Helgi Sig og Serbi verða aðstoðarmenn Milosar í Víkinni Tómas Þór Þórðarson skrifar 23. júlí 2015 15:15 Helgi Sigurðsson kom aftur til Víkings 2010 og spilaði með liðinu til 2012. vísir/pjetur Helgi Sigurðsson, fyrrverandi leikmaður Víkings, og Serbinn Vladan Perasevic verða aðstoðarþjálfarar Pepsi-deildar liðs Víkings út tímabilið. Milos Milojevic verður því með tvo aðstoðarmenn til að hjálpa sér í fallbaráttunni, en Víkingur er í níunda sæti deildarinnar eftir tólf umferðir með tólf stig. Milos hélt starfinu þegar tveggja þjálfara kerfi liðsins var sprengt upp með því að reka Ólaf Þórðarson. Milos gat ekki byrjað betur sem aðalþjálfari liðsins því Víkingur vann Keflavík, 7-1, í fallbaráttuslag síðastliðinn sunnudag. „Vladan er strákur sem hefur þjálfað í fyrstu deild í Serbíu og verið yfirþjálfari yngri flokkar þar. Hann er með UEFA A-gráðu eins og Helgi. Hann sérhæfir sig í leikgreiningu,“ segir Milos um nýja manninn í samtali við Vísi. „Helgi er náttúrlega bara sigurvegari og auðvitað Víkingur sem skiptir máli. Hann er góður karakter, en við spiluðum saman og fórum upp um deild saman. Ég kann mjög vel við hann.“ Perasevic verður með Milosi dagsdaglega á æfingavellinum en Helgi kemur inn á nokkrar æfingar og verður svo með liðinu á leikdögum. „Helgi er að þjálfa 3. og 4. flokk hjá Víkingi þannig þetta starf má ekki bitna á því,“ segir Milos.Vladan Perasevic mættur í Víkingsgallann.mynd/instagramFæ bara leikmann sem styrkir liðið Vladimir Tufegdzic, nýr framherji Víkings, sló í gegn í síðustu umferð. Hann skoraði eitt mark, lagði upp önnur þrjú og átti þátt í því fjórða eftir að hann kom inna á sem varamaður. Getur hann staðið undir væntingunum sem gerðar eru til hans núna? „Það er eins gott, en hann skilur náttúrlega ekki allt sem er skrifað. Ég segi honum líka bara hluta af því,“ segir Milos og hlær. „Ég held að hann geti spilað enn betur. Það féll náttúrlega bara allt fyrir hann í leiknum. Það þarf líka meira en einn mann svo allt gangi upp.“ Aðspurður hvort hann leiti frekari styrkinga áður en glugginn lokar 31. júlí segir Milos: „Við erum ekki að leita beint, en ef það detturi nn leikmaður sem myndi styrkja hópinn gríðarlega og gæti unnið fyrir okkur nokkur stig mun ég skoða það.“ „Það sem hefur borist inn á borð til mín hingað til eru leikmenn sem eru ekki betra en það sem ég hef fyrir. Það væru bara leikmenn sem myndu skemma stemninguna. Við getum alveg klárað verkefnið okkar með þeim mönnum sem eru í liðinu núna,“ segir Milos Milojevic. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Enski boltinn „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti Járnkona sundsins kveður Sport Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Enski boltinn „Megum ekki við fleiri meiðslum í bili“ Sport „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu Körfubolti Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Handbolti Fleiri fréttir Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Sjá meira
Helgi Sigurðsson, fyrrverandi leikmaður Víkings, og Serbinn Vladan Perasevic verða aðstoðarþjálfarar Pepsi-deildar liðs Víkings út tímabilið. Milos Milojevic verður því með tvo aðstoðarmenn til að hjálpa sér í fallbaráttunni, en Víkingur er í níunda sæti deildarinnar eftir tólf umferðir með tólf stig. Milos hélt starfinu þegar tveggja þjálfara kerfi liðsins var sprengt upp með því að reka Ólaf Þórðarson. Milos gat ekki byrjað betur sem aðalþjálfari liðsins því Víkingur vann Keflavík, 7-1, í fallbaráttuslag síðastliðinn sunnudag. „Vladan er strákur sem hefur þjálfað í fyrstu deild í Serbíu og verið yfirþjálfari yngri flokkar þar. Hann er með UEFA A-gráðu eins og Helgi. Hann sérhæfir sig í leikgreiningu,“ segir Milos um nýja manninn í samtali við Vísi. „Helgi er náttúrlega bara sigurvegari og auðvitað Víkingur sem skiptir máli. Hann er góður karakter, en við spiluðum saman og fórum upp um deild saman. Ég kann mjög vel við hann.“ Perasevic verður með Milosi dagsdaglega á æfingavellinum en Helgi kemur inn á nokkrar æfingar og verður svo með liðinu á leikdögum. „Helgi er að þjálfa 3. og 4. flokk hjá Víkingi þannig þetta starf má ekki bitna á því,“ segir Milos.Vladan Perasevic mættur í Víkingsgallann.mynd/instagramFæ bara leikmann sem styrkir liðið Vladimir Tufegdzic, nýr framherji Víkings, sló í gegn í síðustu umferð. Hann skoraði eitt mark, lagði upp önnur þrjú og átti þátt í því fjórða eftir að hann kom inna á sem varamaður. Getur hann staðið undir væntingunum sem gerðar eru til hans núna? „Það er eins gott, en hann skilur náttúrlega ekki allt sem er skrifað. Ég segi honum líka bara hluta af því,“ segir Milos og hlær. „Ég held að hann geti spilað enn betur. Það féll náttúrlega bara allt fyrir hann í leiknum. Það þarf líka meira en einn mann svo allt gangi upp.“ Aðspurður hvort hann leiti frekari styrkinga áður en glugginn lokar 31. júlí segir Milos: „Við erum ekki að leita beint, en ef það detturi nn leikmaður sem myndi styrkja hópinn gríðarlega og gæti unnið fyrir okkur nokkur stig mun ég skoða það.“ „Það sem hefur borist inn á borð til mín hingað til eru leikmenn sem eru ekki betra en það sem ég hef fyrir. Það væru bara leikmenn sem myndu skemma stemninguna. Við getum alveg klárað verkefnið okkar með þeim mönnum sem eru í liðinu núna,“ segir Milos Milojevic.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Enski boltinn „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti Járnkona sundsins kveður Sport Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Enski boltinn „Megum ekki við fleiri meiðslum í bili“ Sport „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu Körfubolti Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Handbolti Fleiri fréttir Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Sjá meira