Fríverslun og samkeppnisumhverfi Auður Jóhannesdóttir skrifar 11. febrúar 2015 07:00 Um áramótin var aflögð sérstök skattlagning ýmissar munaðarvöru, s.s. ísskápa og eldavéla, þegar vörugjöldin voru felld úr gildi. Íslenskir neytendur höfðu þegar byrjað að njóta umtalsverðra kjarabóta á haustmánuðum í boði íslenskrar verslunar sem þjófstartaði á skattalækkunina þegar ljóst þótti að hún yrði samþykkt á Alþingi. Við kaupmenn erum almennt í skýjunum yfir þessari breytingu og jafnvel enn glaðari nú þegar óskattlagðar vörur eru byrjaðar að streyma til landsins, enda voru vörugjöldin ógegnsæ með eindæmum og skekktu verulega samkeppnisstöðu okkar við erlenda verslun. En það voru fleiri gleðileg tíðindi fyrir íslenska verslun og íslenska neytendur á síðasta ári því langþráður fríverslunarsamningur við Kína tók gildi og var kynntur með pompi og prakt og byggðar upp væntingar um bætta tíð hjá heimilunum og blóm í haga. En veruleikinn er ekki alveg jafn ljúfur því stærstur hluti þeirrar kínverskt framleiddu vöru sem seld er hér á landi kemur ekki frá kínverskum fyrirtækjum heldur evrópskum/alþjóðlegum og algengast er að vörur hafi millilendingu í evrópskum vöruhúsum áður en þær rata í íslenskar verslanir. Þá gildir fríverslunarsamningurinn einfaldlega ekki þar sem hann á einungis við ef vörur fara beina leið á milli samningslandanna og með þeim fylgi rétta sérprentaða eyðublaðið með rétta stimplinum. Nú má halda því fram að vel sé hægt að komast hjá millilendingu í Evrópu, og vissulega leyfa sumir framleiðendur slíkt þótt algengast sé að miðstýra allri vörudreifingu innan álfunnar, en þá kemur annað til, nefnilega smæð íslenska markaðarins því framleiðslulotur í Kína miðast iðulega við annan raunveruleika en flest verslunarfyrirtæki á örmarkaðinum Íslandi búa við og því verður beinn innflutningur seint fýsilegur nema hjá stærstu verslunarkeðjunum. Svo vörur sem koma til Íslands frá landi innan evrópska efnahagssvæðisins, sem við eigum í fríverslunarsambandi við, framleiddar í Kína, sem við eigum í fríverslunarsambandi við, bera enn tvöfaldan toll, fyrst inn í EES og svo aftur við komuna hingað. Lógískt ekki satt? En hver er þá lausnin? Einfaldast væri að leyfa séráritun framleiðanda á reikningi þar sem evrópskur seljandi ábyrgist uppruna vöru í Kína, líkt og gert er með vörur sem framleiddar eru á EES-svæðinu. Afnám þessarar tvítollheimtu er hagsmunamál fyrir íslenska verslun sem á í síaukinni samkeppni við útlönd og er á sama tíma að glíma við hressilega hækkun húsnæðiskostnaðar vegna endurskoðunar á fasteignamati og kröfu um almennar launahækkanir – og væri á sama tíma veruleg búbót fyrir íslenska neytendur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Mest lesið Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun Viðbrögð barna við sorg Matthildur Bjarnadóttir Skoðun Hugleiðing á konudag Sigurður Ingi Arnars Unuson Skoðun Halldór 22.02.2025 Halldór Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Forvarnarsamtök óska skýringa á seinagangi Árni Einarsson skrifar Skoðun Hugleiðing á konudag Sigurður Ingi Arnars Unuson skrifar Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar Skoðun Viðbrögð barna við sorg Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Sjá meira
Um áramótin var aflögð sérstök skattlagning ýmissar munaðarvöru, s.s. ísskápa og eldavéla, þegar vörugjöldin voru felld úr gildi. Íslenskir neytendur höfðu þegar byrjað að njóta umtalsverðra kjarabóta á haustmánuðum í boði íslenskrar verslunar sem þjófstartaði á skattalækkunina þegar ljóst þótti að hún yrði samþykkt á Alþingi. Við kaupmenn erum almennt í skýjunum yfir þessari breytingu og jafnvel enn glaðari nú þegar óskattlagðar vörur eru byrjaðar að streyma til landsins, enda voru vörugjöldin ógegnsæ með eindæmum og skekktu verulega samkeppnisstöðu okkar við erlenda verslun. En það voru fleiri gleðileg tíðindi fyrir íslenska verslun og íslenska neytendur á síðasta ári því langþráður fríverslunarsamningur við Kína tók gildi og var kynntur með pompi og prakt og byggðar upp væntingar um bætta tíð hjá heimilunum og blóm í haga. En veruleikinn er ekki alveg jafn ljúfur því stærstur hluti þeirrar kínverskt framleiddu vöru sem seld er hér á landi kemur ekki frá kínverskum fyrirtækjum heldur evrópskum/alþjóðlegum og algengast er að vörur hafi millilendingu í evrópskum vöruhúsum áður en þær rata í íslenskar verslanir. Þá gildir fríverslunarsamningurinn einfaldlega ekki þar sem hann á einungis við ef vörur fara beina leið á milli samningslandanna og með þeim fylgi rétta sérprentaða eyðublaðið með rétta stimplinum. Nú má halda því fram að vel sé hægt að komast hjá millilendingu í Evrópu, og vissulega leyfa sumir framleiðendur slíkt þótt algengast sé að miðstýra allri vörudreifingu innan álfunnar, en þá kemur annað til, nefnilega smæð íslenska markaðarins því framleiðslulotur í Kína miðast iðulega við annan raunveruleika en flest verslunarfyrirtæki á örmarkaðinum Íslandi búa við og því verður beinn innflutningur seint fýsilegur nema hjá stærstu verslunarkeðjunum. Svo vörur sem koma til Íslands frá landi innan evrópska efnahagssvæðisins, sem við eigum í fríverslunarsambandi við, framleiddar í Kína, sem við eigum í fríverslunarsambandi við, bera enn tvöfaldan toll, fyrst inn í EES og svo aftur við komuna hingað. Lógískt ekki satt? En hver er þá lausnin? Einfaldast væri að leyfa séráritun framleiðanda á reikningi þar sem evrópskur seljandi ábyrgist uppruna vöru í Kína, líkt og gert er með vörur sem framleiddar eru á EES-svæðinu. Afnám þessarar tvítollheimtu er hagsmunamál fyrir íslenska verslun sem á í síaukinni samkeppni við útlönd og er á sama tíma að glíma við hressilega hækkun húsnæðiskostnaðar vegna endurskoðunar á fasteignamati og kröfu um almennar launahækkanir – og væri á sama tíma veruleg búbót fyrir íslenska neytendur.
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun
Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun