Atvinnufrelsi ökuleiðsögumanna er skert Guðrún Helga Sigurðardóttir skrifar 7. júní 2016 07:00 Regluverk um fólksflutninga á landi skerða atvinnufrelsi ökuleiðsögumanna. Í starfi sínu þurfa leiðsögumenn að fara með ferðamenn um hina ýmsu staði til að geta sinnt starfi sínu með eðlilegum hætti. Ökuleiðsögumönnum er hins vegar óheimilt að leiðsegja akandi í farartækjum fyrir færri en átta farþega nema í rútum, breyttum jeppum eða eðalvögnum. Í því felst vandinn. Mjög óhagkvæmt er að leiðsegja litlum hópum í stórum rútum. Í tólf til átján farþega rútu tapast nándin sem ferðamenn sækjast eftir þegar þeir ráða akandi einkaleiðsögumann. Breyttir jeppar eru óþarfir á helstu vegum landsins. Mörgum ferðamönnum þykir auk þess erfitt og hvimleitt að þurfa að klifra upp í breytta jeppa. Almennt séð er engin ástæða til að keyra með ferðamenn á fjallatrukkum og jöklajeppum nema farið sé um fjallvegi, yfir ár eða jökla. Eðalvagnar eru lúxusbílar, væntanlega limósínur og svipuð farartæki. Þessi ökutæki henta ekki í ferðir út fyrir Reykjavík. Engin ástæða er heldur til að notast við eðalvagna þegar ferðamennirnir óska sjálfir eftir sparneytnum fólksbílum. Stofnkostnaðurinn við eðalvagn er óþarflega dýr og getur reynst of stór biti. Þá vilja alls ekki allir ferðamenn ferðast í limósínum. Ferðamennirnir eru ekkert endilega að sækjast eftir lúxus, eðalvagnar höfða ekkert sérstaklega til þeirra. Þeir vilja bara fá að kynnast landi og þjóð í gegnum góðan leiðsögumann sem hjálpar þeim að heimsækja landið og leiðbeinir þeim um landslag, náttúru og sögu sem og þau mörk sem heimamenn hafa. Loftslagsmálin hafa verið mikið til umræðu síðustu mánuði. Það er í takt við þróunina að nota sparneytna bíla. Venjulegir bílar, ekki síst rafmagnsbílar, hljóta að koma sterkar inn í ferðaþjónustuna. Ökuleiðsögumenn eiga að geta nýtt sér þessa bíla.Fagmenntuðum mismunað Leigubílastöðvar auglýsa leiðsögn á leigubílum um náttúruperlur landsins. Búast má við að einhverjir, kannski margir, leigubílstjórar sinni þessari leiðsögn án þess að hafa til þess fagmenntun. Ósanngjarnt er að fagmenntaðir leiðsögumenn sem hafa bæði leigubílapróf og rútupróf megi ekki leiðsegja á allt að átta farþega bílum meðan ófagmenntaðir leigubílstjórar geta gert það í skjóli laga og reglna. Hvaða réttlæti er í því? Fagmenntaðir ökuleiðsögumenn hafa menntun til þess að sinna leiðsögn, þeir eru líka með meirapróf og hafa menntun til að sinna akstri um leið, bæði svokallað leigubílapróf (án þess að það eitt sér nýtist þeim á nokkurn hátt faglega eða starfslega). Einnig eru þeir með próf á litlar og jafnvel stórar rútur. Þessi próf nýtast ekki vegna skerðandi ákvæða í lögum og reglugerðum. Fagmenntuðum ökuleiðsögumönnum er mismunað. Þeir búa ekki við sama atvinnufrelsi og aðrar stéttir. Þeir hafa ekki frelsi til að velja sér þau ökutæki sem þeim þykir best henta í sínu starfi eða rekstri. Þessu þarf að breyta. Engin ástæða er til að skerða atvinnufrelsi ökuleiðsögumanna með þessum hætti. Engin ástæða er til að taka þá út úr og hefta frelsi þeirra umfram aðrar stéttir til að velja sér það atvinnutæki sem þeim þykir best henta til að geta stundað vinnu sína með eðlilegum hætti. Reglugerðarákvæðum þarf því að breyta strax og opna fyrir starfsfrelsi og starfsmöguleika ökuleiðsögumanna að fullu þannig að þeir geti valið það ökutæki sem þeim þykir henta. Þeir þurfa að geta leiðsagt litlum hópum í farartækjum fyrir átta farþega eða færri.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Rödd Íslands athlægi um allan heim Ástþór Magnússon Skoðun Skipulagsslys í Garðabæ Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Svar við grein Dagnýjar Hængsdóttur Köhler Ragnheiður Magnúsdóttir,Halldóra Jónsdóttir,Óskar Þór Karlsson,Eiríkur Böðvarsson Skoðun Hvar eru verndarar tjáningarfrelsisins nú? Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir Skoðun Stöndum frekar með selum en syndaselum og pólitískum klækjarefum Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Við styðjum Magnús Karl Magnússon sem næsta rektor Háskóla Íslands Hópur starfsmanna Háskóla Íslands Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson Skoðun Eflum málumhverfi barna Bjarnfríður Leósdóttir,Harpa Stefánsdóttir,Hildur Rut Sigurbjartsdóttir,Silja Jóhannsdóttir,Þorbjörg Saga Ásgeirsdóttir Skoðun Týndir hælisleitendur Rósa Guðbjartsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir til rektors Bryndís Elfa Gunnarsdóttir,Ingunn Erla Ingvarsdóttir,Erna Petersen skrifar Skoðun Villuljós í varnarstarfi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Opið bréf til Loga Einarssonar Jón Ingi Bergsteinsson skrifar Skoðun Hagsmunir stúdenta eru hagsmunir háskóla Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Skoðun Sjórinn sækir fram Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Á tímamótum - hugleiðingar frá fráfarandi íbúaráði í Grafarvogi! Fanný Gunnarsdóttir,Ingimar Þór Friðriksson,Kjartan Magnússon,Árni Guðmundsson,Erla Bára Ragnarsdóttir,Tómas Örn Guðlaugsson skrifar Skoðun Óviðunandi viðhaldsleysi á vegum Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Aðlögun – að laga sig að lífinu Grétar Halldór Gunnarsson skrifar Skoðun Formaður FHG enn í víking gegn ferðaþjónustu Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Háskóli Íslands þarfnast afburðaleiðtoga Snorri Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar lífið snýst á hvolf Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun StrákaKraftur og Mottumars! Viktoría Jensdóttir skrifar Skoðun Formannskosning VR er hafin – Nú skiptir atkvæðið þitt máli! Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Það skiptir öllu máli að kjósa Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Cześć Polskiej części VR Agata Maria Magnússon,Norbert Gruchociak skrifar Skoðun Tækifæri fyrir nemendur Háskóla Íslands Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grásleppan úr kvóta! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Aðgengismál í HÍ – Háskóli fyrir öll? Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Eflum málumhverfi barna Bjarnfríður Leósdóttir,Harpa Stefánsdóttir,Hildur Rut Sigurbjartsdóttir,Silja Jóhannsdóttir,Þorbjörg Saga Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Sálfélagslegt öryggi – lykillinn að árangri og hagkvæmni Andri Hauksteinn Oddsson skrifar Skoðun Örugg skref fyrir Ísland í alþjóðasamfélaginu Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Björn til rektors Benedikt Hjartarson skrifar Skoðun Svar við grein Dagnýjar Hængsdóttur Köhler Ragnheiður Magnúsdóttir,Halldóra Jónsdóttir,Óskar Þór Karlsson,Eiríkur Böðvarsson skrifar Skoðun Yfir til ykkar, VR-ingar! Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvernig getur NATO verið, eða hafa verið, flott og fínt, en ESB slæmt? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Kjósum Björn Þorsteinsson sem næsta rektor Háskóla Íslands! Geir Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju kílómetragjald? Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir – magnaður árangur Bryndís Eva Birgisdóttir skrifar Skoðun Hvar eru verndarar tjáningarfrelsisins nú? Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir skrifar Skoðun Flosa til formennsku í VR Pétur Hrafn Sigurðsson skrifar Sjá meira
Regluverk um fólksflutninga á landi skerða atvinnufrelsi ökuleiðsögumanna. Í starfi sínu þurfa leiðsögumenn að fara með ferðamenn um hina ýmsu staði til að geta sinnt starfi sínu með eðlilegum hætti. Ökuleiðsögumönnum er hins vegar óheimilt að leiðsegja akandi í farartækjum fyrir færri en átta farþega nema í rútum, breyttum jeppum eða eðalvögnum. Í því felst vandinn. Mjög óhagkvæmt er að leiðsegja litlum hópum í stórum rútum. Í tólf til átján farþega rútu tapast nándin sem ferðamenn sækjast eftir þegar þeir ráða akandi einkaleiðsögumann. Breyttir jeppar eru óþarfir á helstu vegum landsins. Mörgum ferðamönnum þykir auk þess erfitt og hvimleitt að þurfa að klifra upp í breytta jeppa. Almennt séð er engin ástæða til að keyra með ferðamenn á fjallatrukkum og jöklajeppum nema farið sé um fjallvegi, yfir ár eða jökla. Eðalvagnar eru lúxusbílar, væntanlega limósínur og svipuð farartæki. Þessi ökutæki henta ekki í ferðir út fyrir Reykjavík. Engin ástæða er heldur til