Aðildarviðræður og náttúruverndarhagsmunir Árni Finnsson skrifar 11. apríl 2014 07:00 Undirritaður bregst hér við áskorun Jóns Bjarnasonar, f.v. sjávarútvegsráðherra, um að þeir sem þegið hafi boðsferðir til Brussel geri hreint fyrir sínum dyrum. Ásamt fulltrúum þrennra annarra félagasamtaka þáði ég boðsferð til Brussel haustið 2009 til að kynnast starfi og stefnu ESB í umhverfismálum. Viðurkennist hér með að ég tók við rúmlega 300 evrum í umslagi sem á gengi dagsins eru u.þ.b. 50 þúsund krónur, auk þess sem þriggja stjörnu hótel og flugferð var greidd af framkvæmdastjórn stækkunardeildar sambandsins. Á hinn bóginn eru dylgjur Jóns Bjarnasonar þess efnisv að þeir sem þegið hafa boðsferðir til Brussel láti slík ferðalög ráða afstöðu sinni til hvort slíta skuli aðildarviðræðum eða ekki, fáránlegar. Við fengum að kynnast umhverfislöggjöf Evrópusambandsins, hvernig hún hefur þróast og hver markmið hennar séu. Erindi sem Tony Long, framkvæmdastjóri Evrópuskrifstofu WWF, flutti um hvernig frjáls félagasamtök geta haft áhrif á löggjöf og stefnu Evrópusambandsins var einkar áhugavert. Aðildarviðræður hafa þegar knúið stjórnvöld hér heima til að breyta vinnubrögðum sínum í samskiptum við frjáls félagasamtök.Hagsmunir hvalveiða Ennfremur skal viðurkennt að undirritaður hugsaði sér gott til glóðarinnar vegna rýniskýrslu um stöðu umhverfismála hér á landi enda kom á daginn að Ísland verður að styrkja náttúruverndarlöggjöfina umtalsvert til að geta aðlagast umhverfis- og náttúruverndarlöggjöf ESB. Af lestri skýrslna Alþjóðamálastofnunar HÍ og Hagfræðistofnunar HÍ má ráða að hvalveiðar verði seint hluti af aðlögun að Evrópusambandinu. Við framhald viðræðna verða því stjórnvöld að „…meta hvort rétt sé að veiða hval út frá hagsmunum landsins.“ Þar sem tekið verði „…mið af sjálfbærni, efnahagslegum forsendum og áhrifum á aðrar atvinnugreinar, t.a.m. hvalaskoðun,“ svo vitnað sé til orða Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar á bloggsíðu hans sl. mánudag. Ísland á aðild að loftslagsstefnu ESB, tekur þar með á sig skuldbindingar ásamt 28 aðildarríkjum ESB í samræmi við KyotoII sem samþykkt var í Doha 2012. Á hinn bóginn, öfugt við félaga okkar í Brussel, hafa íslensk náttúruverndarsamtök nær enga aðkomu að stefnumótun í þessum mikilvæga málaflokki hér á landi. M.ö.o. aðildarviðræður fela í sér umtalsverða hagsmuni fyrir þá sem vinna að umhverfisvernd hér á landi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árni Finnsson Mest lesið Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar? Henning Arnór Úlfarsson Skoðun Umdeildasti fríverslunarsamningur sögunnar? Arnar Þór Ingólfsson Skoðun Málþóf og/eða lýðræði? Elín Íris Fanndal Skoðun Lýðræðið er farið – er of seint að snúa við? Einar G. Harðarson Skoðun Ísafjarðarbær í Bestu deild Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Gylfi Ólafsson Skoðun Þjóðarmorð í beinni Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Allt þetta máttu eiga ef þú tilbiður mig Birgir Dýrfjörð Skoðun Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir Skoðun Skjótfenginn gróði í boði íslensks almennings Kristrún Frostadóttir Skoðun Leikjanámskeið fyrir fullorðna við Austurvöll Þórður Snær Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Lýðræðið er farið – er of seint að snúa við? Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Málþóf og/eða lýðræði? Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Umdeildasti fríverslunarsamningur sögunnar? Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Ísafjarðarbær í Bestu deild Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð í beinni Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Allt þetta máttu eiga ef þú tilbiður mig Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Atvinnufrelsi! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að mása eða fara í golf Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Leiðréttum kerfisbundið misrétti Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Leikjanámskeið fyrir fullorðna við Austurvöll Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir skrifar Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Samráðsdagar á Kjalarnesi Ævar Harðarson skrifar Skoðun Skýr og lausnamiðuð afstaða Framsóknar til veiðigjalda Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að mása sig hása til að tefja Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Sjónarspil í Istanbul Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Að vilja meira og meira, meira í dag en í gær Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Sjálfboðaliðinn er hornsteinninn Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir skrifar Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson skrifar Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson skrifar Sjá meira
Undirritaður bregst hér við áskorun Jóns Bjarnasonar, f.v. sjávarútvegsráðherra, um að þeir sem þegið hafi boðsferðir til Brussel geri hreint fyrir sínum dyrum. Ásamt fulltrúum þrennra annarra félagasamtaka þáði ég boðsferð til Brussel haustið 2009 til að kynnast starfi og stefnu ESB í umhverfismálum. Viðurkennist hér með að ég tók við rúmlega 300 evrum í umslagi sem á gengi dagsins eru u.þ.b. 50 þúsund krónur, auk þess sem þriggja stjörnu hótel og flugferð var greidd af framkvæmdastjórn stækkunardeildar sambandsins. Á hinn bóginn eru dylgjur Jóns Bjarnasonar þess efnisv að þeir sem þegið hafa boðsferðir til Brussel láti slík ferðalög ráða afstöðu sinni til hvort slíta skuli aðildarviðræðum eða ekki, fáránlegar. Við fengum að kynnast umhverfislöggjöf Evrópusambandsins, hvernig hún hefur þróast og hver markmið hennar séu. Erindi sem Tony Long, framkvæmdastjóri Evrópuskrifstofu WWF, flutti um hvernig frjáls félagasamtök geta haft áhrif á löggjöf og stefnu Evrópusambandsins var einkar áhugavert. Aðildarviðræður hafa þegar knúið stjórnvöld hér heima til að breyta vinnubrögðum sínum í samskiptum við frjáls félagasamtök.Hagsmunir hvalveiða Ennfremur skal viðurkennt að undirritaður hugsaði sér gott til glóðarinnar vegna rýniskýrslu um stöðu umhverfismála hér á landi enda kom á daginn að Ísland verður að styrkja náttúruverndarlöggjöfina umtalsvert til að geta aðlagast umhverfis- og náttúruverndarlöggjöf ESB. Af lestri skýrslna Alþjóðamálastofnunar HÍ og Hagfræðistofnunar HÍ má ráða að hvalveiðar verði seint hluti af aðlögun að Evrópusambandinu. Við framhald viðræðna verða því stjórnvöld að „…meta hvort rétt sé að veiða hval út frá hagsmunum landsins.“ Þar sem tekið verði „…mið af sjálfbærni, efnahagslegum forsendum og áhrifum á aðrar atvinnugreinar, t.a.m. hvalaskoðun,“ svo vitnað sé til orða Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar á bloggsíðu hans sl. mánudag. Ísland á aðild að loftslagsstefnu ESB, tekur þar með á sig skuldbindingar ásamt 28 aðildarríkjum ESB í samræmi við KyotoII sem samþykkt var í Doha 2012. Á hinn bóginn, öfugt við félaga okkar í Brussel, hafa íslensk náttúruverndarsamtök nær enga aðkomu að stefnumótun í þessum mikilvæga málaflokki hér á landi. M.ö.o. aðildarviðræður fela í sér umtalsverða hagsmuni fyrir þá sem vinna að umhverfisvernd hér á landi.
Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar
Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar
Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar
Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar
Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar