Birtir tugi frásagna kvenna af kynferðisofbeldi: "Þetta er eitthvert allra stærsta útistandandi réttlætismál okkar samtíma“ Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 13. október 2016 09:15 Hildur segir frásagnirnar á sjötta tug og fjölgi enn. Enginn karlmaður hefur deilt sögu af kynferðisofbeldi. Hildur telur mikilvægt að raddir gerenda heyrist líka. Vísir „Það eru nokkrir klukkutímar síðan ég taldi sögurnar síðast en þá voru þær komnar vel yfir 50,” segir Hildur Lilliendahl. Hún hvatti konur til að segja frá fyrstu upplifun sinni af kynferðisofbeldi á Twitter á sunnudag. Síðan þá hefur frásögnum rignt inn, bæði frá konum sem senda Hildi skilaboð og biðja hana um að birta sögur sínar nafnlaust, sem og frá konum sem koma sjálfar fram undir nafni. Hildur segir mikilvægt að frásagnir gerenda komi einnig fram í umræðunni og að réttarkerfið beri ekki virðingu fyrir þolendum kynferðisofbeldis. „Þegar ég sá hvað Kelly Oxford fékk mikil og sterk viðbrögð við ákalli sínu datt mér strax í hug að þetta væri einmitt átak sem íslenskumælandi konur væru líklegar til að vilja taka þátt í. Viðbrögðin hafa verið ótrúleg og svörunum fer ennþá fjölgandi,” segir Hildur í samtali við Vísi. Sjá einnig:Íslenskar konur opna sig um kynferðisofbeldi eftir ummæli Trump Hildur vísar þar í samskonar þráð rithöfundarins Kelly Oxford, sem Oxford hrinti af stað í kjölfar ummæla Donald Trump þar sem hann talaði kæruleysislega um kynferðisofbeldi. „Ég dregst bara sjálfkrafa að fallegum konum. Ég byrja bara að kyssa þær, eins og segull. Bara kyssi þær. Ég bíð ekki einu sinni. Þegar þú ert stjarna leyfa þær þér það. Þú getur gert hvað sem er. Gripið í píkuna á þeim. Þú getur gert hvað sem er,“ var meðal þess sem Trump lét út úr í samtali sínu við sjónvarpsmanninn Billy Bush árið 2005. Upptaka af samtali þeirra kom fyrst fyrir sjónir almennings um síðustu helgi.Women: tweet me your first assaults. they aren't just stats. I'll go first:Old man on city bus grabs my "pussy" and smiles at me, I'm 12.— kelly oxford (@kellyoxford) October 7, 2016 Frásögn 78 ára gamallar konu sem Hildur birti á Twitter.Vísir/SkjáskotYngstu konurnar unglingar Aðspurð segir Hildur að tilgangurinn með ákalli sínu hafi verið tvíþættur. „Annars vegar erum við að skapa tækifæri fyrir þolendur til að segja sögur sem er erfitt að segja nema það séu skapaðar sérstakar aðstæður til þess. Hins vegar er magnið til þess fallið að vekja lesendur til umhugsunar um hversu ofboðslega algengt það er að konur verði fyrir einhverri tegund af kynferðisofbeldi.” Sögurnar eru átakanlegar og koma frá konum á öllum aldri. Elsta konan sem hefur haft samband við Hildi er rétt undir áttræðu og sagði frá því að hafa orðið fyrir ofbeldi af hálfu læknis þegar hún var sautján ára gömul. „Yngstu konurnar sem hafa skrifað mér eru unglingar sem eru margir hverjir að lýsa því að hafa verið þröngvað til endaþarmsmaka af vinum, kunningjum og kærustum. Svo heyrði ég frá jafnöldru minni og gamalli skólasystur sem hafði orðið fyrir nákvæmlega því sama og ég lýsti þegar ég reið á vaðið; strákur hafði stungið inn í hana fingrum gegn vilja hennar undir sæng á vídjókvöldi í félagsmiðstöð í gaggó. Þegar við fórum að tala saman kom í ljós að þetta var sami strákur og hafði gert þetta við mig, kannski var það sama kvöld,” segir Hildur.Konur. Svarið með fyrsta dæminu um kynferðisbrot. Ég byrja: fingur í leggöng gegn vilja mínum undir sæng á vídjókvöldi í 8. bekk. #ógeð https://t.co/PkfgwXhoyH— Hildur Lill ♀ (@hillldur) October 9, 2016 Frásagnirnar eru jafn mismunandi eins og þær eru margar.Vísir/SkjáskotMikilvægt að heyra frásagnir gerendaEnginn karlmaður hefur svarað kalli Hildar hingað til. Hún telur það vera að hluta til vegna þess að ákallinu var upphaflega beint til kvenna sem þolenda og að jafnframt sé síður samfélagslega viðurkennt að karlmenn segi frá slíku ofbeldi. Hún bendir þó á að karlmenn fái mikla viðurkenningu og stuðning, jafnvel meiri en konur, jafnvel þó þeir stigi fram sem gerendur. „En það er mikilvægt að við fáum að heyra í gerendum líka og það er mikilvægt að við áttum okkur á því að þeir eru ekki einhver sérstök frávik, einhver skrímsli sem á að vana og geyma í einangrun að eilífu, heldur í ótrúlega mörgum tilfellum bara venjulegir strákar sem hafa ekki fundið betri leið til að vinna úr höfnunartilfinningu og bældum tilfinningum en að sýna vald sitt með ofbeldi, sérstaklega undir áhrifum.”Sjá einnig:Þurfum að einblína á gerendur ofbeldis Mikið af sögunum eru nafnlausar frásagnir sem Hildi hafa borist í persónulegum skilaboðum. Hildur segir það mikilvægan vitnisburð um að samfélagið sé enn skammt á veg komið með að opna á umræðu um kynferðisofbeldi. „Ég heyri fólk oft halda því fram að það sé augljóslega mýta að það ríki þöggun um kynferðisbrot á Íslandi, enda séu fjölmiðlar uppfullir af slíkum frásögnum. En þegar við heyrum allar þessar sögur kvenna sem ekki geta komið fram undir nafni, ýmist vegna sjálfsásakana, skammar, ótta við að sundra fjölskyldunni, ótta við hefndaraðgerðir ofbeldismannanna, ótta við fordæmingu samfélagsins, óvissu um að það sé rétt metið hjá þeim að það hafi verið brotið á þeim og svo framvegis, þá liggur í augum uppi að við erum ekki komin nándar nærri því að lyfta tabúinu af þolendum þessa faraldar.”Vísir/SkjáskotEkki skrítið að fólk treysti ekki kerfinu Margar frásagnirnar eru frá fólki sem vill ekki kæra ofbeldið eða er ekki visst um réttarstöðu sína og segir Hildur að henni finnist ekki skrítið að konur veigri sig við því að kæra kynferðisofbeldi. „Nýlegir sýknudómar, frávísanir og niðurfellingar sýna að það er óskaplega lítil virðing borin fyrir þolendum kynferðisofbeldis innan kerfisins. Vonandi stendur þetta til bóta en ég held að við þurfum aðeins að staldra við og velta fyrir okkur hvers vegna þessi brot rata ekki fyrir dómstóla nema í algjörum undantekningatilfellum. Í ferlinu frá brotinu sjálfu og að uppkvaðningu dóms eru svo fjöldamargar vörður þar sem mál detta niður dauð. Við ímyndum okkur að við tilheyrum samfélagi þar sem allir eiga rétt á að leggja mál sitt fyrir dómsvald en í framkvæmd virkar það alls ekki þannig. Sakamál fara almennt ekki fyrir dóm nema það séu taldar yfirgnæfandi líkur á sakfellingu.” Hildur segir jafnframt ekki treysta sér til að hvetja ungar konur til að kæra kynferðisofbeldi eins og staðan er í dag. „Þetta er eitthvert allra stærsta útistandandi réttlætismál okkar samtíma og við einfaldlega verðum að breyta þessu. Eins og staðan er í dag treysti ég mér ekki til að hvetja ungar brotnar konur til að kæra nauðgun til lögreglu. Þegar þær konur leita til mín segi ég þeim að þær þurfi að meta sjálfar til hvers þær treysta sér, þetta sé löng, sársaukafull og erfið vegferð og þær geti því miður ekki gert sér vonir um sakfellingu.” Vísir/SkjáskotMikilvægt að hlusta á og dæma ekki þolendur Í fyrra fór af stað átakið #konurtala. Þar skipti fólk um prófílmyndir á Facebook og ýmsum öðrum samfélagsmiðlum til að gefa það til kynna að það hefði sjálft orðið fyrir kynferðisofbeldi eða þekkti þolendur kynferðisofbeldis og vildi styðja við bakið á því. Appelsínugul mynd táknaði að viðkomandi væri þolandi og gul mynd táknaði að viðkomandi væri aðstandandi.Sjá einnig:Átakið #þöggun ratar út fyrir landsteinana „Það reyndist mörgum afskaplega erfitt að setja upp appelsínugulu myndina sem merkti þá sem þolendur. Fyrir suma var það of stórt skref. Eins og í svo mörgu öðru skiptir máli þarna að mismunandi leiðir henta fólki. Konur sem hafa sent mér sögurnar sínar og beðið mig að koma þeim nafnlaust á framfæri voru kannski ekki endilega tilbúnar til að skipta um mynd. En svo voru konur sem ákváðu að skipta um mynd sem vilja kannski alls ekki segja sögurnar, hvort sem er undir nafni eða ekki. Þess vegna er mikilvægt að við höfum margar mismunandi leiðir opnar fyrir fólk til að segja frá. Það er óréttlátt að ofbeldið liggi í hjarta þolenda um alla ævi, grasseri þar og skemmi, og fái aldrei að komast út.” Kynferðisbrot eru oft á tíðum viðkvæm og hvert mál getur haft áhrif á marga einstaklinga. Hildur bendir á að aðstandendur séu stundum í mjög flókinni stöðu gagnvart sínu fólki, en að lykilatriði í kynferðisbrotamálum, líkt og annars staðar, sé að vera til staðar, hlusta og dæma ekki þolendur. En hvað geta aðstandendur þolenda gert til að létta undan fargi þeirra? „Hvetja þolendur til að stíga hver þau skref sem þeir vilja sjálfir og aldrei þrýsta á þá að fara aðrar leiðir, hvort sem spurningin snýst um að kæra, segja frá opinberlega, þegja að eilífu eða ganga á gerandann. Það eru ýmsar leiðir færar og hver og einn þolandi þarf að gera það upp við sig sjálfur hvaða leið hentar honum best. Stærsta og mikilvægasta áminningin er svo auðvitað að trúa alltaf fólki sem kemur til þín og segist hafa orðið fyrir ofbeldi. Aldrei afneita því, aldrei saka þau um lygi, aldrei loka á þau.”Vísir/SkjáskotHér fyrir neðan má lesa eina frásögn sem Hildur fékk senda. Ég hef verið í mesta lagi rúmlega 2ja til tæplega 3ja ára í fyrsta sinn sem ég vissi að pabbi var að gera mér og fleirum eitthvað ljótt. Ég stóð á gólfinu og hélt í höndina á bróður mínu og við vorum að horfa á pabba skipta um bleyju á litlu systur. Ég sá að hann var að misnota ungabarnið, í leiðinn og ég hugsaði „hann er að gera ljótt við litlu systur eins og við mig.“Ég var síðan misnotuð frá þessum aldri (eða fyrr?) og fram á 14 ára aldur. Þá veiktist ég og lýstu veikindin sér með uppköstum. Pabbi var sendur með mig til kvensjúkdómalæknis. Læknirinn skoðaði mig hefðbundna kvenskoðun og sagði þá „Ég sé að þú ert byrjuð að vera með strákum.“ Mig langaði til að benda á pabba sem fékk að horfa á skoðunina mér til mikillar skömmustu og hrópa „Það var hann, það var hann!“ en ég þorði því ekki.Pabbi sagði seinna við lækninn „Litlu stúlkunni minni finnst svo leiðinlegt að þú haldir að hún sé byrjuð að vera með strákum því hún er svo saklaus.“ Uppköstin reyndust vera af völdum magasárs en ekki af því að ég væri ófrísk eftir föður minn. Ég var allan veturinn á spítala og fékk aðeins rjóma og hrá egg að borða. Pabbi kom oft í heimsókn til mín á spítalann en mamma aldrei. Pabbi var mjög afbrýðisamur út í strák sem ég byrjaði fyrst að vera með og mömmu var ekki vel við að ég væri með honum. Ég fékk alltaf óbótarskammir frá henni þegar ég kom seint heim svona rétt rúmlega 12 á miðnætti einstaka sinnum. Þá 16 ára gömul. Einu sinni kom ég aðeins seinna heim og þá opnaði pabbi dyrnar áður en ég gat opnað þær. Hann reif upp hurðina öskureiður og sagði aðeins þetta eina orð við mig, HÓRA! Ég hugsaði þá með mér „ef ég er hóra pabbi þá er það af þínum völdum.“Tæplega 19 ára trúlofaðist ég strák sem ég var mjög hrifin af. En ég kunni ekkert á annað en ofbeldi og gerði ekkert í því þegar hann byrjaði að lemja mig áður en við trúlofuðum okkur. Við vorum saman í 20 ár og mátti ég sæta grófu líkamlegu, andlegu, fjárhagslegu og félagslegu ofbeldi af hans hendi. Börnin okkar fóru illa út úr þessu ofbeldissambandi. En ég þorði eki að rífa mig burtu frá honum og standa á eigin fótum enda sagði hann alltaf að ég væri geðveik og hæddist að mér á allan hátt. Börnin eru nú uppkomin og eru öll í góðum málum í dag. Það besta sem ég hef gert í lífinu var að skilja við manninn minn fyrir tugum ára síðan. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira
„Það eru nokkrir klukkutímar síðan ég taldi sögurnar síðast en þá voru þær komnar vel yfir 50,” segir Hildur Lilliendahl. Hún hvatti konur til að segja frá fyrstu upplifun sinni af kynferðisofbeldi á Twitter á sunnudag. Síðan þá hefur frásögnum rignt inn, bæði frá konum sem senda Hildi skilaboð og biðja hana um að birta sögur sínar nafnlaust, sem og frá konum sem koma sjálfar fram undir nafni. Hildur segir mikilvægt að frásagnir gerenda komi einnig fram í umræðunni og að réttarkerfið beri ekki virðingu fyrir þolendum kynferðisofbeldis. „Þegar ég sá hvað Kelly Oxford fékk mikil og sterk viðbrögð við ákalli sínu datt mér strax í hug að þetta væri einmitt átak sem íslenskumælandi konur væru líklegar til að vilja taka þátt í. Viðbrögðin hafa verið ótrúleg og svörunum fer ennþá fjölgandi,” segir Hildur í samtali við Vísi. Sjá einnig:Íslenskar konur opna sig um kynferðisofbeldi eftir ummæli Trump Hildur vísar þar í samskonar þráð rithöfundarins Kelly Oxford, sem Oxford hrinti af stað í kjölfar ummæla Donald Trump þar sem hann talaði kæruleysislega um kynferðisofbeldi. „Ég dregst bara sjálfkrafa að fallegum konum. Ég byrja bara að kyssa þær, eins og segull. Bara kyssi þær. Ég bíð ekki einu sinni. Þegar þú ert stjarna leyfa þær þér það. Þú getur gert hvað sem er. Gripið í píkuna á þeim. Þú getur gert hvað sem er,“ var meðal þess sem Trump lét út úr í samtali sínu við sjónvarpsmanninn Billy Bush árið 2005. Upptaka af samtali þeirra kom fyrst fyrir sjónir almennings um síðustu helgi.Women: tweet me your first assaults. they aren't just stats. I'll go first:Old man on city bus grabs my "pussy" and smiles at me, I'm 12.— kelly oxford (@kellyoxford) October 7, 2016 Frásögn 78 ára gamallar konu sem Hildur birti á Twitter.Vísir/SkjáskotYngstu konurnar unglingar Aðspurð segir Hildur að tilgangurinn með ákalli sínu hafi verið tvíþættur. „Annars vegar erum við að skapa tækifæri fyrir þolendur til að segja sögur sem er erfitt að segja nema það séu skapaðar sérstakar aðstæður til þess. Hins vegar er magnið til þess fallið að vekja lesendur til umhugsunar um hversu ofboðslega algengt það er að konur verði fyrir einhverri tegund af kynferðisofbeldi.” Sögurnar eru átakanlegar og koma frá konum á öllum aldri. Elsta konan sem hefur haft samband við Hildi er rétt undir áttræðu og sagði frá því að hafa orðið fyrir ofbeldi af hálfu læknis þegar hún var sautján ára gömul. „Yngstu konurnar sem hafa skrifað mér eru unglingar sem eru margir hverjir að lýsa því að hafa verið þröngvað til endaþarmsmaka af vinum, kunningjum og kærustum. Svo heyrði ég frá jafnöldru minni og gamalli skólasystur sem hafði orðið fyrir nákvæmlega því sama og ég lýsti þegar ég reið á vaðið; strákur hafði stungið inn í hana fingrum gegn vilja hennar undir sæng á vídjókvöldi í félagsmiðstöð í gaggó. Þegar við fórum að tala saman kom í ljós að þetta var sami strákur og hafði gert þetta við mig, kannski var það sama kvöld,” segir Hildur.Konur. Svarið með fyrsta dæminu um kynferðisbrot. Ég byrja: fingur í leggöng gegn vilja mínum undir sæng á vídjókvöldi í 8. bekk. #ógeð https://t.co/PkfgwXhoyH— Hildur Lill ♀ (@hillldur) October 9, 2016 Frásagnirnar eru jafn mismunandi eins og þær eru margar.Vísir/SkjáskotMikilvægt að heyra frásagnir gerendaEnginn karlmaður hefur svarað kalli Hildar hingað til. Hún telur það vera að hluta til vegna þess að ákallinu var upphaflega beint til kvenna sem þolenda og að jafnframt sé síður samfélagslega viðurkennt að karlmenn segi frá slíku ofbeldi. Hún bendir þó á að karlmenn fái mikla viðurkenningu og stuðning, jafnvel meiri en konur, jafnvel þó þeir stigi fram sem gerendur. „En það er mikilvægt að við fáum að heyra í gerendum líka og það er mikilvægt að við áttum okkur á því að þeir eru ekki einhver sérstök frávik, einhver skrímsli sem á að vana og geyma í einangrun að eilífu, heldur í ótrúlega mörgum tilfellum bara venjulegir strákar sem hafa ekki fundið betri leið til að vinna úr höfnunartilfinningu og bældum tilfinningum en að sýna vald sitt með ofbeldi, sérstaklega undir áhrifum.”Sjá einnig:Þurfum að einblína á gerendur ofbeldis Mikið af sögunum eru nafnlausar frásagnir sem Hildi hafa borist í persónulegum skilaboðum. Hildur segir það mikilvægan vitnisburð um að samfélagið sé enn skammt á veg komið með að opna á umræðu um kynferðisofbeldi. „Ég heyri fólk oft halda því fram að það sé augljóslega mýta að það ríki þöggun um kynferðisbrot á Íslandi, enda séu fjölmiðlar uppfullir af slíkum frásögnum. En þegar við heyrum allar þessar sögur kvenna sem ekki geta komið fram undir nafni, ýmist vegna sjálfsásakana, skammar, ótta við að sundra fjölskyldunni, ótta við hefndaraðgerðir ofbeldismannanna, ótta við fordæmingu samfélagsins, óvissu um að það sé rétt metið hjá þeim að það hafi verið brotið á þeim og svo framvegis, þá liggur í augum uppi að við erum ekki komin nándar nærri því að lyfta tabúinu af þolendum þessa faraldar.”Vísir/SkjáskotEkki skrítið að fólk treysti ekki kerfinu Margar frásagnirnar eru frá fólki sem vill ekki kæra ofbeldið eða er ekki visst um réttarstöðu sína og segir Hildur að henni finnist ekki skrítið að konur veigri sig við því að kæra kynferðisofbeldi. „Nýlegir sýknudómar, frávísanir og niðurfellingar sýna að það er óskaplega lítil virðing borin fyrir þolendum kynferðisofbeldis innan kerfisins. Vonandi stendur þetta til bóta en ég held að við þurfum aðeins að staldra við og velta fyrir okkur hvers vegna þessi brot rata ekki fyrir dómstóla nema í algjörum undantekningatilfellum. Í ferlinu frá brotinu sjálfu og að uppkvaðningu dóms eru svo fjöldamargar vörður þar sem mál detta niður dauð. Við ímyndum okkur að við tilheyrum samfélagi þar sem allir eiga rétt á að leggja mál sitt fyrir dómsvald en í framkvæmd virkar það alls ekki þannig. Sakamál fara almennt ekki fyrir dóm nema það séu taldar yfirgnæfandi líkur á sakfellingu.” Hildur segir jafnframt ekki treysta sér til að hvetja ungar konur til að kæra kynferðisofbeldi eins og staðan er í dag. „Þetta er eitthvert allra stærsta útistandandi réttlætismál okkar samtíma og við einfaldlega verðum að breyta þessu. Eins og staðan er í dag treysti ég mér ekki til að hvetja ungar brotnar konur til að kæra nauðgun til lögreglu. Þegar þær konur leita til mín segi ég þeim að þær þurfi að meta sjálfar til hvers þær treysta sér, þetta sé löng, sársaukafull og erfið vegferð og þær geti því miður ekki gert sér vonir um sakfellingu.” Vísir/SkjáskotMikilvægt að hlusta á og dæma ekki þolendur Í fyrra fór af stað átakið #konurtala. Þar skipti fólk um prófílmyndir á Facebook og ýmsum öðrum samfélagsmiðlum til að gefa það til kynna að það hefði sjálft orðið fyrir kynferðisofbeldi eða þekkti þolendur kynferðisofbeldis og vildi styðja við bakið á því. Appelsínugul mynd táknaði að viðkomandi væri þolandi og gul mynd táknaði að viðkomandi væri aðstandandi.Sjá einnig:Átakið #þöggun ratar út fyrir landsteinana „Það reyndist mörgum afskaplega erfitt að setja upp appelsínugulu myndina sem merkti þá sem þolendur. Fyrir suma var það of stórt skref. Eins og í svo mörgu öðru skiptir máli þarna að mismunandi leiðir henta fólki. Konur sem hafa sent mér sögurnar sínar og beðið mig að koma þeim nafnlaust á framfæri voru kannski ekki endilega tilbúnar til að skipta um mynd. En svo voru konur sem ákváðu að skipta um mynd sem vilja kannski alls ekki segja sögurnar, hvort sem er undir nafni eða ekki. Þess vegna er mikilvægt að við höfum margar mismunandi leiðir opnar fyrir fólk til að segja frá. Það er óréttlátt að ofbeldið liggi í hjarta þolenda um alla ævi, grasseri þar og skemmi, og fái aldrei að komast út.” Kynferðisbrot eru oft á tíðum viðkvæm og hvert mál getur haft áhrif á marga einstaklinga. Hildur bendir á að aðstandendur séu stundum í mjög flókinni stöðu gagnvart sínu fólki, en að lykilatriði í kynferðisbrotamálum, líkt og annars staðar, sé að vera til staðar, hlusta og dæma ekki þolendur. En hvað geta aðstandendur þolenda gert til að létta undan fargi þeirra? „Hvetja þolendur til að stíga hver þau skref sem þeir vilja sjálfir og aldrei þrýsta á þá að fara aðrar leiðir, hvort sem spurningin snýst um að kæra, segja frá opinberlega, þegja að eilífu eða ganga á gerandann. Það eru ýmsar leiðir færar og hver og einn þolandi þarf að gera það upp við sig sjálfur hvaða leið hentar honum best. Stærsta og mikilvægasta áminningin er svo auðvitað að trúa alltaf fólki sem kemur til þín og segist hafa orðið fyrir ofbeldi. Aldrei afneita því, aldrei saka þau um lygi, aldrei loka á þau.”Vísir/SkjáskotHér fyrir neðan má lesa eina frásögn sem Hildur fékk senda. Ég hef verið í mesta lagi rúmlega 2ja til tæplega 3ja ára í fyrsta sinn sem ég vissi að pabbi var að gera mér og fleirum eitthvað ljótt. Ég stóð á gólfinu og hélt í höndina á bróður mínu og við vorum að horfa á pabba skipta um bleyju á litlu systur. Ég sá að hann var að misnota ungabarnið, í leiðinn og ég hugsaði „hann er að gera ljótt við litlu systur eins og við mig.“Ég var síðan misnotuð frá þessum aldri (eða fyrr?) og fram á 14 ára aldur. Þá veiktist ég og lýstu veikindin sér með uppköstum. Pabbi var sendur með mig til kvensjúkdómalæknis. Læknirinn skoðaði mig hefðbundna kvenskoðun og sagði þá „Ég sé að þú ert byrjuð að vera með strákum.“ Mig langaði til að benda á pabba sem fékk að horfa á skoðunina mér til mikillar skömmustu og hrópa „Það var hann, það var hann!“ en ég þorði því ekki.Pabbi sagði seinna við lækninn „Litlu stúlkunni minni finnst svo leiðinlegt að þú haldir að hún sé byrjuð að vera með strákum því hún er svo saklaus.“ Uppköstin reyndust vera af völdum magasárs en ekki af því að ég væri ófrísk eftir föður minn. Ég var allan veturinn á spítala og fékk aðeins rjóma og hrá egg að borða. Pabbi kom oft í heimsókn til mín á spítalann en mamma aldrei. Pabbi var mjög afbrýðisamur út í strák sem ég byrjaði fyrst að vera með og mömmu var ekki vel við að ég væri með honum. Ég fékk alltaf óbótarskammir frá henni þegar ég kom seint heim svona rétt rúmlega 12 á miðnætti einstaka sinnum. Þá 16 ára gömul. Einu sinni kom ég aðeins seinna heim og þá opnaði pabbi dyrnar áður en ég gat opnað þær. Hann reif upp hurðina öskureiður og sagði aðeins þetta eina orð við mig, HÓRA! Ég hugsaði þá með mér „ef ég er hóra pabbi þá er það af þínum völdum.“Tæplega 19 ára trúlofaðist ég strák sem ég var mjög hrifin af. En ég kunni ekkert á annað en ofbeldi og gerði ekkert í því þegar hann byrjaði að lemja mig áður en við trúlofuðum okkur. Við vorum saman í 20 ár og mátti ég sæta grófu líkamlegu, andlegu, fjárhagslegu og félagslegu ofbeldi af hans hendi. Börnin okkar fóru illa út úr þessu ofbeldissambandi. En ég þorði eki að rífa mig burtu frá honum og standa á eigin fótum enda sagði hann alltaf að ég væri geðveik og hæddist að mér á allan hátt. Börnin eru nú uppkomin og eru öll í góðum málum í dag. Það besta sem ég hef gert í lífinu var að skilja við manninn minn fyrir tugum ára síðan.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira