Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: ÍA - Fylkir 0-0 | Markalaust í rokinu á Akranesi Guðmundur Marinó Ingvarsson á Akranesi skrifar 7. júní 2015 00:01 Það er pressa á Gunnlaugi Jónssyni, þjálfara ÍA. vísir/ernir ÍA og Fylkir skildu jöfn 0-0 í tíðindalitlum leik á Akranesi í Pepsí deild karla í fótbolta í kvöld. Bæði lið komu særð inn í leikinn og þurftu eitthvað út úr honum. ÍA hefur verið andlaust í síðustu leikjum og var greinilegt að uppleggið hjá liðinu var að verjast vel, láta finna fyrir sér og gefa á sér fá færi. Þessi einbeitti varnarleikur kom niður á liðinu því sóknarleikur liðsins var utan vallar með meiddum Garðari Gunnlaugssyni. Liðið skapaði sér ákaflega lítið fram á við og í þau fáu skipti sem liðið komst í ákjósanlegar stöður framarlega á vellinum var lítið hugmyndaflug sjáanlegt. ÍA átti sitt fyrsta skot þegar stundarfjórðungur var eftir af leiknum en náði aldrei að koma Bjarna Þórði Halldórssyni í vandræði. Fylkir tapaði illa fyrir Val í síðustu umferð og lenti í vandræðum gegn Njarðvík í bikarnum í vikunni og þurfti á sigri að halda í kvöld. Fylkir byrjaði leikinn ágætlega og fékk færi snemma leiks og það fjaraði fljótt undan leik liðsins og lenti liðið í barningi gegn baráttuglöðum Skagamönnum sem kom niður á öllu spili liðsins. Ekki hjálpaði til að töluverður vindur var þverrt á völlinn, kalt og rigning. Fylkir fékk mjög gott færi í seinni hálfleik þegar Albert Brynjar Ingason skallaði í stöngina og Oddur Ingi Guðmundsson skaut yfir í kjölfarið en að öðru leyti náði liðið ekki að opna vörn ÍA upp á gátt. Fylkir hefði þurft að nýta þetta færi til að breyta gangi í leiksins en í staðin fékk ÍA skyndisóknir í lokin þegar Fylkir reyndi allt hvað það gat til að tryggja sér sigurinn án árangurs. ÍA er í 10. sæti með 5 stig. Stigi á undan ÍBV og Keflavík á botninum. Fylkir er í 7. sæti með 9 stig að sjö umferðum loknum. Ásmundur: Sjálfsagt ekki mikil skemmtun„Þetta var baráttuleikur. Við sköpuðum okkur ívið fleiri möguleika til að klára leikinn en það tókst ekki. Við þurfum að gera okkur þetta eina stig að góðu,“ sagði Ásmundur Arnarsson þjálfari Fylkis eftir leikinn. „Þetta verður svolítill barningur en svo fáum við besta færið hér í seinni hálfleik þegar Albert skallar í stöngina og Oddur á frákastið. Maður var búinn að sjá það inni,“ sagði Ásmundur en lið hans þurfti mark til að opna leikinn. „Maður var bíða eftir að ná að opna þá. Ef við hefðum náð marki á þá, þá hefðu hlutirnir breyst en á meðan þeir héldu þessu þá var þetta barningur og sjálfsagt ekki mikil skemmtun. „Ég held að markmið Skagamanna hafi verið klárt. Það var að selja sig dýrt og halda markinu hreinu. Þeim tókst það og því miður þó menn hafi gert heiðarlegar tilraunir þá vantaði herslumuninn og aðeins meiri kraft og nýtni til að setja eitt á þá.“ Fylkir átti tvo slaka leiki í röð á undan þó annar þeirra, í bikarnum gegn Njarðvík, hafi unnist. Liðið þurfti á sigri að halda í kvöld. „Við komum hingað til að taka þrjú stig og það vildu menn fá út úr þessu. Menn voru aðeins að basla með að halda í boltann og aðstæðurnar höfðu eitthvað að segja með það. „Við viljum meira heldur en við höfum fengið í undanförnum leikjum og það þurfum við að sýna í næstu leikjum,“ sagði Ásmundur að lokum. Gunnlaugur: Það munu dúkka upp menn sem ógna marki mótherjanna„Ég er gríðarlega sáttur við að halda markinu hreinu og við andann í liðinu í kvöld. Við spilum heilar 90 mínútur þar sem við gefum allt í þetta og það er mikil framför frá því í Fjölnisleikjunum tveimur,“ sagði Gunnlaugur Jónsson þjálfari ÍA. Skagamenn