Á Ósi hjálpast allir að Eva Bjarnadóttir og Gunnur Vilborg Guðjónsdóttir skrifar 20. október 2015 00:00 Leikskólar eiga það sameiginlegt að langflestir foreldrar eru ánægðir með störf þeirra. Þetta sýna kannanir ár hvert. Þeir eru allskonar; stórir og smáir, fjölmennir og fámennir, og vinna eftir allskyns stefnum og markmiðum sem gera starf þeirra áhugavert og skólalífið skemmtilegt. En ekki gefst öllum foreldrum tækifæri til að kynnast starfi leikskóla síns innan frá og taka þátt í því.Foreldrarekinn leikskóli Leikskólinn okkar hefur þá sérstöðu að foreldrarnir reka skólann. Reyndar köllum við leikskólann okkar barnaheimili, því hann er heimili barnanna okkar stærsta hluta dagsins. Við lítum á okkur sem stóra fjölskyldu sem hefur það sameiginlega markmið að gera barnaheimilið að góðum stað fyrir okkur öll. Í því felst að hjálpast að þegar taka þarf til hendinni. Laga húsnæðið eða leikvöllinn, elda matinn og hugsa um börnin. Við foreldrar göngum í öll verk ef á þarf að halda. Þannig kynnumst við og sköpum traust sem smitast til barnanna. Eðlilega hentar okkar hugmyndafræði ekki öllum, en hún er stórsniðug fyrir þá sem vilja taka þátt í leiksskólastarfinu og hafa tíma og getu til þess að sinna því.Lýðræðislegur rekstur Rekstur barnaheimilisins er þannig lýðræðislegur. Daglegur rekstur og faglegt starf er á höndum leiksskólastýrunnar, en mánaðarlega hittast foreldrarnir allir og taka sameiginlegar ákvarðanir um meginatriðin og fá kynningu á starfinu. Þannig verðum við meðvituð um kostnaðinn og vitum hvert gjöldin okkar fara. Þá fáum við líka góðar hugmyndir um það hvernig við eflum starfið og styðjum fóstrurnar. Já, fóstrur! Á Ósi notum við ennþá þetta gamla orð. Ekki vegna þess að við séum svo íhaldssöm, heldur af því að okkur, foreldrum og starfsfólki, þykir orðið fallegt og lýsa svo vel hlutverki kennaranna og leiðbeinandanna sem fóstra börnin okkar alla daga.Vináttan skapar traust Við tengjumst fóstrunum vinaböndum. Eflaust er jafn krefjandi og það er skemmtilegt að vera fóstra á Ósi, því þar hittumst við jafnt í fataklefanum, í foreldraviðtölum og sumarbústöðum. Á hverju ári förum við öll saman, fóstrur, börn og foreldrar í sumarbústað og skemmtum okkur heila helgi. Og á hverju ári halda fóstrur og foreldrar sameiginlega árshátíð og gleðjast saman. En við stöndum líka saman þegar illa gengur. Við vitum nefnilega að sambandið sem við eigum við fólkið, sem stundum eyðir lengri tíma með börnum okkar en við sjálf, verður að byggja á raunverulegu trausti og þá er gott að þekkjast vel. Við leggjum áherslu á að Ós er ekki einkarekinn, heldur foreldrarekinn leikskóli. Hagnaður er ekki okkar markmið og hver króna er notuð til að skapa þennan valkost fyrir foreldra og börn í Reykjavík. Við erum fjölbreyttur hópur barna, foreldra og fóstra og eigum til dæmis sjö mismunandi móðurmál. Það hefur reynst foreldrum af erlendum uppruna vel að kynnast jafn auðveldlega fjölskyldum með börn á sama reki og þar teljum við okkur geta verið góða fyrirmynd fyrir aðra skóla.Foreldrarekinn leikskóli í 42 ár Nú í október verður Ós 42 ára. Við erum stolt af barnaheimilinu okkar og samfélaginu sem það hýsir. Tilraunaverkefni um foreldrarekinn leikskóla sem hófst með opnun barnaheimilis í Dugguvogi, er nú á Bergþórugötu, annast 33 börn og er starfstaður 11 kvenna og karla með menntun á ýmsum sviðum. Við erum stolt af því að þriðja kynslóð Ósara er nú á barnaheimilinu í gula bárujárnhúsinu við Bergþórugötuna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eva Bjarnadóttir Mest lesið Lygar og helvítis lygar Alexandra Briem Skoðun Auðvitað er gripið til hræðsluáróðurs Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Við erum ekki ein og höfum ekki verið það lengi Gunnar Dan Wiium Skoðun Frumkvöðlastarf Bata Akademíunnar - íslenska leiðin Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson Skoðun „Mikil málamiðlun af okkar hálfu“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Auðvitað er gripið til hræðsluáróðurs Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Við erum ekki ein og höfum ekki verið það lengi Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun „Mikil málamiðlun af okkar hálfu“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lygar og helvítis lygar Alexandra Briem skrifar Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Frumkvöðlastarf Bata Akademíunnar - íslenska leiðin Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Býður grunnskólakerfið upp á öfuga hvatastýringu fyrir kennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar Skoðun Er Ísland tilbúið fyrir gervigreindarbyltinguna? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson skrifar Skoðun Munum við upplifa enn eitt „mikla stökkið framávið“? Jason Steinþórsson skrifar Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun HA ég Hr. ráðherra? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Spörum með breyttri verðstefnu í lyfjamálum Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ómæld áhrif kjaradeilu kennara Anton Orri Dagsson skrifar Skoðun Hlutverk í fjölskyldum Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Janúarblús vinstristjórnarinnar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Skipbrot meðaltalsstöðugleikaleiðarinnar Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Fyrir hvern vinnur þú? Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Kostaboð Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Um kjaradeilu sveitarfélaga og kennara Inga Sigrún Atladóttir skrifar Skoðun Næring íþróttafólks: Þegar orkuna og kolvetnin skortir Birna Varðardóttir skrifar Skoðun Hvað næst RÚV? Hilmar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Lífeyrissjóðir í sæng með kvótakóngum Björn Ólafsson skrifar Skoðun Glannalegt tal um gjaldþrot Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Leikskólar eiga það sameiginlegt að langflestir foreldrar eru ánægðir með störf þeirra. Þetta sýna kannanir ár hvert. Þeir eru allskonar; stórir og smáir, fjölmennir og fámennir, og vinna eftir allskyns stefnum og markmiðum sem gera starf þeirra áhugavert og skólalífið skemmtilegt. En ekki gefst öllum foreldrum tækifæri til að kynnast starfi leikskóla síns innan frá og taka þátt í því.Foreldrarekinn leikskóli Leikskólinn okkar hefur þá sérstöðu að foreldrarnir reka skólann. Reyndar köllum við leikskólann okkar barnaheimili, því hann er heimili barnanna okkar stærsta hluta dagsins. Við lítum á okkur sem stóra fjölskyldu sem hefur það sameiginlega markmið að gera barnaheimilið að góðum stað fyrir okkur öll. Í því felst að hjálpast að þegar taka þarf til hendinni. Laga húsnæðið eða leikvöllinn, elda matinn og hugsa um börnin. Við foreldrar göngum í öll verk ef á þarf að halda. Þannig kynnumst við og sköpum traust sem smitast til barnanna. Eðlilega hentar okkar hugmyndafræði ekki öllum, en hún er stórsniðug fyrir þá sem vilja taka þátt í leiksskólastarfinu og hafa tíma og getu til þess að sinna því.Lýðræðislegur rekstur Rekstur barnaheimilisins er þannig lýðræðislegur. Daglegur rekstur og faglegt starf er á höndum leiksskólastýrunnar, en mánaðarlega hittast foreldrarnir allir og taka sameiginlegar ákvarðanir um meginatriðin og fá kynningu á starfinu. Þannig verðum við meðvituð um kostnaðinn og vitum hvert gjöldin okkar fara. Þá fáum við líka góðar hugmyndir um það hvernig við eflum starfið og styðjum fóstrurnar. Já, fóstrur! Á Ósi notum við ennþá þetta gamla orð. Ekki vegna þess að við séum svo íhaldssöm, heldur af því að okkur, foreldrum og starfsfólki, þykir orðið fallegt og lýsa svo vel hlutverki kennaranna og leiðbeinandanna sem fóstra börnin okkar alla daga.Vináttan skapar traust Við tengjumst fóstrunum vinaböndum. Eflaust er jafn krefjandi og það er skemmtilegt að vera fóstra á Ósi, því þar hittumst við jafnt í fataklefanum, í foreldraviðtölum og sumarbústöðum. Á hverju ári förum við öll saman, fóstrur, börn og foreldrar í sumarbústað og skemmtum okkur heila helgi. Og á hverju ári halda fóstrur og foreldrar sameiginlega árshátíð og gleðjast saman. En við stöndum líka saman þegar illa gengur. Við vitum nefnilega að sambandið sem við eigum við fólkið, sem stundum eyðir lengri tíma með börnum okkar en við sjálf, verður að byggja á raunverulegu trausti og þá er gott að þekkjast vel. Við leggjum áherslu á að Ós er ekki einkarekinn, heldur foreldrarekinn leikskóli. Hagnaður er ekki okkar markmið og hver króna er notuð til að skapa þennan valkost fyrir foreldra og börn í Reykjavík. Við erum fjölbreyttur hópur barna, foreldra og fóstra og eigum til dæmis sjö mismunandi móðurmál. Það hefur reynst foreldrum af erlendum uppruna vel að kynnast jafn auðveldlega fjölskyldum með börn á sama reki og þar teljum við okkur geta verið góða fyrirmynd fyrir aðra skóla.Foreldrarekinn leikskóli í 42 ár Nú í október verður Ós 42 ára. Við erum stolt af barnaheimilinu okkar og samfélaginu sem það hýsir. Tilraunaverkefni um foreldrarekinn leikskóla sem hófst með opnun barnaheimilis í Dugguvogi, er nú á Bergþórugötu, annast 33 börn og er starfstaður 11 kvenna og karla með menntun á ýmsum sviðum. Við erum stolt af því að þriðja kynslóð Ósara er nú á barnaheimilinu í gula bárujárnhúsinu við Bergþórugötuna.
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun
Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar
Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun