Hundrað ára sýn Katrín Jakobsdóttir skrifar 16. júlí 2014 07:00 Einn vandi stjórnmálanna er að við hugsum í fjögurra ára kjörtímabilum. Stóru málin á verksviði stjórnmálanna verða þó ekki leyst á svo skömmum tíma heldur þarf mun lengri tíma til að marka þar stefnu og fylgja henni eftir. Loftslagsbreytingar eru ágætt dæmi um málaflokk sem allir vita að mun hafa gríðarleg áhrif á líf okkar en mörgum reynist samt erfitt að eiga við því þar duga engar skammtímalausnir. Þegar við hugsum hlutina til langs tíma – til dæmis til næstu 100 ára – er augljóst að grípa þarf til róttækra aðgerða til að vinda ofan af þessari þróun. Með samstilltu átaki er bæði hægt að draga úr þessari þróun og skipuleggja viðbrögð. Þá þarf hins vegar að hugsa til lengri tíma en fjögurra ára. Það er hollt að spyrja sig spurningarinnar „Hvar viljum við vera eftir 100 ár?“ í tengslum við fleiri málaflokka. Á sama tíma og hagvöxtur eykst víða, fjölgar fátækum. Hagvöxturinn skilar sér ekki í bættum hag þeirra sem minnst hafa milli handanna heldur fer hlutfallslega mest til þeirra sem þegar eru mjög ríkir. Í þessu samhengi má benda á nýlega bók hagfræðingsins Thomas Piketty, sem skjalfestir þessa þróun í mjög ítarlegu máli. Þessu þarf að breyta þannig að verðmætin dreifist jafnar og komi öllum, ekki aðeins sumum, til góða. Í þessu samhengi má einnig benda á að samkvæmt nýlegri skýrslu Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna hafa aldrei verið fleiri á flótta undan átökum frá lokum seinni heimsstyrjaldarinnar. Hér er því aftur á ferð vandamál sem ekki verður leyst að fullu á fjórum árum en væri verðugt verkefni stjórnmálanna næstu 100 árin. Að lokum er rétt að nefna stjórnskipulagið sjálft, lýðræðið. Hingað til hefur lýðræði verið tengt við kosningar til Alþingis og sveitarstjórna á fjögurra ára fresti, en í grunninn snýst lýðræði um að fólk – „lýðurinn“ – hafi aðkomu að sameiginlegum ákvörðunum samfélagsins. Slíka aðkomu má tryggja með margs konar hætti öðrum en hefðbundnum atkvæðagreiðslum. Eitt af stóru verkefnum stjórnmálanna næstu 100 árin er að auka lýðræðislega þátttöku borgaranna og draga úr vægi sérhagsmuna í opinberri ákvarðanatöku. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Katrín Jakobsdóttir Mest lesið Leikjanámskeið fyrir fullorðna við Austurvöll Þórður Snær Júlíusson Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon Skoðun Að mása sig hása til að tefja Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Skýr og lausnamiðuð afstaða Framsóknar til veiðigjalda Ingibjörg Isaksen Skoðun Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga Skoðun Samráðsdagar á Kjalarnesi Ævar Harðarson Skoðun Að mása eða fara í golf Jón Pétur Zimsen Skoðun Allt þetta máttu eiga ef þú tilbiður mig Birgir Dýrfjörð Skoðun Leiðréttum kerfisbundið misrétti Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ísafjarðarbær í Bestu deild Sigríður júlía Brynleifsdóttir,Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð í beinni Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Allt þetta máttu eiga ef þú tilbiður mig Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Atvinnufrelsi! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að mása eða fara í golf Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Leiðréttum kerfisbundið misrétti Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Leikjanámskeið fyrir fullorðna við Austurvöll Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir skrifar Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Samráðsdagar á Kjalarnesi Ævar Harðarson skrifar Skoðun Skýr og lausnamiðuð afstaða Framsóknar til veiðigjalda Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að mása sig hása til að tefja Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Sjónarspil í Istanbul Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Að vilja meira og meira, meira í dag en í gær Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Sjálfboðaliðinn er hornsteinninn Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir skrifar Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson skrifar Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Sjá meira
Einn vandi stjórnmálanna er að við hugsum í fjögurra ára kjörtímabilum. Stóru málin á verksviði stjórnmálanna verða þó ekki leyst á svo skömmum tíma heldur þarf mun lengri tíma til að marka þar stefnu og fylgja henni eftir. Loftslagsbreytingar eru ágætt dæmi um málaflokk sem allir vita að mun hafa gríðarleg áhrif á líf okkar en mörgum reynist samt erfitt að eiga við því þar duga engar skammtímalausnir. Þegar við hugsum hlutina til langs tíma – til dæmis til næstu 100 ára – er augljóst að grípa þarf til róttækra aðgerða til að vinda ofan af þessari þróun. Með samstilltu átaki er bæði hægt að draga úr þessari þróun og skipuleggja viðbrögð. Þá þarf hins vegar að hugsa til lengri tíma en fjögurra ára. Það er hollt að spyrja sig spurningarinnar „Hvar viljum við vera eftir 100 ár?“ í tengslum við fleiri málaflokka. Á sama tíma og hagvöxtur eykst víða, fjölgar fátækum. Hagvöxturinn skilar sér ekki í bættum hag þeirra sem minnst hafa milli handanna heldur fer hlutfallslega mest til þeirra sem þegar eru mjög ríkir. Í þessu samhengi má benda á nýlega bók hagfræðingsins Thomas Piketty, sem skjalfestir þessa þróun í mjög ítarlegu máli. Þessu þarf að breyta þannig að verðmætin dreifist jafnar og komi öllum, ekki aðeins sumum, til góða. Í þessu samhengi má einnig benda á að samkvæmt nýlegri skýrslu Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna hafa aldrei verið fleiri á flótta undan átökum frá lokum seinni heimsstyrjaldarinnar. Hér er því aftur á ferð vandamál sem ekki verður leyst að fullu á fjórum árum en væri verðugt verkefni stjórnmálanna næstu 100 árin. Að lokum er rétt að nefna stjórnskipulagið sjálft, lýðræðið. Hingað til hefur lýðræði verið tengt við kosningar til Alþingis og sveitarstjórna á fjögurra ára fresti, en í grunninn snýst lýðræði um að fólk – „lýðurinn“ – hafi aðkomu að sameiginlegum ákvörðunum samfélagsins. Slíka aðkomu má tryggja með margs konar hætti öðrum en hefðbundnum atkvæðagreiðslum. Eitt af stóru verkefnum stjórnmálanna næstu 100 árin er að auka lýðræðislega þátttöku borgaranna og draga úr vægi sérhagsmuna í opinberri ákvarðanatöku.
Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon Skoðun
Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga Skoðun
Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar
Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar
Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar
Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar
Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon Skoðun
Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga Skoðun