4,6 milljónir endurgreiddar vegna 47 þúsund kílómetra aksturs þingmanns Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 8. febrúar 2018 16:25 Endurgreiðslur vegna aksturskostnaðar þingmanna hafa farið lækkandi undanfarin ár. vísir/ERNIR Alþingi endurgreiddi þingmönnum tæpar 30 milljónir króna vegna aksturskostnaðar á síðasta ári. Sá þingmaður sem keyrði mest keyrði tæplega 48 þúsund kílómetra á síðasta ári og fékk hann 4,6 milljónir endurgreiddar. Þetta kemur fram í svari forseta Alþingis við fyrirspurn Björns Levís Gunnarssonar, þingmanns Pírata um aksturskostnað alþingismanna. Ekki fást upplýsingar um hvaða þingmenn aki mest en í svarinu segir að litið sé svo á að „aksturinn tengist starfi alþingismanna fyrir umbjóðendur, varði samband þeirra við kjósendur og sé því þeirra mál eins og ýmislegur annar kostnaður við starf þingmanna.“ Því verði upplýsingarnar ekki gerðar persónugreinanlegar. Þá segir einnig að aksturskostnaður sé mjög mismunandi eftir því í hvaða kjördæmi þeir séu kosnir. Þá sé hann einnig mjög mismunandi eftir því hvort þingmenn aki frá heimili sínu utan Reykjavíkur og nágrennis, svokallaðir „heimanakstursmenn“ sem aðeins fái hluta húsnæðiskostnaðar endurgreiddan. Í svarinu segir að ferðakostnaður þingmanna sé breytilegur eftir því hvort um akstur eigin bifreiða sé að ræða, akstur á bílaleigubílum eða hvort notast sé við flugferðir. Þá segir einnig að leitast hafi verið við að haga ferðakostnaði á sem hagkvæmastan hátt og þingmenn hvattir til að nota flugferðir og bílaleigubíla fremur en eigin bíla sé því komið við. Þetta hafi skilað sér í því að endurgreiðsla vegna aksturskostnaðar hafi lækkað á undanförnum árum en endurgreiðslur á árinu 2013 voru tæplega 60 milljónir. Sem fyrr segir ók sá alþingismaður sem ók mest alls 47.664 kílómetra á síðasta ári, eða um 130 kílómetra á dag að meðaltali. Fékk hann 4,6 milljónir endurgreiddar, eða um 335 þúsund krónur á mánuði að meðaltali. Sá sem næst kemur ók 35 þúsund kílómetra og fékk 3,4 milljónir endurgreiddarSvar við fyrirspurninni og sundurliðaða lista yfir endurgreiðslur má sjá hér. Aksturskostnaður þingmanna Alþingi Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Boða til upplýsingafundar um landamærin Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Innlent Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Erlent Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Erlent Fleiri fréttir Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Boða til upplýsingafundar um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Sjá meira
Alþingi endurgreiddi þingmönnum tæpar 30 milljónir króna vegna aksturskostnaðar á síðasta ári. Sá þingmaður sem keyrði mest keyrði tæplega 48 þúsund kílómetra á síðasta ári og fékk hann 4,6 milljónir endurgreiddar. Þetta kemur fram í svari forseta Alþingis við fyrirspurn Björns Levís Gunnarssonar, þingmanns Pírata um aksturskostnað alþingismanna. Ekki fást upplýsingar um hvaða þingmenn aki mest en í svarinu segir að litið sé svo á að „aksturinn tengist starfi alþingismanna fyrir umbjóðendur, varði samband þeirra við kjósendur og sé því þeirra mál eins og ýmislegur annar kostnaður við starf þingmanna.“ Því verði upplýsingarnar ekki gerðar persónugreinanlegar. Þá segir einnig að aksturskostnaður sé mjög mismunandi eftir því í hvaða kjördæmi þeir séu kosnir. Þá sé hann einnig mjög mismunandi eftir því hvort þingmenn aki frá heimili sínu utan Reykjavíkur og nágrennis, svokallaðir „heimanakstursmenn“ sem aðeins fái hluta húsnæðiskostnaðar endurgreiddan. Í svarinu segir að ferðakostnaður þingmanna sé breytilegur eftir því hvort um akstur eigin bifreiða sé að ræða, akstur á bílaleigubílum eða hvort notast sé við flugferðir. Þá segir einnig að leitast hafi verið við að haga ferðakostnaði á sem hagkvæmastan hátt og þingmenn hvattir til að nota flugferðir og bílaleigubíla fremur en eigin bíla sé því komið við. Þetta hafi skilað sér í því að endurgreiðsla vegna aksturskostnaðar hafi lækkað á undanförnum árum en endurgreiðslur á árinu 2013 voru tæplega 60 milljónir. Sem fyrr segir ók sá alþingismaður sem ók mest alls 47.664 kílómetra á síðasta ári, eða um 130 kílómetra á dag að meðaltali. Fékk hann 4,6 milljónir endurgreiddar, eða um 335 þúsund krónur á mánuði að meðaltali. Sá sem næst kemur ók 35 þúsund kílómetra og fékk 3,4 milljónir endurgreiddarSvar við fyrirspurninni og sundurliðaða lista yfir endurgreiðslur má sjá hér.
Aksturskostnaður þingmanna Alþingi Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Boða til upplýsingafundar um landamærin Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Innlent Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Erlent Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Erlent Fleiri fréttir Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Boða til upplýsingafundar um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Sjá meira