Vonar að sala á kjöti til Kína hefjist í vetur Jón Hákon Halldórsson skrifar 3. ágúst 2017 06:00 Brátt brestur á með göngum og réttum og svo sláturtíð í framhaldinu. Ekki er búist við því að farga verði kindakjöti í stórum stíl. vísir/valli Vonast er til að hægt verði að hefja útflutning á lambakjöti til Kína í vetur, segir Svavar Halldórsson, framkvæmdastjóri Markaðsráðs kindakjöts.ta verðlækkun þar í krónum talið,“ segir hann. Svavar Halldórsson„Það er von á kínverskri sendinefnd í september sem kemur hingað og mun taka út öll sláturhúsin og fara yfir kerfið og svona. Hér hafa verið mikil samskipti í gangi í tvö eða þrjú ár. Vonandi verður það niðurstaðan að Kínamarkaður opnast einhvern tímann í vetur. Kínamarkaður er mjög flottur fyrir hliðarafurðir og einmitt þá bita sem við eigum nóg af núna,“ segir Svavar. Eins og fram kom í Fréttablaðinu á þriðjudaginn má búast við að kindakjötsbirgðir verði um sjö hundruð til eitt þúsund tonnum meiri við upphaf sláturtíðar í haust heldur en æskilegt væri. Ástæðan er sú að útflutningur hefur dregist saman tvö ár í röð. Svavar segir niðurstöðuna þó ekki verða þá að hér þurfi að farga kjöti í stórum stíl eins og tíðkaðist á árum áður heldur verði kjötið endanlega selt á mjög lágu verði. Það séu fyrst og fremst ódýrir bitar, sem ekki eru seldir sem íslenskir, sem gengur erfiðlega að selja. „Það er alveg hægt að selja þá en það fæst lægra verð af því að það er ekki hægt að selja þá sem íslenska afurð,“ segir Svavar. Þessir ódýru hlutar séu hins vegar bróðurparturinn af því sem flutt er út. Svavar segir að samdráttur í útflutningi síðustu árin skýrist af nokkrum ólíkum þáttum. Noregsmarkaður hafi dottið út og viðskiptabann á Rússland hafi líka orðið til þess að Rússlandsmarkaður datt út. Þegar viðskiptabannið var sett á hafi önnur Evrópuríki getað leitað til Kína, en það hafi Íslendingar ekki enn getað gert. Þá skipti miklu máli að breska pundið hafi fallið um leið og krónan hækkaði og það hafi spillt mörkuðum í Bretlandi. „Bretland er stærsti innflytjandi á lambakjöti í Evrópu. Pundið féll og krónan hækkaði þannig að við erum að tala um 40-50 prósenta verðlækkun þar í krónum talið,“ segir hann. Birtist í Fréttablaðinu Landbúnaður Tengdar fréttir Þúsundir tonna af kindakjöti safnast upp Kindakjötsbirgðir verða um sjö hundruð til eitt þúsund tonnum meiri í haust heldur en æskilegt væri að mati framkvæmdastjóra Markaðsráðs kindakjöts. Birgðirnar voru 2.600 tonn um mitt árið. Útflutningurinn hefur gengið illa. 1. ágúst 2017 06:00 Segir offramleiðslu á kindakjöti rót vandans Prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands vill stöðva gegndarlausa offramleiðslu á kindakjöti. Hann segir bændur verða að laga framleiðslu sína að markaðsaðstæðum. 2. ágúst 2017 06:00 Mest lesið „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Neytendur Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf Fleiri fréttir Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Sjá meira
Vonast er til að hægt verði að hefja útflutning á lambakjöti til Kína í vetur, segir Svavar Halldórsson, framkvæmdastjóri Markaðsráðs kindakjöts.ta verðlækkun þar í krónum talið,“ segir hann. Svavar Halldórsson„Það er von á kínverskri sendinefnd í september sem kemur hingað og mun taka út öll sláturhúsin og fara yfir kerfið og svona. Hér hafa verið mikil samskipti í gangi í tvö eða þrjú ár. Vonandi verður það niðurstaðan að Kínamarkaður opnast einhvern tímann í vetur. Kínamarkaður er mjög flottur fyrir hliðarafurðir og einmitt þá bita sem við eigum nóg af núna,“ segir Svavar. Eins og fram kom í Fréttablaðinu á þriðjudaginn má búast við að kindakjötsbirgðir verði um sjö hundruð til eitt þúsund tonnum meiri við upphaf sláturtíðar í haust heldur en æskilegt væri. Ástæðan er sú að útflutningur hefur dregist saman tvö ár í röð. Svavar segir niðurstöðuna þó ekki verða þá að hér þurfi að farga kjöti í stórum stíl eins og tíðkaðist á árum áður heldur verði kjötið endanlega selt á mjög lágu verði. Það séu fyrst og fremst ódýrir bitar, sem ekki eru seldir sem íslenskir, sem gengur erfiðlega að selja. „Það er alveg hægt að selja þá en það fæst lægra verð af því að það er ekki hægt að selja þá sem íslenska afurð,“ segir Svavar. Þessir ódýru hlutar séu hins vegar bróðurparturinn af því sem flutt er út. Svavar segir að samdráttur í útflutningi síðustu árin skýrist af nokkrum ólíkum þáttum. Noregsmarkaður hafi dottið út og viðskiptabann á Rússland hafi líka orðið til þess að Rússlandsmarkaður datt út. Þegar viðskiptabannið var sett á hafi önnur Evrópuríki getað leitað til Kína, en það hafi Íslendingar ekki enn getað gert. Þá skipti miklu máli að breska pundið hafi fallið um leið og krónan hækkaði og það hafi spillt mörkuðum í Bretlandi. „Bretland er stærsti innflytjandi á lambakjöti í Evrópu. Pundið féll og krónan hækkaði þannig að við erum að tala um 40-50 prósenta verðlækkun þar í krónum talið,“ segir hann.
Birtist í Fréttablaðinu Landbúnaður Tengdar fréttir Þúsundir tonna af kindakjöti safnast upp Kindakjötsbirgðir verða um sjö hundruð til eitt þúsund tonnum meiri í haust heldur en æskilegt væri að mati framkvæmdastjóra Markaðsráðs kindakjöts. Birgðirnar voru 2.600 tonn um mitt árið. Útflutningurinn hefur gengið illa. 1. ágúst 2017 06:00 Segir offramleiðslu á kindakjöti rót vandans Prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands vill stöðva gegndarlausa offramleiðslu á kindakjöti. Hann segir bændur verða að laga framleiðslu sína að markaðsaðstæðum. 2. ágúst 2017 06:00 Mest lesið „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Neytendur Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf Fleiri fréttir Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Sjá meira
Þúsundir tonna af kindakjöti safnast upp Kindakjötsbirgðir verða um sjö hundruð til eitt þúsund tonnum meiri í haust heldur en æskilegt væri að mati framkvæmdastjóra Markaðsráðs kindakjöts. Birgðirnar voru 2.600 tonn um mitt árið. Útflutningurinn hefur gengið illa. 1. ágúst 2017 06:00
Segir offramleiðslu á kindakjöti rót vandans Prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands vill stöðva gegndarlausa offramleiðslu á kindakjöti. Hann segir bændur verða að laga framleiðslu sína að markaðsaðstæðum. 2. ágúst 2017 06:00