Í frjálsu falli? Björn Berg Gunnarsson skrifar 13. apríl 2017 08:00 Ein algengustu mistök fjárfesta eru að elta ávöxtunartölur. Benjamin Graham, lærifaðir Warrens Buffett, ræðir um þetta í bókinni The Intelligent Investor og kallar þann sem hagar sér með þessum hætti Hr. Markað. Sagan segir ekki endilega til um framhaldið Hr. Markaður er hrifinn af því sem hefur hækkað í verði en vill losa sig við eignir sem hafa lækkað. Fyrir þessum verðbreytingum geta verið góðar ástæður og sennilega hafa þær ekkert um framtíðina að segja en samt virðist honum líða betur þegar hann hegðar sér með þessum hætti. Þar sem hlutabréf sveiflast reglulega talsvert í verði er ekki óalgengt að Hr. Markaður kaupi eða selji nálægt þeim tímapunkti sem verðið breytir um stefnu. Raunar segist Buffett leitast eftir því að eiga viðskipti við Hr. Markað, sem vill alltaf kaupa bréfin af honum dýrt og selja ódýrt. Því miður ræðst hegðun fjárfesta oft af sögulegum gögnum fremur en væntingum um framtíðina. Í daglegu tali er jafnvel talað um að verðbólgan „sé 1,9%“, krónan „sé að styrkjast“ og hlutabréf jafnvel „í frjálsu falli“. Réttara væri að segja að verðbólgan hafi verið 1,9% síðustu 12 mánuði, krónan hafi styrkst og hlutabréf hafi lækkað í verði. Þetta villandi orðalag getur valdið því að fjárfestar gefa sér að hreyfingar síðustu daga eða vikna séu varanleg stefna og taki ákvarðanir út frá því.Frjálsa fallið búið þegar fréttin berst? Til gamans tók ég saman sjö síðustu fréttir íslenskra fjölmiðla um að hlutabréf fyrirtækja væru „í frjálsu falli“. Að meðaltali var mesta lækkun dagsins, frá lokagengi síðasta viðskiptadags, 19,3%, sem vissulega er umtalsverð lækkun. En var fallið frjálst? Þegar litið er á gengið viku eftir að fréttin var skrifuð höfðu hlutabréfin að meðaltali hækkað um 1,6% og um 5,5% sé miðað við 30 daga. Úrtakið er kannski full lítið til að kalla mætti fréttir sem þessar kauptækifæri en þar sem Hr. Markaður leynist víða væri ekki úr vegi að endurskoða orðalagið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björn Berg Gunnarsson Mest lesið Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Sameining vinstrisins Hlynur Már V. skrifar Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Almenningur og breiðu bök ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Sjá meira
Ein algengustu mistök fjárfesta eru að elta ávöxtunartölur. Benjamin Graham, lærifaðir Warrens Buffett, ræðir um þetta í bókinni The Intelligent Investor og kallar þann sem hagar sér með þessum hætti Hr. Markað. Sagan segir ekki endilega til um framhaldið Hr. Markaður er hrifinn af því sem hefur hækkað í verði en vill losa sig við eignir sem hafa lækkað. Fyrir þessum verðbreytingum geta verið góðar ástæður og sennilega hafa þær ekkert um framtíðina að segja en samt virðist honum líða betur þegar hann hegðar sér með þessum hætti. Þar sem hlutabréf sveiflast reglulega talsvert í verði er ekki óalgengt að Hr. Markaður kaupi eða selji nálægt þeim tímapunkti sem verðið breytir um stefnu. Raunar segist Buffett leitast eftir því að eiga viðskipti við Hr. Markað, sem vill alltaf kaupa bréfin af honum dýrt og selja ódýrt. Því miður ræðst hegðun fjárfesta oft af sögulegum gögnum fremur en væntingum um framtíðina. Í daglegu tali er jafnvel talað um að verðbólgan „sé 1,9%“, krónan „sé að styrkjast“ og hlutabréf jafnvel „í frjálsu falli“. Réttara væri að segja að verðbólgan hafi verið 1,9% síðustu 12 mánuði, krónan hafi styrkst og hlutabréf hafi lækkað í verði. Þetta villandi orðalag getur valdið því að fjárfestar gefa sér að hreyfingar síðustu daga eða vikna séu varanleg stefna og taki ákvarðanir út frá því.Frjálsa fallið búið þegar fréttin berst? Til gamans tók ég saman sjö síðustu fréttir íslenskra fjölmiðla um að hlutabréf fyrirtækja væru „í frjálsu falli“. Að meðaltali var mesta lækkun dagsins, frá lokagengi síðasta viðskiptadags, 19,3%, sem vissulega er umtalsverð lækkun. En var fallið frjálst? Þegar litið er á gengið viku eftir að fréttin var skrifuð höfðu hlutabréfin að meðaltali hækkað um 1,6% og um 5,5% sé miðað við 30 daga. Úrtakið er kannski full lítið til að kalla mætti fréttir sem þessar kauptækifæri en þar sem Hr. Markaður leynist víða væri ekki úr vegi að endurskoða orðalagið.
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun