Einkavæðing að næturþeli Steingrímur J. Sigfússon skrifar 9. maí 2017 07:00 Íhaldið er samt við sig. Einkavæðingunni skal nuddað áfram þrátt fyrir almenna andstöðu við slíkt brölt í ljósi biturrar reynslu Íslendinga. Einkavæðing er í senn trúarbrögð, lím og tilgangur hægri manna í pólitík. Brautin er gjarnan rudd með því að tala af vægast sagt takmarkaðri virðingu um það sem er leyst og rekið á félagslegum forsendum. Án þess að þurfa að færa fyrir því nokkur rök er talað eins og allt hjá hinu opinbera sé óhagkvæmara, verr rekið og meiru sóað þar en í starfsemi einkaaðila. Næsta verkefni þeirra sem ganga erinda einkagróðans í stjórnmálum er að þrengja að opinberum rekstri. Rekstrarerfiðleikar eru búnir til, til dæmis í heilbrigðisstofnunum og skólum og þegar þessar stofnanir lenda langsveltar í erfiðleikum með að veita þá þjónustu sem þeim ber er stungið upp á einkavæðingu. Þá losnar um kranana. Þá er ekkert vandamál þótt stóraukið almannafé renni um pípurnar út í einkaframkvæmd, einkarekstur og hreina einkavæðingu. Dæmin um þetta eru ótalmörg og einkenna pólitíska vegferð Sjálfstæðisflokksins síðustu áratugi, frá því að nýfrjálshyggjan náði þar völdum og rændi flesta forustumenn flokksins síðustu leifunum af almennri skynsemi.Gegn um smurðar íhaldspípur Tökum dæmi; Háskólinn á Akureyri og stofnanir sem hann var í samstarfi við höfðu lengi sótt á um að byggt yrði yfir margþætta opinbera starfsemi á vegum háskólans og aðila sem voru í samstarfi og hagkvæmu nábýli við hann. Hvorki gekk né rak. Engir peningar voru í boði. En, þegar hugmyndir um einkaframkvæmd komu upp á borðið opnuðust kranarnir. Þá var ekkert vandamál að fallast á byggingu Borga, enda myndu menn greiða einkaaðilunum leigu sem tryggðu þeim ríkulega ávöxtun sinna fjármuna. Hitt var aukaatriði þó himinhá leiga myndi íþyngja rekstri viðkomandi um ókomin ár, sem hún hefur svo sannarlega gert. Það er í lagi að fleyta skatttekjum ríkisins, almannafé, gegn um smurðar íhaldspípurnar ef það endar í höndum réttra aðila að þeirra mati. Þannig eru landamærin smátt og smátt færð innar, nær kjarna velferðarkerfisins, sem byggt var upp á Norðurlöndunum á síðustu öld á félagslegum grunni. Fjármagnið brýtur undir sig fleiri og fleiri geira í þjóðfélaginu og vill nú um stundir helst af öllu komast á beit þar sem hið opinbera er skuldbundið, lagalega og siðferðilega, til að borga reikninginn. Og, pilsfaldakapítalisminn er ær og kýr hins hugmyndasnauða, íslenska íhalds. Hvergi er notalegra að vinna að trúboðinu um hinn vonda ríkisrekstur, yfirburði einkaframtaksins og kosti einkavæðingar, eins stórkostlega og sumt af því hefur nú reynst okkur Íslendingum – eða hitt þó heldur – en í öruggu skjóli sem opinber starfsmaður, t.d. inntroðsluprófessor í Háskóla Íslands eða kjörinn fulltrúi í meintri almannaþjónustu. Það er aðeins eitt smávægilegt vandamál sem þvælist fyrir fótgönguliðum einkagróðasjónarmiðanna á Íslandi um þessar mundir. Þjóðin er búin að fá sig fullsadda af hátterni þeirra, hefur lært af reynslunni og sér ekkert grand í áframhaldandi einkavæðingu. En, þá eru samt til ráð. Bara að þegja algerlega um slíkt fyrir kosningar, jafnvel tala fjálglega um nauðsyn þess að fjárfesta í innviðum samfélagsins og aukinni velferð fyrir kosningar, en sæta svo lagi í skjóli valdanna eftir kosningar. Jafnvel þó taka verði ákvarðanirnar að næturlagi og bak luktum dyrum, er alltaf hægt að vera í útlöndum þegar þar um fréttist. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Steingrímur J. Sigfússon Mest lesið Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson Skoðun Skoðun Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Sjá meira
Íhaldið er samt við sig. Einkavæðingunni skal nuddað áfram þrátt fyrir almenna andstöðu við slíkt brölt í ljósi biturrar reynslu Íslendinga. Einkavæðing er í senn trúarbrögð, lím og tilgangur hægri manna í pólitík. Brautin er gjarnan rudd með því að tala af vægast sagt takmarkaðri virðingu um það sem er leyst og rekið á félagslegum forsendum. Án þess að þurfa að færa fyrir því nokkur rök er talað eins og allt hjá hinu opinbera sé óhagkvæmara, verr rekið og meiru sóað þar en í starfsemi einkaaðila. Næsta verkefni þeirra sem ganga erinda einkagróðans í stjórnmálum er að þrengja að opinberum rekstri. Rekstrarerfiðleikar eru búnir til, til dæmis í heilbrigðisstofnunum og skólum og þegar þessar stofnanir lenda langsveltar í erfiðleikum með að veita þá þjónustu sem þeim ber er stungið upp á einkavæðingu. Þá losnar um kranana. Þá er ekkert vandamál þótt stóraukið almannafé renni um pípurnar út í einkaframkvæmd, einkarekstur og hreina einkavæðingu. Dæmin um þetta eru ótalmörg og einkenna pólitíska vegferð Sjálfstæðisflokksins síðustu áratugi, frá því að nýfrjálshyggjan náði þar völdum og rændi flesta forustumenn flokksins síðustu leifunum af almennri skynsemi.Gegn um smurðar íhaldspípur Tökum dæmi; Háskólinn á Akureyri og stofnanir sem hann var í samstarfi við höfðu lengi sótt á um að byggt yrði yfir margþætta opinbera starfsemi á vegum háskólans og aðila sem voru í samstarfi og hagkvæmu nábýli við hann. Hvorki gekk né rak. Engir peningar voru í boði. En, þegar hugmyndir um einkaframkvæmd komu upp á borðið opnuðust kranarnir. Þá var ekkert vandamál að fallast á byggingu Borga, enda myndu menn greiða einkaaðilunum leigu sem tryggðu þeim ríkulega ávöxtun sinna fjármuna. Hitt var aukaatriði þó himinhá leiga myndi íþyngja rekstri viðkomandi um ókomin ár, sem hún hefur svo sannarlega gert. Það er í lagi að fleyta skatttekjum ríkisins, almannafé, gegn um smurðar íhaldspípurnar ef það endar í höndum réttra aðila að þeirra mati. Þannig eru landamærin smátt og smátt færð innar, nær kjarna velferðarkerfisins, sem byggt var upp á Norðurlöndunum á síðustu öld á félagslegum grunni. Fjármagnið brýtur undir sig fleiri og fleiri geira í þjóðfélaginu og vill nú um stundir helst af öllu komast á beit þar sem hið opinbera er skuldbundið, lagalega og siðferðilega, til að borga reikninginn. Og, pilsfaldakapítalisminn er ær og kýr hins hugmyndasnauða, íslenska íhalds. Hvergi er notalegra að vinna að trúboðinu um hinn vonda ríkisrekstur, yfirburði einkaframtaksins og kosti einkavæðingar, eins stórkostlega og sumt af því hefur nú reynst okkur Íslendingum – eða hitt þó heldur – en í öruggu skjóli sem opinber starfsmaður, t.d. inntroðsluprófessor í Háskóla Íslands eða kjörinn fulltrúi í meintri almannaþjónustu. Það er aðeins eitt smávægilegt vandamál sem þvælist fyrir fótgönguliðum einkagróðasjónarmiðanna á Íslandi um þessar mundir. Þjóðin er búin að fá sig fullsadda af hátterni þeirra, hefur lært af reynslunni og sér ekkert grand í áframhaldandi einkavæðingu. En, þá eru samt til ráð. Bara að þegja algerlega um slíkt fyrir kosningar, jafnvel tala fjálglega um nauðsyn þess að fjárfesta í innviðum samfélagsins og aukinni velferð fyrir kosningar, en sæta svo lagi í skjóli valdanna eftir kosningar. Jafnvel þó taka verði ákvarðanirnar að næturlagi og bak luktum dyrum, er alltaf hægt að vera í útlöndum þegar þar um fréttist.
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun