Kominn heim og ekki á hraðferð út aftur Henry Birgir Gunnarsson skrifar 5. febrúar 2015 06:00 Bjarni Þór Viðarsson er kominn heim. vísir/valli „Ég hef verið með hugann við að flytja heim nokkuð lengi eftir erfið ár hjá Silkeborg. Þetta var besta lausnin og gott að komast í umhverfi þar sem mér og fjölskyldunni líður vel,“ segir Bjarni Þór Viðarsson en hann skrifaði í gær undir þriggja ára samning við uppeldisfélag sitt, FH. FH-ingar ætla sér augljóslega stóra hluti í sumar því þeir sömdu einnig við Belgann Jeremy Serwy. Sá er mikill spyrnumaður og var á mála hjá Dortmund í fyrra. Hann spilaði þó aðeins með varaliðinu og endaði hjá ungverska liðinu Újpest.Aðeins FH kom til greina Bjarni Þór er orðinn 26 ára gamall en náði aldrei að spila fyrir meistaraflokk félagsins því hann samdi við Everton aðeins 16 ára gamall. Hann hefur einnig spilað með liðum í Englandi, Belgíu og Danmörku en er nú kominn heim. „Það er gott að vera kominn heim í FH. Það er allt rosalega flott hjá þeim hérna og kom mér á óvart hvað allt er orðið flott,“ segir Bjarni en það kom ekki til greina að fara í annað félag hér heima enda faðir hans formaður FH og föðurbróðir hans formaður knattspyrnudeildar. „Það hefði ekki verið vel séð ef ég hefði farið eitthvað annað. Það hefðu þó nokkrir aðilar ekki verið sáttir og ég tók því enga áhættu.“ Hjá FH hittir Bjarni líka fyrir bróður sinn, Davíð, en þeir hafa aldrei náð að spila saman fyrir meistaraflokk. „Það á örugglega eftir að vera mjög gaman. Ég vonast til þess að við náum vel saman á vellinum og verðum ein af betri miðjum deildarinnar,“ segir Bjarni Þór en á hann ekki von á því að lenda í einhverjum bræðraátökum á vellinum? „Við eigum eflaust eftir að láta hvor annað heyra það eitthvað. Það er hluti af þessu. Við hættum að slást þegar við vorum krakkar og látum það vera núna.“Ekki að drífa sig út aftur Bjarni kemur heim hokinn af reynslu eftir langan atvinnumannsferil hjá ungum manni. „Ég þekki Ísland ekkert sérstaklega vel en hef fylgst nokkuð vel með deildinni. Ég þekki líka Heimi þjálfara vel sem er jákvætt,“ segir miðjumaðurinn en hann er ekkert að drífa sig í að komast aftur út í atvinnumennsku. „Ég ætla að einbeita mér að því að spila vel fyrir FH. Það þarf að vera freistandi tilboð ef ég fer aftur út. Það eru engin endalok að koma heim og sérstaklega þegar maður fer í svona gott félag. Við ætlum að stefna á titla næsta sumar enda með gott lið og viljum líka standa okkur í Evrópukeppninni.“ Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir FH semur við belgískan miðjumann Þetta var stór dagur fyrir leikmannamál FH-inga í Pepsi-deildinni í sumar því félagið skrifaði þá undir samning við tvo sterka leikmenn. 4. febrúar 2015 13:47 Bjarni Þór Viðarsson skrifaði undir hjá FH FH-ingar héldu blaðamannafund í dag þar sem Bjarni Þór Viðarsson skrifaði undir samning við félagið og mun Bjarni Þór því spila með Davíð Þór Viðarssyni, bróður sínum, í fyrsta sinn í Pepsi-deildinni næsta sumar. 4. febrúar 2015 13:12 Mest lesið „Hugur minn er bara hjá henni“ Íslenski boltinn Aubameyang syrgir fallinn félaga Fótbolti „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ Körfubolti Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Körfubolti „Þetta var skrýtinn leikur“ Íslenski boltinn „Fáránlega erfið sería“ Körfubolti Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Handbolti Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Íslenski boltinn Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Íslenski boltinn „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Viðar Örn að glíma við meiðsli Uppgjörið: Víkingur - Þór/KA 1-4 | Engin hamingja hjá heimakonum Uppgjörið: Tindastóll - FHL 1-0 | Stólarnir sýndu enga miskunn Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR „Skemmtilegt að þroskast þannig sem leikmaður“ „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti „Gott að vera komin heim“ Uppgjörið: Þróttur - Fram 3-1 | Nýliðarnir máttu þola tap í endurkomunni Hin næstum fertuga Sif fær félagaskipti í Víking „Komin ótrúlega langt miðað við hversu stutt er síðan hún átti sitt fyrsta barn“ „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ „Það verður alltaf talað um hana“ „KA búið að leggja það í vana sinn að bregðast mjög seint við“ „Taka hringi á jörðinni og öskra eins og þú sért að fæða barn“ Besta spáin 2025: Skjöldurinn fer ekki neitt Besta-spáin 2025: Nýir tímar en sömu væntingar á Hlíðarenda Stúkan ræddi umdeilt víti KR-inga: „Þetta er ekkert eðlilega heimskulegt“ „Við erum búnir að brenna skipin“ Markmenn Bestu deildar kvenna: Hásætið laust „Þetta er fyrir utan teig“ „Mínir menn geta borið höfuðið hátt“ Sjá meira
„Ég hef verið með hugann við að flytja heim nokkuð lengi eftir erfið ár hjá Silkeborg. Þetta var besta lausnin og gott að komast í umhverfi þar sem mér og fjölskyldunni líður vel,“ segir Bjarni Þór Viðarsson en hann skrifaði í gær undir þriggja ára samning við uppeldisfélag sitt, FH. FH-ingar ætla sér augljóslega stóra hluti í sumar því þeir sömdu einnig við Belgann Jeremy Serwy. Sá er mikill spyrnumaður og var á mála hjá Dortmund í fyrra. Hann spilaði þó aðeins með varaliðinu og endaði hjá ungverska liðinu Újpest.Aðeins FH kom til greina Bjarni Þór er orðinn 26 ára gamall en náði aldrei að spila fyrir meistaraflokk félagsins því hann samdi við Everton aðeins 16 ára gamall. Hann hefur einnig spilað með liðum í Englandi, Belgíu og Danmörku en er nú kominn heim. „Það er gott að vera kominn heim í FH. Það er allt rosalega flott hjá þeim hérna og kom mér á óvart hvað allt er orðið flott,“ segir Bjarni en það kom ekki til greina að fara í annað félag hér heima enda faðir hans formaður FH og föðurbróðir hans formaður knattspyrnudeildar. „Það hefði ekki verið vel séð ef ég hefði farið eitthvað annað. Það hefðu þó nokkrir aðilar ekki verið sáttir og ég tók því enga áhættu.“ Hjá FH hittir Bjarni líka fyrir bróður sinn, Davíð, en þeir hafa aldrei náð að spila saman fyrir meistaraflokk. „Það á örugglega eftir að vera mjög gaman. Ég vonast til þess að við náum vel saman á vellinum og verðum ein af betri miðjum deildarinnar,“ segir Bjarni Þór en á hann ekki von á því að lenda í einhverjum bræðraátökum á vellinum? „Við eigum eflaust eftir að láta hvor annað heyra það eitthvað. Það er hluti af þessu. Við hættum að slást þegar við vorum krakkar og látum það vera núna.“Ekki að drífa sig út aftur Bjarni kemur heim hokinn af reynslu eftir langan atvinnumannsferil hjá ungum manni. „Ég þekki Ísland ekkert sérstaklega vel en hef fylgst nokkuð vel með deildinni. Ég þekki líka Heimi þjálfara vel sem er jákvætt,“ segir miðjumaðurinn en hann er ekkert að drífa sig í að komast aftur út í atvinnumennsku. „Ég ætla að einbeita mér að því að spila vel fyrir FH. Það þarf að vera freistandi tilboð ef ég fer aftur út. Það eru engin endalok að koma heim og sérstaklega þegar maður fer í svona gott félag. Við ætlum að stefna á titla næsta sumar enda með gott lið og viljum líka standa okkur í Evrópukeppninni.“
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir FH semur við belgískan miðjumann Þetta var stór dagur fyrir leikmannamál FH-inga í Pepsi-deildinni í sumar því félagið skrifaði þá undir samning við tvo sterka leikmenn. 4. febrúar 2015 13:47 Bjarni Þór Viðarsson skrifaði undir hjá FH FH-ingar héldu blaðamannafund í dag þar sem Bjarni Þór Viðarsson skrifaði undir samning við félagið og mun Bjarni Þór því spila með Davíð Þór Viðarssyni, bróður sínum, í fyrsta sinn í Pepsi-deildinni næsta sumar. 4. febrúar 2015 13:12 Mest lesið „Hugur minn er bara hjá henni“ Íslenski boltinn Aubameyang syrgir fallinn félaga Fótbolti „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ Körfubolti Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Körfubolti „Þetta var skrýtinn leikur“ Íslenski boltinn „Fáránlega erfið sería“ Körfubolti Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Handbolti Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Íslenski boltinn Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Íslenski boltinn „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Viðar Örn að glíma við meiðsli Uppgjörið: Víkingur - Þór/KA 1-4 | Engin hamingja hjá heimakonum Uppgjörið: Tindastóll - FHL 1-0 | Stólarnir sýndu enga miskunn Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR „Skemmtilegt að þroskast þannig sem leikmaður“ „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti „Gott að vera komin heim“ Uppgjörið: Þróttur - Fram 3-1 | Nýliðarnir máttu þola tap í endurkomunni Hin næstum fertuga Sif fær félagaskipti í Víking „Komin ótrúlega langt miðað við hversu stutt er síðan hún átti sitt fyrsta barn“ „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ „Það verður alltaf talað um hana“ „KA búið að leggja það í vana sinn að bregðast mjög seint við“ „Taka hringi á jörðinni og öskra eins og þú sért að fæða barn“ Besta spáin 2025: Skjöldurinn fer ekki neitt Besta-spáin 2025: Nýir tímar en sömu væntingar á Hlíðarenda Stúkan ræddi umdeilt víti KR-inga: „Þetta er ekkert eðlilega heimskulegt“ „Við erum búnir að brenna skipin“ Markmenn Bestu deildar kvenna: Hásætið laust „Þetta er fyrir utan teig“ „Mínir menn geta borið höfuðið hátt“ Sjá meira
FH semur við belgískan miðjumann Þetta var stór dagur fyrir leikmannamál FH-inga í Pepsi-deildinni í sumar því félagið skrifaði þá undir samning við tvo sterka leikmenn. 4. febrúar 2015 13:47
Bjarni Þór Viðarsson skrifaði undir hjá FH FH-ingar héldu blaðamannafund í dag þar sem Bjarni Þór Viðarsson skrifaði undir samning við félagið og mun Bjarni Þór því spila með Davíð Þór Viðarssyni, bróður sínum, í fyrsta sinn í Pepsi-deildinni næsta sumar. 4. febrúar 2015 13:12