Hver borgar? Ásdís Kristjánsdóttir skrifar 10. desember 2014 07:00 Ríkissjóður Íslands er nú loks farinn að skila afgangi hafandi verið rekinn með halla í hálfan áratug frá árinu 2008. Skuldirnar sem söfnuðust á þeim tíma sliga nú ríkissjóð og er svo komið að vaxtagreiðslur eru orðnar meðal þriggja stærstu útgjaldaliða ríkisins. Árlega jafngilda þær nánast öllum viðbótarskatttekjum sem innheimtar eru af fyrirtækjum og heimilum vegna skattahækkana síðustu ára, ríflega 80 milljörðum króna. Þrátt fyrir alvarlega skuldastöðu ríkissjóðs er ekki að merkja hjá núverandi stjórnvöldum metnaðarfull áform um að grynnka á þessum skuldum. Þvert á móti gerir langtímaáætlun stjórnvalda ráð fyrir að skuldahlutfallið lækki aðallega samfara verðbólgu og hagvexti frekar en með beinni niðurgreiðslu skulda. Sú stefna veldur því að vaxtakostnaður verður áfram dragbítur á ríkissjóði og gerir stjórnvöldum erfitt um vik að lækka álögur og auka samkeppnishæfni innlendra aðila. Einhver þarf að borga. Íslenskt fjármálakerfi hefur ekki farið varhluta af auknum skatta- og gjaldaálögum síðastliðinna ára. Regluverkið í kringum það hefur á sama tíma verið aukið og auknar kröfur um eiginfjárbindingu hafa aukið fjármögnunarkostnað íslenskra fjármálafyrirtækja. Vissulega má færa rök fyrir því að bankastofnanir greiði fyrir t.a.m. ríkisábyrgð innlána á meðan hún er til staðar en slík skattheimta þarf að vera í samræmi við þann opinbera stuðning sem þær hljóta. Einnig væri eðlilegt að slíkur stuðningur væri valkvæður og bankastofnanir hefðu val um hvort þær starfi í skjóli slíkrar ábyrgðar. En er það svo að á meðan að bankarnir borga meira að þá borgi fólkið í landinu minna? Það liggur í hlutarins eðli að fyrirtækin sjálf bera ekki kostnaðinn. Við skattleggjum hvorki hús né borð né stóla. Kostnaðurinn er alltaf borinn af einstaklingum, eigendum, launþegum eða viðskiptavinum og spurningin er einungis hvernig kostnaðurinn dreifist. Til skemmri tíma geta auknar álögur komið fram í minni arðsemi og eigendur þannig borið kostnaðinn. Slíkt er þó ekki jafnvægisástand en á endanum munu allar varanlegar álögur á bankastofnanir skila sér í auknum vaxtamun og þ.a.l. í lakari vaxtakjörum fyrir bæði fyrirtæki og heimili. Viðskiptavinir bera því ávallt stóran hluta þess kostnaðar sem lagður er á fyrirtækin. Þrátt fyrir að vaxtamunur íslenskra banka hafi lækkað síðustu misserin, m.a. vegna minnkandi verðbólgu, þá er vaxtamunur þeirra enn mikill í alþjóðlegum samanburði. Álagður vaxtamunur veitir sterka vísbendingu um samkeppnishæfni bankanna en margar ástæður eru fyrir því hve mikill hann er hér á landi, og flestar þeirra „sér-íslenskar“. Smæð bankakerfisins, tilkoma fjármagnshafta, mikil eiginfjárbinding, óstöðugt efnahagsumhverfi og mikil skattbyrði í samanburði við önnur lönd er allt til þess fallið að auka vaxtamun, þó ekki sé einungis við ytri þætti að sakast. Rekstrarkostnaður íslensku bankanna er einnig hár, hærri en almennt er hjá erlendum bönkum svipuðum að stærð. Það skyldi því engan undra að erlendir bankar séu orðnir nokkuð fyrirferðarmiklir í útlánum til innlendra fyrirtækja og að þeir séu enn að sækja í sig veðrið. Að vissu leyti er jákvætt að erlendir lánamarkaðir skuli á ný vera að opnast innlendum fyrirtækjum en um leið er mikilvægt að hafa í huga að á meðan að íslenskir bankar búa ekki við sömu starfsskilyrði og erlendir samkeppnisaðilar þá munu þeir ávallt eiga á brattann að sækja. Að öðru óbreyttu er því fyrirséð að útlánamarkaður muni breytast á komandi árum. Sé ætlunin að tryggja samkeppnishæfni innlendra fyrirtækja þarf að finna leiðir til að minnka álögur á innlenda starfsemi. Nauðsynlegt er að rjúfa vítahring mikillar skuldsetningar og íþyngjandi vaxtakostnaðar og til þess þarf tvennt að eiga sér stað. Í fyrsta lagi þarf að koma böndum á ríkisútgjöld og nýta svigrúmið sem af því myndast til niðurgreiðslu skulda. Það eitt dugir þó ekki til og þarf í öðru lagi að selja ríkiseignir. Fjármálaráðherra hefur nú þegar boðað sölu á 30% eignarhlut í Landsbankanum en með hliðsjón af skuldsetningu ríkissjóðs yrði það einungis dropi í hafið. Nauðsynlegt er að ganga lengra og t.a.m. endurgreiða gjaldeyrisforðalánin að hluta og huga að sölu á eignarhlut í Landsvirkjun. Allt er þetta samhangandi. Verði ekkert aðhafst til að lækka skuldir ríkissjóðs mun áfram þurfa að skattleggja fólk og fyrirtæki til að standa undir þeim kostnaði. Þeir peningar munu þó ekki falla af himnum ofan heldur mun álagningin skila sér í hærra verði til neytenda. Fyrirtækin verða ósamkeppnishæf og við fáum að borga! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ásdís Kristjánsdóttir Mest lesið Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Halldór 01.02.2025 Halldór Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson Skoðun Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Janúarblús vinstristjórnarinnar Jens Garðar Helgason Skoðun Hlutverk í fjölskyldum Matthildur Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Býður grunnskólakerfið upp á öfuga hvatastýringu fyrir kennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar Skoðun Er Ísland tilbúið fyrir gervigreindarbyltinguna? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson skrifar Skoðun Munum við upplifa enn eitt „mikla stökkið framávið“? Jason Steinþórsson skrifar Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun HA ég Hr. ráðherra? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Spörum með breyttri verðstefnu í lyfjamálum Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ómæld áhrif kjaradeilu kennara Anton Orri Dagsson skrifar Skoðun Hlutverk í fjölskyldum Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Janúarblús vinstristjórnarinnar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Skipbrot meðaltalsstöðugleikaleiðarinnar Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Fyrir hvern vinnur þú? Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Kostaboð Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Um kjaradeilu sveitarfélaga og kennara Inga Sigrún Atladóttir skrifar Skoðun Næring íþróttafólks: Þegar orkuna og kolvetnin skortir Birna Varðardóttir skrifar Skoðun Hvað næst RÚV? Hilmar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Lífeyrissjóðir í sæng með kvótakóngum Björn Ólafsson skrifar Skoðun Glannalegt tal um gjaldþrot Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Bókvitið verður í askana látið! Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Læknis- og sjúkraþjálfunarfræði fyrir alla Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Hvernig er hægt að semja við samninganefnd sem hefur engan skilning á starfi stéttarinnar sem hún er að semja við? Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Birtingarmynd fortíðar í nútímanum Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Mun seðlabankastjóri standa við orð sín Ágúst Bjarni Garðarsson skrifar Skoðun Þegar réttarkerfið bregst – hvað kostar það börnin? Anna María Ingveldur Larsen skrifar Sjá meira
Ríkissjóður Íslands er nú loks farinn að skila afgangi hafandi verið rekinn með halla í hálfan áratug frá árinu 2008. Skuldirnar sem söfnuðust á þeim tíma sliga nú ríkissjóð og er svo komið að vaxtagreiðslur eru orðnar meðal þriggja stærstu útgjaldaliða ríkisins. Árlega jafngilda þær nánast öllum viðbótarskatttekjum sem innheimtar eru af fyrirtækjum og heimilum vegna skattahækkana síðustu ára, ríflega 80 milljörðum króna. Þrátt fyrir alvarlega skuldastöðu ríkissjóðs er ekki að merkja hjá núverandi stjórnvöldum metnaðarfull áform um að grynnka á þessum skuldum. Þvert á móti gerir langtímaáætlun stjórnvalda ráð fyrir að skuldahlutfallið lækki aðallega samfara verðbólgu og hagvexti frekar en með beinni niðurgreiðslu skulda. Sú stefna veldur því að vaxtakostnaður verður áfram dragbítur á ríkissjóði og gerir stjórnvöldum erfitt um vik að lækka álögur og auka samkeppnishæfni innlendra aðila. Einhver þarf að borga. Íslenskt fjármálakerfi hefur ekki farið varhluta af auknum skatta- og gjaldaálögum síðastliðinna ára. Regluverkið í kringum það hefur á sama tíma verið aukið og auknar kröfur um eiginfjárbindingu hafa aukið fjármögnunarkostnað íslenskra fjármálafyrirtækja. Vissulega má færa rök fyrir því að bankastofnanir greiði fyrir t.a.m. ríkisábyrgð innlána á meðan hún er til staðar en slík skattheimta þarf að vera í samræmi við þann opinbera stuðning sem þær hljóta. Einnig væri eðlilegt að slíkur stuðningur væri valkvæður og bankastofnanir hefðu val um hvort þær starfi í skjóli slíkrar ábyrgðar. En er það svo að á meðan að bankarnir borga meira að þá borgi fólkið í landinu minna? Það liggur í hlutarins eðli að fyrirtækin sjálf bera ekki kostnaðinn. Við skattleggjum hvorki hús né borð né stóla. Kostnaðurinn er alltaf borinn af einstaklingum, eigendum, launþegum eða viðskiptavinum og spurningin er einungis hvernig kostnaðurinn dreifist. Til skemmri tíma geta auknar álögur komið fram í minni arðsemi og eigendur þannig borið kostnaðinn. Slíkt er þó ekki jafnvægisástand en á endanum munu allar varanlegar álögur á bankastofnanir skila sér í auknum vaxtamun og þ.a.l. í lakari vaxtakjörum fyrir bæði fyrirtæki og heimili. Viðskiptavinir bera því ávallt stóran hluta þess kostnaðar sem lagður er á fyrirtækin. Þrátt fyrir að vaxtamunur íslenskra banka hafi lækkað síðustu misserin, m.a. vegna minnkandi verðbólgu, þá er vaxtamunur þeirra enn mikill í alþjóðlegum samanburði. Álagður vaxtamunur veitir sterka vísbendingu um samkeppnishæfni bankanna en margar ástæður eru fyrir því hve mikill hann er hér á landi, og flestar þeirra „sér-íslenskar“. Smæð bankakerfisins, tilkoma fjármagnshafta, mikil eiginfjárbinding, óstöðugt efnahagsumhverfi og mikil skattbyrði í samanburði við önnur lönd er allt til þess fallið að auka vaxtamun, þó ekki sé einungis við ytri þætti að sakast. Rekstrarkostnaður íslensku bankanna er einnig hár, hærri en almennt er hjá erlendum bönkum svipuðum að stærð. Það skyldi því engan undra að erlendir bankar séu orðnir nokkuð fyrirferðarmiklir í útlánum til innlendra fyrirtækja og að þeir séu enn að sækja í sig veðrið. Að vissu leyti er jákvætt að erlendir lánamarkaðir skuli á ný vera að opnast innlendum fyrirtækjum en um leið er mikilvægt að hafa í huga að á meðan að íslenskir bankar búa ekki við sömu starfsskilyrði og erlendir samkeppnisaðilar þá munu þeir ávallt eiga á brattann að sækja. Að öðru óbreyttu er því fyrirséð að útlánamarkaður muni breytast á komandi árum. Sé ætlunin að tryggja samkeppnishæfni innlendra fyrirtækja þarf að finna leiðir til að minnka álögur á innlenda starfsemi. Nauðsynlegt er að rjúfa vítahring mikillar skuldsetningar og íþyngjandi vaxtakostnaðar og til þess þarf tvennt að eiga sér stað. Í fyrsta lagi þarf að koma böndum á ríkisútgjöld og nýta svigrúmið sem af því myndast til niðurgreiðslu skulda. Það eitt dugir þó ekki til og þarf í öðru lagi að selja ríkiseignir. Fjármálaráðherra hefur nú þegar boðað sölu á 30% eignarhlut í Landsbankanum en með hliðsjón af skuldsetningu ríkissjóðs yrði það einungis dropi í hafið. Nauðsynlegt er að ganga lengra og t.a.m. endurgreiða gjaldeyrisforðalánin að hluta og huga að sölu á eignarhlut í Landsvirkjun. Allt er þetta samhangandi. Verði ekkert aðhafst til að lækka skuldir ríkissjóðs mun áfram þurfa að skattleggja fólk og fyrirtæki til að standa undir þeim kostnaði. Þeir peningar munu þó ekki falla af himnum ofan heldur mun álagningin skila sér í hærra verði til neytenda. Fyrirtækin verða ósamkeppnishæf og við fáum að borga!
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun
Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar
Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar
Skoðun Hvernig er hægt að semja við samninganefnd sem hefur engan skilning á starfi stéttarinnar sem hún er að semja við? Ragnheiður Stephensen skrifar
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun