Innlent

Bíll fór í sjóinn á Ísa­firði

Jón Ísak Ragnarsson skrifar
Viðbragðsaðilar fóru út í fjörð á bátum.
Viðbragðsaðilar fóru út í fjörð á bátum.

Bíll lenti í sjónum við Skutulsfjarðarbraut á Ísafirði á tíunda tímanum í kvöld. Lögregla, sjúkraflutningar og björgunarsveitir eru við störf á vettvangi.

Hlynur Hafberg Snorrason, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Vestfjörðum, segir að viðbragðsaðilar séu komnir út í fjörð á bátum og vinna standi yfir.

Frekari upplýsingar liggi ekki fyrir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×