Kjararáð svarar engu og hunsar beiðni um gögn Garðar Örn Úlfarsson skrifar 2. nóvember 2016 14:00 Meðlimir kjararáðs. Leiðrétting: Í upphaflegri frétt, sem birt var í Fréttablaðinu, birtust myndir af Vilhjálmi H. Vilhjálmssyni yngri, hæstaréttarlögmanni, og Huldu Árnadóttur, framkvæmdastjóra Viðlagatryggingar Íslands, með fréttinni. Réttar myndir, af Vilhjálmi H. eldri og Huldu Árnadóttur lögmanni, birtast með þessari frétt. Beðist er velvirðingar á mistökunum. Engin efnisleg svör hafa borist frá kjararáði við bréfi Fréttablaðsins frá því 13. júlí í sumar þar sem óskað var eftir gögnum sem kjararáð aflaði sér og byggði á varðandi ákvarðanir sínar á árinu 2016. Fréttablaðið óskaði eftir því við Jónas Þór Guðmundsson, formann kjararáðs, að fá afrit af gögnum „í formi skýrslna, munnlegra og skriflegra, af starfsmönnum og launagreiðendum þeirra sem heyra undir kjararáð“ vegna allra úrskurða ráðsins á árinu. „Vegna sumarleyfa verður ekki unnt að taka afstöðu til beiðninnar fyrr en að þeim loknum,“ segir í svari sem barst frá skrifstofu kjararáðs 20. júlí. Síðan hefur ekkert heyrst frá kjararáði þrátt fyrir margítrekaðan tölvupóst og símhringingar. Í sumar spurðist Fréttablaðið fyrir um það hjá Alþingi, forsætisráðuneyti, fjármálaráðuneyti og hjá kjararáði sjálfu hvort þar væri unnið að endurskoðun launa þingmanna og ráðherra og hvort til væru einhver skjalfest samskipti um það frá því næstu átján mánuðina þar á undan. Forsætisráðuneyti og Alþingi sögðu ekki svo vera en ekki barst lokasvar frá fjármálaráðuneytinu. Í frétt blaðsins 5. ágúst kom fram að formaður kjararáðs segðist ekki mundu tjá sig um þessa spurningu. Má því segja að leynd hafi hvílt yfir þessu verki. Kjararáð Kosningar 2016 Mest lesið Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Fleiri fréttir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Sjá meira
Leiðrétting: Í upphaflegri frétt, sem birt var í Fréttablaðinu, birtust myndir af Vilhjálmi H. Vilhjálmssyni yngri, hæstaréttarlögmanni, og Huldu Árnadóttur, framkvæmdastjóra Viðlagatryggingar Íslands, með fréttinni. Réttar myndir, af Vilhjálmi H. eldri og Huldu Árnadóttur lögmanni, birtast með þessari frétt. Beðist er velvirðingar á mistökunum. Engin efnisleg svör hafa borist frá kjararáði við bréfi Fréttablaðsins frá því 13. júlí í sumar þar sem óskað var eftir gögnum sem kjararáð aflaði sér og byggði á varðandi ákvarðanir sínar á árinu 2016. Fréttablaðið óskaði eftir því við Jónas Þór Guðmundsson, formann kjararáðs, að fá afrit af gögnum „í formi skýrslna, munnlegra og skriflegra, af starfsmönnum og launagreiðendum þeirra sem heyra undir kjararáð“ vegna allra úrskurða ráðsins á árinu. „Vegna sumarleyfa verður ekki unnt að taka afstöðu til beiðninnar fyrr en að þeim loknum,“ segir í svari sem barst frá skrifstofu kjararáðs 20. júlí. Síðan hefur ekkert heyrst frá kjararáði þrátt fyrir margítrekaðan tölvupóst og símhringingar. Í sumar spurðist Fréttablaðið fyrir um það hjá Alþingi, forsætisráðuneyti, fjármálaráðuneyti og hjá kjararáði sjálfu hvort þar væri unnið að endurskoðun launa þingmanna og ráðherra og hvort til væru einhver skjalfest samskipti um það frá því næstu átján mánuðina þar á undan. Forsætisráðuneyti og Alþingi sögðu ekki svo vera en ekki barst lokasvar frá fjármálaráðuneytinu. Í frétt blaðsins 5. ágúst kom fram að formaður kjararáðs segðist ekki mundu tjá sig um þessa spurningu. Má því segja að leynd hafi hvílt yfir þessu verki.
Kjararáð Kosningar 2016 Mest lesið Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Fleiri fréttir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Sjá meira