Hótað lífláti með 2.336 kr. á tímann Vilhjálmur Árnason skrifar 8. október 2015 08:52 „Þarna stóðum við lögreglumenn daga og nætur við að verja ykkur og húsið [Alþingishúsið]. Við fórnuðum miklu þarna þessa daga og nætur og tókum við „basicly“ öllu sem að okkur var grýtt. Persónulega fékk ég á mig mann[a]skít og þvag, gangstéttarhellu sem braut á mér fingur og ég veit ekki hvað og hvað. Ég hef ekki tölu á því hversu oft mér og félögum mínum var hótað lífláti þarna, fjölskyldum okkar var hótað lífláti og meira að segja börnunum okkar. Sjálfur átti ég, eins og margir aðrir þarna án efa, lítið ómálga barn sem var meira að segja hóta[ð] lífláti og öðrum hlutum sem ég ætla ekki að hafa eftir hér. Þarna stóð ég og vann vinnuna mína og gerði bara nokkuð vel að ég tel undir einhverju mesta álagi sem ég hef verið undir.“ Með þessum hætti lýsir Sigvaldi Arnar Lárusson, lögreglumaður, þeim aðstæðum sem lögreglumenn bjuggu við í búsáhaldarbyltingunni, í bréfi til þingmanna, þar sem hann spyr alþingismenn hvort þeir muni eftir þessu? Sjálfur man ég mjög vel eftir málsatvikum enda stóð ég við hlið Sigvalda. „Ég [var] boðaður á aukavakt vegna þessara mótmæla,“ segir Sigvaldi enn fremur í bréfi sínu enda allt tiltækt lið lögreglu við störf í búsáhaldarbyltingunni eins og margir muna. Fyrir vikið fékk hann fyrir þá yfirvinnu sem hann innti af hendi 2.336 kr. á tímann. Eins og ákall Sigvalda til þingmanna ber með sér standa þessir félagar mínir og samstarfsmenn til margra ára í ströngu í baráttu sinni fyrir sanngjarnari launum. Lögreglumenn hafa alltaf fundið fyrir miklum stuðningi frá fólkinu í landinu þegar kemur að kjörum annars vegar og trausti hins vegar. Sem fyrrverandi lögreglumaður veit ég að lögreglumenn eiga hvort tveggja svo sannarlega skilið.Ólíkt öðrum kjaradeilum Kjaramál eru á forræði framkvæmdavaldsins og heyra því ekki beint undir Alþingi. Alþingismenn hafa mun meiri aðkomu að því umhverfi sem lögreglumönnum er búið í starfi. Sem þingmaður og fyrrverandi lögreglumaður er mín von sú að leitað verði leiða til að koma til móts við lögreglumenn. Það að lögreglan sé ekki með verkfallsrétt undirstrikar mikilvægi stéttarinnar og verður að taka mið af því við samningaborðið. Þá verður einnig að hafa í huga að lögreglumenn verða að láta af störfum við 65 ára aldur. Þannig hafa þeir færri ár en aðrar stéttir til að vinna sér inn lífeyrisréttindi. Það er því ólíðandi að samningamenn ríkisins hafi beitt því bragði, frá því að verkfallsrétturinn var tekinn af lögreglumönnum, að semja eftir að samningar þeirra hafa verið lausir.Ótækt að semja ekki við vopnlausa stétt Í þessu eiga lögreglumenn ekki að þurfa að standa þar sem þeir geta ekki beitt verkfallsvopninu eins og aðrar stéttir. Og því nauðsynlegt að finna lausn á þessu vandamáli þannig allir geti vel við unað. Við þingmenn getum látið þessa skoðun okkar í ljós og hvatt framkvæmdavaldið til að huga að þessum aðstöðumun sem er á kjarabaráttu lögreglumanna og annarra stétta. Sjálfur hef ég fagnað þeim tækifærum sem ég hef fengið sem kjörinn fulltrúi á Alþingi að miðla minni reynslu sem lögreglumaður hvar sem ég hef komið við í mínum störfum. Þeirri reynslu hef ég lagt mig fram um að miðla til þingmanna, ráðherra, embættismanna og fólksins í landinu. Og mun ég leggja mig fram um að tala fyrir þeim áfram. Það er óréttlátt að lögreglumenn séu látnir gjalda þess að hafa ekki verkfallsrétt, sem beitt er sem vopni í almennum samningum. Það er því ótækt að semja ekki við vopnlausa stétt. Klárum málið! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vilhjálmur Árnason Mest lesið Þegar Dagur lét mig hrasa á gangstéttarhellu Björn Teitsson Skoðun Er vínandinn orðinn hinn sanni andi íþrótta? Þráinn Farestveit Skoðun Opinber áskorun til prófessorsins Brynjar Karl Sigurðsson Skoðun Drengir á jaðrinum Margrét Kristín Sigurðardóttir Skoðun Heilsuspillandi minnisleysi í boði Sjálfstæðisflokksins Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hroki og hleypidómar - syngur Jónas Sen? Bjarnheiður Hallsdóttir Skoðun Dáleiðsla er ímyndun ein Hrefna Guðmundsdóttir Skoðun Blæðandi vegir Sigþór Sigurðsson Skoðun Þessi jafnlaunavottun... Sunna Arnardottir Skoðun Kærum og beitum Ísrael viðskiptabanni! Pétur Heimisson Skoðun Skoðun Skoðun Kærum og beitum Ísrael viðskiptabanni! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Blæðandi vegir Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Fái einstaklingar sem eru hættulegir sjálfum sér ekki viðeigandi búsetuúrræði blasir við mikill harmleikur Elínborg Björnsdóttir skrifar Skoðun Hroki og hleypidómar - syngur Jónas Sen? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun „Nýtt veiðigjald: sátt byggð á hagkvæmni“ Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Opinber áskorun til prófessorsins Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Nærvera Héðinn Unnsteinsson skrifar Skoðun Þegar Dagur lét mig hrasa á gangstéttarhellu Björn Teitsson skrifar Skoðun Þessi jafnlaunavottun... Sunna Arnardottir skrifar Skoðun Heilsuspillandi minnisleysi í boði Sjálfstæðisflokksins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun #BLESSMETA – fyrsta grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Dáleiðsla er ímyndun ein Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þing í þágu kvenna Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Drengir á jaðrinum Margrét Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er vínandinn orðinn hinn sanni andi íþrótta? Þráinn Farestveit skrifar Skoðun Mikilvægi tjáningar erfiðrar reynslu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ný sýn á almenningssjónvarp í almannaþágu, eða hvað? Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili eða heimaþjónusta? –horfa verður á heildarmyndina Halldór S. Guðmundsson,Sigurveig H. Sigurðardóttir,Sirrý Sif Sigurlaugardóttir skrifar Skoðun Nú þurfa foreldrar að vera hugrakkir Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Að vera manneskja Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Útúrsnúningur um „gigg-hagkerfið“ Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Árangur Eden stefnunnar - fimmtán ára saga á Íslandi Sigrún Huld Þorgrímsdóttir skrifar Skoðun Nú er nóg komið af aðdróttunum og afvegaleiðingum körfuboltaþjálfarans Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Brýn þörf á auknum fjárveitingum vegna sjávarflóða Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfbærni í stað sóunar Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Landsvirkjun semur lög um bráðabirgðavirkjanir Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar Skoðun Við erum ennþá minni fiskur nú! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Heimur skorts eða gnægða? Þorvaldur Víðisson skrifar Sjá meira
„Þarna stóðum við lögreglumenn daga og nætur við að verja ykkur og húsið [Alþingishúsið]. Við fórnuðum miklu þarna þessa daga og nætur og tókum við „basicly“ öllu sem að okkur var grýtt. Persónulega fékk ég á mig mann[a]skít og þvag, gangstéttarhellu sem braut á mér fingur og ég veit ekki hvað og hvað. Ég hef ekki tölu á því hversu oft mér og félögum mínum var hótað lífláti þarna, fjölskyldum okkar var hótað lífláti og meira að segja börnunum okkar. Sjálfur átti ég, eins og margir aðrir þarna án efa, lítið ómálga barn sem var meira að segja hóta[ð] lífláti og öðrum hlutum sem ég ætla ekki að hafa eftir hér. Þarna stóð ég og vann vinnuna mína og gerði bara nokkuð vel að ég tel undir einhverju mesta álagi sem ég hef verið undir.“ Með þessum hætti lýsir Sigvaldi Arnar Lárusson, lögreglumaður, þeim aðstæðum sem lögreglumenn bjuggu við í búsáhaldarbyltingunni, í bréfi til þingmanna, þar sem hann spyr alþingismenn hvort þeir muni eftir þessu? Sjálfur man ég mjög vel eftir málsatvikum enda stóð ég við hlið Sigvalda. „Ég [var] boðaður á aukavakt vegna þessara mótmæla,“ segir Sigvaldi enn fremur í bréfi sínu enda allt tiltækt lið lögreglu við störf í búsáhaldarbyltingunni eins og margir muna. Fyrir vikið fékk hann fyrir þá yfirvinnu sem hann innti af hendi 2.336 kr. á tímann. Eins og ákall Sigvalda til þingmanna ber með sér standa þessir félagar mínir og samstarfsmenn til margra ára í ströngu í baráttu sinni fyrir sanngjarnari launum. Lögreglumenn hafa alltaf fundið fyrir miklum stuðningi frá fólkinu í landinu þegar kemur að kjörum annars vegar og trausti hins vegar. Sem fyrrverandi lögreglumaður veit ég að lögreglumenn eiga hvort tveggja svo sannarlega skilið.Ólíkt öðrum kjaradeilum Kjaramál eru á forræði framkvæmdavaldsins og heyra því ekki beint undir Alþingi. Alþingismenn hafa mun meiri aðkomu að því umhverfi sem lögreglumönnum er búið í starfi. Sem þingmaður og fyrrverandi lögreglumaður er mín von sú að leitað verði leiða til að koma til móts við lögreglumenn. Það að lögreglan sé ekki með verkfallsrétt undirstrikar mikilvægi stéttarinnar og verður að taka mið af því við samningaborðið. Þá verður einnig að hafa í huga að lögreglumenn verða að láta af störfum við 65 ára aldur. Þannig hafa þeir færri ár en aðrar stéttir til að vinna sér inn lífeyrisréttindi. Það er því ólíðandi að samningamenn ríkisins hafi beitt því bragði, frá því að verkfallsrétturinn var tekinn af lögreglumönnum, að semja eftir að samningar þeirra hafa verið lausir.Ótækt að semja ekki við vopnlausa stétt Í þessu eiga lögreglumenn ekki að þurfa að standa þar sem þeir geta ekki beitt verkfallsvopninu eins og aðrar stéttir. Og því nauðsynlegt að finna lausn á þessu vandamáli þannig allir geti vel við unað. Við þingmenn getum látið þessa skoðun okkar í ljós og hvatt framkvæmdavaldið til að huga að þessum aðstöðumun sem er á kjarabaráttu lögreglumanna og annarra stétta. Sjálfur hef ég fagnað þeim tækifærum sem ég hef fengið sem kjörinn fulltrúi á Alþingi að miðla minni reynslu sem lögreglumaður hvar sem ég hef komið við í mínum störfum. Þeirri reynslu hef ég lagt mig fram um að miðla til þingmanna, ráðherra, embættismanna og fólksins í landinu. Og mun ég leggja mig fram um að tala fyrir þeim áfram. Það er óréttlátt að lögreglumenn séu látnir gjalda þess að hafa ekki verkfallsrétt, sem beitt er sem vopni í almennum samningum. Það er því ótækt að semja ekki við vopnlausa stétt. Klárum málið!
Skoðun Fái einstaklingar sem eru hættulegir sjálfum sér ekki viðeigandi búsetuúrræði blasir við mikill harmleikur Elínborg Björnsdóttir skrifar
Skoðun Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili eða heimaþjónusta? –horfa verður á heildarmyndina Halldór S. Guðmundsson,Sigurveig H. Sigurðardóttir,Sirrý Sif Sigurlaugardóttir skrifar
Skoðun Nú er nóg komið af aðdróttunum og afvegaleiðingum körfuboltaþjálfarans Viðar Halldórsson skrifar
Skoðun Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar