Samningar Sjúkratrygginga hafa ekki tryggt markviss kaup ríkisins Birgir Olgeirsson skrifar 26. febrúar 2018 14:24 Ekki verður séð að samningar hafi almennt tryggt markviss kaup ríkisins á heilbrigðisþjónustu. Nordicphotos/Getty Gera þarf ráðstafanir til að bæta samninga Sjúkratrygginga Íslands um heilbrigðisþjónustu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Ríkisendurskoðun en þar segir að ekki verði séð að þessir samningar hafi almennt tryggt markviss kaup ríkisins á heilbrigðisþjónustu. Einnig megi efast um að samningarnir séu í öllum tilvikum hagkvæmir eða stuðli að aukinni skilvirkni heilbrigðiskerfisins í heild. Þetta kemur fram í nýrri stjórnsýsluúttekt Ríkisendurskoðunar, Sjúkratryggingar Íslands sem kaupandi heilbrigðisþjónustu. Í skýrslunni er því beint til velferðarráðuneytis að það marki stefnu um heilbrigðisþjónustu og sjái til þess að lykilstofnanir heilbrigðiskerfisins vinni á samhæfðan hátt að markmiðum hennar. Í slíkri stefnumörkun þarf að vera skýrt hvaða þjónustu heilbrigðisstofnanir eigi að veita og hvaða þjónustu eigi að kaupa af öðrum aðilum. Það stefnuleysi sem einkennir málaflokkinn hefur leitt til þess að áherslur fjárlaga hverju sinni, tímabundin átaksverkefni og úrlausn tilfallandi vandamála hafa mótað ákvarðanir um samninga um heilbrigðisþjónustu og þar með þróun heilbrigðiskerfisins. Einnig er því beint til ráðuneytisins að tryggja eðlilega verkaskiptingu við gerð samninga. Dæmi eru um að velferðarráðuneyti geri samninga án aðkomu Sjúkratrygginga eða ákveði einhliða forsendur þeirra. Að mati Ríkisendurskoðunar er þetta óeðlilegt. Um leið þarf að efla nauðsynlega fagþekkingu innan Sjúkratrygginga og getu þeirra til að annast greiningar, vinna að gerð samninga og hafa eftirlit með framkvæmd þeirra. Dæmi eru um að samningar Sjúkratrygginga hafi ekki stuðst við fullnægjandi greiningar á þörfum, kostnaði og ábata. Þá hafa verið gerðir samningar sem kveða ekki nægilega skýrt á um skilgreint magn, gæði eða jafnt aðgengi landsmanna. Að mati Ríkisendurskoðunar má draga í efa að víðtækir rammasamningar stuðli að markvissum og hagkvæmum kaupum á heilbrigðisþjónustu. Því er hvatt til að meta kosti þess að semja um þjónustu einstakra sérgreina. Þá telur Ríkisendurskoðun brýnt að nýr samningur Sjúkratrygginga Íslands við Landspítala um framleiðslutengda fjármögnun verði þróaður áfram í því skyni að hann verði nýttur til að hámarka skilvirkni og hagkvæmni spítalans. Heilbrigðismál Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Óbreytt staða í Karphúsinu Innlent Hættir sem formaður Siðmenntar Innlent Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Innlent Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Innlent Stórhríð og foktjón í vændum Veður Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Fleiri fréttir Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Sjá meira
Gera þarf ráðstafanir til að bæta samninga Sjúkratrygginga Íslands um heilbrigðisþjónustu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Ríkisendurskoðun en þar segir að ekki verði séð að þessir samningar hafi almennt tryggt markviss kaup ríkisins á heilbrigðisþjónustu. Einnig megi efast um að samningarnir séu í öllum tilvikum hagkvæmir eða stuðli að aukinni skilvirkni heilbrigðiskerfisins í heild. Þetta kemur fram í nýrri stjórnsýsluúttekt Ríkisendurskoðunar, Sjúkratryggingar Íslands sem kaupandi heilbrigðisþjónustu. Í skýrslunni er því beint til velferðarráðuneytis að það marki stefnu um heilbrigðisþjónustu og sjái til þess að lykilstofnanir heilbrigðiskerfisins vinni á samhæfðan hátt að markmiðum hennar. Í slíkri stefnumörkun þarf að vera skýrt hvaða þjónustu heilbrigðisstofnanir eigi að veita og hvaða þjónustu eigi að kaupa af öðrum aðilum. Það stefnuleysi sem einkennir málaflokkinn hefur leitt til þess að áherslur fjárlaga hverju sinni, tímabundin átaksverkefni og úrlausn tilfallandi vandamála hafa mótað ákvarðanir um samninga um heilbrigðisþjónustu og þar með þróun heilbrigðiskerfisins. Einnig er því beint til ráðuneytisins að tryggja eðlilega verkaskiptingu við gerð samninga. Dæmi eru um að velferðarráðuneyti geri samninga án aðkomu Sjúkratrygginga eða ákveði einhliða forsendur þeirra. Að mati Ríkisendurskoðunar er þetta óeðlilegt. Um leið þarf að efla nauðsynlega fagþekkingu innan Sjúkratrygginga og getu þeirra til að annast greiningar, vinna að gerð samninga og hafa eftirlit með framkvæmd þeirra. Dæmi eru um að samningar Sjúkratrygginga hafi ekki stuðst við fullnægjandi greiningar á þörfum, kostnaði og ábata. Þá hafa verið gerðir samningar sem kveða ekki nægilega skýrt á um skilgreint magn, gæði eða jafnt aðgengi landsmanna. Að mati Ríkisendurskoðunar má draga í efa að víðtækir rammasamningar stuðli að markvissum og hagkvæmum kaupum á heilbrigðisþjónustu. Því er hvatt til að meta kosti þess að semja um þjónustu einstakra sérgreina. Þá telur Ríkisendurskoðun brýnt að nýr samningur Sjúkratrygginga Íslands við Landspítala um framleiðslutengda fjármögnun verði þróaður áfram í því skyni að hann verði nýttur til að hámarka skilvirkni og hagkvæmni spítalans.
Heilbrigðismál Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Óbreytt staða í Karphúsinu Innlent Hættir sem formaður Siðmenntar Innlent Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Innlent Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Innlent Stórhríð og foktjón í vændum Veður Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Fleiri fréttir Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Sjá meira