Þingmál: Engar raflínur í jörð Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar 1. maí 2015 07:00 Mikið hefur verið rætt um nauðsyn þess að koma rafmagnslínum í jörð til að draga úr neikvæðum sjónrænum áhrifum þeirra. Á liðnum vetri lagði iðnaðar- og viðskiptaráðherra fram tvö þingmál um raforkumál. Verði málin að veruleika munu umhverfissjónarmið fara mjög halloka og lagning jarðstrengja á hárri spennu verður nær útilokuð í fyrirsjáanlegri framtíð.Tröllvaxnar loftlínur framtíðarsýnin Í frumvarpi um breytingu á raforkulögum er gert ráð fyrir að þegar Landsnet reiknar út þörf á nýjum raflínum í kerfisáætlun sinni geti fyrirtækið miðað við orkuflutning frá öllum virkjanahugmyndum í orkunýtingar- og biðflokki rammaáætlunar. Þetta myndi þýða stórar og tröllslegar loftlínur um allt land eins og við m.a. þekkjum af Hellisheiðinni og frá Fljótsdalsstöð niður á Reyðarfjörð. Þar sem að orkunýtingarflokkur jafngildir ekki ákvörðun um að virkja, hvað þá biðflokkur, yrði með þessu lögfest að Landsnet tæki mið af óraunhæfum eða fölskum forsendum við áætlanagerð sína. Það má ekki verða.Völd frá sveitarstjórnum til Landsnets Með frumvarpinu er lýðræðislega kjörnum sveitarstjórnum gert skylt að samræma skipulagsáætlanir sínar við verkefni í tíu ára kerfisáætlun Landsnets. Þá bæri þeim að passa að skipulagsmál hindri ekki framgang verkefna fyrirtækisins í þriggja ára framkvæmdaáætlun þess. Sveitarfélag hefði því lítið um það að segja hvort loftlína eða jarðstrengur lægi í gegnum viðkvæm svæði þess.Stefna um engar raflínur í jörð? Hin tillaga ráðherra gengur út á stefnu um lagningu raflína. Sett eru fram viðmið um við hvaða aðstæður megi leggja jarðstrengi þrátt fyrir að þeir kosti meira en loftlínur. En þau viðmið ná ekki einu sinni til allra náttúruverndarsvæða og, ótrúlegt en satt, ekki til víðerna, einmitt þar sem sjónræn áhrif loftlína eru afar neikvæð. Í ofanálag má kostnaðarmunur ekki fara yfir ákveðið þak til að viðmiðin eigi við, nema fyrir einstöku landgerð. Með þessu er í reynd verið að útiloka lagningu stórra 220kV jarðstrengja á Íslandi, en stefna Landsnets er einmitt að byggja meginflutningskerfið upp á 220kV. Landsnet hefði því frítt spil fyrir loftlínuskóga út um allt land, þ.m.t. á Sprengisandi, í Skagafirði, Öxnadal, á Reykjanesskaga og víðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Ingi Guðbrandsson Mest lesið Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard Skoðun Skoðun Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei skrifar Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic skrifar Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Óverjandi framkoma við fyrirtæki Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Þegar vitleysan í dómsal slær allt út Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir skrifar Skoðun Viltu hafa jákvæð áhrif þegar þú ferðast? Ásdís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir skrifar Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason skrifar Sjá meira
Mikið hefur verið rætt um nauðsyn þess að koma rafmagnslínum í jörð til að draga úr neikvæðum sjónrænum áhrifum þeirra. Á liðnum vetri lagði iðnaðar- og viðskiptaráðherra fram tvö þingmál um raforkumál. Verði málin að veruleika munu umhverfissjónarmið fara mjög halloka og lagning jarðstrengja á hárri spennu verður nær útilokuð í fyrirsjáanlegri framtíð.Tröllvaxnar loftlínur framtíðarsýnin Í frumvarpi um breytingu á raforkulögum er gert ráð fyrir að þegar Landsnet reiknar út þörf á nýjum raflínum í kerfisáætlun sinni geti fyrirtækið miðað við orkuflutning frá öllum virkjanahugmyndum í orkunýtingar- og biðflokki rammaáætlunar. Þetta myndi þýða stórar og tröllslegar loftlínur um allt land eins og við m.a. þekkjum af Hellisheiðinni og frá Fljótsdalsstöð niður á Reyðarfjörð. Þar sem að orkunýtingarflokkur jafngildir ekki ákvörðun um að virkja, hvað þá biðflokkur, yrði með þessu lögfest að Landsnet tæki mið af óraunhæfum eða fölskum forsendum við áætlanagerð sína. Það má ekki verða.Völd frá sveitarstjórnum til Landsnets Með frumvarpinu er lýðræðislega kjörnum sveitarstjórnum gert skylt að samræma skipulagsáætlanir sínar við verkefni í tíu ára kerfisáætlun Landsnets. Þá bæri þeim að passa að skipulagsmál hindri ekki framgang verkefna fyrirtækisins í þriggja ára framkvæmdaáætlun þess. Sveitarfélag hefði því lítið um það að segja hvort loftlína eða jarðstrengur lægi í gegnum viðkvæm svæði þess.Stefna um engar raflínur í jörð? Hin tillaga ráðherra gengur út á stefnu um lagningu raflína. Sett eru fram viðmið um við hvaða aðstæður megi leggja jarðstrengi þrátt fyrir að þeir kosti meira en loftlínur. En þau viðmið ná ekki einu sinni til allra náttúruverndarsvæða og, ótrúlegt en satt, ekki til víðerna, einmitt þar sem sjónræn áhrif loftlína eru afar neikvæð. Í ofanálag má kostnaðarmunur ekki fara yfir ákveðið þak til að viðmiðin eigi við, nema fyrir einstöku landgerð. Með þessu er í reynd verið að útiloka lagningu stórra 220kV jarðstrengja á Íslandi, en stefna Landsnets er einmitt að byggja meginflutningskerfið upp á 220kV. Landsnet hefði því frítt spil fyrir loftlínuskóga út um allt land, þ.m.t. á Sprengisandi, í Skagafirði, Öxnadal, á Reykjanesskaga og víðar.
Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar
Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar
Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar