Ísland og hörmungar heimsins Hildur Sverrrisdóttir skrifar 25. apríl 2015 06:15 Í vikunni varð mér hugsað til senu úr sjónvarpsþáttunum West Wing þar sem forsetinn og starfslið hans stóðu frammi fyrir því að fundist höfðu í gámi flóttamenn frá Kína. Flóttamennirnir sögðust þurfa pólitískt hæli þar sem þeir væru kristnir og væru því ofsóttir í heimalandinu. Í umræðum forsetans og aðstoðarmanna hans voru uppi vangaveltur um hvort flóttafólkið segði satt. Þau urðu sammála um að þar sem það hefði kosið að kúldrast í þröngum gámi í margar vikur til að sækja sér frelsi, lægi beinast við að trúa því frekar en að halda að það hefði gert það að gamni sínu. Það er rétt. Maður getur enda rétt ímyndað sér þær aðstæður í raunheimum á okkar dögum sem hrekja fólk undir þil manndrápsdalla til að flýja yfir Miðjarðarhafið í leit að betra lífi, oft með skelfilegum afleiðingum. Það gerir enginn að gamni sínu. Eins og endranær fylgist Ísland með úr fjarska. Lega landsins heldur okkur oftar en ekki í fjarlægð frá eymd heimsins og veldur því kannski að við sýnum henni ekki næga athygli. Stundum hefur lega landsins beinlínis verið hjálpleg; Ísland var til að mynda eitt fárra ríkja sem segja má að hafi grætt á seinni heimsstyrjöldinni. Stríðsárin voru uppgangstími. Það er ekki hægt að áfellast Ísland fyrir það, ekki bar það ábyrgð á þessu stríði og að hafa grætt á hentugri legu landsins. Við gátum svo sem ekki blandað okkur í þetta stríð; of langt í burtu, of fá, of fátæk, of vanmáttug. Stundum hvarflar samt að manni að þessi reynsla okkar hafi haft þau áhrif á þjóðarsálina að finnast hörmungar umheimsins í raun ekki koma okkur við. Er í boði að við fylgjumst enn einungis með úr fjarska? Að hörmungar Miðjarðarhafsins komi okkur jafn lítið við og hörmungar seinni heimsstyrjaldar? Miðjarðarhafið er svo sem langt í burtu. En er það enn svo að séum of fá? Of fátæk? Of vanmáttug? Nei. Það erum við ekki. Það væri bragur að því að við hættum að láta sem svo sé. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Flóttamenn Hildur Sverrisdóttir Mest lesið Eru markaðsforsendur fyrir óperu á Íslandi sterkari en margir halda? Þóra Einarsdóttir Skoðun Halldór 12.04.2025 Halldór KSÍ og kvennaboltinn Árni Guðmundsson Skoðun Magnaðar framfarir leikskólastarfs í Vík Einar Freyr Elínarson Skoðun Gervigreindin tekur yfir vinnustaðinn; 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun „Vókið“ er dulbúin frestunarárátta: Gabríel Dagur Valgeirsson Skoðun Dánaraðstoð á Bretlandseyjum í náinni framtíð Bjarni Jónsson Skoðun Vókismi gagnrýndur frá vinstri Andri Sigurðsson Skoðun Handtöskur og fasistar Ásgeir K. Ólafsson Skoðun Sterkari saman: Flokkur í þjónustu þjóðar Kristrún Frostadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Eru markaðsforsendur fyrir óperu á Íslandi sterkari en margir halda? Þóra Einarsdóttir skrifar Skoðun KSÍ og kvennaboltinn Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Engin heilbrigðisþjónusta án þeirra sem veita hana Sandra B. Franks skrifar Skoðun Gervigreindin tekur yfir vinnustaðinn; 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Sterkari saman: Flokkur í þjónustu þjóðar Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Magnaðar framfarir leikskólastarfs í Vík Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Skattahækkun Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Handtöskur og fasistar Ásgeir K. Ólafsson skrifar Skoðun Dánaraðstoð á Bretlandseyjum í náinni framtíð Bjarni Jónsson skrifar Skoðun „Vókið“ er dulbúin frestunarárátta: Gabríel Dagur Valgeirsson skrifar Skoðun Vókismi gagnrýndur frá vinstri Andri Sigurðsson skrifar Skoðun Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Styrk stjórn gefur góðan árangur Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun „Bara ef það hentar mér“ Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir skrifar Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson skrifar Skoðun Borgin græna og ábyrgðin gráa Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Stalín á ekki roð í algrímið Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Sorrý, Andrés Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gamalt vín á nýjum belgjum Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við ESB og NATO Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Börnin borga fyrir hagræðinguna í Kópavogi Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hvernig er veðrið þarna uppi? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Að leita er að læra Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar Skoðun Viska: Sterkara stéttarfélag framtíðarinnar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson skrifar Sjá meira
Í vikunni varð mér hugsað til senu úr sjónvarpsþáttunum West Wing þar sem forsetinn og starfslið hans stóðu frammi fyrir því að fundist höfðu í gámi flóttamenn frá Kína. Flóttamennirnir sögðust þurfa pólitískt hæli þar sem þeir væru kristnir og væru því ofsóttir í heimalandinu. Í umræðum forsetans og aðstoðarmanna hans voru uppi vangaveltur um hvort flóttafólkið segði satt. Þau urðu sammála um að þar sem það hefði kosið að kúldrast í þröngum gámi í margar vikur til að sækja sér frelsi, lægi beinast við að trúa því frekar en að halda að það hefði gert það að gamni sínu. Það er rétt. Maður getur enda rétt ímyndað sér þær aðstæður í raunheimum á okkar dögum sem hrekja fólk undir þil manndrápsdalla til að flýja yfir Miðjarðarhafið í leit að betra lífi, oft með skelfilegum afleiðingum. Það gerir enginn að gamni sínu. Eins og endranær fylgist Ísland með úr fjarska. Lega landsins heldur okkur oftar en ekki í fjarlægð frá eymd heimsins og veldur því kannski að við sýnum henni ekki næga athygli. Stundum hefur lega landsins beinlínis verið hjálpleg; Ísland var til að mynda eitt fárra ríkja sem segja má að hafi grætt á seinni heimsstyrjöldinni. Stríðsárin voru uppgangstími. Það er ekki hægt að áfellast Ísland fyrir það, ekki bar það ábyrgð á þessu stríði og að hafa grætt á hentugri legu landsins. Við gátum svo sem ekki blandað okkur í þetta stríð; of langt í burtu, of fá, of fátæk, of vanmáttug. Stundum hvarflar samt að manni að þessi reynsla okkar hafi haft þau áhrif á þjóðarsálina að finnast hörmungar umheimsins í raun ekki koma okkur við. Er í boði að við fylgjumst enn einungis með úr fjarska? Að hörmungar Miðjarðarhafsins komi okkur jafn lítið við og hörmungar seinni heimsstyrjaldar? Miðjarðarhafið er svo sem langt í burtu. En er það enn svo að séum of fá? Of fátæk? Of vanmáttug? Nei. Það erum við ekki. Það væri bragur að því að við hættum að láta sem svo sé.
Skoðun Eru markaðsforsendur fyrir óperu á Íslandi sterkari en margir halda? Þóra Einarsdóttir skrifar
Skoðun Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson skrifar
Skoðun Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar
Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar
Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar