Glæpavæðing í boði stjórnvalda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar 15. desember 2015 07:00 Nýtt frumvarp um fullnustu refsinga sem innanríkisráðherra hefur lagt fram á Alþingi er engin framför á núverandi refsistefnu. Betrun kemur ekki einu sinni fram í frumvarpinu, sem er því miður illa unnið og vanhugsað. Það frumvarp sem nú hefur verið lagt fram byggir á úreltri refsistefnu.Hvers vegna betrun? Á Íslandi kemur annar hver fangi aftur í fangelsi þrátt fyrir dýrt fangelsiskerfi. Það er með öllu óviðunandi árangur! Öll Norðurlöndin, utan Íslands, hafa tekið upp betrunarstefnu með ótvíræðum árangri sem hefur skilað sér í lægri endurkomutíðni í fangelsi, fækkun glæpa, færri brotaþolum, minni fangelsiskostnaði, auk minna álags á lögreglu, dómstóla og fangelsi. Endurkomutíðni á Norðurlöndunum er um 20% og er enn lægri þegar skoðaður er sérstaklega árangur af opnum fangelsum. Ef við tækjum upp slíkt kerfi myndi það skila okkur öllu því sama og lækka til muna allan kostnað við rekstur fangelsismála. Vel yfir 60% allra fanga á Íslandi verða að öryrkjum í afplánun. Bara með því að laga það myndu sparast háar upphæðir. Ef dómþolar yrðu að nýtum þjóðfélagsþegnum í afplánun myndu tekjur þjóðfélagsins aukast í stað útgjalda. En til þess að svo geti orðið þarf að skipta úr refsikerfi yfir í betrunarkerfi. Það hafa önnur norræn ríki gert með góðum árangri. Norsk betrunarstefna er orðin að útflutningsvöru hjá Norðmönnum: stefna sem byggir á þekkingu, reynslu og rannsóknum og aðrar þjóðir vilja nýta sér til að ná árangri. En, af hverju ekki við?Ódýrara kerfi Norðurlöndin hafa líka verið að fjölga úrræðum dómstóla t.d. með því að dæma til afplánunar undir rafrænu eftirliti, í samfélagsþjónustu, í misopin fangelsi og jafnvel til skilorðsbundinna meðferðarúrræða. Þar er einnig verið að fjölga opnum fangelsum, sem slaga sums staðar upp í helming fangelsisplássa, auk þess sem til koma önnur afplánunarúrræði utan fangelsa. Ísland er að fara í öfuga átt og verða opin fangelsisúrræði einungis um fjórðungur úrræða eftir tilkomu fangelsisins á Hólmsheiði. Þar sem opin úrræði eru fleiri og betrun er höfð að leiðarljósi er endurkomutíðni í fangelsi lægri. Það hlýtur að vera meginmarkmiðið með kerfinu, að fækka endurkomum og um leið brotaþolum. Afstaða hefur ítrekað reynt að kynna fyrir stjórnvöldum þann mikla árangur sem önnur norræn ríki hafa náð í fangelsismálum en án árangurs. Ástæða hárrar endurkomutíðni í fangelsi hér á landi er afleiðing lélegs fangelsiskerfis, sem er byggt á úreltri refsistefnu, sem virðist engu skila. Ég fullyrði að hægt er að lækka kostnað við rekstur fangelsa og afleiddur kostnaður mun fara minnkandi með árunum sem og tala fanga, ef tekin verður upp norræn betrunarstefna hérlendis.Nú er tækifæri Nú er kjörið tækifæri til að móta í fyrsta sinn stefnu í fangelsismálum, sem hefur það að markmiði að fækka endurkomum í fangelsi og byggja upp einstaklinga til virkrar þátttöku í samfélaginu – allt frá upphafi afplánunar. Ef vilji er til þess að taka upp kerfi sem skilar árangri þarf samstarf milli aðila. Afstaða hefur alltaf verið tilbúin til jákvæðs samstarfs um endurbætur á fangelsismálum. Ef ekkert verður að gert og haldið áfram með úrelta refsistefnu mun það leiða til þess að kostnaður mun áfram aukast ár frá ári og þjóðfélagið fara á mis við þau tækifæri sem eru fólgin í að byggja upp einstaklinga, sem afvega hafa farið í lífinu. Því miður hefur innanríkisráðherra ekki séð sér fært að ræða við Afstöðu um frumvarpið, sem hún hefur lagt fram. Það er okkar skoðun að úr fangelsunum ættu að útskrifast einstaklingar með verkmenntun: smiðir, múrarar, rafvirkjar, píparar, kokkar eða bakarar í stað þess að þaðan útskrifist flestir sem öryrkjar. Kostnaður mun lækka og vera öllu samfélaginu til bóta. Sameiginleg markmið okkar ætti að vera: færri endurkomur í fangelsin, betri þjóðfélagsþegnar koma úr fangelsunum og lægri rekstrarkostnaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fangelsismál Guðmundur Ingi Þóroddsson Mest lesið Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Skoðun Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir skrifar Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Að gjamma á stóra grábjörninn getur haft afleiðingar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lokun Leo Seafood - Afleiðing tvöföldunar veiðigjalda Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Allir geta hjálpað einhverjum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Við erum ekki valdalausar. Við erum óbrjótandi Noorina Khalikyar skrifar Skoðun Vægið eftir sem áður dropi í hafið Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Sjá meira
Nýtt frumvarp um fullnustu refsinga sem innanríkisráðherra hefur lagt fram á Alþingi er engin framför á núverandi refsistefnu. Betrun kemur ekki einu sinni fram í frumvarpinu, sem er því miður illa unnið og vanhugsað. Það frumvarp sem nú hefur verið lagt fram byggir á úreltri refsistefnu.Hvers vegna betrun? Á Íslandi kemur annar hver fangi aftur í fangelsi þrátt fyrir dýrt fangelsiskerfi. Það er með öllu óviðunandi árangur! Öll Norðurlöndin, utan Íslands, hafa tekið upp betrunarstefnu með ótvíræðum árangri sem hefur skilað sér í lægri endurkomutíðni í fangelsi, fækkun glæpa, færri brotaþolum, minni fangelsiskostnaði, auk minna álags á lögreglu, dómstóla og fangelsi. Endurkomutíðni á Norðurlöndunum er um 20% og er enn lægri þegar skoðaður er sérstaklega árangur af opnum fangelsum. Ef við tækjum upp slíkt kerfi myndi það skila okkur öllu því sama og lækka til muna allan kostnað við rekstur fangelsismála. Vel yfir 60% allra fanga á Íslandi verða að öryrkjum í afplánun. Bara með því að laga það myndu sparast háar upphæðir. Ef dómþolar yrðu að nýtum þjóðfélagsþegnum í afplánun myndu tekjur þjóðfélagsins aukast í stað útgjalda. En til þess að svo geti orðið þarf að skipta úr refsikerfi yfir í betrunarkerfi. Það hafa önnur norræn ríki gert með góðum árangri. Norsk betrunarstefna er orðin að útflutningsvöru hjá Norðmönnum: stefna sem byggir á þekkingu, reynslu og rannsóknum og aðrar þjóðir vilja nýta sér til að ná árangri. En, af hverju ekki við?Ódýrara kerfi Norðurlöndin hafa líka verið að fjölga úrræðum dómstóla t.d. með því að dæma til afplánunar undir rafrænu eftirliti, í samfélagsþjónustu, í misopin fangelsi og jafnvel til skilorðsbundinna meðferðarúrræða. Þar er einnig verið að fjölga opnum fangelsum, sem slaga sums staðar upp í helming fangelsisplássa, auk þess sem til koma önnur afplánunarúrræði utan fangelsa. Ísland er að fara í öfuga átt og verða opin fangelsisúrræði einungis um fjórðungur úrræða eftir tilkomu fangelsisins á Hólmsheiði. Þar sem opin úrræði eru fleiri og betrun er höfð að leiðarljósi er endurkomutíðni í fangelsi lægri. Það hlýtur að vera meginmarkmiðið með kerfinu, að fækka endurkomum og um leið brotaþolum. Afstaða hefur ítrekað reynt að kynna fyrir stjórnvöldum þann mikla árangur sem önnur norræn ríki hafa náð í fangelsismálum en án árangurs. Ástæða hárrar endurkomutíðni í fangelsi hér á landi er afleiðing lélegs fangelsiskerfis, sem er byggt á úreltri refsistefnu, sem virðist engu skila. Ég fullyrði að hægt er að lækka kostnað við rekstur fangelsa og afleiddur kostnaður mun fara minnkandi með árunum sem og tala fanga, ef tekin verður upp norræn betrunarstefna hérlendis.Nú er tækifæri Nú er kjörið tækifæri til að móta í fyrsta sinn stefnu í fangelsismálum, sem hefur það að markmiði að fækka endurkomum í fangelsi og byggja upp einstaklinga til virkrar þátttöku í samfélaginu – allt frá upphafi afplánunar. Ef vilji er til þess að taka upp kerfi sem skilar árangri þarf samstarf milli aðila. Afstaða hefur alltaf verið tilbúin til jákvæðs samstarfs um endurbætur á fangelsismálum. Ef ekkert verður að gert og haldið áfram með úrelta refsistefnu mun það leiða til þess að kostnaður mun áfram aukast ár frá ári og þjóðfélagið fara á mis við þau tækifæri sem eru fólgin í að byggja upp einstaklinga, sem afvega hafa farið í lífinu. Því miður hefur innanríkisráðherra ekki séð sér fært að ræða við Afstöðu um frumvarpið, sem hún hefur lagt fram. Það er okkar skoðun að úr fangelsunum ættu að útskrifast einstaklingar með verkmenntun: smiðir, múrarar, rafvirkjar, píparar, kokkar eða bakarar í stað þess að þaðan útskrifist flestir sem öryrkjar. Kostnaður mun lækka og vera öllu samfélaginu til bóta. Sameiginleg markmið okkar ætti að vera: færri endurkomur í fangelsin, betri þjóðfélagsþegnar koma úr fangelsunum og lægri rekstrarkostnaður.
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun