Mourinho skammast sín vegna stuðningsmanna Chelsea Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 20. febrúar 2015 17:50 Málið hefur vakið sterk viðbrögð í Englandi og Frakklandi, sem og víðar. Vísir/Getty/AFP Framferði nokkurra stuðningsmanna Chelsea eftir viðureign liðsins gegn PSG í Meistaradeild Evrópu í vikunni hefur vakið gríðarlega athygli. Meinuðu þeir þá þeldökkum manni að stíga um borð í neðanjarðarlest en atvikið var tekið upp á myndband sem fór um netið eins og eldur í sinu.Sjá einnig: Stuðningsmenn Chelsea hentu manni út úr lest í París „Við skömmumst okkar,“ sagði knattspyrnustjórinn Jose Mourinho á blaðamannafundi sínum í dag en Chelsea mætir Burnley í ensku úrvalsdeildinni á morgun. „Kannski er engin þörf á því enda neita ég að láta tengja mig við þetta fólk. Ég er tengdur Chelsea og svo mörgu sem þetta félag stendur fyrir. Ég fór héðan árið 2007 og gat ekki beðið eftir því að koma aftur. Ég vildi ekki koma aftur út af fólki eins og þessu.“ „Ég skammast mín fyrir það sem gerðist en ég endurtek - ég er stoltur af því að vera knattspyrnustjóri Chelsea því ég veit fyrir hvað þetta félag stendur. Þessir menn eru ekki fulltrúar félagsins.“ Chelsea sendi frá sér opinbera afsökunarbeiðni í dag og bauð fórnarlambinu, Souleymani S, að vera heiðursgestur á leik á Stamford Bridge og bauð honum að sitja í stúku með forráðamönnum félagsins. Yfirvöld í Frakklandi gáfu út í dag að þau hafi borið kennsl á sjö einstaklinga sem tengjast atvikinu á brautarpallinum á Richelieu-Drouot stöðinni í París. „Við erum rasistar - við erum rasistar - og þannig viljum við hafa það,“ sungu þeir um leið og Souleymani S var ýtt úr lestinni.Sjá einnig: Fórnarlamb Chelsea-rasistanna: Það á að fangelsa þessa menn Samkvæmt frönskum lögum er hægt að dæma viðkomandi í þriggja ára fangelsi og sekta um tæpar sjö milljónir króna fyrir lögbrot af þessu tagi. „Okkur skortir oft sönnunargögn en það er gott að það sé til upptaka af atvikinu. Við erum að bera kennsl á þessa menn þökk sé samstarfi okkar við ensku lögregluna.“ Eigandi Chelsea, Rússinn Roman Abramovitsj, er sagður afar brugðið og að honum hafi þótt framkoman ógeðfelld. Stjórnarformaðurinn Bruce Buck fundaði í dag með Ouseley lávarði, stjórnarformanni „Kick It Out“ átaksins sem berst gegn kynþáttafordómum í knattspyrnu. „Ég vil gera öllum ljóst fyrir því að öllum hjá félaginu líta á atvikið í París með mikilli óþökk,“ sagði hann við enska fjölmiðla og ítrekaði að félagið hefði verið í nánu samstarfi við lögregluyfirvöld bæði í París og Lundúnum vegna málsins, auk þess sem að það hefur staðið fyrir eigin rannsókn og nú þegar dæmt þrjá aðila í heimaleikjabann á Stamford Bridge.Wenger á æfingasvæði Arsenal í dag.Vísir/GettyFrakkinn Arsene Wenger, stjóri Arsenal, tjáði sig um málið á sínum blaðamannafundi í dag. „Þetta leit hræðilega út. Það verður að taka mjög hart á svona málum,“ sagði Wenger og bætti við að kynþáttafordómar væru stór vandi í samfélaginu.Sjá einnig: Blatter fordæmir Chelsea-rasistana | Enska sambandið vill banna þá Fleiri hafa tjáð sig, til að mynda forsætisráðherrann David Cameron. Hann sagði að myndefnið sem birtist hafi „valdið óhug og miklum áhyggjum“. Sepp Blatter, forseti Alþjóðaknattspyrnusambandsins, FIFA, sagði að það væri ekkert svigrúm í knattspyrnu fyrir kynþáttafordóma. Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Stól kastað í höfuð markmanns Aberdeen Fótbolti „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Enski boltinn Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Handbolti „Leikmenn fá frípassa til þess að meiða í pirringi“ Fótbolti Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock Handbolti Engin Meistaradeild hjá Hákoni Arnari Fótbolti Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Handbolti Dagskráin í dag: Tryggir Tindastóll titilinn? Sport Willum nýr forseti ÍSÍ með algjörum yfirburðum Sport „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Handbolti Fleiri fréttir Stól kastað í höfuð markmanns Aberdeen „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Engin Meistaradeild hjá Hákoni Arnari „Leikmenn fá frípassa til þess að meiða í pirringi“ Stórsigur Stólanna í Víkinni Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn „Sjálfum okkur verstar” Glæsimark frá Úlfu tryggði Stjörnunni stigin þrjú Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Dortmund náði sætinu á síðustu stundu Uppgjörið: Fram - Þór/KA 1-3 | Tvö mörk frá Söndru Maríu í sigri Þór/KA Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni „Verður stærsti dagur ævi minnar“ „Talar ekki um eggið fyrr en hænan er búin að verpa“ Real staðfestir kaupin á Huijsen fyrir 8,7 milljarða Fulltrúar UEFA gengu út eftir að Infantino mætti seint Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Villa ekki í vandræðum með Spurs og stefnir aftur í Meistaradeildina Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Íslenskt mark, sjálfsmark og rautt spjald Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Aron á að hjálpa leikmönnum að hugsa ekki um ströndina Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Svona var blaðamannafundur Arnars Aron Einar með en enginn Gylfi Þróttur mætir bikarmeisturunum Sjá meira
Framferði nokkurra stuðningsmanna Chelsea eftir viðureign liðsins gegn PSG í Meistaradeild Evrópu í vikunni hefur vakið gríðarlega athygli. Meinuðu þeir þá þeldökkum manni að stíga um borð í neðanjarðarlest en atvikið var tekið upp á myndband sem fór um netið eins og eldur í sinu.Sjá einnig: Stuðningsmenn Chelsea hentu manni út úr lest í París „Við skömmumst okkar,“ sagði knattspyrnustjórinn Jose Mourinho á blaðamannafundi sínum í dag en Chelsea mætir Burnley í ensku úrvalsdeildinni á morgun. „Kannski er engin þörf á því enda neita ég að láta tengja mig við þetta fólk. Ég er tengdur Chelsea og svo mörgu sem þetta félag stendur fyrir. Ég fór héðan árið 2007 og gat ekki beðið eftir því að koma aftur. Ég vildi ekki koma aftur út af fólki eins og þessu.“ „Ég skammast mín fyrir það sem gerðist en ég endurtek - ég er stoltur af því að vera knattspyrnustjóri Chelsea því ég veit fyrir hvað þetta félag stendur. Þessir menn eru ekki fulltrúar félagsins.“ Chelsea sendi frá sér opinbera afsökunarbeiðni í dag og bauð fórnarlambinu, Souleymani S, að vera heiðursgestur á leik á Stamford Bridge og bauð honum að sitja í stúku með forráðamönnum félagsins. Yfirvöld í Frakklandi gáfu út í dag að þau hafi borið kennsl á sjö einstaklinga sem tengjast atvikinu á brautarpallinum á Richelieu-Drouot stöðinni í París. „Við erum rasistar - við erum rasistar - og þannig viljum við hafa það,“ sungu þeir um leið og Souleymani S var ýtt úr lestinni.Sjá einnig: Fórnarlamb Chelsea-rasistanna: Það á að fangelsa þessa menn Samkvæmt frönskum lögum er hægt að dæma viðkomandi í þriggja ára fangelsi og sekta um tæpar sjö milljónir króna fyrir lögbrot af þessu tagi. „Okkur skortir oft sönnunargögn en það er gott að það sé til upptaka af atvikinu. Við erum að bera kennsl á þessa menn þökk sé samstarfi okkar við ensku lögregluna.“ Eigandi Chelsea, Rússinn Roman Abramovitsj, er sagður afar brugðið og að honum hafi þótt framkoman ógeðfelld. Stjórnarformaðurinn Bruce Buck fundaði í dag með Ouseley lávarði, stjórnarformanni „Kick It Out“ átaksins sem berst gegn kynþáttafordómum í knattspyrnu. „Ég vil gera öllum ljóst fyrir því að öllum hjá félaginu líta á atvikið í París með mikilli óþökk,“ sagði hann við enska fjölmiðla og ítrekaði að félagið hefði verið í nánu samstarfi við lögregluyfirvöld bæði í París og Lundúnum vegna málsins, auk þess sem að það hefur staðið fyrir eigin rannsókn og nú þegar dæmt þrjá aðila í heimaleikjabann á Stamford Bridge.Wenger á æfingasvæði Arsenal í dag.Vísir/GettyFrakkinn Arsene Wenger, stjóri Arsenal, tjáði sig um málið á sínum blaðamannafundi í dag. „Þetta leit hræðilega út. Það verður að taka mjög hart á svona málum,“ sagði Wenger og bætti við að kynþáttafordómar væru stór vandi í samfélaginu.Sjá einnig: Blatter fordæmir Chelsea-rasistana | Enska sambandið vill banna þá Fleiri hafa tjáð sig, til að mynda forsætisráðherrann David Cameron. Hann sagði að myndefnið sem birtist hafi „valdið óhug og miklum áhyggjum“. Sepp Blatter, forseti Alþjóðaknattspyrnusambandsins, FIFA, sagði að það væri ekkert svigrúm í knattspyrnu fyrir kynþáttafordóma.
Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Stól kastað í höfuð markmanns Aberdeen Fótbolti „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Enski boltinn Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Handbolti „Leikmenn fá frípassa til þess að meiða í pirringi“ Fótbolti Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock Handbolti Engin Meistaradeild hjá Hákoni Arnari Fótbolti Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Handbolti Dagskráin í dag: Tryggir Tindastóll titilinn? Sport Willum nýr forseti ÍSÍ með algjörum yfirburðum Sport „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Handbolti Fleiri fréttir Stól kastað í höfuð markmanns Aberdeen „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Engin Meistaradeild hjá Hákoni Arnari „Leikmenn fá frípassa til þess að meiða í pirringi“ Stórsigur Stólanna í Víkinni Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn „Sjálfum okkur verstar” Glæsimark frá Úlfu tryggði Stjörnunni stigin þrjú Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Dortmund náði sætinu á síðustu stundu Uppgjörið: Fram - Þór/KA 1-3 | Tvö mörk frá Söndru Maríu í sigri Þór/KA Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni „Verður stærsti dagur ævi minnar“ „Talar ekki um eggið fyrr en hænan er búin að verpa“ Real staðfestir kaupin á Huijsen fyrir 8,7 milljarða Fulltrúar UEFA gengu út eftir að Infantino mætti seint Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Villa ekki í vandræðum með Spurs og stefnir aftur í Meistaradeildina Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Íslenskt mark, sjálfsmark og rautt spjald Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Aron á að hjálpa leikmönnum að hugsa ekki um ströndina Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Svona var blaðamannafundur Arnars Aron Einar með en enginn Gylfi Þróttur mætir bikarmeisturunum Sjá meira