Obama, stöðvaðu blóðbaðið á Gasa! Sveinn Rúnar Hauksson skrifar 31. júlí 2014 07:00 Ábyrgð Bandaríkjanna á stríðsglæpunum á Gasa er mikil. Það eru ekki bara vopnin og peningarnir til að heyja þetta miskunnarlausa og einhliða árásarstríð gegn óbreyttum borgurum og sér í lagi börnum sem eru í meirihluta á Gasa. Heldur er það líka neitunarvald Bandaríkjanna sem hefur verið notað aftur og aftur til að hindra Sameinuðu þjóðirnar í að gegna skyldu sinni, veita Palestínumönnum vernd, binda enda á ólöglegt hernám og grípa inn í hernað Ísraels með afgerandi hætti. Obama Bandaríkjaforseti hefur óskað eftir vopnahléi á svæðinu en allar hans ræður, á meðan heimurinn horfir á fjöldamorðin í beinni útsendingu, byrja á yfirlýsingu um óhagganlegan stuðning við Ísrael og rétt þess til að verja sig. Fjöldi drepinna af Ísraelsher er kominn yfir 1.300 manns, þar af eru yfir 90% óbreyttir borgarar, ekki síst konur og börn. Yfir sjö þúsund manns liggja slasaðir, margir alvarlega og varanlega örkumla. Umsátrið, sem felur í sér algera innilokun 1,8 milljóna manns á örlitlu svæði, gerir afleiðingarnar ólýsanlega erfiðar. Ísraelsher sprengdi aðalraforkuverið í loft upp og olíutankarnir þar standa í björtu báli. Það mun taka ár að gera þar við og koma því aftur í notkun. Hreint vatn er ekki fáanlegt, skólpinu er ekki hægt að dæla frá án rafmagns, matvælin skortir, lyf og lækningatæki. Þetta er ekkert annað en hryðjuverk. Eldflauga- og sprengjuregnið heldur áfram. Nú eru það sjúkrahús og skólar Flóttamannahjálpar SÞ, UNRWA, sem verða fyrir sprengjum Ísraels, þar sem fólk hefur leitað skjóls. Samkvæmt SÞ eru 215 þúsund manns á flótta innan Gasa, en hafa í engan öruggan stað að flýja. Það er ekki hægt að horfa upp á þetta deginum lengur. Bandaríkjastjórn verður að hætta að tala tungum tveimur og taka í hnakkadrambið á Netanyahu og herforingjum hans. Hingað og ekki lengra. Afléttið umsátrinu um Gasa og stöðvið fjöldamorðin strax. Þetta verða kröfur dagsins við sendiráð Bandaríkjanna í dag kl. 17, hér í Reykjavík og um allan heim. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gasa Sveinn Rúnar Hauksson Mest lesið Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Viðreisn er Samfylkingin Júlíus Viggó Ólafsson Skoðun Hugsjónir ójafnaðarmanns - svar við bréfi Kára Snorri Másson Skoðun Er skynsemi Sigmundar Davíðs o.fl. skynsamleg? Ole Anton Bieltvedt Skoðun „Ég hefði nú ekkert á móti því að taka aðeins í tæjuna“ Eva Pandora Baldursdóttir Skoðun Sjálfskaparvíti Samfylkingar og Viðreisnar Birta Karen Tryggvadóttir Skoðun Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun Þarf Ábyrg framtíð 14,1% til að komast í kappræður Heimildarinnar? Jóhannes Loftsson Skoðun Er heilbrigði besta lausnin? Lukka Pálsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Mun forseti Íslands fremja landráð? Ástþór Magnússon skrifar Skoðun Ég býð mig fram fyrir framtíðarkynslóðir Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Rödd mannréttinda, jöfnuðar og jafnréttis þarf að hljóma á Alþingi Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gera þarf skurk í búsetumálum eldri borgara Ólafur Ísleifsson skrifar Skoðun „Ég hefði nú ekkert á móti því að taka aðeins í tæjuna“ Eva Pandora Baldursdóttir skrifar Skoðun Vilt þú breytingu á stjórn landsins? Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Hugsjónir ójafnaðarmanns - svar við bréfi Kára Snorri Másson skrifar Skoðun Af hverju er nauðsyn að fá Sósíalista inn á þing og í næstu ríkisstjórn? Ólafur H. Ólafsson skrifar Skoðun Búsetufrelsi og lögheimilisskráning Heiðbrá Ólafsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og aðrar villur í umræðunni um Evrópusambandið Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Geðveikir frasar – en það þarf að vera plan! Ragna Sigurðardóttir,Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Þarf Ábyrg framtíð 14,1% til að komast í kappræður Heimildarinnar? Jóhannes Loftsson skrifar Skoðun Þess vegna er ég á lista VG í Suðurkjördæmi Þorsteinn Ólafsson skrifar Skoðun Svínsleg mismunun gagnvart eldra fólki Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Hverjir myrða konur? Auður Önnu Magnúsdóttir skrifar Skoðun „Það sé ykkur til fæðu“ - hugleiðing um jólamat Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Ferðafrelsið er dýrmætt Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn er Samfylkingin Júlíus Viggó Ólafsson skrifar Skoðun Mannúðleg innflytjendastefna Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er vandamálið á húsnæðismarkaðinum og hvernig leysum við það Ómar Ingþórsson skrifar Skoðun Er heilbrigði besta lausnin? Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Sjálfskaparvíti Samfylkingar og Viðreisnar Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Evrópudagur sjúkraliða Sandra B. Franks skrifar Skoðun Baráttan um Ísland og sjálfstæði þjóðar Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Alvöru aðgerðir í húsnæðismálum – x við V Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Er skynsemi Sigmundar Davíðs o.fl. skynsamleg? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir skrifar Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Ábyrgð Bandaríkjanna á stríðsglæpunum á Gasa er mikil. Það eru ekki bara vopnin og peningarnir til að heyja þetta miskunnarlausa og einhliða árásarstríð gegn óbreyttum borgurum og sér í lagi börnum sem eru í meirihluta á Gasa. Heldur er það líka neitunarvald Bandaríkjanna sem hefur verið notað aftur og aftur til að hindra Sameinuðu þjóðirnar í að gegna skyldu sinni, veita Palestínumönnum vernd, binda enda á ólöglegt hernám og grípa inn í hernað Ísraels með afgerandi hætti. Obama Bandaríkjaforseti hefur óskað eftir vopnahléi á svæðinu en allar hans ræður, á meðan heimurinn horfir á fjöldamorðin í beinni útsendingu, byrja á yfirlýsingu um óhagganlegan stuðning við Ísrael og rétt þess til að verja sig. Fjöldi drepinna af Ísraelsher er kominn yfir 1.300 manns, þar af eru yfir 90% óbreyttir borgarar, ekki síst konur og börn. Yfir sjö þúsund manns liggja slasaðir, margir alvarlega og varanlega örkumla. Umsátrið, sem felur í sér algera innilokun 1,8 milljóna manns á örlitlu svæði, gerir afleiðingarnar ólýsanlega erfiðar. Ísraelsher sprengdi aðalraforkuverið í loft upp og olíutankarnir þar standa í björtu báli. Það mun taka ár að gera þar við og koma því aftur í notkun. Hreint vatn er ekki fáanlegt, skólpinu er ekki hægt að dæla frá án rafmagns, matvælin skortir, lyf og lækningatæki. Þetta er ekkert annað en hryðjuverk. Eldflauga- og sprengjuregnið heldur áfram. Nú eru það sjúkrahús og skólar Flóttamannahjálpar SÞ, UNRWA, sem verða fyrir sprengjum Ísraels, þar sem fólk hefur leitað skjóls. Samkvæmt SÞ eru 215 þúsund manns á flótta innan Gasa, en hafa í engan öruggan stað að flýja. Það er ekki hægt að horfa upp á þetta deginum lengur. Bandaríkjastjórn verður að hætta að tala tungum tveimur og taka í hnakkadrambið á Netanyahu og herforingjum hans. Hingað og ekki lengra. Afléttið umsátrinu um Gasa og stöðvið fjöldamorðin strax. Þetta verða kröfur dagsins við sendiráð Bandaríkjanna í dag kl. 17, hér í Reykjavík og um allan heim.
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Rödd mannréttinda, jöfnuðar og jafnréttis þarf að hljóma á Alþingi Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Af hverju er nauðsyn að fá Sósíalista inn á þing og í næstu ríkisstjórn? Ólafur H. Ólafsson skrifar
Skoðun Geðveikir frasar – en það þarf að vera plan! Ragna Sigurðardóttir,Sigurþóra Bergsdóttir skrifar
Skoðun Þarf Ábyrg framtíð 14,1% til að komast í kappræður Heimildarinnar? Jóhannes Loftsson skrifar
Skoðun Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir skrifar
Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun