Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Fylkir - Fjölnir 0-4 | Sjáðu ótrúlegt mark Fjölnis Guðmundur Marinó Ingvarsson á Fylkisvelli skrifar 26. júlí 2015 00:01 Fjölnir lagði Fylki 4-0 í Pepsí deild karla í fótbolta í kvöld í Árbænum. Fjölnir var 3-0 yfir í hálfleik. Eins og lokatölurnar gefa til kynna var Fjölnir með nokkra yfirburði í leiknum. Liðið nýtti nánast öll færin sem liðið fékk í leiknum en yfirburðir liðsins voru ekki síst varnarlega og í baráttunni á vellinum. Fjölnir hafði ekki skorað í fjórum leikjum og tapað þeim öllum og kom inn í leikinn með lítið sjálfstraust. Það breyttist strax á fimmtu mínútu þegar Þórir Guðjónsson skoraði fyrsta mark leiksins. Markið gaf bæði Fjölni aukið sjálfstraust og trú og dró vígtennurnar úr Fylki sem var ekki svipur hjá sjón miðað við fyrstu tvo leiki liðsins undir stjórn Hermanns Hreiðarssonar. Fylkir varð undir í baráttunni og þó liðið væri meira með boltann tókst liðinu illa að skapa sér færi og var í raun aldrei líklegt til að ógna öruggum sigri Fjölnis. Lið Fjölnis var ákaflega vel skipulagt í leiknum sem gerði það að verkum að fá færi litu dagsins ljós. Leikmenn liðsins sinntu varnarhlutverki sínu vel og í ljósi þess að liðið skoraði snemma leiks þá þurfti liðið aldrei að sækja á mörgum mönnum heldur gat setið til baka og beitt skyndisóknum en flest mörk liðsins komu eftir skyndisóknir. Fjölnir fór ákaflega vel af stað í Pepsí deildinni og nú er spurning hvort liðið sé aftur komið á beinu brautina eftir fjögur töp í deildinni í röð. Liðið minnti í það minnsta á sig og komst aftur upp fyrir Fylki í 5. sæti deildarinnar. Fylkir var að sama skapi snögglega slegið aftur niður á jörðina eftir góð úrslit gegn FH og Breiðabliki. Fylkir hafði ekki tapað í fjórum deildarleikjum en lék einn sinn versta leik í sumar í kvöld og hafi leikmenn liðsins verið farnir fram úr sér eftir gott gengi þurfa þeir að hugsa gang sinn á nýjan leik. Fylkir féll niður í sjöunda sæti þar sem liðið er með 17 stig, tveimur stigum minna en Stjarnan og þremur stigum minna en Fjölnir.Mörkin úr leiknum má sjá hér fyrir neðan. Vegna tæknivandræða reynist ekki unnt að sýna fyrsta og síðasta mark leiksins á Vísi: Ágúst: Sá gleðina og sjálfstraustið vaxa„Þetta var mjög kærkomið. Þetta var frábær sigur. Við vorum ekki búnir að skora í fjórum leikjum og um leið og við settum fyrsta markið á þá þá sá ég gleðina og sjálfstraustið vaxa hjá strákunum,“ sagði Ágúst Þór Gylfason þjálfari Fjölnis. „Fyrsta markið sló Fylki útaf laginu og við gengum á lagið og komumst í 3-0 fyrir hálfleik með miklum kraftaleik. Ég er mjög sáttur við spilamennskuna. Við vorum mjög taktískir í leiknum.“ Fjölnir skapaði sér ekki mörg fyrir fyrir utan mörkin fjögur en gaf að sama skapi engin færi á sér. „Við fáum gáfum fá færi á okkur og refsuðum vel þegar tilefni var til. „Við fengum tíu mörk á okkur í síðustu fjórum leikjum þannig að það þurfti að loka þeim megin. Það var óvænt að skora fjögur en sigurinn var góður,“ sagði Ágúst. Fylkismenn hafa þótt ákaflega baráttuglaðir undir stjórn Hermanns Hreiðarssonar en Fjölnir hafði betur í baráttunni í leiknum. „Við mættum þeim þar og ég var ánægður með strákana. Það voru margir sem lögðu mikið á sig og stóðu sig frábærlega, margir sem hafa ekki verið að sýna mikla gleði upp á síðkastið og þeir stigu flestir upp og léku frábærlega. „Við fengum allir á baukinn í Vestmannaeyjum í síðustu umferð og ætluðum að svara fyrir það og það gerðu það í raun allir. Við erum vonandi að búa til sama lið og við vorum með í fyrri umferðinni og það er frábær leikur til að sýna það og sanna í næstu umferð gegn KR,“ sagði Ágúst að lokum. Hermann: Þurfum að læra að gefa ekki mörk„Þetta var stórt kjaftshögg. Svona er boltinn. Það er gaman þegar vel gengur og svo færðu á kjaftinn þegar þú ferð fram úr þér,“ sagði Hermann Hreiðarsson þjálfari Fylkis. „Ef þú vinnur ekki grunnvinnuna þá verður þér refsað fyrir það. Við vorum að gaufast með boltann og leyfðum þeim að pressa okkur. Við héldum að við værum aðeins betri í fótbolta en við erum og gefum þeim möguleika á að pressa okkur.“ Fylkir lenti snemma undir og var staðan í raun orðin 2-0 áður en heimamenn vissu af. „Eftir þetta fyrsta kjaftshögg þá erum við að vinna okkur inn í leikinn og þá kemur næsta kjaftshögg sem er aftur gauf, hálfkák og aulagangur. Þér verður refsað fyrir það. „Við skjótum okkur sjálfa í fótinn þegar við erum að vinna okkur út úr þessu. Þá er þetta hrikaleg brekka. Ef þú droppar frá einhverjum reglum sem eru settar inn í liðið þitt og grunn sem þú ert að vinna út frá af því að það eru komin einhver stig. Þá getur þú gleymt þessu,“ sagði allt annað en sáttur Hermann. Í fyrstu leikjum Fylkis undir stjórn Hermanns gat liðið setið til baka og sótt hratt. Í kvöld þurfti liðið að stjórna spilinu en Hermann sagði það ekki hafa verið ástæðu tapsins. „Það tekur tíma að byggja þetta upp. Við vorum með boltann meira og minna í þessum leik en þegar þú lendir fljótt 2-0 undir þá verður þetta óttalegur rembingur. Þú tekur fleiri sénsa og annað slíkt. Við þurfum að læra fyrst að þar sem fótboltinn byrjar er að gefa ekki mörk, setja þau á silfurföt, pakka þeim inn og henda inn í klefa hjá þeim. Þú getur gleymt því að þú ætlir að vinna eitthvað svoleiðis. „Þetta var ekki góður leikur. Þegar þú færð svona kjaftshögg og ert með svona gjafir þá missir þú trúna á verkefninu í heildina og það er eins og það er,“ sagði Hermann.Kennie Chopart skoraði ótrúlegt mark á 28. mínútu leiksins: Þórir Guðjónsson skoraði þriðja mark Fjölnis á 36. mínútu: Pepsi Max-deild karla Mest lesið Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Enski boltinn Járnkona sundsins kveður Sport Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Körfubolti Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti „Megum ekki við fleiri meiðslum í bili“ Sport Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Enski boltinn Fleiri fréttir Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Sjá meira
Fjölnir lagði Fylki 4-0 í Pepsí deild karla í fótbolta í kvöld í Árbænum. Fjölnir var 3-0 yfir í hálfleik. Eins og lokatölurnar gefa til kynna var Fjölnir með nokkra yfirburði í leiknum. Liðið nýtti nánast öll færin sem liðið fékk í leiknum en yfirburðir liðsins voru ekki síst varnarlega og í baráttunni á vellinum. Fjölnir hafði ekki skorað í fjórum leikjum og tapað þeim öllum og kom inn í leikinn með lítið sjálfstraust. Það breyttist strax á fimmtu mínútu þegar Þórir Guðjónsson skoraði fyrsta mark leiksins. Markið gaf bæði Fjölni aukið sjálfstraust og trú og dró vígtennurnar úr Fylki sem var ekki svipur hjá sjón miðað við fyrstu tvo leiki liðsins undir stjórn Hermanns Hreiðarssonar. Fylkir varð undir í baráttunni og þó liðið væri meira með boltann tókst liðinu illa að skapa sér færi og var í raun aldrei líklegt til að ógna öruggum sigri Fjölnis. Lið Fjölnis var ákaflega vel skipulagt í leiknum sem gerði það að verkum að fá færi litu dagsins ljós. Leikmenn liðsins sinntu varnarhlutverki sínu vel og í ljósi þess að liðið skoraði snemma leiks þá þurfti liðið aldrei að sækja á mörgum mönnum heldur gat setið til baka og beitt skyndisóknum en flest mörk liðsins komu eftir skyndisóknir. Fjölnir fór ákaflega vel af stað í Pepsí deildinni og nú er spurning hvort liðið sé aftur komið á beinu brautina eftir fjögur töp í deildinni í röð. Liðið minnti í það minnsta á sig og komst aftur upp fyrir Fylki í 5. sæti deildarinnar. Fylkir var að sama skapi snögglega slegið aftur niður á jörðina eftir góð úrslit gegn FH og Breiðabliki. Fylkir hafði ekki tapað í fjórum deildarleikjum en lék einn sinn versta leik í sumar í kvöld og hafi leikmenn liðsins verið farnir fram úr sér eftir gott gengi þurfa þeir að hugsa gang sinn á nýjan leik. Fylkir féll niður í sjöunda sæti þar sem liðið er með 17 stig, tveimur stigum minna en Stjarnan og þremur stigum minna en Fjölnir.Mörkin úr leiknum má sjá hér fyrir neðan. Vegna tæknivandræða reynist ekki unnt að sýna fyrsta og síðasta mark leiksins á Vísi: Ágúst: Sá gleðina og sjálfstraustið vaxa„Þetta var mjög kærkomið. Þetta var frábær sigur. Við vorum ekki búnir að skora í fjórum leikjum og um leið og við settum fyrsta markið á þá þá sá ég gleðina og sjálfstraustið vaxa hjá strákunum,“ sagði Ágúst Þór Gylfason þjálfari Fjölnis. „Fyrsta markið sló Fylki útaf laginu og við gengum á lagið og komumst í 3-0 fyrir hálfleik með miklum kraftaleik. Ég er mjög sáttur við spilamennskuna. Við vorum mjög taktískir í leiknum.“ Fjölnir skapaði sér ekki mörg fyrir fyrir utan mörkin fjögur en gaf að sama skapi engin færi á sér. „Við fáum gáfum fá færi á okkur og refsuðum vel þegar tilefni var til. „Við fengum tíu mörk á okkur í síðustu fjórum leikjum þannig að það þurfti að loka þeim megin. Það var óvænt að skora fjögur en sigurinn var góður,“ sagði Ágúst. Fylkismenn hafa þótt ákaflega baráttuglaðir undir stjórn Hermanns Hreiðarssonar en Fjölnir hafði betur í baráttunni í leiknum. „Við mættum þeim þar og ég var ánægður með strákana. Það voru margir sem lögðu mikið á sig og stóðu sig frábærlega, margir sem hafa ekki verið að sýna mikla gleði upp á síðkastið og þeir stigu flestir upp og léku frábærlega. „Við fengum allir á baukinn í Vestmannaeyjum í síðustu umferð og ætluðum að svara fyrir það og það gerðu það í raun allir. Við erum vonandi að búa til sama lið og við vorum með í fyrri umferðinni og það er frábær leikur til að sýna það og sanna í næstu umferð gegn KR,“ sagði Ágúst að lokum. Hermann: Þurfum að læra að gefa ekki mörk„Þetta var stórt kjaftshögg. Svona er boltinn. Það er gaman þegar vel gengur og svo færðu á kjaftinn þegar þú ferð fram úr þér,“ sagði Hermann Hreiðarsson þjálfari Fylkis. „Ef þú vinnur ekki grunnvinnuna þá verður þér refsað fyrir það. Við vorum að gaufast með boltann og leyfðum þeim að pressa okkur. Við héldum að við værum aðeins betri í fótbolta en við erum og gefum þeim möguleika á að pressa okkur.“ Fylkir lenti snemma undir og var staðan í raun orðin 2-0 áður en heimamenn vissu af. „Eftir þetta fyrsta kjaftshögg þá erum við að vinna okkur inn í leikinn og þá kemur næsta kjaftshögg sem er aftur gauf, hálfkák og aulagangur. Þér verður refsað fyrir það. „Við skjótum okkur sjálfa í fótinn þegar við erum að vinna okkur út úr þessu. Þá er þetta hrikaleg brekka. Ef þú droppar frá einhverjum reglum sem eru settar inn í liðið þitt og grunn sem þú ert að vinna út frá af því að það eru komin einhver stig. Þá getur þú gleymt þessu,“ sagði allt annað en sáttur Hermann. Í fyrstu leikjum Fylkis undir stjórn Hermanns gat liðið setið til baka og sótt hratt. Í kvöld þurfti liðið að stjórna spilinu en Hermann sagði það ekki hafa verið ástæðu tapsins. „Það tekur tíma að byggja þetta upp. Við vorum með boltann meira og minna í þessum leik en þegar þú lendir fljótt 2-0 undir þá verður þetta óttalegur rembingur. Þú tekur fleiri sénsa og annað slíkt. Við þurfum að læra fyrst að þar sem fótboltinn byrjar er að gefa ekki mörk, setja þau á silfurföt, pakka þeim inn og henda inn í klefa hjá þeim. Þú getur gleymt því að þú ætlir að vinna eitthvað svoleiðis. „Þetta var ekki góður leikur. Þegar þú færð svona kjaftshögg og ert með svona gjafir þá missir þú trúna á verkefninu í heildina og það er eins og það er,“ sagði Hermann.Kennie Chopart skoraði ótrúlegt mark á 28. mínútu leiksins: Þórir Guðjónsson skoraði þriðja mark Fjölnis á 36. mínútu:
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Enski boltinn Járnkona sundsins kveður Sport Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Körfubolti Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti „Megum ekki við fleiri meiðslum í bili“ Sport Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Enski boltinn Fleiri fréttir Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Sjá meira