Sjálftaka þingmanna vegna endurgreiðslu á aksturskostnaði Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 18. febrúar 2018 13:39 Hanna Katrín segir að reglur um aksturskostnað séu ekki óskýrar. Vísir/Ernir Hanna Katrín Friðriksson þingflokksformaður Viðreisnar segir margt benda til þess að ákveðin sjálftaka sé í gangi þegar kemur að endurgreiðslu á aksturskostnaði þingmanna. Hún segir nauðsynlegt að auka gegnsæi þegar kemur að slíkum greiðslum. Hanna Katrín var gestur Kristjáns Kristjánssonar á Sprengisandi á Bylgjunni í morgun ásamt Eygló Harðardóttur, fyrrverandi félagsmálaráðherra. „Fyrir mér eru þessar reglur ekkert óskýrar og ef ég einhvers staðar lendi í vafa þá eru starfsmenn þingsins boðnir og búnir að útskýra þær fyrir mér. Við njótum þeirra forréttinda þingmenn að setja okkur þessar reglur sjálf. Það hefur komið í ljós að okkur er þá ekki almennilega treystandi til að fara eftir þeim eða breyta rétt þegar við erum í vafa,“ segir Hanna Katrín. „Það er einhver sjálftaka þarna í gangi virðist vera, samkvæmt þeim upplýsingum sem hafa komið fram. Það er bara gríðarlega alvarlegt mál og það er líka tómt mál að tala um að þá komi til einhvers eftirlits frá fjölmiðlum og almenningi ef þeir hafa ekki aðgengi að upplýsingunum.“Ábyrgð þingmanna gríðarlega mikil Hún segir að leikreglur verið að vera skýrar svo að fólk túlki ekki upplýsingar sem komi fram á mismunandi hátt. „En útgangspunkturinn má ekki týnast og ábyrgð okkar þingmanna er gríðarlega mikil, vegna þess að það væri skelfilegt ef afleiðingin af öllum þessu yrði sú að það yrði farið að herða reglur og herða aðgengi almennings að þingmönnunum sínum.“ Eygló segist ekki hafa saknað akstursins þegar hún flutti sig úr Suðurkjördæmi.Vísir/Eyþór Eygló tekur undir með Hönnu Katrínu um að fara þurfi yfir reglurnar. Eygló var í sinni tíð á Alþingi bæði fulltrúi Suðu- og Suðvesturkjördæmis. Hún flutti sig yfir í Suðvesturkjördæmi árið 2013. „Eitt afþví sem ég saknaði svo sannarlega ekki þegar ég flutti mig var að aka jafn mikið og maður þurfti. Það var líka eitt af því sem manni fannst svolítið skrítið þegar ég færði mig var að þegar maður var þingmaður Suðurkjördæmis þá var mjög mikil krafa á mann að láta sjá sig, að vera í kjördæminu og vera mjög vel inni í hverju einasta stað í kjördæminu. Þegar maður var kominn í Suðvesturkjördæmi var eins og það kom svolítið á fólk þegar ég talaði um að ég væri þingmaður Suðvesturkjördæmis, að ég væri að tala máli þeirra sem kusu mig, sem voru kjósendur í Suðvesturkjördæminu,“ segir Eygló. „Ég vona að það verði farið yfir þessar reglur. Að menn einfaldlega birti þetta.“Þetta snýst náttúrulega að einhverju leyti um dómgreind?„Þetta gerir það. Reglur loka aldrei alveg öllum slíkum dyrum. Okkur verður að vera treystandi og hafa gildismat sem segir okkur hvenær nóg er nóg,“ segir Hanna Katrín. „Mörkin á milli þingmennsku og annarra pólitískra starfa geta alveg verið óljós en ég tel að það þurfi að skerpa á þeim og við þurfum að koma okkur saman um slíkar reglur og ég held að það, ég trúi ekki öðru en að okkur takist það. Mörkin milli eigin ferða, eigin starfsemi og þingmennsku eru hins vegar bara ekkert óljós. Punktur.“ Aksturskostnaður þingmanna Alþingi Tengdar fréttir Akstursgreiðslur þingmanna: Þeir sem fengu hæstu greiðslurnar stíga ekki fram Vísir sendi fyrirspurn á alla þingmenn varðandi endurgreiðslur á aksturskostnaði. 16. febrúar 2018 13:00 Gagnsæi gæti dregið úr freistnivanda þingmanna Formaður Gagnsæis - Samtaka gegn spillingu fagnar því að forseti Alþingis vilja upplýsa um aukagreiðslur til þingmanna. 14. febrúar 2018 15:45 Leynd yfir akstursgreiðslum skapi óþarfa tortryggni Hafa þarf í huga að landsbyggðarþingmenn séu í allt annari stöðu en þingmenn höfuðborgarsvæðisins, að sögn Lilju Alfreðsdóttur og Oddnýjar G. Harðardóttur. 17. febrúar 2018 14:29 Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Fleiri fréttir Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Sjá meira
Hanna Katrín Friðriksson þingflokksformaður Viðreisnar segir margt benda til þess að ákveðin sjálftaka sé í gangi þegar kemur að endurgreiðslu á aksturskostnaði þingmanna. Hún segir nauðsynlegt að auka gegnsæi þegar kemur að slíkum greiðslum. Hanna Katrín var gestur Kristjáns Kristjánssonar á Sprengisandi á Bylgjunni í morgun ásamt Eygló Harðardóttur, fyrrverandi félagsmálaráðherra. „Fyrir mér eru þessar reglur ekkert óskýrar og ef ég einhvers staðar lendi í vafa þá eru starfsmenn þingsins boðnir og búnir að útskýra þær fyrir mér. Við njótum þeirra forréttinda þingmenn að setja okkur þessar reglur sjálf. Það hefur komið í ljós að okkur er þá ekki almennilega treystandi til að fara eftir þeim eða breyta rétt þegar við erum í vafa,“ segir Hanna Katrín. „Það er einhver sjálftaka þarna í gangi virðist vera, samkvæmt þeim upplýsingum sem hafa komið fram. Það er bara gríðarlega alvarlegt mál og það er líka tómt mál að tala um að þá komi til einhvers eftirlits frá fjölmiðlum og almenningi ef þeir hafa ekki aðgengi að upplýsingunum.“Ábyrgð þingmanna gríðarlega mikil Hún segir að leikreglur verið að vera skýrar svo að fólk túlki ekki upplýsingar sem komi fram á mismunandi hátt. „En útgangspunkturinn má ekki týnast og ábyrgð okkar þingmanna er gríðarlega mikil, vegna þess að það væri skelfilegt ef afleiðingin af öllum þessu yrði sú að það yrði farið að herða reglur og herða aðgengi almennings að þingmönnunum sínum.“ Eygló segist ekki hafa saknað akstursins þegar hún flutti sig úr Suðurkjördæmi.Vísir/Eyþór Eygló tekur undir með Hönnu Katrínu um að fara þurfi yfir reglurnar. Eygló var í sinni tíð á Alþingi bæði fulltrúi Suðu- og Suðvesturkjördæmis. Hún flutti sig yfir í Suðvesturkjördæmi árið 2013. „Eitt afþví sem ég saknaði svo sannarlega ekki þegar ég flutti mig var að aka jafn mikið og maður þurfti. Það var líka eitt af því sem manni fannst svolítið skrítið þegar ég færði mig var að þegar maður var þingmaður Suðurkjördæmis þá var mjög mikil krafa á mann að láta sjá sig, að vera í kjördæminu og vera mjög vel inni í hverju einasta stað í kjördæminu. Þegar maður var kominn í Suðvesturkjördæmi var eins og það kom svolítið á fólk þegar ég talaði um að ég væri þingmaður Suðvesturkjördæmis, að ég væri að tala máli þeirra sem kusu mig, sem voru kjósendur í Suðvesturkjördæminu,“ segir Eygló. „Ég vona að það verði farið yfir þessar reglur. Að menn einfaldlega birti þetta.“Þetta snýst náttúrulega að einhverju leyti um dómgreind?„Þetta gerir það. Reglur loka aldrei alveg öllum slíkum dyrum. Okkur verður að vera treystandi og hafa gildismat sem segir okkur hvenær nóg er nóg,“ segir Hanna Katrín. „Mörkin á milli þingmennsku og annarra pólitískra starfa geta alveg verið óljós en ég tel að það þurfi að skerpa á þeim og við þurfum að koma okkur saman um slíkar reglur og ég held að það, ég trúi ekki öðru en að okkur takist það. Mörkin milli eigin ferða, eigin starfsemi og þingmennsku eru hins vegar bara ekkert óljós. Punktur.“
Aksturskostnaður þingmanna Alþingi Tengdar fréttir Akstursgreiðslur þingmanna: Þeir sem fengu hæstu greiðslurnar stíga ekki fram Vísir sendi fyrirspurn á alla þingmenn varðandi endurgreiðslur á aksturskostnaði. 16. febrúar 2018 13:00 Gagnsæi gæti dregið úr freistnivanda þingmanna Formaður Gagnsæis - Samtaka gegn spillingu fagnar því að forseti Alþingis vilja upplýsa um aukagreiðslur til þingmanna. 14. febrúar 2018 15:45 Leynd yfir akstursgreiðslum skapi óþarfa tortryggni Hafa þarf í huga að landsbyggðarþingmenn séu í allt annari stöðu en þingmenn höfuðborgarsvæðisins, að sögn Lilju Alfreðsdóttur og Oddnýjar G. Harðardóttur. 17. febrúar 2018 14:29 Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Fleiri fréttir Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Sjá meira
Akstursgreiðslur þingmanna: Þeir sem fengu hæstu greiðslurnar stíga ekki fram Vísir sendi fyrirspurn á alla þingmenn varðandi endurgreiðslur á aksturskostnaði. 16. febrúar 2018 13:00
Gagnsæi gæti dregið úr freistnivanda þingmanna Formaður Gagnsæis - Samtaka gegn spillingu fagnar því að forseti Alþingis vilja upplýsa um aukagreiðslur til þingmanna. 14. febrúar 2018 15:45
Leynd yfir akstursgreiðslum skapi óþarfa tortryggni Hafa þarf í huga að landsbyggðarþingmenn séu í allt annari stöðu en þingmenn höfuðborgarsvæðisins, að sögn Lilju Alfreðsdóttur og Oddnýjar G. Harðardóttur. 17. febrúar 2018 14:29