töpuðu tveimur leikjum í röð gegn Fjölni. Fyrst í deild og svo í bikar. „Við sýnum líf og erum tilbúnir í þetta. Við náðum ákveðnum lágpunkti í síðasta leik. Þar vorum við vægast sagt hörmulegir. Hér sýnum við karlmennsku þó það séu vissulega þættir sem við þurfum að vinna í. „Við byggjum á þessu. Við höldum markinu hreinu og leggjum mikið í þennan leik. „Maður trúði að þetta myndi detta stöngin inn hér í lokin. Þeir fengu vissulega stöngin út í seinni hálfleik. Ég trúði að þetta kæmi í lokin,“ sagði Gunnlaugur en ÍA skapaði sér sín einu færi í leiknum seint í leiknum. Sóknarleikur ÍA var slakur og þó Gunnlaugur sé ánægður eftir leikinn með baráttuna og að hafa haldið hreinu þá getur hann ekki verið ánægður með sóknarleikinn. „Við eigum ýmislegt í land þar. Við styrkjum varnarleikinn mikið í þessum leik en þurfum að leita að ákveðnum lausnum í sóknarleiknum.“ Garðar Gunnlaugsson, helsti sóknarmaður ÍA er meiddur og eins vantar Eggert Kára Karlsson í liðið vegna meiðsla. „Garðar getur ekki mikið beitt sér meiddur á hné. Hann verður ekki með í þessum mánuði. Arsenij er hinn framherjinn. Hann var sjóðheitur fyrir mót og hefur ekki alveg fundið sig. Marko var þarna uppi og það gustaði af honum. „Svo söknum við Eggerts Kára sem hefur átt við meiðsli að stríða í byrjun móts og hefur ekki getað beitt sér að fullu. Það munu dúkka upp menn sem munu ógna marki mótherjanna, ég lofa þér því,“ sagði Gunnlaugur að lokum. Pepsi Max-deild karla Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Enski boltinn Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti Í beinni: Man. City - Tottenham | City tapað fjórum leikjum í röð Enski boltinn „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Enski boltinn Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Hvað gera flokkarnir fyrir afreksfólk í íþróttum? Sport Fleiri fréttir Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Sjá meira
ÍA og Fylkir skildu jöfn 0-0 í tíðindalitlum leik á Akranesi í Pepsí deild karla í fótbolta í kvöld. Bæði lið komu særð inn í leikinn og þurftu eitthvað út úr honum. ÍA hefur verið andlaust í síðustu leikjum og var greinilegt að uppleggið hjá liðinu var að verjast vel, láta finna fyrir sér og gefa á sér fá færi. Þessi einbeitti varnarleikur kom niður á liðinu því sóknarleikur liðsins var utan vallar með meiddum Garðari Gunnlaugssyni. Liðið skapaði sér ákaflega lítið fram á við og í þau fáu skipti sem liðið komst í ákjósanlegar stöður framarlega á vellinum var lítið hugmyndaflug sjáanlegt. ÍA átti sitt fyrsta skot þegar stundarfjórðungur var eftir af leiknum en náði aldrei að koma Bjarna Þórði Halldórssyni í vandræði. Fylkir tapaði illa fyrir Val í síðustu umferð og lenti í vandræðum gegn Njarðvík í bikarnum í vikunni og þurfti á sigri að halda í kvöld. Fylkir byrjaði leikinn ágætlega og fékk færi snemma leiks og það fjaraði fljótt undan leik liðsins og lenti liðið í barningi gegn baráttuglöðum Skagamönnum sem kom niður á öllu spili liðsins. Ekki hjálpaði til að töluverður vindur var þverrt á völlinn, kalt og rigning. Fylkir fékk mjög gott færi í seinni hálfleik þegar Albert Brynjar Ingason skallaði í stöngina og Oddur Ingi Guðmundsson skaut yfir í kjölfarið en að öðru leyti náði liðið ekki að opna vörn ÍA upp á gátt. Fylkir hefði þurft að nýta þetta færi til að breyta gangi í leiksins en í staðin fékk ÍA skyndisóknir í lokin þegar Fylkir reyndi allt hvað það gat til að tryggja sér sigurinn án árangurs. ÍA er í 10. sæti með 5 stig. Stigi á undan ÍBV og Keflavík á botninum. Fylkir er í 7. sæti með 9 stig að sjö umferðum loknum. Ásmundur: Sjálfsagt ekki mikil skemmtun„Þetta var baráttuleikur. Við sköpuðum okkur ívið fleiri möguleika til að klára leikinn en það tókst ekki. Við þurfum að gera okkur þetta eina stig að góðu,“ sagði Ásmundur Arnarsson þjálfari Fylkis eftir leikinn. „Þetta verður svolítill barningur en svo fáum við besta færið hér í seinni hálfleik þegar Albert skallar í stöngina og Oddur á frákastið. Maður var búinn að sjá það inni,“ sagði Ásmundur en lið hans þurfti mark til að opna leikinn. „Maður var bíða eftir að ná að opna þá. Ef við hefðum náð marki á þá, þá hefðu hlutirnir breyst en á meðan þeir héldu þessu þá var þetta barningur og sjálfsagt ekki mikil skemmtun. „Ég held að markmið Skagamanna hafi verið klárt. Það var að selja sig dýrt og halda markinu hreinu. Þeim tókst það og því miður þó menn hafi gert heiðarlegar tilraunir þá vantaði herslumuninn og aðeins meiri kraft og nýtni til að setja eitt á þá.“ Fylkir átti tvo slaka leiki í röð á undan þó annar þeirra, í bikarnum gegn Njarðvík, hafi unnist. Liðið þurfti á sigri að halda í kvöld. „Við komum hingað til að taka þrjú stig og það vildu menn fá út úr þessu. Menn voru aðeins að basla með að halda í boltann og aðstæðurnar höfðu eitthvað að segja með það. „Við viljum meira heldur en við höfum fengið í undanförnum leikjum og það þurfum við að sýna í næstu leikjum,“ sagði Ásmundur að lokum. Gunnlaugur: Það munu dúkka upp menn sem ógna marki mótherjanna„Ég er gríðarlega sáttur við að halda markinu hreinu og við andann í liðinu í kvöld. Við spilum heilar 90 mínútur þar sem við gefum allt í þetta og það er mikil framför frá því í Fjölnisleikjunum tveimur,“ sagði Gunnlaugur Jónsson þjálfari ÍA. Skagamenn töpuðu tveimur leikjum í röð gegn Fjölni. Fyrst í deild og svo í bikar. „Við sýnum líf og erum tilbúnir í þetta. Við náðum ákveðnum lágpunkti í síðasta leik. Þar vorum við vægast sagt hörmulegir. Hér sýnum við karlmennsku þó það séu vissulega þættir sem við þurfum að vinna í. „Við byggjum á þessu. Við höldum markinu hreinu og leggjum mikið í þennan leik. „Maður trúði að þetta myndi detta stöngin inn hér í lokin. Þeir fengu vissulega stöngin út í seinni hálfleik. Ég trúði að þetta kæmi í lokin,“ sagði Gunnlaugur en ÍA skapaði sér sín einu færi í leiknum seint í leiknum. Sóknarleikur ÍA var slakur og þó Gunnlaugur sé ánægður eftir leikinn með baráttuna og að hafa haldið hreinu þá getur hann ekki verið ánægður með sóknarleikinn. „Við eigum ýmislegt í land þar. Við styrkjum varnarleikinn mikið í þessum leik en þurfum að leita að ákveðnum lausnum í sóknarleiknum.“ Garðar Gunnlaugsson, helsti sóknarmaður ÍA er meiddur og eins vantar Eggert Kára Karlsson í liðið vegna meiðsla. „Garðar getur ekki mikið beitt sér meiddur á hné. Hann verður ekki með í þessum mánuði. Arsenij er hinn framherjinn. Hann var sjóðheitur fyrir mót og hefur ekki alveg fundið sig. Marko var þarna uppi og það gustaði af honum. „Svo söknum við Eggerts Kára sem hefur átt við meiðsli að stríða í byrjun móts og hefur ekki getað beitt sér að fullu. Það munu dúkka upp menn sem munu ógna marki mótherjanna, ég lofa þér því,“ sagði Gunnlaugur að lokum.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Enski boltinn Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti Í beinni: Man. City - Tottenham | City tapað fjórum leikjum í röð Enski boltinn „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Enski boltinn Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Hvað gera flokkarnir fyrir afreksfólk í íþróttum? Sport Fleiri fréttir Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Sjá meira