjórnartaumum ef flokkarnir treystu sér ekki til að þjóna meirihluta sem veldi áframhaldandi aðildarviðræður. Lýðræði getur ómögulega falist meðal annars í því að stjórnvöld sinni málum á skjön við upphaflega ætlan sína ef nógu margir vilja það. Stjórnmálamenn geta ómögulega kunnað það; hvað þá sætt sig við slík ósköp. Samhliða öllu þessu er líka ómögulegt að hlusta á rök forsvarsmanna úr mörgum atvinnugreinum, meðal annars mikilvægra sprotafyrirtækja, sem vilja ekki slíta þessum ómögulegu EB-viðræðum. Og ómögulegt væri að bíða eftir fleiri háskólastofnanaskýrslum sem geta ómögulega verið gagnlegar. Þær er best að merkja sem ómögulegar vegna hlutdrægni enda pantaðar með fyrirfram gefnum niðurstöðum. Fyrirliggjandi skýrslu er síðan ómögulegt að skilja nema á einn veg. Tugþúsundir undirskrifta gegn slitum aðildarviðræðna og með kröfu um þjóðaratkvæðagreiðslu geta loks ómögulega breytt neinu af því að búið er að taka ákvörðun um málslok. Ómöguleikhúsið er enginn farsi þegar á reynir og leikfléttan kann að verða dýr.
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun