Kúbverjar sem koma ólöglega til Bandaríkjanna verða sendir aftur heim Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 12. janúar 2017 23:55 Barack Obama og Raúl Castro, forseti Kúbu, í Havana í mars í fyrra. vísir/epa Kúbverjar sem munu koma ólöglega til Bandaríkjanna í framtíðinni verða sendir aftur til Kúbu samkvæmt ákvörðun Barack Obama, fráfarandi Bandaríkjaforseta. Um er ræða algjöra stefnubreytingu þar sem svokölluð „wet foot, dry foot“-stefna hefur verið við lýði í Bandaríkjunum í meira en 20 ár eða allt frá árinu 1995. Stefnubreytingin kemur í kjölfar margra mánaða samningaviðræðna á milli landanna sem miða að því að fá Kúbu til að taka aftur við fólki sem hefur flúið en frá lokum árs 2014 hafa Bandaríkin og Kúba tekið upp breytt og bætt diplómatísk samskipti í smáum skrefum. „Wet foot, dry foot“-stefnan fól það í sér að þeir Kúbverjar flúðu Kúbu, fóru yfir til Bandaríkjanna og komust ólöglega inn til Bandaríkjanna gátu sótt um dvalarleyfi í landinu ári eftir að þeir komu. Ef Kúbverjum á flótta var hins vegar bjargað úr sjónum á milli Kúbu og Bandaríkjanna var farið með þá aftur heim en fyrir 1995 hafði bandaríska strandgæslan bjargað miklum fjölda kúbverska flóttamanna úr sjónum og farið með þá á bandaríska grundu þar sem þeir fengu svo dvalarleyfi ári síðar. Yfirvöld á Kúbu hafa í gegnum tíðina harðlega gagnrýnt þessa frjálslyndu innflytjendastefnu Bandaríkjanna þegar kemur að kúbverskum flóttamönnum og hafa sagt að hún hafi meðal annars ýtt undir spekileka í landinu. Stefnan hefur þó að einhverju leyti einnig gagnast kúbverskum yfirvöldum því þeir sem hafa verið ósáttir við ríkisstjórn Kommúnistaflokksins hafa flúið til Bandaríkjanna og flestir sent peninga til fjölskyldna sinna á Kúbu. Fjallað er um stefnubreytinguna nú á vef Guardian og haft eftir heimildamanni að á seinustu árum hafi flestir flúið frá Kúbu yfir til Bandaríkjanna af efnahagsástæðum eða til að nýta sér þau réttindi sem þeir vita að bíða þeirra hinu megin við hafið. Síðan í október 2012 hafa meira en 118 þúsund Kúbverjar komið til hafnar í Bandaríkjunum. Þá hefur straumur Kúbverja yfir landamæri Bandaríkjanna og Mexíkó einnig aukist á seinustu árum og á árinu 2016 höfðu saldrei fleiri Kúbverjar komið til Bandaríkjanna yfir landamærin, eða hátt í 50 þúsund manns. Er talið að þessi mikla fjölgun hafi meðal annars ýtt undir stefnubreytinguna sem Obama boðar nú en þess skal getið að Donald Trump, verðandi forseti Bandaríkjanna, getur snúið þessari ákvörðun við þegar hann kemur í Hvíta húsið. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Sjá meira
Kúbverjar sem munu koma ólöglega til Bandaríkjanna í framtíðinni verða sendir aftur til Kúbu samkvæmt ákvörðun Barack Obama, fráfarandi Bandaríkjaforseta. Um er ræða algjöra stefnubreytingu þar sem svokölluð „wet foot, dry foot“-stefna hefur verið við lýði í Bandaríkjunum í meira en 20 ár eða allt frá árinu 1995. Stefnubreytingin kemur í kjölfar margra mánaða samningaviðræðna á milli landanna sem miða að því að fá Kúbu til að taka aftur við fólki sem hefur flúið en frá lokum árs 2014 hafa Bandaríkin og Kúba tekið upp breytt og bætt diplómatísk samskipti í smáum skrefum. „Wet foot, dry foot“-stefnan fól það í sér að þeir Kúbverjar flúðu Kúbu, fóru yfir til Bandaríkjanna og komust ólöglega inn til Bandaríkjanna gátu sótt um dvalarleyfi í landinu ári eftir að þeir komu. Ef Kúbverjum á flótta var hins vegar bjargað úr sjónum á milli Kúbu og Bandaríkjanna var farið með þá aftur heim en fyrir 1995 hafði bandaríska strandgæslan bjargað miklum fjölda kúbverska flóttamanna úr sjónum og farið með þá á bandaríska grundu þar sem þeir fengu svo dvalarleyfi ári síðar. Yfirvöld á Kúbu hafa í gegnum tíðina harðlega gagnrýnt þessa frjálslyndu innflytjendastefnu Bandaríkjanna þegar kemur að kúbverskum flóttamönnum og hafa sagt að hún hafi meðal annars ýtt undir spekileka í landinu. Stefnan hefur þó að einhverju leyti einnig gagnast kúbverskum yfirvöldum því þeir sem hafa verið ósáttir við ríkisstjórn Kommúnistaflokksins hafa flúið til Bandaríkjanna og flestir sent peninga til fjölskyldna sinna á Kúbu. Fjallað er um stefnubreytinguna nú á vef Guardian og haft eftir heimildamanni að á seinustu árum hafi flestir flúið frá Kúbu yfir til Bandaríkjanna af efnahagsástæðum eða til að nýta sér þau réttindi sem þeir vita að bíða þeirra hinu megin við hafið. Síðan í október 2012 hafa meira en 118 þúsund Kúbverjar komið til hafnar í Bandaríkjunum. Þá hefur straumur Kúbverja yfir landamæri Bandaríkjanna og Mexíkó einnig aukist á seinustu árum og á árinu 2016 höfðu saldrei fleiri Kúbverjar komið til Bandaríkjanna yfir landamærin, eða hátt í 50 þúsund manns. Er talið að þessi mikla fjölgun hafi meðal annars ýtt undir stefnubreytinguna sem Obama boðar nú en þess skal getið að Donald Trump, verðandi forseti Bandaríkjanna, getur snúið þessari ákvörðun við þegar hann kemur í Hvíta húsið.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Sjá meira