Í frjálsu falli? Björn Berg Gunnarsson skrifar 13. apríl 2017 08:00 Ein algengustu mistök fjárfesta eru að elta ávöxtunartölur. Benjamin Graham, lærifaðir Warrens Buffett, ræðir um þetta í bókinni The Intelligent Investor og kallar þann sem hagar sér með þessum hætti Hr. Markað. Sagan segir ekki endilega til um framhaldið Hr. Markaður er hrifinn af því sem hefur hækkað í verði en vill losa sig við eignir sem hafa lækkað. Fyrir þessum verðbreytingum geta verið góðar ástæður og sennilega hafa þær ekkert um framtíðina að segja en samt virðist honum líða betur þegar hann hegðar sér með þessum hætti. Þar sem hlutabréf sveiflast reglulega talsvert í verði er ekki óalgengt að Hr. Markaður kaupi eða selji nálægt þeim tímapunkti sem verðið breytir um stefnu. Raunar segist Buffett leitast eftir því að eiga viðskipti við Hr. Markað, sem vill alltaf kaupa bréfin af honum dýrt og selja ódýrt. Því miður ræðst hegðun fjárfesta oft af sögulegum gögnum fremur en væntingum um framtíðina. Í daglegu tali er jafnvel talað um að verðbólgan „sé 1,9%“, krónan „sé að styrkjast“ og hlutabréf jafnvel „í frjálsu falli“. Réttara væri að segja að verðbólgan hafi verið 1,9% síðustu 12 mánuði, krónan hafi styrkst og hlutabréf hafi lækkað í verði. Þetta villandi orðalag getur valdið því að fjárfestar gefa sér að hreyfingar síðustu daga eða vikna séu varanleg stefna og taki ákvarðanir út frá því.Frjálsa fallið búið þegar fréttin berst? Til gamans tók ég saman sjö síðustu fréttir íslenskra fjölmiðla um að hlutabréf fyrirtækja væru „í frjálsu falli“. Að meðaltali var mesta lækkun dagsins, frá lokagengi síðasta viðskiptadags, 19,3%, sem vissulega er umtalsverð lækkun. En var fallið frjálst? Þegar litið er á gengið viku eftir að fréttin var skrifuð höfðu hlutabréfin að meðaltali hækkað um 1,6% og um 5,5% sé miðað við 30 daga. Úrtakið er kannski full lítið til að kalla mætti fréttir sem þessar kauptækifæri en þar sem Hr. Markaður leynist víða væri ekki úr vegi að endurskoða orðalagið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björn Berg Gunnarsson Mest lesið Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir Skoðun Fræðsluskylda í stað skólaskyldu Eldur Smári Kristinsson Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal Skoðun Skoðun Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Skoðun Atvinna handa öllum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Sjá meira
Ein algengustu mistök fjárfesta eru að elta ávöxtunartölur. Benjamin Graham, lærifaðir Warrens Buffett, ræðir um þetta í bókinni The Intelligent Investor og kallar þann sem hagar sér með þessum hætti Hr. Markað. Sagan segir ekki endilega til um framhaldið Hr. Markaður er hrifinn af því sem hefur hækkað í verði en vill losa sig við eignir sem hafa lækkað. Fyrir þessum verðbreytingum geta verið góðar ástæður og sennilega hafa þær ekkert um framtíðina að segja en samt virðist honum líða betur þegar hann hegðar sér með þessum hætti. Þar sem hlutabréf sveiflast reglulega talsvert í verði er ekki óalgengt að Hr. Markaður kaupi eða selji nálægt þeim tímapunkti sem verðið breytir um stefnu. Raunar segist Buffett leitast eftir því að eiga viðskipti við Hr. Markað, sem vill alltaf kaupa bréfin af honum dýrt og selja ódýrt. Því miður ræðst hegðun fjárfesta oft af sögulegum gögnum fremur en væntingum um framtíðina. Í daglegu tali er jafnvel talað um að verðbólgan „sé 1,9%“, krónan „sé að styrkjast“ og hlutabréf jafnvel „í frjálsu falli“. Réttara væri að segja að verðbólgan hafi verið 1,9% síðustu 12 mánuði, krónan hafi styrkst og hlutabréf hafi lækkað í verði. Þetta villandi orðalag getur valdið því að fjárfestar gefa sér að hreyfingar síðustu daga eða vikna séu varanleg stefna og taki ákvarðanir út frá því.Frjálsa fallið búið þegar fréttin berst? Til gamans tók ég saman sjö síðustu fréttir íslenskra fjölmiðla um að hlutabréf fyrirtækja væru „í frjálsu falli“. Að meðaltali var mesta lækkun dagsins, frá lokagengi síðasta viðskiptadags, 19,3%, sem vissulega er umtalsverð lækkun. En var fallið frjálst? Þegar litið er á gengið viku eftir að fréttin var skrifuð höfðu hlutabréfin að meðaltali hækkað um 1,6% og um 5,5% sé miðað við 30 daga. Úrtakið er kannski full lítið til að kalla mætti fréttir sem þessar kauptækifæri en þar sem Hr. Markaður leynist víða væri ekki úr vegi að endurskoða orðalagið.
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar