Uppbótartíminn: Til hamingju með daginn, Gulli! 14. júlí 2015 11:00 Gunnleifur fagnar fertugsafmæli sínu í dag. Vísir/Ernir Ellefta umferð Pepsi-deildar karla í knattspyrnu kláraðist í gær. Hverjir áttu góðan dag og hverjir áttu erfiðan dag? Hvað segir tölfræðin og hver var umræðan á Twitter? Vísir gerir hér upp umferðina á léttu nótunum. KR, Breiðablik og Valur minnkuðu öll forystu FH á toppi deildarinnar en Hafnfirðingar misstigu sig á heimavelli gegn Fylki. Aðeins þrjú stig skilja að efstu fjögur liðin. Fjölnir og Stjarnan halda áfram að tapa leikjum en ÍA reif sig frá fallsvæðinu með mikilvægum sigri á ÍBV. Víkingur virðist í frjálsu falli og Leiknir og Keflavík máttu sætta sig við jafntefli í leik sem bæði lið þurftu að vinna.Umfjöllun og viðtöl úr öllum leikjum umferðarinnar:Stjarnan - Valur 1-2ÍA - ÍBV 3-1Víkingur - KR 0-3FH - Fylkir 2-2Leiknir - Keflavík 1-1Breiðablik - Fjölnir 2-0Vísir/ErnirGóð umferð fyrir ...... Gunnlaug Jónsson, þjálfara ÍA Skagamenn þurftu sárlega á sigri að halda gegn ÍBV á heimavelli og eftir einkar slæma byrjun tókst þeim að snúa blaðinu algjörlega sér í vil og vinna afar sannfærandi 3-1 sigur. Gunnlaugur náði að svara áhyggjum af markaleysi Skagamanna vegna meiðsla Garðars Gunnlaugssonar og hefur Ásgeir Marteinsson blómstrað í síðustu leikjum. Arsenij Buinickij er líka búinn að skora í þremur leikjum í röð og farinn að standa undir þeim væntingum sem gerðar voru til hans.... Þorstein Má Ragnarsson, sóknarmann KR Staða Þorsteins Má hjá KR hefur verið til mikillar umræðu vegna takmarkaðra mínútufjölda sem hann fær með liðinu. Samkvæmt heimildum Vísis er hann með klásúlu í samningi sínum sem heimilar honum að fara frá KR í júlíglugganum og var talið víst að hann væri búinn að velja að semja við Breiðablik. Ekki dró koma Hólmberts Arons Friðjónssonar í KR úr þeim sögusögnum. En nú er Þorsteinn Már búinn að skora í tveimur leikjum í röð og var hann maður leiksins í 3-0 sigri KR og Víkingi. Eftir leik vildi hvorki hann né Bjarni Guðjónsson, þjálfari KR, viðurkenni að þetta hafi verið síðasti leikur Þorsteins Más með KR.... Gunnleif Gunnleifsson Damir Muminovic og Elfar Freyr Helgason halda áfram að fara fyrir sterkri vörn Breiðabliks sem hélt hreinu á heimavelli gegn Fjölni. Það sem þeir réðu ekki við afgreiddi hinn fertugi Gunnleifur Gunnleifsson í marki Blikanna fyrir þá. Gunnleifur heldur upp á fertugsafmælið sitt í dag og viðeigandi að hann hafi átt góðan leik í gær, rétt eins og svo oft áður í sumar. Til hamingju með daginn, Gulli!Vísir/Andri MarinóErfið umferð fyrir ...... Stjörnuna Enn eitt tapið í þessari umferð og þau eru nú orðin samtals fjögur í síðustu sex leikjum. Íslandsmeistararnir eru einfaldlega í bullandi vandræðum en þrátt fyrir góða byrjun gegn Val þar sem Halldór Orri Sigurðsson skoraði draumamark datt allur botn úr leik liðsins og 2-1 tap niðurstaðan. „Það er erfitt að fá ekki stig og að vinna ekki heimaleik í fyrri umferðinni er ekki gott," sagði Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari, eftir leikinn. Orð að sönnu.... Ólaf Þórðarson og Milos Milojevic Evrópuvíkingarnir eru ei meir. Úr leik þrátt fyrir hetjulega baráttu í Slóveníu og það þarf miklu meira en kraftaverkið sem tryggði Víkingum Evrópusæti í fyrra til að endurtaka leikinn nú. Sex töp í síðustu sjö leikjum segir allt sem segja þarf. Staða þjálfaranna hlýtur að vera til skoðunar. Fyrst beindust spjótin að Ólafi eftir að Milos fór til Serbíu á þjálfaranámskeið en hlutirnir virðast ekkert hafa skánað eftir að sá síðarnefndi kom aftur heim.... Guðjón Orra Sigurjónsson, markvörð ÍBV Guðjón Orri hefur fengið langþráð tækifæri í marki ÍBV í sumar og þáttur hans í tapinu á Skipaskaga á sunnudagsvöld sé nokkur verður honum ekki eingöngu kennt um það. En hann gerði slæm mistök í leiknum sem gætu hafa kostað hann sætið í byrjunarliðinu. Abel Dhaira bíður fyrir utan og hann hefur minnt á sig með því að halda hreinu í öllum þremur bikarleikjum ÍBV til þessa í sumar.Vísir/ErnirTölfræðin og sagan: *Stjarnan er eina liðið í Pepsi-deildinni sem hefur ekki ennþá unnið heimaleik í sumar. *Valsmenn hafa náð í 16 stig af 18 mögulegum út úr síðustu 6 leikjum liðsins í Pepsi-deildinni (5 sigrar og 1 jafntefli). *Kristinn Freyr Sigurðsson hefur skorað sjálfur (2), átt stoðsendinguna (2) eða átt þátt í undirbúningnum (2) í 6 af síðustu 7 mörkum Valsmanna í Pepsi-deildinni. *Valsmenn hafa aðeins tapað 1 af 12 leikjum sínum í Pepsi-deildinni (10) og Borgunarbikarnum (2) í sumar þar sem Thomas Guldborg Christensen hefur spilað í miðri vörn Valsmanna. *Stjarnan hefur tapað síðustu 444 mínútum sínum í Pepsi-deild og Borgunarbikar á Samsung vellinum í Garðabæ með markatölunni 2-10. *Valsmenn hafa lent 1-0 undir undanfarin þrjú sumar á móti Stjörnunni í Garðabæ en hafa samt fengið stig út úr öllum leikjunum. *Skagamenn skoruðu 4 mörk í fyrstu 8 leikjum sínum í Pepsi-deildinni í sumar en hafa skorað 9 mörk í síðustu 3 leikjum sínum. *Eyjamenn hafa aðeins náð í 1 stig af 18 mögulegum á útivelli í Pepsi-deildinni í sumar. *Skagamenn hafa skorað 9 af 13 mörkum sínum í Pepsi-deildinni í sumar í síðustu þremur leikjum sínum. *Skagamenn hafa náð í 9 stig af 9 mögulegum í Pepsi-deildinni í sumar í "sex stiga" leikjum á móti Leikni, Keflavík og ÍBV. *Skagamenn hafa unnið tvo síðustu leiki sína í Pepsi-deildinni þar sem að Marko Andelkovic hefur byrjað á varamannabekknum. *Víðir Þorvarðarson, leikmaður númer 11 í ÍBV-liðinu, skoraði 11. mark ÍBV á tímabilinu á 11. mínútu í 11. umferð. :) *KR-ingar hafa haldið marki sínu hreinu í þremur leikjum í röð í Pepsi-deildinni og ekki fengið á sig mark í 316 mínútur. *Almarr Ormarsson hefur komið með beinum hætti að 4 mörkum í 4 leikjum (2 mörk og 2 stoðsendingar) síðan að hann fékk sitt fyrsta tækifæri í byrjunarliði KR 15. júní. *Víkingar skoruðu bara einu marki minna í fyrri umferð Pepsi-deildarinnar í ár (13) heldur en í fyrra (14) en fengu samt tíu stigum minna. *Þorsteinn Már Ragnarsson er markahæsti leikmaður KR í Pepsi-deildinni í sumar þrátt fyrir að hafa spilað aðeins 56 prósent af mínútum í boði í leikjum liðsins. *Fylkir er eina liðið í Pepsi-deildinni sem hefur ekki tapað á útivelli í sumar. *FH fékk tvöfalt fleiri mörk á sig í fyrri umferð Pepsi-deildarinnar í ár (12) heldur en í fyrra (6). *Hermann Hreiðarsson náði því í fyrsta leik sem þjálfari Fylkir sem Ásmundi Arnarssyni tókst aldrei á þremur og hálfu ári sem þjálfari Árbæjarliðsins eða að ná í stig á móti FH. *Varamenn hafa skorað öll þrjú mörk Fylkis í síðustu tveimur leikjum liðsins í Pepsi-deildinni. *FH-liðið hefur aðeins náð að halda 1 sinni hreinu í síðustu 9 leikjum sínum í Pepsi-deildinni að það var á móti Víkingi. *Ólafur Hrannar Kristjánsson hefur skorað (2) eða gefið stoðsendinguna (1) í 3 af síðustu 4 mörkum Leiknis í Pepsi-deildinni. *Keflavíkurliðið hefur enn ekki náð að halda hreinu í Pepsi-deildinni í sumar. *Hilmar Árni Halldórsson hefur átt þátt með einhverjum hætti í 11 af 12 mörkum Leiknisliðsins í Pepsi-deildinni í sumar. *Keflavikurliðið hefur skorað í öllum fimm leikjunum undir stjórn Jóhanns B. Guðmundssonar og Hauks Inga Guðnasonar en skoraði bara í 3 af 6 leikjum undir stjórn Kristjáns Guðmundssonar. *Blikar hafa tapað fæstum stigum á heimavelli í sumar (2) af öllum tólf liðum Pepsi-deildarinnar. *Fjölnir er búið að tapa öllum þremur leikjum sínum í Pepsi-deildinni síðan að liðið missti miðvörðinn Daniel Ivanovski. *Markatala Fjölnis í síðustu 3 leikjum í Pepsi-deildinni er -6 (1-7) en var aftur á móti +7 (8-1) í 3 leikjum liðsins þar á undan. *Oliver Sigurjónsson og Arnór Sveinn Aðalsteinsson eru áttundi og níundi leikmaðurinn sem skorar fyrir Breiðablik í Pepsi-deildinni í sumar. *Breiðablik hefur ekki fengið á sig mark í fyrri hálfleik í 9 leikjum í röð í Pepsi-deildinni.Vísir/ErnirSkemmtilegir punkar úr Boltavaktinni:Guðmundur Marinó Ingvarsson á Kaplakrikavelli: „Allir áhorfendur stóðu upp og klöppuðu þegar Allan Borgvardt var kynntur sem heiðursgestur leiksins.“Ingvi Þór Sæmundsson á Víkingsvelli: „Skúli og Rasmus þurfa varla að fara í sturtu eftir leikinn. Þeir þurfa ekkert að hafa fyrir hlutunum og eru með Rolf Toft í vasanum. Ekki beint öflug innkoma hjá Dananum.“Tómas Þór Þórðarson á Kópavogsvelli: „Kópavogsdjúsinn frægi var eilítið vatnskenndur þannig kóngurinn á Kópavogsvelli, Magnús Valur Böðvarsson, sendi sína menn upp með þykknið og bætt var í könnuna. Algjör lúxus þjónusta.“Hæstu og lægstu einkunnir umferðarinnar: Bjarni Ólafur Eiríksson, Val - 8 Arnþór Ingi Kristinsson, Víkingi - 3 Davíð Örn Atlason, Víkingi - 3 Þórarinn Ingi Valdimarsson, FH - 3Umræðan á #pepsi365Vísir/ValliEr ég einn um það að þjálfari ÍBV ætti að strípa sig upp eftir frábært record hjá Inga Sigurðs #Pepsi365#fotboltinet — Guðmundur Jónsson (@Gummon85) July 13, 2015@hjorturh Þetta er hrein spyrna, Pirlo'esque sagði einhver. Skilaðu því til Hödda. #pepsi365 — Arnar Már Guðjónsson (@addari) July 13, 2015Konan með sterka innkomu í #pepsí365 mörkin. "Er Arnar að vaxa kassann". #ekkistingangistráákassanum — Gísli Björn Bergmann (@gislibb) July 13, 2015Það er allavega ekki fundur í Víkinni núna, sé húsið úr glugganum og það eru öll ljós slökkt #pepsi365 — Ómar Ingi (@OmarIngiGud) July 13, 2015Dómarar helvíti sparsamir á froðuna í aukaspyrnum. Er íslenska froðan eitthvað dýrari? #níska#fotboltinet#pepsi365 — Gunnar Njáll Gunnars (@Gunninj) July 13, 2015Mættur á Álfinn. Kominn í treyjuna. Er að hita upp röddina. Loksins #gameday! Áfram Leiknir! #fótboltinet#Pepsi365#leiknisljónin — Halldór Marteinsson (@halldorm) July 13, 2015Mark 10. umferðar: Atvik 10. umferðar: Markasyrpa 10. umferðar: Pepsi Max-deild karla Mest lesið Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Enski boltinn „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti Járnkona sundsins kveður Sport Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Enski boltinn „Megum ekki við fleiri meiðslum í bili“ Sport „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu Körfubolti Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Handbolti Fleiri fréttir Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Sjá meira
Ellefta umferð Pepsi-deildar karla í knattspyrnu kláraðist í gær. Hverjir áttu góðan dag og hverjir áttu erfiðan dag? Hvað segir tölfræðin og hver var umræðan á Twitter? Vísir gerir hér upp umferðina á léttu nótunum. KR, Breiðablik og Valur minnkuðu öll forystu FH á toppi deildarinnar en Hafnfirðingar misstigu sig á heimavelli gegn Fylki. Aðeins þrjú stig skilja að efstu fjögur liðin. Fjölnir og Stjarnan halda áfram að tapa leikjum en ÍA reif sig frá fallsvæðinu með mikilvægum sigri á ÍBV. Víkingur virðist í frjálsu falli og Leiknir og Keflavík máttu sætta sig við jafntefli í leik sem bæði lið þurftu að vinna.Umfjöllun og viðtöl úr öllum leikjum umferðarinnar:Stjarnan - Valur 1-2ÍA - ÍBV 3-1Víkingur - KR 0-3FH - Fylkir 2-2Leiknir - Keflavík 1-1Breiðablik - Fjölnir 2-0Vísir/ErnirGóð umferð fyrir ...... Gunnlaug Jónsson, þjálfara ÍA Skagamenn þurftu sárlega á sigri að halda gegn ÍBV á heimavelli og eftir einkar slæma byrjun tókst þeim að snúa blaðinu algjörlega sér í vil og vinna afar sannfærandi 3-1 sigur. Gunnlaugur náði að svara áhyggjum af markaleysi Skagamanna vegna meiðsla Garðars Gunnlaugssonar og hefur Ásgeir Marteinsson blómstrað í síðustu leikjum. Arsenij Buinickij er líka búinn að skora í þremur leikjum í röð og farinn að standa undir þeim væntingum sem gerðar voru til hans.... Þorstein Má Ragnarsson, sóknarmann KR Staða Þorsteins Má hjá KR hefur verið til mikillar umræðu vegna takmarkaðra mínútufjölda sem hann fær með liðinu. Samkvæmt heimildum Vísis er hann með klásúlu í samningi sínum sem heimilar honum að fara frá KR í júlíglugganum og var talið víst að hann væri búinn að velja að semja við Breiðablik. Ekki dró koma Hólmberts Arons Friðjónssonar í KR úr þeim sögusögnum. En nú er Þorsteinn Már búinn að skora í tveimur leikjum í röð og var hann maður leiksins í 3-0 sigri KR og Víkingi. Eftir leik vildi hvorki hann né Bjarni Guðjónsson, þjálfari KR, viðurkenni að þetta hafi verið síðasti leikur Þorsteins Más með KR.... Gunnleif Gunnleifsson Damir Muminovic og Elfar Freyr Helgason halda áfram að fara fyrir sterkri vörn Breiðabliks sem hélt hreinu á heimavelli gegn Fjölni. Það sem þeir réðu ekki við afgreiddi hinn fertugi Gunnleifur Gunnleifsson í marki Blikanna fyrir þá. Gunnleifur heldur upp á fertugsafmælið sitt í dag og viðeigandi að hann hafi átt góðan leik í gær, rétt eins og svo oft áður í sumar. Til hamingju með daginn, Gulli!Vísir/Andri MarinóErfið umferð fyrir ...... Stjörnuna Enn eitt tapið í þessari umferð og þau eru nú orðin samtals fjögur í síðustu sex leikjum. Íslandsmeistararnir eru einfaldlega í bullandi vandræðum en þrátt fyrir góða byrjun gegn Val þar sem Halldór Orri Sigurðsson skoraði draumamark datt allur botn úr leik liðsins og 2-1 tap niðurstaðan. „Það er erfitt að fá ekki stig og að vinna ekki heimaleik í fyrri umferðinni er ekki gott," sagði Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari, eftir leikinn. Orð að sönnu.... Ólaf Þórðarson og Milos Milojevic Evrópuvíkingarnir eru ei meir. Úr leik þrátt fyrir hetjulega baráttu í Slóveníu og það þarf miklu meira en kraftaverkið sem tryggði Víkingum Evrópusæti í fyrra til að endurtaka leikinn nú. Sex töp í síðustu sjö leikjum segir allt sem segja þarf. Staða þjálfaranna hlýtur að vera til skoðunar. Fyrst beindust spjótin að Ólafi eftir að Milos fór til Serbíu á þjálfaranámskeið en hlutirnir virðast ekkert hafa skánað eftir að sá síðarnefndi kom aftur heim.... Guðjón Orra Sigurjónsson, markvörð ÍBV Guðjón Orri hefur fengið langþráð tækifæri í marki ÍBV í sumar og þáttur hans í tapinu á Skipaskaga á sunnudagsvöld sé nokkur verður honum ekki eingöngu kennt um það. En hann gerði slæm mistök í leiknum sem gætu hafa kostað hann sætið í byrjunarliðinu. Abel Dhaira bíður fyrir utan og hann hefur minnt á sig með því að halda hreinu í öllum þremur bikarleikjum ÍBV til þessa í sumar.Vísir/ErnirTölfræðin og sagan: *Stjarnan er eina liðið í Pepsi-deildinni sem hefur ekki ennþá unnið heimaleik í sumar. *Valsmenn hafa náð í 16 stig af 18 mögulegum út úr síðustu 6 leikjum liðsins í Pepsi-deildinni (5 sigrar og 1 jafntefli). *Kristinn Freyr Sigurðsson hefur skorað sjálfur (2), átt stoðsendinguna (2) eða átt þátt í undirbúningnum (2) í 6 af síðustu 7 mörkum Valsmanna í Pepsi-deildinni. *Valsmenn hafa aðeins tapað 1 af 12 leikjum sínum í Pepsi-deildinni (10) og Borgunarbikarnum (2) í sumar þar sem Thomas Guldborg Christensen hefur spilað í miðri vörn Valsmanna. *Stjarnan hefur tapað síðustu 444 mínútum sínum í Pepsi-deild og Borgunarbikar á Samsung vellinum í Garðabæ með markatölunni 2-10. *Valsmenn hafa lent 1-0 undir undanfarin þrjú sumar á móti Stjörnunni í Garðabæ en hafa samt fengið stig út úr öllum leikjunum. *Skagamenn skoruðu 4 mörk í fyrstu 8 leikjum sínum í Pepsi-deildinni í sumar en hafa skorað 9 mörk í síðustu 3 leikjum sínum. *Eyjamenn hafa aðeins náð í 1 stig af 18 mögulegum á útivelli í Pepsi-deildinni í sumar. *Skagamenn hafa skorað 9 af 13 mörkum sínum í Pepsi-deildinni í sumar í síðustu þremur leikjum sínum. *Skagamenn hafa náð í 9 stig af 9 mögulegum í Pepsi-deildinni í sumar í "sex stiga" leikjum á móti Leikni, Keflavík og ÍBV. *Skagamenn hafa unnið tvo síðustu leiki sína í Pepsi-deildinni þar sem að Marko Andelkovic hefur byrjað á varamannabekknum. *Víðir Þorvarðarson, leikmaður númer 11 í ÍBV-liðinu, skoraði 11. mark ÍBV á tímabilinu á 11. mínútu í 11. umferð. :) *KR-ingar hafa haldið marki sínu hreinu í þremur leikjum í röð í Pepsi-deildinni og ekki fengið á sig mark í 316 mínútur. *Almarr Ormarsson hefur komið með beinum hætti að 4 mörkum í 4 leikjum (2 mörk og 2 stoðsendingar) síðan að hann fékk sitt fyrsta tækifæri í byrjunarliði KR 15. júní. *Víkingar skoruðu bara einu marki minna í fyrri umferð Pepsi-deildarinnar í ár (13) heldur en í fyrra (14) en fengu samt tíu stigum minna. *Þorsteinn Már Ragnarsson er markahæsti leikmaður KR í Pepsi-deildinni í sumar þrátt fyrir að hafa spilað aðeins 56 prósent af mínútum í boði í leikjum liðsins. *Fylkir er eina liðið í Pepsi-deildinni sem hefur ekki tapað á útivelli í sumar. *FH fékk tvöfalt fleiri mörk á sig í fyrri umferð Pepsi-deildarinnar í ár (12) heldur en í fyrra (6). *Hermann Hreiðarsson náði því í fyrsta leik sem þjálfari Fylkir sem Ásmundi Arnarssyni tókst aldrei á þremur og hálfu ári sem þjálfari Árbæjarliðsins eða að ná í stig á móti FH. *Varamenn hafa skorað öll þrjú mörk Fylkis í síðustu tveimur leikjum liðsins í Pepsi-deildinni. *FH-liðið hefur aðeins náð að halda 1 sinni hreinu í síðustu 9 leikjum sínum í Pepsi-deildinni að það var á móti Víkingi. *Ólafur Hrannar Kristjánsson hefur skorað (2) eða gefið stoðsendinguna (1) í 3 af síðustu 4 mörkum Leiknis í Pepsi-deildinni. *Keflavíkurliðið hefur enn ekki náð að halda hreinu í Pepsi-deildinni í sumar. *Hilmar Árni Halldórsson hefur átt þátt með einhverjum hætti í 11 af 12 mörkum Leiknisliðsins í Pepsi-deildinni í sumar. *Keflavikurliðið hefur skorað í öllum fimm leikjunum undir stjórn Jóhanns B. Guðmundssonar og Hauks Inga Guðnasonar en skoraði bara í 3 af 6 leikjum undir stjórn Kristjáns Guðmundssonar. *Blikar hafa tapað fæstum stigum á heimavelli í sumar (2) af öllum tólf liðum Pepsi-deildarinnar. *Fjölnir er búið að tapa öllum þremur leikjum sínum í Pepsi-deildinni síðan að liðið missti miðvörðinn Daniel Ivanovski. *Markatala Fjölnis í síðustu 3 leikjum í Pepsi-deildinni er -6 (1-7) en var aftur á móti +7 (8-1) í 3 leikjum liðsins þar á undan. *Oliver Sigurjónsson og Arnór Sveinn Aðalsteinsson eru áttundi og níundi leikmaðurinn sem skorar fyrir Breiðablik í Pepsi-deildinni í sumar. *Breiðablik hefur ekki fengið á sig mark í fyrri hálfleik í 9 leikjum í röð í Pepsi-deildinni.Vísir/ErnirSkemmtilegir punkar úr Boltavaktinni:Guðmundur Marinó Ingvarsson á Kaplakrikavelli: „Allir áhorfendur stóðu upp og klöppuðu þegar Allan Borgvardt var kynntur sem heiðursgestur leiksins.“Ingvi Þór Sæmundsson á Víkingsvelli: „Skúli og Rasmus þurfa varla að fara í sturtu eftir leikinn. Þeir þurfa ekkert að hafa fyrir hlutunum og eru með Rolf Toft í vasanum. Ekki beint öflug innkoma hjá Dananum.“Tómas Þór Þórðarson á Kópavogsvelli: „Kópavogsdjúsinn frægi var eilítið vatnskenndur þannig kóngurinn á Kópavogsvelli, Magnús Valur Böðvarsson, sendi sína menn upp með þykknið og bætt var í könnuna. Algjör lúxus þjónusta.“Hæstu og lægstu einkunnir umferðarinnar: Bjarni Ólafur Eiríksson, Val - 8 Arnþór Ingi Kristinsson, Víkingi - 3 Davíð Örn Atlason, Víkingi - 3 Þórarinn Ingi Valdimarsson, FH - 3Umræðan á #pepsi365Vísir/ValliEr ég einn um það að þjálfari ÍBV ætti að strípa sig upp eftir frábært record hjá Inga Sigurðs #Pepsi365#fotboltinet — Guðmundur Jónsson (@Gummon85) July 13, 2015@hjorturh Þetta er hrein spyrna, Pirlo'esque sagði einhver. Skilaðu því til Hödda. #pepsi365 — Arnar Már Guðjónsson (@addari) July 13, 2015Konan með sterka innkomu í #pepsí365 mörkin. "Er Arnar að vaxa kassann". #ekkistingangistráákassanum — Gísli Björn Bergmann (@gislibb) July 13, 2015Það er allavega ekki fundur í Víkinni núna, sé húsið úr glugganum og það eru öll ljós slökkt #pepsi365 — Ómar Ingi (@OmarIngiGud) July 13, 2015Dómarar helvíti sparsamir á froðuna í aukaspyrnum. Er íslenska froðan eitthvað dýrari? #níska#fotboltinet#pepsi365 — Gunnar Njáll Gunnars (@Gunninj) July 13, 2015Mættur á Álfinn. Kominn í treyjuna. Er að hita upp röddina. Loksins #gameday! Áfram Leiknir! #fótboltinet#Pepsi365#leiknisljónin — Halldór Marteinsson (@halldorm) July 13, 2015Mark 10. umferðar: Atvik 10. umferðar: Markasyrpa 10. umferðar:
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Enski boltinn „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti Járnkona sundsins kveður Sport Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Enski boltinn „Megum ekki við fleiri meiðslum í bili“ Sport „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu Körfubolti Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Handbolti Fleiri fréttir Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Sjá meira