Nýtni Þórunn Egilsdóttir skrifar 16. mars 2016 07:00 Eitt sinn kunnu nánast allir leiðir til að nýta matvæli sem best og okkur þótti eðlilegt að borða afganga. Á tímabili hurfu menn frá þessu því heimilishald breyttist í takt við þjóðfélagið og hraða þess. Tími til matarundirbúnings varð minni og áherslurnar breyttust. Þetta leiddi til þess ástands sem við stöndum frammi fyrir núna þegar matarúrgangur er stór hluti heimilissorps. Mál sem varða úrgang fá stöðugt meira vægi vegna aukinna kvaða um meðhöndlun hans. Vissulega hafa íbúar margra sveitarfélaga náð miklum árangri á þessu sviði en þrátt fyrir það vantar enn þó nokkuð upp á að við Íslendingar stöndumst samanburð við þær þjóðir Evrópu sem lengst hafa náð. Í skýrslu Samkeppniseftirlitsins frá sl. ári segir að matarsóun leiði til hærra matarverðs. Þar kemur einnig fram mikilvægi þess að bregðast við þeirri sóun á ferskum matvælum sem núverandi fyrirkomulag hefur í för með sér. Velta má fyrir sér hvort ástæða er til að breyta reglum um ferskar vörur sem skilað er til birgja eftir að þær hafa verið á boðstólum í verslunum. Benda má á að í Frakklandi taka brátt gildi lög sem skylda alla í virðiskeðjunni til að grípa til aðgerða til að koma í veg fyrir matarsóun. Matvöruverslunum af tiltekinni stærð þar í landi verður bannað að henda óseldum mat og verður þeim skylt að gera samning við góðgerðarfélög til að auðvelda matargjafir. Þessa leið fara Frakkar. Við stöndum frammi fyrir áskorun sem snýr að því að ganga betur um auðlindir okkar, sporna við offramleiðslu og notkun á ónauðsynlegum varningi. Um síðustu áramót lagði umhverfis- og auðlindaráðherra fram fyrstu almennu stefnuna um minnkun á sóun. Hún ber heitið Saman gegn sóun og gildir til 2027. Markmið hennar er að minnka úrgang og bæta nýtingu auðlindanna. Það verður spennandi að fylgjast með kynningu hennar á Hallveigarstöðum nk. fimmtudagsmorgun og sjá hvernig hún fléttast saman við tillögur starfshóps um úrbætur um matarsóun. Nú þurfum við að leggjast á eitt og finna okkar leið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórunn Egilsdóttir Mest lesið Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick Skoðun Free tuition Colin Fisher Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Skoðun Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir skrifar Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Að gjamma á stóra grábjörninn getur haft afleiðingar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lokun Leo Seafood - Afleiðing tvöföldunar veiðigjalda Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Allir geta hjálpað einhverjum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Við erum ekki valdalausar. Við erum óbrjótandi Noorina Khalikyar skrifar Skoðun Vægið eftir sem áður dropi í hafið Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Sjá meira
Eitt sinn kunnu nánast allir leiðir til að nýta matvæli sem best og okkur þótti eðlilegt að borða afganga. Á tímabili hurfu menn frá þessu því heimilishald breyttist í takt við þjóðfélagið og hraða þess. Tími til matarundirbúnings varð minni og áherslurnar breyttust. Þetta leiddi til þess ástands sem við stöndum frammi fyrir núna þegar matarúrgangur er stór hluti heimilissorps. Mál sem varða úrgang fá stöðugt meira vægi vegna aukinna kvaða um meðhöndlun hans. Vissulega hafa íbúar margra sveitarfélaga náð miklum árangri á þessu sviði en þrátt fyrir það vantar enn þó nokkuð upp á að við Íslendingar stöndumst samanburð við þær þjóðir Evrópu sem lengst hafa náð. Í skýrslu Samkeppniseftirlitsins frá sl. ári segir að matarsóun leiði til hærra matarverðs. Þar kemur einnig fram mikilvægi þess að bregðast við þeirri sóun á ferskum matvælum sem núverandi fyrirkomulag hefur í för með sér. Velta má fyrir sér hvort ástæða er til að breyta reglum um ferskar vörur sem skilað er til birgja eftir að þær hafa verið á boðstólum í verslunum. Benda má á að í Frakklandi taka brátt gildi lög sem skylda alla í virðiskeðjunni til að grípa til aðgerða til að koma í veg fyrir matarsóun. Matvöruverslunum af tiltekinni stærð þar í landi verður bannað að henda óseldum mat og verður þeim skylt að gera samning við góðgerðarfélög til að auðvelda matargjafir. Þessa leið fara Frakkar. Við stöndum frammi fyrir áskorun sem snýr að því að ganga betur um auðlindir okkar, sporna við offramleiðslu og notkun á ónauðsynlegum varningi. Um síðustu áramót lagði umhverfis- og auðlindaráðherra fram fyrstu almennu stefnuna um minnkun á sóun. Hún ber heitið Saman gegn sóun og gildir til 2027. Markmið hennar er að minnka úrgang og bæta nýtingu auðlindanna. Það verður spennandi að fylgjast með kynningu hennar á Hallveigarstöðum nk. fimmtudagsmorgun og sjá hvernig hún fléttast saman við tillögur starfshóps um úrbætur um matarsóun. Nú þurfum við að leggjast á eitt og finna okkar leið.
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar