Segir Evrópu þurfa á Tyrklandi að halda Jóhann Óli Eiðsson skrifar 24. október 2017 06:00 Orðsendingar hafa gengið á milli yfirvalda í Tyrklandi og ráðamanna ESB á síðustu mánuðum. vísir/afp Aðild Tyrklands að Evrópusambandinu (ESB) er lausn á öllum langvarandi vandamálum þess. Þetta segir Recep Tayyip Erdogan, forseti landsins. Tyrkland sótti um aðild að ESB árið 1987 og hóf samningaviðræður um inngöngu árið 2005. Þær hafa verið á ís um árabil. Nokkurrar andstöðu gætir í garð aðildar Tyrkja að sambandinu en í síðasta mánuði sagði Angela Merkel, kanslari Þýskalands, að rétt væri að Tyrkir væru áfram utan þess. „Evrópa án Tyrklands mun þurfa að kljást við einangrun, örvæntingu og missætti íbúa sambandsins. Það er ekki Tyrkland sem þarf Evrópu heldur Evrópa sem þarf Tyrkland,“ sagði Erdogan á fundi í Ankara, höfuðborg Tyrklands, í gær. „Í Evrópu er útlendingaandúð að vaxa ásmegin og nýnasistaflokkar svo sterkir að þeir eru þátttakendur í samsteypustjórnum. Sú Evrópa stefnir í átt að glötun,“ sagði Erdogan. „Evrópa sem myrðir grundvallargildi sín með sínum eigin höndum mun eiga svarta framtíð.“ Orðsendingar hafa gengið milli yfirvalda í Tyrklandi og ráðamanna ESB á síðustu mánuðum. Tyrkir hafa sakað ríki sambandsins um að styðja við hryðjuverkahópa en vísa þeir þar til minnihlutahóps Kúrda sem vilja koma á fót sjálfstæðu ríki. Evrópa hefur á móti sakað Tyrki um að traðka á mannréttindum íbúa landsins. Nægir í því samhengi að nefna handtökur í kjölfar valdaránstilraunar síðasta sumar og vilja tyrkneskra stjórnvalda til að innleiða dauðarefsingu á nýjan leik. Sem ríki í umsóknarferli nýtur Tyrkland ýmissa greiðslna frá sambandinu. Á fundi í Brussel í liðinni viku beindu leiðtogar þjóða sambandsins meðal annars þeirri fyrirspurn til framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins hvort rétt væri að loka á þær greiðslur, eða draga úr þeim að minnsta kosti, meðan ekkert miðar í viðræðunum. „Þó leiðtogar Evrópu vilji ekki sjá það þá er Tyrkland, og aðild þess að ESB, lausn á þeim langvarandi vandamálum sem við því blasa,“ sagði Erdogan. Hann mæltist til þess að sambandið hefði „heilbrigða skynsemi“ að leiðarljósi við næstu skref varðandi Tyrkland og samskipti við landið. Þrátt fyrir að andað hafi köldu á undanförnum mánuðum hafa Tyrkland og ESB unnið að sameiginlegu markmiði í málefnum Sýrlands og flóttamanna sem leita á náðir Evrópu. Eru margir afhuga því að útiloka Tyrkland þar sem þeir óttast að við það muni kastast enn frekar í kekki og samvinnan vera fyrir bí. Birtist í Fréttablaðinu Evrópusambandið Tyrkland Tengdar fréttir Tyrkir biðja Bandaríkin um að endurskoða ákvörðun um vegabréfsáritanir Tyrkir hafa handtekið einn starfsmann ræðismannaskrifstofu Bandaríkjanna í Tyrklandi og gefið út handtökuskipun gagnvart öðrum. 9. október 2017 15:29 Tyrkir hóta Kúrdum aðgerðum eftir kosningar um sjálfstæði Um 90 prósent íraskra Kúrda vilja sjálfstæði, samkvæmt niðurstöðum kosninga sem haldnar voru á mánudaginn. Forseti Tyrklands hótar að skera á olíuflutninga og svelta þjóðflokkinn. 27. september 2017 06:00 Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Rússar taldir hylja slóð flutningaskipa til að verja olíuhafnir sínar Búa sig undir meiri rigningu og fleiri flóð á Spáni Segir ummæli Trump um konur móðgun við alla Um átta þúsund norðurkóreskir hermenn á landamærunum Horfði á lík fljóta fram hjá Tala látinna á Spáni hækkar Sjá meira
Aðild Tyrklands að Evrópusambandinu (ESB) er lausn á öllum langvarandi vandamálum þess. Þetta segir Recep Tayyip Erdogan, forseti landsins. Tyrkland sótti um aðild að ESB árið 1987 og hóf samningaviðræður um inngöngu árið 2005. Þær hafa verið á ís um árabil. Nokkurrar andstöðu gætir í garð aðildar Tyrkja að sambandinu en í síðasta mánuði sagði Angela Merkel, kanslari Þýskalands, að rétt væri að Tyrkir væru áfram utan þess. „Evrópa án Tyrklands mun þurfa að kljást við einangrun, örvæntingu og missætti íbúa sambandsins. Það er ekki Tyrkland sem þarf Evrópu heldur Evrópa sem þarf Tyrkland,“ sagði Erdogan á fundi í Ankara, höfuðborg Tyrklands, í gær. „Í Evrópu er útlendingaandúð að vaxa ásmegin og nýnasistaflokkar svo sterkir að þeir eru þátttakendur í samsteypustjórnum. Sú Evrópa stefnir í átt að glötun,“ sagði Erdogan. „Evrópa sem myrðir grundvallargildi sín með sínum eigin höndum mun eiga svarta framtíð.“ Orðsendingar hafa gengið milli yfirvalda í Tyrklandi og ráðamanna ESB á síðustu mánuðum. Tyrkir hafa sakað ríki sambandsins um að styðja við hryðjuverkahópa en vísa þeir þar til minnihlutahóps Kúrda sem vilja koma á fót sjálfstæðu ríki. Evrópa hefur á móti sakað Tyrki um að traðka á mannréttindum íbúa landsins. Nægir í því samhengi að nefna handtökur í kjölfar valdaránstilraunar síðasta sumar og vilja tyrkneskra stjórnvalda til að innleiða dauðarefsingu á nýjan leik. Sem ríki í umsóknarferli nýtur Tyrkland ýmissa greiðslna frá sambandinu. Á fundi í Brussel í liðinni viku beindu leiðtogar þjóða sambandsins meðal annars þeirri fyrirspurn til framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins hvort rétt væri að loka á þær greiðslur, eða draga úr þeim að minnsta kosti, meðan ekkert miðar í viðræðunum. „Þó leiðtogar Evrópu vilji ekki sjá það þá er Tyrkland, og aðild þess að ESB, lausn á þeim langvarandi vandamálum sem við því blasa,“ sagði Erdogan. Hann mæltist til þess að sambandið hefði „heilbrigða skynsemi“ að leiðarljósi við næstu skref varðandi Tyrkland og samskipti við landið. Þrátt fyrir að andað hafi köldu á undanförnum mánuðum hafa Tyrkland og ESB unnið að sameiginlegu markmiði í málefnum Sýrlands og flóttamanna sem leita á náðir Evrópu. Eru margir afhuga því að útiloka Tyrkland þar sem þeir óttast að við það muni kastast enn frekar í kekki og samvinnan vera fyrir bí.
Birtist í Fréttablaðinu Evrópusambandið Tyrkland Tengdar fréttir Tyrkir biðja Bandaríkin um að endurskoða ákvörðun um vegabréfsáritanir Tyrkir hafa handtekið einn starfsmann ræðismannaskrifstofu Bandaríkjanna í Tyrklandi og gefið út handtökuskipun gagnvart öðrum. 9. október 2017 15:29 Tyrkir hóta Kúrdum aðgerðum eftir kosningar um sjálfstæði Um 90 prósent íraskra Kúrda vilja sjálfstæði, samkvæmt niðurstöðum kosninga sem haldnar voru á mánudaginn. Forseti Tyrklands hótar að skera á olíuflutninga og svelta þjóðflokkinn. 27. september 2017 06:00 Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Rússar taldir hylja slóð flutningaskipa til að verja olíuhafnir sínar Búa sig undir meiri rigningu og fleiri flóð á Spáni Segir ummæli Trump um konur móðgun við alla Um átta þúsund norðurkóreskir hermenn á landamærunum Horfði á lík fljóta fram hjá Tala látinna á Spáni hækkar Sjá meira
Tyrkir biðja Bandaríkin um að endurskoða ákvörðun um vegabréfsáritanir Tyrkir hafa handtekið einn starfsmann ræðismannaskrifstofu Bandaríkjanna í Tyrklandi og gefið út handtökuskipun gagnvart öðrum. 9. október 2017 15:29
Tyrkir hóta Kúrdum aðgerðum eftir kosningar um sjálfstæði Um 90 prósent íraskra Kúrda vilja sjálfstæði, samkvæmt niðurstöðum kosninga sem haldnar voru á mánudaginn. Forseti Tyrklands hótar að skera á olíuflutninga og svelta þjóðflokkinn. 27. september 2017 06:00