Heimir Guðjóns: Leikurinn vinnst á smáum atriðum Anton Ingi Leifsson skrifar 20. júní 2015 19:30 Heimir Guðjónsson á hliðarlínunni. vísir/vilhelm Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, segir að leikurinn gegn Breiðabliki á morgun sé gífurlega mikilvægur leikur. Með sigri getur FH komið sér fjórum stigum frá Breiðabliki þegar níu umferðum er lokið. „Þetta er gríðarlega mikilvægur leikur í ljósi þess að ef við vinnum þá getum við aðeins skilið við Blikana," sagði Heimir Guðjónsson í samtali við Hjörvar Hafliðason í Kaplakrika á morgun. „Ef við vinnum þá munar fjórum stigum og að sjálfsögðu viljum við gera það á okkar heimavelli, en við gerum okkur grein fyrir því að Blikaliði hefur verið að spila gífurlega vel. Þeir eru taplausir i deildinni og ég held að þetta verði hörkuleikur." FH hefur skorað langflest mörkin í Pepsi-deildinni þetta sumarið, en þeir hafa skorað nítján mörk í deildinni. Breiðablik og Valsmenn koma næst með fimmtán mörk. „Við þurfum alltaf að spila sóknarleik á heimavelli og munum gera það, en við þurfum líka að passa okkur og vera sterkir varnarlega." „Við höfum verið að fá aðeins of mikið af mörkum á okkur miðað við tímabilið í fyrra og Blikarnir eru með mjög sóknarþenkjandi lið. Við þurfum líka að vera klókir í varnarleiknum." „Við hefðum viljað halda hreinu oftar, en á móti kemur þá held ég að við höfum skorað átta mörkum meira í deildinni heldur en á sama tíma og í fyrra svo það er líka jákvætt," en hvað hefur vantað uppá í varnarleik FH? „Það sem hefur vantað uppá í varnarleiknum hjá okkur er það að allt liðið sé að vinna saman til að verjast, ekki bara einhverjir sjö til átta leikmenn og kannski stundum færri." Kristinn Jónsson og Höskuldur Gunnlaugsson hafa myndað baneitrað teymi á vinstri kanti Breiðabliks, en hvernig ætlar Heimir að stöðva þá? „Við verðum örugglega með eitthvað plan á morgun. Þeir hafa verið hættulegir fram á við og svo hefur Arnþór Ari verið að koma þarna og aðstoða þá í sóknarleiknum. Við þurfum að loka á þá, en hvernig við gerum það kemur í ljós á morgun." Breiðablik spilaði í 120 mínútur gegn KA í bikarnum á fimmtudag, en þá duttu þeir úr leik eftir 1-0 tap. Heimir er ekki viss um að það muni hjálpa FH-ingum eitthvað. „Ég ætla að vona það, en ég held að það verði þannig að ef þeir trúa því þá gerir það það. En ef við höldum það, þá lendum við í veseni. Á endanum held ég að þetta komi ekki til með að skipta neinu máli." „Ég hef sagt það áður. Menn hafa verið að æfa í allan vetur og koma sér í form þá hljóta menn að þola smá álag," en hvar vinnst leikurinn? „Leikurinn vinnst á smáum atriðum," sagði Heimir að lokum. Leikurinn verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og hefst útsendingin klukkan 19:30. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Körfubolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Fótbolti McTominay hetja Napoli Fótbolti Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Fótbolti Fleiri fréttir Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Viðar Örn að glíma við meiðsli Uppgjörið: Víkingur - Þór/KA 1-4 | Engin hamingja hjá heimakonum Uppgjörið: Tindastóll - FHL 1-0 | Stólarnir sýndu enga miskunn Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR „Skemmtilegt að þroskast þannig sem leikmaður“ „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Sjá meira
Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, segir að leikurinn gegn Breiðabliki á morgun sé gífurlega mikilvægur leikur. Með sigri getur FH komið sér fjórum stigum frá Breiðabliki þegar níu umferðum er lokið. „Þetta er gríðarlega mikilvægur leikur í ljósi þess að ef við vinnum þá getum við aðeins skilið við Blikana," sagði Heimir Guðjónsson í samtali við Hjörvar Hafliðason í Kaplakrika á morgun. „Ef við vinnum þá munar fjórum stigum og að sjálfsögðu viljum við gera það á okkar heimavelli, en við gerum okkur grein fyrir því að Blikaliði hefur verið að spila gífurlega vel. Þeir eru taplausir i deildinni og ég held að þetta verði hörkuleikur." FH hefur skorað langflest mörkin í Pepsi-deildinni þetta sumarið, en þeir hafa skorað nítján mörk í deildinni. Breiðablik og Valsmenn koma næst með fimmtán mörk. „Við þurfum alltaf að spila sóknarleik á heimavelli og munum gera það, en við þurfum líka að passa okkur og vera sterkir varnarlega." „Við höfum verið að fá aðeins of mikið af mörkum á okkur miðað við tímabilið í fyrra og Blikarnir eru með mjög sóknarþenkjandi lið. Við þurfum líka að vera klókir í varnarleiknum." „Við hefðum viljað halda hreinu oftar, en á móti kemur þá held ég að við höfum skorað átta mörkum meira í deildinni heldur en á sama tíma og í fyrra svo það er líka jákvætt," en hvað hefur vantað uppá í varnarleik FH? „Það sem hefur vantað uppá í varnarleiknum hjá okkur er það að allt liðið sé að vinna saman til að verjast, ekki bara einhverjir sjö til átta leikmenn og kannski stundum færri." Kristinn Jónsson og Höskuldur Gunnlaugsson hafa myndað baneitrað teymi á vinstri kanti Breiðabliks, en hvernig ætlar Heimir að stöðva þá? „Við verðum örugglega með eitthvað plan á morgun. Þeir hafa verið hættulegir fram á við og svo hefur Arnþór Ari verið að koma þarna og aðstoða þá í sóknarleiknum. Við þurfum að loka á þá, en hvernig við gerum það kemur í ljós á morgun." Breiðablik spilaði í 120 mínútur gegn KA í bikarnum á fimmtudag, en þá duttu þeir úr leik eftir 1-0 tap. Heimir er ekki viss um að það muni hjálpa FH-ingum eitthvað. „Ég ætla að vona það, en ég held að það verði þannig að ef þeir trúa því þá gerir það það. En ef við höldum það, þá lendum við í veseni. Á endanum held ég að þetta komi ekki til með að skipta neinu máli." „Ég hef sagt það áður. Menn hafa verið að æfa í allan vetur og koma sér í form þá hljóta menn að þola smá álag," en hvar vinnst leikurinn? „Leikurinn vinnst á smáum atriðum," sagði Heimir að lokum. Leikurinn verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og hefst útsendingin klukkan 19:30.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Körfubolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Fótbolti McTominay hetja Napoli Fótbolti Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Fótbolti Fleiri fréttir Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Viðar Örn að glíma við meiðsli Uppgjörið: Víkingur - Þór/KA 1-4 | Engin hamingja hjá heimakonum Uppgjörið: Tindastóll - FHL 1-0 | Stólarnir sýndu enga miskunn Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR „Skemmtilegt að þroskast þannig sem leikmaður“ „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Sjá meira