Líkur á hvítum jólum um land allt Birgir Olgeirsson skrifar 18. desember 2015 11:25 Allar líkur eru á hvítum jólum um land allt, gangi spár eftir. Vísir Útlit er fyrir góða færð þannig að allir komist heim fyrir jólin, og að hvít jól verði um allt land. Þetta er samkvæmt spá sem Þorsteinn Jónsson veðurfræðingur gerði í morgun. „Það verður fremur kalt í veðri og einhver ofankoma, snjókoma norðan og austanlands einkum og jafnvel eitthvað suðvestanlands um tíma,“ sagði Þorsteinn við fréttastofu 365 í morgun. Sagði hann veðrið eiga að haldast svona fram að aðfangadag, næstkomandi fimmtudag. „Það lítur út fyrir það. Það virðist vera góð spáin fyrir aðfangadag. Frekar hæg norðanátt, dálítil él, kannski eitthvað aðeins hvassara á Austfjörðum og gæti snjóað þar.“ Spurður hvort það verði hvít jól um allt land sagði Þorsteinn það líta þannig út í dag. Vísir sagði frá því á þriðjudag að allar líkur yrðu á hvítum jólum samkvæmt langtímaspá.Sjá einnig: Langtímaspá gerir ráð fyrir snjókomu og frosti víðast hvar á aðfangadagEn það er ekki bara að horfur séu á góðri færð á vegum um allt land, heldur verður flugveður líka með ágætum, gangi spáin eftir. Í dag má búast við austlægri átt, 8 – 13 metrum á sekúndu, dálítil él á víð og dreif, en hvessir í nótt. Norðaustan 15-23 metrar á sekúndu á morgun, hvassast við suðausturströndina og víða slydda eða snjókoma, en úrkomulítið vestanlands. Dregur úr vindi og úrkomu annað kvöld. Hiti frá frostmarki með suðurströndinni, niður í 12 stiga frost í innsveitum norðaustanlands. Veðurhorfur næstu daga samkvæmt textaspá Veðurstofu Íslands: Á sunnudag: Norðan 8-13 m/s og él, en bjartviðri V-lands og líkur á snjókomu S-lands um kvöldið. Frost 0 til 7 stig, minnst syðst. Á mánudag: Austanátt 10-18 m/s, hvassast syðst. Snjókoma eða slydda S-lands og hiti kringum frostmark, en dálítil él fyrir norðan og frost að 10 stigum. Á þriðjudag og miðvikudag (Þorláksmessa): Norðaustlæg eða breytileg átt á snjókoma eða él, einkum N- og A-til. Frost 0 til 7 stig, minnst syðst. Á fimmtudag (aðfangadagur jóla): Útlit fyrir fremur hæga norðlæga átt og él á víð og dreif, en hvassari og jafn vel snjókoma austast. Talsvert frost. Jólafréttir Veður Tengdar fréttir Langtímaspá gerir ráð fyrir snjókomu og frosti víðast hvar á aðfangadag Á fimmtudag dregur til tíðinda þegar dýpkandi lægð nálgast landið sunnan úr hafi. 15. desember 2015 09:11 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Erlent „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Innlent Fleiri fréttir Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Sjá meira
Útlit er fyrir góða færð þannig að allir komist heim fyrir jólin, og að hvít jól verði um allt land. Þetta er samkvæmt spá sem Þorsteinn Jónsson veðurfræðingur gerði í morgun. „Það verður fremur kalt í veðri og einhver ofankoma, snjókoma norðan og austanlands einkum og jafnvel eitthvað suðvestanlands um tíma,“ sagði Þorsteinn við fréttastofu 365 í morgun. Sagði hann veðrið eiga að haldast svona fram að aðfangadag, næstkomandi fimmtudag. „Það lítur út fyrir það. Það virðist vera góð spáin fyrir aðfangadag. Frekar hæg norðanátt, dálítil él, kannski eitthvað aðeins hvassara á Austfjörðum og gæti snjóað þar.“ Spurður hvort það verði hvít jól um allt land sagði Þorsteinn það líta þannig út í dag. Vísir sagði frá því á þriðjudag að allar líkur yrðu á hvítum jólum samkvæmt langtímaspá.Sjá einnig: Langtímaspá gerir ráð fyrir snjókomu og frosti víðast hvar á aðfangadagEn það er ekki bara að horfur séu á góðri færð á vegum um allt land, heldur verður flugveður líka með ágætum, gangi spáin eftir. Í dag má búast við austlægri átt, 8 – 13 metrum á sekúndu, dálítil él á víð og dreif, en hvessir í nótt. Norðaustan 15-23 metrar á sekúndu á morgun, hvassast við suðausturströndina og víða slydda eða snjókoma, en úrkomulítið vestanlands. Dregur úr vindi og úrkomu annað kvöld. Hiti frá frostmarki með suðurströndinni, niður í 12 stiga frost í innsveitum norðaustanlands. Veðurhorfur næstu daga samkvæmt textaspá Veðurstofu Íslands: Á sunnudag: Norðan 8-13 m/s og él, en bjartviðri V-lands og líkur á snjókomu S-lands um kvöldið. Frost 0 til 7 stig, minnst syðst. Á mánudag: Austanátt 10-18 m/s, hvassast syðst. Snjókoma eða slydda S-lands og hiti kringum frostmark, en dálítil él fyrir norðan og frost að 10 stigum. Á þriðjudag og miðvikudag (Þorláksmessa): Norðaustlæg eða breytileg átt á snjókoma eða él, einkum N- og A-til. Frost 0 til 7 stig, minnst syðst. Á fimmtudag (aðfangadagur jóla): Útlit fyrir fremur hæga norðlæga átt og él á víð og dreif, en hvassari og jafn vel snjókoma austast. Talsvert frost.
Jólafréttir Veður Tengdar fréttir Langtímaspá gerir ráð fyrir snjókomu og frosti víðast hvar á aðfangadag Á fimmtudag dregur til tíðinda þegar dýpkandi lægð nálgast landið sunnan úr hafi. 15. desember 2015 09:11 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Erlent „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Innlent Fleiri fréttir Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Sjá meira
Langtímaspá gerir ráð fyrir snjókomu og frosti víðast hvar á aðfangadag Á fimmtudag dregur til tíðinda þegar dýpkandi lægð nálgast landið sunnan úr hafi. 15. desember 2015 09:11