Hundrað ára sýn Katrín Jakobsdóttir skrifar 16. júlí 2014 07:00 Einn vandi stjórnmálanna er að við hugsum í fjögurra ára kjörtímabilum. Stóru málin á verksviði stjórnmálanna verða þó ekki leyst á svo skömmum tíma heldur þarf mun lengri tíma til að marka þar stefnu og fylgja henni eftir. Loftslagsbreytingar eru ágætt dæmi um málaflokk sem allir vita að mun hafa gríðarleg áhrif á líf okkar en mörgum reynist samt erfitt að eiga við því þar duga engar skammtímalausnir. Þegar við hugsum hlutina til langs tíma – til dæmis til næstu 100 ára – er augljóst að grípa þarf til róttækra aðgerða til að vinda ofan af þessari þróun. Með samstilltu átaki er bæði hægt að draga úr þessari þróun og skipuleggja viðbrögð. Þá þarf hins vegar að hugsa til lengri tíma en fjögurra ára. Það er hollt að spyrja sig spurningarinnar „Hvar viljum við vera eftir 100 ár?“ í tengslum við fleiri málaflokka. Á sama tíma og hagvöxtur eykst víða, fjölgar fátækum. Hagvöxturinn skilar sér ekki í bættum hag þeirra sem minnst hafa milli handanna heldur fer hlutfallslega mest til þeirra sem þegar eru mjög ríkir. Í þessu samhengi má benda á nýlega bók hagfræðingsins Thomas Piketty, sem skjalfestir þessa þróun í mjög ítarlegu máli. Þessu þarf að breyta þannig að verðmætin dreifist jafnar og komi öllum, ekki aðeins sumum, til góða. Í þessu samhengi má einnig benda á að samkvæmt nýlegri skýrslu Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna hafa aldrei verið fleiri á flótta undan átökum frá lokum seinni heimsstyrjaldarinnar. Hér er því aftur á ferð vandamál sem ekki verður leyst að fullu á fjórum árum en væri verðugt verkefni stjórnmálanna næstu 100 árin. Að lokum er rétt að nefna stjórnskipulagið sjálft, lýðræðið. Hingað til hefur lýðræði verið tengt við kosningar til Alþingis og sveitarstjórna á fjögurra ára fresti, en í grunninn snýst lýðræði um að fólk – „lýðurinn“ – hafi aðkomu að sameiginlegum ákvörðunum samfélagsins. Slíka aðkomu má tryggja með margs konar hætti öðrum en hefðbundnum atkvæðagreiðslum. Eitt af stóru verkefnum stjórnmálanna næstu 100 árin er að auka lýðræðislega þátttöku borgaranna og draga úr vægi sérhagsmuna í opinberri ákvarðanatöku. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Katrín Jakobsdóttir Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir Skoðun Halldór 06.12.25 Halldór Baldursson Halldór Skoðun Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir skrifar Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson skrifar Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson skrifar Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Um lifandi tónlist í leikhúsi Þórdís Gerður Jónsdóttir skrifar Skoðun Mikilvæg innspýting fyrir þekkingarsamfélagið Logi Einarsson skrifar Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ferðasjóður íþróttafélaga hækkaður um 100 milljónir Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Alvöru árangur áfram og ekkert stopp Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Fatlað fólk er miklu meira en tölur í excel skjali Ágústa Arna Sigurdórsdóttir skrifar Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Þegar fjárlögin vinna gegn markmiðinu Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Sjá meira
Einn vandi stjórnmálanna er að við hugsum í fjögurra ára kjörtímabilum. Stóru málin á verksviði stjórnmálanna verða þó ekki leyst á svo skömmum tíma heldur þarf mun lengri tíma til að marka þar stefnu og fylgja henni eftir. Loftslagsbreytingar eru ágætt dæmi um málaflokk sem allir vita að mun hafa gríðarleg áhrif á líf okkar en mörgum reynist samt erfitt að eiga við því þar duga engar skammtímalausnir. Þegar við hugsum hlutina til langs tíma – til dæmis til næstu 100 ára – er augljóst að grípa þarf til róttækra aðgerða til að vinda ofan af þessari þróun. Með samstilltu átaki er bæði hægt að draga úr þessari þróun og skipuleggja viðbrögð. Þá þarf hins vegar að hugsa til lengri tíma en fjögurra ára. Það er hollt að spyrja sig spurningarinnar „Hvar viljum við vera eftir 100 ár?“ í tengslum við fleiri málaflokka. Á sama tíma og hagvöxtur eykst víða, fjölgar fátækum. Hagvöxturinn skilar sér ekki í bættum hag þeirra sem minnst hafa milli handanna heldur fer hlutfallslega mest til þeirra sem þegar eru mjög ríkir. Í þessu samhengi má benda á nýlega bók hagfræðingsins Thomas Piketty, sem skjalfestir þessa þróun í mjög ítarlegu máli. Þessu þarf að breyta þannig að verðmætin dreifist jafnar og komi öllum, ekki aðeins sumum, til góða. Í þessu samhengi má einnig benda á að samkvæmt nýlegri skýrslu Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna hafa aldrei verið fleiri á flótta undan átökum frá lokum seinni heimsstyrjaldarinnar. Hér er því aftur á ferð vandamál sem ekki verður leyst að fullu á fjórum árum en væri verðugt verkefni stjórnmálanna næstu 100 árin. Að lokum er rétt að nefna stjórnskipulagið sjálft, lýðræðið. Hingað til hefur lýðræði verið tengt við kosningar til Alþingis og sveitarstjórna á fjögurra ára fresti, en í grunninn snýst lýðræði um að fólk – „lýðurinn“ – hafi aðkomu að sameiginlegum ákvörðunum samfélagsins. Slíka aðkomu má tryggja með margs konar hætti öðrum en hefðbundnum atkvæðagreiðslum. Eitt af stóru verkefnum stjórnmálanna næstu 100 árin er að auka lýðræðislega þátttöku borgaranna og draga úr vægi sérhagsmuna í opinberri ákvarðanatöku.
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun
Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun