Engin sátt um rammaáætlun ef breytingartillaga verður samþykkt Höskuldur Kári Schram skrifar 14. maí 2015 18:45 Formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands segir að engin sátt muni ríkja um rammaáætlun nái breytingartillaga meirihluta atvinnuveganefndar Alþingis fram að ganga. Hann segir umhverfisráðherra hafa brugðist í málinu. Framkvæmdastjóri Samorku segir nauðsynlegt að fjölga virkjunarkostum enn frekar til að mæta eftirspurn eftir raforku. Tillaga meirihluta atvinnuveganefndar Alþingis um að færa fjóra virkjunarkosti til viðbótar úr biðflokki í nýtingarflokk hefur verið harðlega gagnrýnd. Árni Finnsson formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands segir að með tillögunni sé verið að grafa undan lögum um rammaáætlun. „Vegna þess að lögin virka ekki. Umhverfisráðherra hefur sagt við mig og fleiri að það eigi að fara eftir þessum lögum en það er ekki að gerast. Sigrún Magnúsdóttir ber ábyrgð á þessum málaflokki og henni tekst ekki að verja hann,“ segir Árni. Hann segir að stjórnsýslan hafi einnig brugðist í málinu. „Norðmenn hafa gert rammaáætlun og þeir fara að henni. Þeir fara eftir þeim leikreglum sem þeir settu sér. Hér er verið að vaða yfir þær leikreglur sem voru settar,“ segir Árni. Samorka, samtök orku- og veitufyrirtækja, telja hins vegar rétt að færa fleiri orkukosti í nýtingarflokk eða átta talsins. „Það hefur komið fram hjá talsmönnum orkufyrirtækja, þeirra sem eru að selja og framleiða raforku, að þeir eru ekki að ná að mæta þeirri eftirspurn sem er til staðar í dag frá fjölbreyttum iðnaði með þeim orkukostum sem eru í nýtingarflokki rammaáætlunar,“ segir Gústaf Adolf Skúlason, framkvæmdastjóri Samorku. Gústaf segir að tillaga Samorku um fjölgun virkjanakosta sé innan laga rammáætlunar. Pólitík hafi ráðið för við síðustu endurskoðun þegar virkjanakostum var fækkað. „Þetta var tvöfalt pólitískt ferli. Það voru fyrst tólf og seinna sex kostir sem voru færðir í átt frá nýtingu til verndar. Við höfum alltaf gagnrýnt það á þeim grundvelli að forsenda sáttar myndi vera að styðjast við faglega niðurstöðu verkefnastjórnar rammaáætlunar. Við höfum hins vegar aldrei haldið því fram að Alþingi hafi ekki heimild þess að gera þessar breytingar. Alþingi ræður niðurstöðunni. Forsenda sáttar myndi hins vegar vera að fara eftir faglegri niðurstöðu verkefnastjórnar og það var ekki gert í síðustu umferð. Núna er verið að reyna, að hluta til, að vinda ofan af þessum breytingum,“ segir Gústaf. Alþingi Mest lesið Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Sæti Artúrs logar Erlent „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Erlent Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Innlent Fleiri fréttir Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Sjá meira
Formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands segir að engin sátt muni ríkja um rammaáætlun nái breytingartillaga meirihluta atvinnuveganefndar Alþingis fram að ganga. Hann segir umhverfisráðherra hafa brugðist í málinu. Framkvæmdastjóri Samorku segir nauðsynlegt að fjölga virkjunarkostum enn frekar til að mæta eftirspurn eftir raforku. Tillaga meirihluta atvinnuveganefndar Alþingis um að færa fjóra virkjunarkosti til viðbótar úr biðflokki í nýtingarflokk hefur verið harðlega gagnrýnd. Árni Finnsson formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands segir að með tillögunni sé verið að grafa undan lögum um rammaáætlun. „Vegna þess að lögin virka ekki. Umhverfisráðherra hefur sagt við mig og fleiri að það eigi að fara eftir þessum lögum en það er ekki að gerast. Sigrún Magnúsdóttir ber ábyrgð á þessum málaflokki og henni tekst ekki að verja hann,“ segir Árni. Hann segir að stjórnsýslan hafi einnig brugðist í málinu. „Norðmenn hafa gert rammaáætlun og þeir fara að henni. Þeir fara eftir þeim leikreglum sem þeir settu sér. Hér er verið að vaða yfir þær leikreglur sem voru settar,“ segir Árni. Samorka, samtök orku- og veitufyrirtækja, telja hins vegar rétt að færa fleiri orkukosti í nýtingarflokk eða átta talsins. „Það hefur komið fram hjá talsmönnum orkufyrirtækja, þeirra sem eru að selja og framleiða raforku, að þeir eru ekki að ná að mæta þeirri eftirspurn sem er til staðar í dag frá fjölbreyttum iðnaði með þeim orkukostum sem eru í nýtingarflokki rammaáætlunar,“ segir Gústaf Adolf Skúlason, framkvæmdastjóri Samorku. Gústaf segir að tillaga Samorku um fjölgun virkjanakosta sé innan laga rammáætlunar. Pólitík hafi ráðið för við síðustu endurskoðun þegar virkjanakostum var fækkað. „Þetta var tvöfalt pólitískt ferli. Það voru fyrst tólf og seinna sex kostir sem voru færðir í átt frá nýtingu til verndar. Við höfum alltaf gagnrýnt það á þeim grundvelli að forsenda sáttar myndi vera að styðjast við faglega niðurstöðu verkefnastjórnar rammaáætlunar. Við höfum hins vegar aldrei haldið því fram að Alþingi hafi ekki heimild þess að gera þessar breytingar. Alþingi ræður niðurstöðunni. Forsenda sáttar myndi hins vegar vera að fara eftir faglegri niðurstöðu verkefnastjórnar og það var ekki gert í síðustu umferð. Núna er verið að reyna, að hluta til, að vinda ofan af þessum breytingum,“ segir Gústaf.
Alþingi Mest lesið Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Sæti Artúrs logar Erlent „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Erlent Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Innlent Fleiri fréttir Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Sjá meira