Jólagjafir fyrirtækjanna: Gjafakort, utanlandsferðir og matarkörfur Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 25. desember 2016 11:41 Matarkörfur og gjafakort voru vinsælustu gjafirnar í ár. Þær voru margvíslegar jólagjafirnar sem fyrirtæki gáfu starfsfólki sínu í ár. Gjafirnar voru allt frá konfektkössum að utanlandsferðum, sum fyrirtæki keyptu í jólamatinn eins og hann leggur sig og önnur fyrirtæki borguðu starfsfólki einn auka mánuð í laun. Gjafakort bankanna voru líklega vinsælasta jólagjöf fyrirtækjanna í ár. Vísir hefur tekið saman smá lista yfir jólagjafir til starfsfólks.Utanlandsferð og gjafakort Jólagjöf Bláa lónsins var í veglegri kantinum en öllu fastráðnu starfsfólki var boðið, ásamt mökum, til Lundúna í byrjun mánaðar. Þá fékk starfsfólk jafnframt 40 þúsund króna gjafakort frá Landsbankanum og gjafapoka með snyrtivörum. Starfsfólk Icelandair fékk kjöt og konfekt auk sex þúsund króna gjafabréfs á hótelum Icelandair. Grayline gaf 60 þúsund króna gjafabréf í Kringluna og Eimskip gerði slíkt hið sama, auk tólf þúsund króna gjafabréfs í Bónus. Bankarnir gáfu ekki síður veglegar gjafir. Arion banki gaf starfsmönnum heyrnartól frá Bose og 25 þúsund króna gjafakort. Íslandsbanki gaf pott frá Le Cruset og 25 þúsund króna gjafakort og Landsbankinn leyfði starfsmönnum að velja á milli matarkörfu, ferðatösku og jakka frá 66° norður. 66°norður gaf starfsfólki 20 þúsund króna gjafakort.100 þúsund í Smáralind, frídagur og allt í jólamatinn Reginn hf, sem á eignarhaldsfélagið Smáralind, gaf starfsfólki 100 þúsund króna gjafabréf í Smáralind. Samherji gaf starfsfólki sínu 150 þúsund króna jólabónus, hangilæri, graflax, sultur, þorskhnakka, ostakörfu, hníf og fleira. HB Grandi gaf 30 þúsund króna gjafakort sem og inneignarkort á veitingastað. Velferðarráðuneytið gaf tvo frídaga og 15 þúsund króna gjafakort og atvinnuvegaráðuneytið gaf ferðatösku og vínflösku, en ekki hafa fengist upplýsingar frá fleiri ráðuneytum um jólagjafirnar í ár. Starfsmenn Sinfóníuhljómsveitar Íslands fengu matarkörfu í jólagjöf. Ikea gaf starfsmönnum þrettánda mánuðinn í laun, sem greidd verða út í haust, og matarkörfu með kjöti og meðlæti. Starfsmenn Landspítalans fengu gjafabréf fyrir tvo í Þjóðleikhúsið.Föt, matur og hönnunarvara Ríkisútvarpið gaf gjafaöskju frá Kjötkompaní, Morgunblaðið gaf 15 þúsund króna gjafakort í Bónus og tvær vínflöskur, DV og Vefpressan gáfu 40 þúsund króna gjafabréf í Kost og 365 miðlar 15 þúsund króna gjafabréf í Bónus. Starfsmenn KSÍ fengu gjafakort í Smáralind að andvirði 20 þúsund kr. Bestseller, sem á og rekur Vero Moda, Jack and Jones, Vila, Selected og Name it, gáfu vörur frá iittala og Isavia gaf gjafakort fyrir 15 þúsund krónur. Starfsfólk Mjólkursamsölunnar fékk hanska, tíu þúsund króna gjafabréf í Bónus, ostakörfu og rjóma og þá fengu starfsmenn Strætó matarkörfu sem innihélt hamborgarhrygg, hangikjöt, reyktan og grafinn lax, grænar baunir, rauðkál og konfekt. Elko gaf starfsmönnum tíu þúsund króna inneign í Intersport, en fyrirtækin tvö eru í eigu sama aðila, og vatnsbrúsa. Þá gaf Nýherji fatnað frá 66° norður að andvirði 51 þúsund og einn auka frídag. VSÓ ráðgjöf gaf starfsfólki fatnað og 50 þúsund krónur og Advania gaf rúmföt frá Lín design, bók og súkkulaði, og Ístak gaf matarpakka. Starfsfólk verkfræðistofunnar Eflu fengu þrettánda mánuðinn í jólagjöf auk matargjafar. Fréttir af flugi Jólafréttir Jólagjafir fyrirtækja Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Erlent Fleiri fréttir Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundanammi slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Sjá meira
Þær voru margvíslegar jólagjafirnar sem fyrirtæki gáfu starfsfólki sínu í ár. Gjafirnar voru allt frá konfektkössum að utanlandsferðum, sum fyrirtæki keyptu í jólamatinn eins og hann leggur sig og önnur fyrirtæki borguðu starfsfólki einn auka mánuð í laun. Gjafakort bankanna voru líklega vinsælasta jólagjöf fyrirtækjanna í ár. Vísir hefur tekið saman smá lista yfir jólagjafir til starfsfólks.Utanlandsferð og gjafakort Jólagjöf Bláa lónsins var í veglegri kantinum en öllu fastráðnu starfsfólki var boðið, ásamt mökum, til Lundúna í byrjun mánaðar. Þá fékk starfsfólk jafnframt 40 þúsund króna gjafakort frá Landsbankanum og gjafapoka með snyrtivörum. Starfsfólk Icelandair fékk kjöt og konfekt auk sex þúsund króna gjafabréfs á hótelum Icelandair. Grayline gaf 60 þúsund króna gjafabréf í Kringluna og Eimskip gerði slíkt hið sama, auk tólf þúsund króna gjafabréfs í Bónus. Bankarnir gáfu ekki síður veglegar gjafir. Arion banki gaf starfsmönnum heyrnartól frá Bose og 25 þúsund króna gjafakort. Íslandsbanki gaf pott frá Le Cruset og 25 þúsund króna gjafakort og Landsbankinn leyfði starfsmönnum að velja á milli matarkörfu, ferðatösku og jakka frá 66° norður. 66°norður gaf starfsfólki 20 þúsund króna gjafakort.100 þúsund í Smáralind, frídagur og allt í jólamatinn Reginn hf, sem á eignarhaldsfélagið Smáralind, gaf starfsfólki 100 þúsund króna gjafabréf í Smáralind. Samherji gaf starfsfólki sínu 150 þúsund króna jólabónus, hangilæri, graflax, sultur, þorskhnakka, ostakörfu, hníf og fleira. HB Grandi gaf 30 þúsund króna gjafakort sem og inneignarkort á veitingastað. Velferðarráðuneytið gaf tvo frídaga og 15 þúsund króna gjafakort og atvinnuvegaráðuneytið gaf ferðatösku og vínflösku, en ekki hafa fengist upplýsingar frá fleiri ráðuneytum um jólagjafirnar í ár. Starfsmenn Sinfóníuhljómsveitar Íslands fengu matarkörfu í jólagjöf. Ikea gaf starfsmönnum þrettánda mánuðinn í laun, sem greidd verða út í haust, og matarkörfu með kjöti og meðlæti. Starfsmenn Landspítalans fengu gjafabréf fyrir tvo í Þjóðleikhúsið.Föt, matur og hönnunarvara Ríkisútvarpið gaf gjafaöskju frá Kjötkompaní, Morgunblaðið gaf 15 þúsund króna gjafakort í Bónus og tvær vínflöskur, DV og Vefpressan gáfu 40 þúsund króna gjafabréf í Kost og 365 miðlar 15 þúsund króna gjafabréf í Bónus. Starfsmenn KSÍ fengu gjafakort í Smáralind að andvirði 20 þúsund kr. Bestseller, sem á og rekur Vero Moda, Jack and Jones, Vila, Selected og Name it, gáfu vörur frá iittala og Isavia gaf gjafakort fyrir 15 þúsund krónur. Starfsfólk Mjólkursamsölunnar fékk hanska, tíu þúsund króna gjafabréf í Bónus, ostakörfu og rjóma og þá fengu starfsmenn Strætó matarkörfu sem innihélt hamborgarhrygg, hangikjöt, reyktan og grafinn lax, grænar baunir, rauðkál og konfekt. Elko gaf starfsmönnum tíu þúsund króna inneign í Intersport, en fyrirtækin tvö eru í eigu sama aðila, og vatnsbrúsa. Þá gaf Nýherji fatnað frá 66° norður að andvirði 51 þúsund og einn auka frídag. VSÓ ráðgjöf gaf starfsfólki fatnað og 50 þúsund krónur og Advania gaf rúmföt frá Lín design, bók og súkkulaði, og Ístak gaf matarpakka. Starfsfólk verkfræðistofunnar Eflu fengu þrettánda mánuðinn í jólagjöf auk matargjafar.
Fréttir af flugi Jólafréttir Jólagjafir fyrirtækja Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Erlent Fleiri fréttir Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundanammi slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Sjá meira