Námsmenn erlendis og niðurskurðarhnífurinn Hjördís Jónsdóttir skrifar 14. október 2017 09:00 Í þeim kosningum sem nú eru að ganga í garð er mikilvægt að setja menntun á dagskrá sem eitt af stóru kosningamálunum. Þótt tíminn sé naumur þangað til að gengið er að kjörkössunum er nauðsynlegt að vita hvaða sýn íslenskir stjórnmálamenn hafa varðandi Lánasjóð íslenskra námsmanna (LÍN) og námsmenn erlendis. Þannig skortir stefnu um framtíð íslenskra námsmanna erlendis. Við biðjum því frambjóðendur um skýr svör um hvað stendur til að gera í þessum málum eftir kosningar, komist þeirra flokkar til valda. Samband íslenskra námsmanna erlendis (SÍNE) er eitt af stofnfélögum Landssamtaka íslenskra háskólanema (LÍS) og tökum við nú þátt í átakinu #kjóstumenntun sem varpar ljósi á þá ólíku og fjölbreytilegu háskóla sem íslenskir háskólanemar stunda nám sitt við. Margir hverjir vilja væntanlega eiga kost á að sækja nám sitt erlendis í framtíðinni. Sú spurning sem einhverjir gætu spurt sig er, af hverju á nám erlendis að vera í boði? Rökin eru í raun margvísleg. Í fyrsta stað mætti nefna að ekki er í boði allt það nám sem við sem þjóðfélag þurfum á að halda til að reka nútíma samfélag hér landi. Í annan stað verður að hafa í huga að það er bæði dýrt og óhagkvæmt að bjóða upp á allt nám hér á landi og er því í mörgum tilvikum ódýrara fyrir íslenska ríkið að styrkja einstaklinga til náms erlendis. Því er mikilvægt að það verði áfram í boði að sækja um lán til að geta stundað nám erlendis. Staðan er sú að í dag er mikill fjöldi íslenskra námsmanna að þiggja styrki á Norðurlöndunum, t.d. SU í Danmörku og CSN í Svíþjóð. Það er ekki ólíklegt að á einhverjum tímapunkti verði það ekki í lengur í boði að íslenskir námsmenn geti fengið þessa námsstyrki, sumir stjórnmálaflokkar í viðkomandi löndum hafa einmitt talað fyrir því. Það er því mikilvægt að LÍN starfi áfram sem félagslegur jöfnunarsjóður og sé góður valkostur fyrir okkar námsmenn hvort sem þeir kjósa að stunda nám sitt á Íslandi eða erlendis. Þvert á flokkspólitík tel ég að við getum öll verið sammála um að það hafi verið mikil gæfa fyrir íslenskt þjóðfélag hversu margir námsmenn í gegnum tíðina hafi tekið þá stóru ákvörðun að sækja nám sitt erlendis. Þeir hafa komið til baka til landsins með góða menntun, þekkingu, víðsýni, tengslanet og auðgað samfélagið okkar allra á svo margan hátt. Þá er það öllum hollt að prófa annað umhverfi, kynnast nýrri menningu og læra tungumál. Íslenskir námsmenn erlendis hafa þurft að þola mikinn niðurskurð undanfarin ár á framfærslulán sín hjá LÍN og fáum við á skrifstofu SÍNE reglulega fyrirspurnir um hvernig standi á þessari lágu framfærslu sem er í boði. Hún dugi einfaldlega ekki. Reikningsdæmið gengur ekki upp. Það er okkar tilfinning og mat að allt of langt hafi verið gengið í niðurskurði á námsmenn erlendis. Við sjáum afleiðingar þess nú þegar en æ færri námsmenn sækja um námslán hjá LÍN til að stunda nám erlendis. Niðurskurðinum hefur verið mótmælt af stjórn SÍNE og námsmönnum sjálfum ítrekað. Þessi niðurskurður mun einungis leiða til þess að nám erlendis verði einungis í boði í framtíðinni fyrir þá eiga bakland sem geta stutt þá fjárhagslega. Er það sú framtíð sem við viljum? Er það í samræmi við ímynd okkar sem norrænt velferðarsamfélag? Hinn valkosturinn er að snúa þessari óheillaþróun við, og bjóða hæfileikaríkum námsmönnum þann valkost að geta fengið fullnægjandi námslán til náms erlendis, án tillits til efnahags. Kæri kjósandi þitt er valið, kjósum þá sem standa vilja við bakið á námsmönnum, hér heima og ekki síður erlendis #kjóstumenntunGreinin er hluti af átaki Sambands íslenskra námsmanna erlendis í samstarfi við LÍS - Landssamtök íslenskra stúdenta vegna fjármögnunar háskólastigsins í aðdraganda Alþingiskosninga 2017. Kassamerki átaksins er #kjóstumenntun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Tengdar fréttir Kjóstu menntun 28. október Nú liggur fyrir að kosið verður á ný til Alþingis, 364 dögum eftir síðustu kosningar. Hagsmunahreyfingar stúdenta telja nauðsynlegt að hafa málefni eins og fjármögnun háskólastigsins í forgrunni þegar kemur að vali á fulltrúum á þingi og umræðum um nýja ríkisstjórn. 2. október 2017 09:00 Mennt er máttur Menntun eykur þróun og nýsköpun og býr þannig til fleiri tækifæri og starfsmöguleika. Menntun eykur gagnrýna hugsun og hjálpar einstaklingum að finna hvar áhugasvið þeirra liggur. 12. október 2017 09:42 Mannauður er undirstaða heilbrigðisþjónustu Undanfarin tvö ár hef ég setið í Stúdentaráði og þar fengið að kynnast mikilvægi hagsmunabaráttu og þess að nemendur hafi rödd. Það hefur verið magnað að fylgjast með hverju er hægt að hrinda í framkvæmd og hvað er hægt að hafa mikil áhrif. 4. október 2017 09:00 Sagan um Sigga Það var mánudagsmorgun þegar söguhetjan okkar, Siggi, gekk um háskólasvæðið á leið í sinn fyrsta tíma sem háskólanemi. 7. október 2017 09:00 Þú færð helmingi minna en á Norðurlöndunum Ávinningur háskólanáms er mikill fyrir einstaklinga og samfélagið í heild. Hann hefur bein áhrif á efnahag, gildi, þekkingu og viðhorf einstaklinga, samfélaginu til bóta. 10. október 2017 09:00 Undirfjármögnun kemur í veg fyrir sérhæfingu nemenda Mikilvægt er að nemendur fái tækifæri til þess að sérhæfa sig á hinum ýmsu námsleiðum en ekki aðeins brot af því sem þeim þeir hafa hug á að sérhæfa sig í. 6. október 2017 09:00 Landsbyggðin án háskóla? Í síðasta mánuði og í raun allt síðasta árið hefur skólinn minn verið að halda upp á þrjátíu ára afmælið sitt. Á tímamótum sem þessum er algengt að fara í sjálfsskoðun, við þekkjum þetta öll þegar við höfum náð ákveðnum áföngum í lífi okkar, aldur, atburður, útskrift eða ákveðin upplifun. 9. október 2017 09:49 Aftur til fortíðar - undirfjármögnun hægir á framförum Ætli hinn almenni borgari átti sig á mikilvægi málefnisins? Það er undir okkur öllum komið að berjast fyrir réttindum sem eru jafnvel talin sjálfsögð, en eru það ekki. 11. október 2017 12:15 Skiptir þessi háskóli máli? Nú rúmum 100 árum eftir stofnun hefur starfsemi Háskóla Íslands vaxið og dafnað eins og sjá má á auknum nemendafjölda. 3. október 2017 09:00 Hugvísindi í hættu Háskóli Íslands er í fyrsta skipti í hópi 250 bestu háskóla heims á sviði hugvísinda samkvæmt nýjum lista Times Higher Education University Rankings 5. október 2017 09:39 Eru verðmætin fólgin í náttúrunni? Á næstum árum og áratugum munu eiga sér stað miklar breytingar á náttúrunni vegna hlýnunar loftslags sem gerist nú á fordæmalausum hraða. 8. október 2017 09:00 Hvar viljum við standa í fjórðu iðnbyltingunni? Háskólar á Íslandi hafa verið undirfjármagnaðir í alltof langan tíma. Hagsmunasamtök og rektorar háskólanna hafa reynt að skapa umræðu um vandamálið undir myllumerkinu #HáskólaríHættu og nú #KjóstuMenntun. 13. október 2017 09:00 Mest lesið Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Ehf-gatið og leiðir til að loka því Matthias Harksen skrifar Skoðun Heilbrigðisvandamál heilbrigðiskerfisins Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Heimilislæknir ----- þverfaglegt heilsugæsluteymi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Til friðarsinna á Íslandi Saga Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun Að segja satt skiptir máli Þórunn Sveinbjörnsdóttir skrifar Skoðun Jöfnuður í heilbrigðisþjónustu fyrir öll börn – óháð búsetu Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Að drepa eða drepast!? og þar fór það Bakir Anwar Nassar skrifar Skoðun Jane Goodall hvetur íslensk stjórnvöld til að hætta hvalveiðum Jane Goodall skrifar Skoðun Endurnýjun stjórnmálanna Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar Skoðun Hvar enda skattahækkanir? Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Svört orka tekur 2 ár en græn 32 ár Magnús Jóhannesson skrifar Skoðun Ákall um aðgerðir gegn þjóðarmorði í Gaza Eva Dögg Davíðsdóttir skrifar Skoðun Það þarf samfélag til að ala upp barn Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar Skoðun Á ég að slökkva með fjarstýringunni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim skrifar Skoðun Burt með biðlista barna…nema þau búi í Reykjavík! Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það byrjaði sem gola en brátt var komið rok Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir skrifar Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Framsókn í forystu fyrir meira og hagkvæmara húsnæði Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Raforka til garðyrkjubænda hækkar um 25%. Verða heimilin næst? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Á tíundu hverri mínútu er kona myrt af einhverjum sem hún þekkir Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Kerfisbreytingar á Réttindagæslu fatlaðra – óvissa og áhyggjur Aileen Soffia Svensdóttir skrifar Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Betra veður fyrir íþróttakrakkana okkar! Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Grjótið í eggjakörfunni Gunnsteinn R. Ómarsson skrifar Sjá meira
Í þeim kosningum sem nú eru að ganga í garð er mikilvægt að setja menntun á dagskrá sem eitt af stóru kosningamálunum. Þótt tíminn sé naumur þangað til að gengið er að kjörkössunum er nauðsynlegt að vita hvaða sýn íslenskir stjórnmálamenn hafa varðandi Lánasjóð íslenskra námsmanna (LÍN) og námsmenn erlendis. Þannig skortir stefnu um framtíð íslenskra námsmanna erlendis. Við biðjum því frambjóðendur um skýr svör um hvað stendur til að gera í þessum málum eftir kosningar, komist þeirra flokkar til valda. Samband íslenskra námsmanna erlendis (SÍNE) er eitt af stofnfélögum Landssamtaka íslenskra háskólanema (LÍS) og tökum við nú þátt í átakinu #kjóstumenntun sem varpar ljósi á þá ólíku og fjölbreytilegu háskóla sem íslenskir háskólanemar stunda nám sitt við. Margir hverjir vilja væntanlega eiga kost á að sækja nám sitt erlendis í framtíðinni. Sú spurning sem einhverjir gætu spurt sig er, af hverju á nám erlendis að vera í boði? Rökin eru í raun margvísleg. Í fyrsta stað mætti nefna að ekki er í boði allt það nám sem við sem þjóðfélag þurfum á að halda til að reka nútíma samfélag hér landi. Í annan stað verður að hafa í huga að það er bæði dýrt og óhagkvæmt að bjóða upp á allt nám hér á landi og er því í mörgum tilvikum ódýrara fyrir íslenska ríkið að styrkja einstaklinga til náms erlendis. Því er mikilvægt að það verði áfram í boði að sækja um lán til að geta stundað nám erlendis. Staðan er sú að í dag er mikill fjöldi íslenskra námsmanna að þiggja styrki á Norðurlöndunum, t.d. SU í Danmörku og CSN í Svíþjóð. Það er ekki ólíklegt að á einhverjum tímapunkti verði það ekki í lengur í boði að íslenskir námsmenn geti fengið þessa námsstyrki, sumir stjórnmálaflokkar í viðkomandi löndum hafa einmitt talað fyrir því. Það er því mikilvægt að LÍN starfi áfram sem félagslegur jöfnunarsjóður og sé góður valkostur fyrir okkar námsmenn hvort sem þeir kjósa að stunda nám sitt á Íslandi eða erlendis. Þvert á flokkspólitík tel ég að við getum öll verið sammála um að það hafi verið mikil gæfa fyrir íslenskt þjóðfélag hversu margir námsmenn í gegnum tíðina hafi tekið þá stóru ákvörðun að sækja nám sitt erlendis. Þeir hafa komið til baka til landsins með góða menntun, þekkingu, víðsýni, tengslanet og auðgað samfélagið okkar allra á svo margan hátt. Þá er það öllum hollt að prófa annað umhverfi, kynnast nýrri menningu og læra tungumál. Íslenskir námsmenn erlendis hafa þurft að þola mikinn niðurskurð undanfarin ár á framfærslulán sín hjá LÍN og fáum við á skrifstofu SÍNE reglulega fyrirspurnir um hvernig standi á þessari lágu framfærslu sem er í boði. Hún dugi einfaldlega ekki. Reikningsdæmið gengur ekki upp. Það er okkar tilfinning og mat að allt of langt hafi verið gengið í niðurskurði á námsmenn erlendis. Við sjáum afleiðingar þess nú þegar en æ færri námsmenn sækja um námslán hjá LÍN til að stunda nám erlendis. Niðurskurðinum hefur verið mótmælt af stjórn SÍNE og námsmönnum sjálfum ítrekað. Þessi niðurskurður mun einungis leiða til þess að nám erlendis verði einungis í boði í framtíðinni fyrir þá eiga bakland sem geta stutt þá fjárhagslega. Er það sú framtíð sem við viljum? Er það í samræmi við ímynd okkar sem norrænt velferðarsamfélag? Hinn valkosturinn er að snúa þessari óheillaþróun við, og bjóða hæfileikaríkum námsmönnum þann valkost að geta fengið fullnægjandi námslán til náms erlendis, án tillits til efnahags. Kæri kjósandi þitt er valið, kjósum þá sem standa vilja við bakið á námsmönnum, hér heima og ekki síður erlendis #kjóstumenntunGreinin er hluti af átaki Sambands íslenskra námsmanna erlendis í samstarfi við LÍS - Landssamtök íslenskra stúdenta vegna fjármögnunar háskólastigsins í aðdraganda Alþingiskosninga 2017. Kassamerki átaksins er #kjóstumenntun.
Kjóstu menntun 28. október Nú liggur fyrir að kosið verður á ný til Alþingis, 364 dögum eftir síðustu kosningar. Hagsmunahreyfingar stúdenta telja nauðsynlegt að hafa málefni eins og fjármögnun háskólastigsins í forgrunni þegar kemur að vali á fulltrúum á þingi og umræðum um nýja ríkisstjórn. 2. október 2017 09:00
Mennt er máttur Menntun eykur þróun og nýsköpun og býr þannig til fleiri tækifæri og starfsmöguleika. Menntun eykur gagnrýna hugsun og hjálpar einstaklingum að finna hvar áhugasvið þeirra liggur. 12. október 2017 09:42
Mannauður er undirstaða heilbrigðisþjónustu Undanfarin tvö ár hef ég setið í Stúdentaráði og þar fengið að kynnast mikilvægi hagsmunabaráttu og þess að nemendur hafi rödd. Það hefur verið magnað að fylgjast með hverju er hægt að hrinda í framkvæmd og hvað er hægt að hafa mikil áhrif. 4. október 2017 09:00
Sagan um Sigga Það var mánudagsmorgun þegar söguhetjan okkar, Siggi, gekk um háskólasvæðið á leið í sinn fyrsta tíma sem háskólanemi. 7. október 2017 09:00
Þú færð helmingi minna en á Norðurlöndunum Ávinningur háskólanáms er mikill fyrir einstaklinga og samfélagið í heild. Hann hefur bein áhrif á efnahag, gildi, þekkingu og viðhorf einstaklinga, samfélaginu til bóta. 10. október 2017 09:00
Undirfjármögnun kemur í veg fyrir sérhæfingu nemenda Mikilvægt er að nemendur fái tækifæri til þess að sérhæfa sig á hinum ýmsu námsleiðum en ekki aðeins brot af því sem þeim þeir hafa hug á að sérhæfa sig í. 6. október 2017 09:00
Landsbyggðin án háskóla? Í síðasta mánuði og í raun allt síðasta árið hefur skólinn minn verið að halda upp á þrjátíu ára afmælið sitt. Á tímamótum sem þessum er algengt að fara í sjálfsskoðun, við þekkjum þetta öll þegar við höfum náð ákveðnum áföngum í lífi okkar, aldur, atburður, útskrift eða ákveðin upplifun. 9. október 2017 09:49
Aftur til fortíðar - undirfjármögnun hægir á framförum Ætli hinn almenni borgari átti sig á mikilvægi málefnisins? Það er undir okkur öllum komið að berjast fyrir réttindum sem eru jafnvel talin sjálfsögð, en eru það ekki. 11. október 2017 12:15
Skiptir þessi háskóli máli? Nú rúmum 100 árum eftir stofnun hefur starfsemi Háskóla Íslands vaxið og dafnað eins og sjá má á auknum nemendafjölda. 3. október 2017 09:00
Hugvísindi í hættu Háskóli Íslands er í fyrsta skipti í hópi 250 bestu háskóla heims á sviði hugvísinda samkvæmt nýjum lista Times Higher Education University Rankings 5. október 2017 09:39
Eru verðmætin fólgin í náttúrunni? Á næstum árum og áratugum munu eiga sér stað miklar breytingar á náttúrunni vegna hlýnunar loftslags sem gerist nú á fordæmalausum hraða. 8. október 2017 09:00
Hvar viljum við standa í fjórðu iðnbyltingunni? Háskólar á Íslandi hafa verið undirfjármagnaðir í alltof langan tíma. Hagsmunasamtök og rektorar háskólanna hafa reynt að skapa umræðu um vandamálið undir myllumerkinu #HáskólaríHættu og nú #KjóstuMenntun. 13. október 2017 09:00
Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar
Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar
Skoðun Raforka til garðyrkjubænda hækkar um 25%. Verða heimilin næst? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Á tíundu hverri mínútu er kona myrt af einhverjum sem hún þekkir Stella Samúelsdóttir skrifar
Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson skrifar
Skoðun Kerfisbreytingar á Réttindagæslu fatlaðra – óvissa og áhyggjur Aileen Soffia Svensdóttir skrifar