Fótbolti

Hörður og félagar náðu í stig gegn Inter

Anton Ingi Leifsson skrifar
Hörður Björgvin í baráttunni við Fredy Guarin.
Hörður Björgvin í baráttunni við Fredy Guarin. vísir/afp
Hörður Björgvin Magnússon spilaði allan leikinn í liði Cesena sem náði í stig gegn stórliði Inter í ítölsku úrvalsdeildinni í kvöld. Lokatölur 1-1, en leikurinn fór fram á hinum sögufræga Giuseppe Meazza.

Gregoire Defrel kom Cesena yfir eftir hálftíma leik og þannig stóðu leikar í hálfleik. Í upphafi síðari hálfleiks jafnaði Rodrigo Palacoi hins vegar metin og þannig enduðu leikar, 1-1.

Hörður Björgvin Magnússon var allan tímann í vörn Cesena, en stigið er mikilvægt fyrir Cesena í þeirri baráttu sem þeir eru. Þeim hefur gengið illa að vinna leiki, en einungis tapað tveimur af síðustu fimm.

Hörður og félagar eru í nítjánda sæti, fjórum stgum frá öruggu sæti. Inter er hins vegar í sjöunda sæti deildarinnar með 37 stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×