Pírati fékk ekki tækifæri til að svara Anna Guðjónsdóttir skrifar 22. apríl 2015 17:20 Jón Þór, þingmaður Pírata, segir aðfarir þingvarðar réttlætanlegar. Vísir/Vilhelm Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata, segist ekki hafa fengið tækifæri til að svara beiðni Ásmundar Friðrikssonar þar sem hann fór fram á að Píratar myndu biðjast afsökunar. Ásmundur, sem er þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sagði í þættinum Reykjavík síðdegis í gær að Píratar hafi gefið í skyn að þingvörður hafi farið offari gegn manni sem framdi skemmdarverk fyrir utan Alþingishúsið. Mótmælendur komu saman í síðustu viku við Alþingishúsið til að mótmæla því að 888 dagar væri frá því að Alþingi samþykkti að rannsaka einkavæðingu bankanna. Þeir krítuðu á stétt fyrir utan Alþingishúsið, en þingvörður sprautar vatni á gangstéttina og að því virðist, mótmælendur einnig. Þingvörðurinn sést síðan snúa einn mótmælendanna niður. „Á myndböndunum var í fyrstu ekki ljóst hvað gerðist, en eitthvað ofbeldi átti sér stað. Það var ekki ljóst hvort það væri réttlætanlegt og ég tel að það sé góð regla að ef ofbeldi á sér stað þá skuli það rannsakað hvort það hafi verið réttlætanlegt,“ segir Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata. Jón Þór ræddi við þingverðina og sendi forseta Alþingis bréf um málið. Ásmundur Friðriksson fór fram á að Píratar myndu biðjast afsökunar.Vísir/VilhelmÞurfti sjálfur að biðjast afsökunar Eftir atburði síðustu viku þar sem mótmælandi var snúinn niður af þingverði fóru Píratar fram á að málið yrði rannsakað. Forseti Alþingis, Einar K. Guðfinnsson, segir að þingvörður hafi brugðist rétt við og tekur Jón Þór undir. „Maðurinn sést grípa í vörðinn eða slönguna. Þingvörðurinn hörfar þá nokkra vegalengd þar til hann snýr manninn af sér. Það er augljóst að þetta var réttlætanlegt hjá verðinu,“ segir Jón Þór. „Á myndbandinu sést að þingvörður sprautar vatni á mótmælendur sem er ekki fagleg aðferð þegar þú nálgast kringumstæður þar sem markmiðið er að tryggja öryggi. Mótmælendurnir voru ekki að ógna öryggi,“ segir Jón Þór. „Ég ræddi þetta við þingverðina benti þeim á að skoða þessa ferla og þeir tóku bara vel í það.“ „Ásmundur kannaði ekki þetta mál né talaði við öryggisvörðinn. Hann fór beint með þetta í störf þingsins og fer með rangt mál. Hann segir við höfum meðal annars ásakað þingvörðinn. Ég kynnti mér aðeins lagalegu stöðuna,“ segir Jón Þór. Hann telur mögulegt að það liggi þungt á Ásmundi að hafa sjálfur þurft að biðjast afsökunar eftir ummæli sín um hvort væri búið að rannsaka bakgrunn múslima hér á landi. Alþingi Mest lesið Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Erlent Sakleysi dætranna hafa gufað upp Innlent Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Erlent Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Innlent Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama Innlent Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Erlent Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Erlent Fleiri fréttir Sárar út í kerfið og segja sakleysi dætra sinna hafa gufað upp Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Hvammsvirkjun uppfylli ekki skilyrði Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Sjá meira
Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata, segist ekki hafa fengið tækifæri til að svara beiðni Ásmundar Friðrikssonar þar sem hann fór fram á að Píratar myndu biðjast afsökunar. Ásmundur, sem er þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sagði í þættinum Reykjavík síðdegis í gær að Píratar hafi gefið í skyn að þingvörður hafi farið offari gegn manni sem framdi skemmdarverk fyrir utan Alþingishúsið. Mótmælendur komu saman í síðustu viku við Alþingishúsið til að mótmæla því að 888 dagar væri frá því að Alþingi samþykkti að rannsaka einkavæðingu bankanna. Þeir krítuðu á stétt fyrir utan Alþingishúsið, en þingvörður sprautar vatni á gangstéttina og að því virðist, mótmælendur einnig. Þingvörðurinn sést síðan snúa einn mótmælendanna niður. „Á myndböndunum var í fyrstu ekki ljóst hvað gerðist, en eitthvað ofbeldi átti sér stað. Það var ekki ljóst hvort það væri réttlætanlegt og ég tel að það sé góð regla að ef ofbeldi á sér stað þá skuli það rannsakað hvort það hafi verið réttlætanlegt,“ segir Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata. Jón Þór ræddi við þingverðina og sendi forseta Alþingis bréf um málið. Ásmundur Friðriksson fór fram á að Píratar myndu biðjast afsökunar.Vísir/VilhelmÞurfti sjálfur að biðjast afsökunar Eftir atburði síðustu viku þar sem mótmælandi var snúinn niður af þingverði fóru Píratar fram á að málið yrði rannsakað. Forseti Alþingis, Einar K. Guðfinnsson, segir að þingvörður hafi brugðist rétt við og tekur Jón Þór undir. „Maðurinn sést grípa í vörðinn eða slönguna. Þingvörðurinn hörfar þá nokkra vegalengd þar til hann snýr manninn af sér. Það er augljóst að þetta var réttlætanlegt hjá verðinu,“ segir Jón Þór. „Á myndbandinu sést að þingvörður sprautar vatni á mótmælendur sem er ekki fagleg aðferð þegar þú nálgast kringumstæður þar sem markmiðið er að tryggja öryggi. Mótmælendurnir voru ekki að ógna öryggi,“ segir Jón Þór. „Ég ræddi þetta við þingverðina benti þeim á að skoða þessa ferla og þeir tóku bara vel í það.“ „Ásmundur kannaði ekki þetta mál né talaði við öryggisvörðinn. Hann fór beint með þetta í störf þingsins og fer með rangt mál. Hann segir við höfum meðal annars ásakað þingvörðinn. Ég kynnti mér aðeins lagalegu stöðuna,“ segir Jón Þór. Hann telur mögulegt að það liggi þungt á Ásmundi að hafa sjálfur þurft að biðjast afsökunar eftir ummæli sín um hvort væri búið að rannsaka bakgrunn múslima hér á landi.
Alþingi Mest lesið Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Erlent Sakleysi dætranna hafa gufað upp Innlent Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Erlent Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Innlent Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama Innlent Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Erlent Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Erlent Fleiri fréttir Sárar út í kerfið og segja sakleysi dætra sinna hafa gufað upp Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Hvammsvirkjun uppfylli ekki skilyrði Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Sjá meira
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“