Sigmundur ætlar ekki að afhenda leyniskýrslurnar í bili Birgir Olgeirsson skrifar 16. apríl 2015 14:19 Birgitta spurði Sigmund hvort ekki væri tilefni til að hann afhendi þingnefndum leyniskýrslur kröfuhafa ef hann hefur þær undir höndum. Sigmundur sagði lítið mál fyrir þingmenn að nálgast þær. Vísir/Valli/Ernir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra telur eðlilegast að þeir sem skrifuðu leyniskýrslurnar fyrir fulltrúa kröfuhafa verði beðnir um að afhenda þær. Þetta var svar ráðherrans við fyrirspurn Birgittu Jónsdóttur, þingmanns Pírata, sem spurði Sigmund Davíð á Alþingi í dag hvort honum þætti tilefni til að afhenda leyniskýrslurnar sem hann vitnaði í á landsþingi Framsóknarmanna. Á landsþinginu sagðist Sigmundur Davíð hafa lesið þessar leynisýrslur og sagði fulltrúa kröfuhafa þrotabúa föllnu bankanna hafa tekið saman persónulegar upplýsingar um stjórnmálamenn, blaðamenn og aðra sem hafa tjáð sig um málefni kröfuhafa. Sagði hann einnig að í sumum tilfellum hefðu verið gerðar sálgreiningar á þessum aðilum svo kröfuhafarnir gætu áttað sig á því hvernig best sé að eiga við þá. Þá las Sigmundur upp tilvitnun um að Framsóknarflokkurinn gæfi ekki eftir íslenska hagsmuni. Síðar kom í ljós að þessi tilvitnun er úr fréttabréfi sem kröfuhafar fá reglulega frá Einari Karli Haraldssyni, almannatengli og ráðgjafa slitastjórnar Glitnis en umsöngin um Framsóknarflokkinn er úr pistli eftir Ásmund Einar Daðason, þingmann og aðstoðarmann forsætisráðherra.Sjá einnig:Slitastjórnir og kröfuhafar kannast ekki við njósnir og sálgreiningar Birgitta sagði ljóst að eitthvað af þessum upplýsingum væru úr fréttabréfi Einars Karls en fyrst Sigmundur Davíð hefði undir höndum margumræddar leyniskýrslur spurði hún hvort honum þætti tilefni til að afhenda þær þingnefndum svo fjalla megi um þær innan Alþingis.Sagði auðvelt að leita eftir þessum gögnum Sigmundur svaraði því að hann teldi æskilegt að þingnefnd og raunar sem flestir kynntu sér efni þessara skýrslna. „Þó að sumar þeirra séu kyrfilega merktar „Confidential“ þá held ég að þetta eigi erindi við þingmenn sem eru að meta þessi mál og við hvað er að fást,“ svaraði Sigmundur. Hann sagðist telja æskilegt að menn yrðu sér úti um þessi gögn. „Og það ætti ekki að vera mikið vandamál enda eins og háttvirtur þingmaður nefndir hér á áðan þá eru þeir sem hafa séð um utan um hald þessara mála mörgum þingmönnum vel kunnir og hæg heimatökin að leita eftir þessum gögnum.“„Á ég að leita til Ásmundar“ Birgitta sagðist ekki skilja svar Sigmundar Davíðs. „Á ég þá að leita til háttvirts þingmanns Ásmundar Einars Daðasonar til að fá þessi gögn því hann hefur að hluta átt aðild að því að skapa ákveðinn misskilning um hverjir þvældust mest fyrir þessum slitastjórnum,“ sagði Birgitta. „Mig langar að biðja hæstvirtan ráðherra, fyrst hann hefur séð þessa skýrslu og hefur aðgengi að þeim, hvort það væri ekki lang einfaldast ef ráðuneytið myndi koma þessum skýrslum til viðeigandi nefnda á þinginu eða forsætisnefndar. Er eitthvað sem stendur í vegi fyrir því?,“ spurði Birgitta.Liggur beinast við að höfundar afhendi skýrslurnar Sigmundur sagði að hann teldi eðlilegast og einfaldast í ljósi þess að einhverjir þeirra sem hafa skrifað þessar skýrslur hafa gefið sig fram að þeir séu sjálfir beðnir um að afhenda þær. „Það liggur beinast við að þeir afhendi skýrslurnar. Ef þeir eru ekki tilbúnir til þess af einhverjum sökum þá getum við reynt að leita annarra leið svo þingi geti fjallað um þessi mál.“ Alþingi Tengdar fréttir Segir sálgreiningar gerðar á stjórnmálamönnum og blaðamönnum Sigmundur Davíð Gunnlaugsson sagði í ræðu sinni á flokksþingi framsóknarmanna að kröfuhafar hafi tekið saman persónulegar upplýsingar um stjórnmálamenn, blaðamenn og aðra. 10. apríl 2015 14:44 Mest lesið Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Erlent Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama Innlent Enn annar gróðureldurinn ógnar Los Angeles Erlent Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Erlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Innlent Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Fleiri fréttir Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Hvammsvirkjun uppfylli ekki skilyrði Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Sjá meira
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra telur eðlilegast að þeir sem skrifuðu leyniskýrslurnar fyrir fulltrúa kröfuhafa verði beðnir um að afhenda þær. Þetta var svar ráðherrans við fyrirspurn Birgittu Jónsdóttur, þingmanns Pírata, sem spurði Sigmund Davíð á Alþingi í dag hvort honum þætti tilefni til að afhenda leyniskýrslurnar sem hann vitnaði í á landsþingi Framsóknarmanna. Á landsþinginu sagðist Sigmundur Davíð hafa lesið þessar leynisýrslur og sagði fulltrúa kröfuhafa þrotabúa föllnu bankanna hafa tekið saman persónulegar upplýsingar um stjórnmálamenn, blaðamenn og aðra sem hafa tjáð sig um málefni kröfuhafa. Sagði hann einnig að í sumum tilfellum hefðu verið gerðar sálgreiningar á þessum aðilum svo kröfuhafarnir gætu áttað sig á því hvernig best sé að eiga við þá. Þá las Sigmundur upp tilvitnun um að Framsóknarflokkurinn gæfi ekki eftir íslenska hagsmuni. Síðar kom í ljós að þessi tilvitnun er úr fréttabréfi sem kröfuhafar fá reglulega frá Einari Karli Haraldssyni, almannatengli og ráðgjafa slitastjórnar Glitnis en umsöngin um Framsóknarflokkinn er úr pistli eftir Ásmund Einar Daðason, þingmann og aðstoðarmann forsætisráðherra.Sjá einnig:Slitastjórnir og kröfuhafar kannast ekki við njósnir og sálgreiningar Birgitta sagði ljóst að eitthvað af þessum upplýsingum væru úr fréttabréfi Einars Karls en fyrst Sigmundur Davíð hefði undir höndum margumræddar leyniskýrslur spurði hún hvort honum þætti tilefni til að afhenda þær þingnefndum svo fjalla megi um þær innan Alþingis.Sagði auðvelt að leita eftir þessum gögnum Sigmundur svaraði því að hann teldi æskilegt að þingnefnd og raunar sem flestir kynntu sér efni þessara skýrslna. „Þó að sumar þeirra séu kyrfilega merktar „Confidential“ þá held ég að þetta eigi erindi við þingmenn sem eru að meta þessi mál og við hvað er að fást,“ svaraði Sigmundur. Hann sagðist telja æskilegt að menn yrðu sér úti um þessi gögn. „Og það ætti ekki að vera mikið vandamál enda eins og háttvirtur þingmaður nefndir hér á áðan þá eru þeir sem hafa séð um utan um hald þessara mála mörgum þingmönnum vel kunnir og hæg heimatökin að leita eftir þessum gögnum.“„Á ég að leita til Ásmundar“ Birgitta sagðist ekki skilja svar Sigmundar Davíðs. „Á ég þá að leita til háttvirts þingmanns Ásmundar Einars Daðasonar til að fá þessi gögn því hann hefur að hluta átt aðild að því að skapa ákveðinn misskilning um hverjir þvældust mest fyrir þessum slitastjórnum,“ sagði Birgitta. „Mig langar að biðja hæstvirtan ráðherra, fyrst hann hefur séð þessa skýrslu og hefur aðgengi að þeim, hvort það væri ekki lang einfaldast ef ráðuneytið myndi koma þessum skýrslum til viðeigandi nefnda á þinginu eða forsætisnefndar. Er eitthvað sem stendur í vegi fyrir því?,“ spurði Birgitta.Liggur beinast við að höfundar afhendi skýrslurnar Sigmundur sagði að hann teldi eðlilegast og einfaldast í ljósi þess að einhverjir þeirra sem hafa skrifað þessar skýrslur hafa gefið sig fram að þeir séu sjálfir beðnir um að afhenda þær. „Það liggur beinast við að þeir afhendi skýrslurnar. Ef þeir eru ekki tilbúnir til þess af einhverjum sökum þá getum við reynt að leita annarra leið svo þingi geti fjallað um þessi mál.“
Alþingi Tengdar fréttir Segir sálgreiningar gerðar á stjórnmálamönnum og blaðamönnum Sigmundur Davíð Gunnlaugsson sagði í ræðu sinni á flokksþingi framsóknarmanna að kröfuhafar hafi tekið saman persónulegar upplýsingar um stjórnmálamenn, blaðamenn og aðra. 10. apríl 2015 14:44 Mest lesið Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Erlent Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama Innlent Enn annar gróðureldurinn ógnar Los Angeles Erlent Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Erlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Innlent Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Fleiri fréttir Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Hvammsvirkjun uppfylli ekki skilyrði Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Sjá meira
Segir sálgreiningar gerðar á stjórnmálamönnum og blaðamönnum Sigmundur Davíð Gunnlaugsson sagði í ræðu sinni á flokksþingi framsóknarmanna að kröfuhafar hafi tekið saman persónulegar upplýsingar um stjórnmálamenn, blaðamenn og aðra. 10. apríl 2015 14:44
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“