að notast við eðalvagna þegar ferðamennirnir óska sjálfir eftir sparneytnum fólksbílum. Stofnkostnaðurinn við eðalvagn er óþarflega dýr og getur reynst of stór biti. Þá vilja alls ekki allir ferðamenn ferðast í limósínum. Ferðamennirnir eru ekkert endilega að sækjast eftir lúxus, eðalvagnar höfða ekkert sérstaklega til þeirra. Þeir vilja bara fá að kynnast landi og þjóð í gegnum góðan leiðsögumann sem hjálpar þeim að heimsækja landið og leiðbeinir þeim um landslag, náttúru og sögu sem og þau mörk sem heimamenn hafa. Loftslagsmálin hafa verið mikið til umræðu síðustu mánuði. Það er í takt við þróunina að nota sparneytna bíla. Venjulegir bílar, ekki síst rafmagnsbílar, hljóta að koma sterkar inn í ferðaþjónustuna. Ökuleiðsögumenn eiga að geta nýtt sér þessa bíla.Fagmenntuðum mismunað Leigubílastöðvar auglýsa leiðsögn á leigubílum um náttúruperlur landsins. Búast má við að einhverjir, kannski margir, leigubílstjórar sinni þessari leiðsögn án þess að hafa til þess fagmenntun. Ósanngjarnt er að fagmenntaðir leiðsögumenn sem hafa bæði leigubílapróf og rútupróf megi ekki leiðsegja á allt að átta farþega bílum meðan ófagmenntaðir leigubílstjórar geta gert það í skjóli laga og reglna. Hvaða réttlæti er í því? Fagmenntaðir ökuleiðsögumenn hafa menntun til þess að sinna leiðsögn, þeir eru líka með meirapróf og hafa menntun til að sinna akstri um leið, bæði svokallað leigubílapróf (án þess að það eitt sér nýtist þeim á nokkurn hátt faglega eða starfslega). Einnig eru þeir með próf á litlar og jafnvel stórar rútur. Þessi próf nýtast ekki vegna skerðandi ákvæða í lögum og reglugerðum. Fagmenntuðum ökuleiðsögumönnum er mismunað. Þeir búa ekki við sama atvinnufrelsi og aðrar stéttir. Þeir hafa ekki frelsi til að velja sér þau ökutæki sem þeim þykir best henta í sínu starfi eða rekstri. Þessu þarf að breyta. Engin ástæða er til að skerða atvinnufrelsi ökuleiðsögumanna með þessum hætti. Engin ástæða er til að taka þá út úr og hefta frelsi þeirra umfram aðrar stéttir til að velja sér það atvinnutæki sem þeim þykir best henta til að geta stundað vinnu sína með eðlilegum hætti. Reglugerðarákvæðum þarf því að breyta strax og opna fyrir starfsfrelsi og starfsmöguleika ökuleiðsögumanna að fullu þannig að þeir geti valið það ökutæki sem þeim þykir henta. Þeir þurfa að geta leiðsagt litlum hópum í farartækjum fyrir átta farþega eða færri.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Svar við grein Dagnýjar Hængsdóttur Köhler Ragnheiður Magnúsdóttir,Halldóra Jónsdóttir,Óskar Þór Karlsson,Eiríkur Böðvarsson Skoðun
Við styðjum Magnús Karl Magnússon sem næsta rektor Háskóla Íslands Hópur starfsmanna Háskóla Íslands Skoðun
Eflum málumhverfi barna Bjarnfríður Leósdóttir,Harpa Stefánsdóttir,Hildur Rut Sigurbjartsdóttir,Silja Jóhannsdóttir,Þorbjörg Saga Ásgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir til rektors Bryndís Elfa Gunnarsdóttir,Ingunn Erla Ingvarsdóttir,Erna Petersen skrifar
Skoðun Á tímamótum - hugleiðingar frá fráfarandi íbúaráði í Grafarvogi! Fanný Gunnarsdóttir,Ingimar Þór Friðriksson,Kjartan Magnússon,Árni Guðmundsson,Erla Bára Ragnarsdóttir,Tómas Örn Guðlaugsson skrifar
Skoðun Formannskosning VR er hafin – Nú skiptir atkvæðið þitt máli! Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar
Skoðun Eflum málumhverfi barna Bjarnfríður Leósdóttir,Harpa Stefánsdóttir,Hildur Rut Sigurbjartsdóttir,Silja Jóhannsdóttir,Þorbjörg Saga Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svar við grein Dagnýjar Hængsdóttur Köhler Ragnheiður Magnúsdóttir,Halldóra Jónsdóttir,Óskar Þór Karlsson,Eiríkur Böðvarsson skrifar
Skoðun Hvernig getur NATO verið, eða hafa verið, flott og fínt, en ESB slæmt? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Svar við grein Dagnýjar Hængsdóttur Köhler Ragnheiður Magnúsdóttir,Halldóra Jónsdóttir,Óskar Þór Karlsson,Eiríkur Böðvarsson Skoðun
Við styðjum Magnús Karl Magnússon sem næsta rektor Háskóla Íslands Hópur starfsmanna Háskóla Íslands Skoðun
Eflum málumhverfi barna Bjarnfríður Leósdóttir,Harpa Stefánsdóttir,Hildur Rut Sigurbjartsdóttir,Silja Jóhannsdóttir,Þorbjörg Saga Ásgeirsdóttir Skoðun