Samgöngur fyrir fólk Eyþór Arnalds og Hildur Björnsdóttir skrifar 28. apríl 2018 06:00 Reykjavík stendur frammi fyrir samgönguvanda. Það tekur nú 26% lengri tíma að komast milli staða en áður. Núverandi meirihluta hefur ekki tekist að auka hlut almenningssamgangna í borginni. Þvert á móti fjölgaði bílum meira en fólki síðasta kjörtímabil. Það gerist þvert á yfirlýst markmið um annað. Ljóst er að samgönguvandi borgarinnar hefur aukist í tíð núverandi meirihluta. Sjálfstæðisflokkurinn í Reykjavík leggur áherslu á spennandi en jafnframt skynsamlegar lausnir í samgöngumálum. Við viljum vistvænar og greiðar samgöngur fyrir fólk, með áherslu á styttri ferðatíma. Það er lífsgæðamál fyrir borgarbúa. Við viljum minnka kolefnisspor og leggjum áherslu á að Reykjavík verði leiðandi í rafbílavæðingu. Stórbæta þarf aðgengi að hleðslustöðvum fyrir íbúa borgarinnar, ekki síst þá sem búa í fjölbýlum. Þannig auðveldum við fólki að nýta hreina íslenska orku. Reykjavík er í kjöraðstöðu sem helsti eigandi Orkuveitu Reykjavíkur til að leiða þetta verkefni. Við viljum efla almenningssamgöngur og gera þær að raunhæfum valkosti fyrir fleiri. Það er lykilþáttur við lausn samgönguvandans. Kannanir sýna að helst mætti fjölga notendum ef ferðatími væri styttri. Við leggjum því áherslu á fleiri sérakreinar sem stuðla að styttri ferðatíma.Hildur Björnsdóttir.Það þarf að fjárfesta í bættum almenningssamgöngum, en við teljum ekki unnt að taka upplýsta afstöðu til hugmynda um Borgarlínu á þessu stigi. Málið er ekki svart eða hvítt, það er margvíslega grátóna. Tillagan er á þróunarstigi, kostnaður óljós og aðkoma annarra sveitarfélaga á reiki. Við leggjumst gegn hugmyndum Samfylkingar um að tvöfalda skuldir borgarsjóðs til að fjármagna verkefnið. Það er óábyrgt að skuldsetja framtíðina með veði í óljósum hugmyndum stjórnmálamanna á atkvæðaveiðum. Við leggjum áherslu á raunhæfar og ábyrgar lausnir. Almennt er einn um hvern bíl og tekur hver einstaklingur því talsvert vegpláss. Við viljum hvetja til aukins samflots í bílum svo bæta megi nýtingu vega og minnka kolefnisspor. Við leggjum því til að sérakreinar fyrir almenningssamgöngur verði einnig nýttar af þeim sem fjölmenna í bíla, þrír eða fleiri, og draga þar með úr bílaumferð. Við viljum fara í nauðsynlegar úrbætur á hættulegustu gatnamótum borgarinnar. Eins þarf að nýta nútímatækni svo betur megi stýra ljósum og umferð. Í þessum efnum sækjum við fyrirmyndir til erlendra borga. Bæta þarf aðstæður fyrir hjólandi og gangandi. Það er samgöngumál, en ekki síður lýðheilsumál. Í dag ferðast mun fleiri með hjóli en almenningssamgöngum, og því ljóst að samgöngumátinn hentar mörgum. Við viljum að Reykjavík skapi mun betri skilyrði fyrir þá sem kjósa að ganga eða hjóla. Breyta þarf skipulagi svo fleiri geti starfað austarlega í borginni. Í dag liggja umferðarstraumar til vesturs að morgni en austurs að kvöldi. Hér þarf að ná jafnvægi í borgarskipulagi. Við viljum fjölga vinnustöðum í austurhluta borgarinnar og auka byggð í vesturhlutanum. Þannig má skapa betri hringrás í umferð og svara eftirspurn eftir búsetukostum vestarlega. Sjálfstæðisflokkurinn vill fjárfesta í samgöngubótum fyrir fjölbreyttar samgöngur. Við leggjum áherslu á vistvænar og greiðar samgöngur fyrir fólk. Við viljum skipuleggja borg með sjálfbærum hverfum og bjóða borgarbúum raunverulegt val um ferðamáta. Við leggjum áherslu á raunhæfar og ábyrgar lausnir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eyþór Arnalds Mest lesið Heimskasta þjóð í heimi? Sverrir Björnsson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Hugsjónir ójafnaðarmanns - svar við bréfi Kára Snorri Másson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun „Ég hefði nú ekkert á móti því að taka aðeins í tæjuna“ Eva Pandora Baldursdóttir Skoðun Viðreisn er Samfylkingin Júlíus Viggó Ólafsson Skoðun Gleymdu leikskólabörnin Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir Skoðun Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun Borgum rétta vexti - Landsbankinn verði banki allra landsmanna Baldur Borgþórsson Skoðun Geðveikir frasar – en það þarf að vera plan! Ragna Sigurðardóttir,Sigurþóra Bergsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Skólaforðun: Rangnefni sem þarfnast nýrrar nálgunar Rakel Norðfjörð Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Viska bendir á ójöfnuð kynslóðanna Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Frjálsar handfæraveiðar - Opið svar til Strandveiðifélags Íslands Álfheiður Eymarsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldisvarnir og alhliða kynfræðsla alla skólagönguna! Sigrún Birna Björnsdóttir Kaaber skrifar Skoðun Að kjósa í roki, hríð og nístingskulda Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Hvernig gerðist þetta? Tryggvi Hjaltason skrifar Skoðun Borgum rétta vexti - Landsbankinn verði banki allra landsmanna Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Gleymdu leikskólabörnin Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Tími fyrir breytingar – Nú er tækifærið Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ölvunarakstur á Arnarnesbrú Anna Linda Bjarnadóttir skrifar Skoðun Flokknum er sama um þig Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan í Reykjavík er efnahagslegt vandamál Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Virði en ekki byrði Hulda Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn – svarið fyrir fjölskyldur og ungt fólk Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Vanrækt barn er besti ráðherrann Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fjárfestum í vellíðan – því hver króna skilar sér margfalt til baka Theodór Ingi Ólafsson skrifar Skoðun Úr öskunni í eldinn á laugardaginn? Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Skuggaspil valdsins Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Viltu að barnabörnin þín verði fátækir leiguliðar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Nýtt upphaf – í þjónustu við þjóðina Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á hvert annað og breytum þessu Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Kæru landsmenn – þetta er ekki lengur boðlegt Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun XL niðurskurður – hugsum stórt! Arnar Þór Jónsson,Kári Allansson skrifar Skoðun Blórabögglar og gylliboð frá vinstri Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Hvað kjósa foreldrar ósýnilegra barna? Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Heimskasta þjóð í heimi? Sverrir Björnsson skrifar Skoðun Jöfnum leikinn á laugardaginn Björgvin G. Sigurðsson skrifar Skoðun ADHD, fjórir stafir og hvað svo? Jóna Kristín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skattagleði á kostnað ferðaþjónustunnar Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Börnin heim Hanna Katrín Friðriksson skrifar Sjá meira
Reykjavík stendur frammi fyrir samgönguvanda. Það tekur nú 26% lengri tíma að komast milli staða en áður. Núverandi meirihluta hefur ekki tekist að auka hlut almenningssamgangna í borginni. Þvert á móti fjölgaði bílum meira en fólki síðasta kjörtímabil. Það gerist þvert á yfirlýst markmið um annað. Ljóst er að samgönguvandi borgarinnar hefur aukist í tíð núverandi meirihluta. Sjálfstæðisflokkurinn í Reykjavík leggur áherslu á spennandi en jafnframt skynsamlegar lausnir í samgöngumálum. Við viljum vistvænar og greiðar samgöngur fyrir fólk, með áherslu á styttri ferðatíma. Það er lífsgæðamál fyrir borgarbúa. Við viljum minnka kolefnisspor og leggjum áherslu á að Reykjavík verði leiðandi í rafbílavæðingu. Stórbæta þarf aðgengi að hleðslustöðvum fyrir íbúa borgarinnar, ekki síst þá sem búa í fjölbýlum. Þannig auðveldum við fólki að nýta hreina íslenska orku. Reykjavík er í kjöraðstöðu sem helsti eigandi Orkuveitu Reykjavíkur til að leiða þetta verkefni. Við viljum efla almenningssamgöngur og gera þær að raunhæfum valkosti fyrir fleiri. Það er lykilþáttur við lausn samgönguvandans. Kannanir sýna að helst mætti fjölga notendum ef ferðatími væri styttri. Við leggjum því áherslu á fleiri sérakreinar sem stuðla að styttri ferðatíma.Hildur Björnsdóttir.Það þarf að fjárfesta í bættum almenningssamgöngum, en við teljum ekki unnt að taka upplýsta afstöðu til hugmynda um Borgarlínu á þessu stigi. Málið er ekki svart eða hvítt, það er margvíslega grátóna. Tillagan er á þróunarstigi, kostnaður óljós og aðkoma annarra sveitarfélaga á reiki. Við leggjumst gegn hugmyndum Samfylkingar um að tvöfalda skuldir borgarsjóðs til að fjármagna verkefnið. Það er óábyrgt að skuldsetja framtíðina með veði í óljósum hugmyndum stjórnmálamanna á atkvæðaveiðum. Við leggjum áherslu á raunhæfar og ábyrgar lausnir. Almennt er einn um hvern bíl og tekur hver einstaklingur því talsvert vegpláss. Við viljum hvetja til aukins samflots í bílum svo bæta megi nýtingu vega og minnka kolefnisspor. Við leggjum því til að sérakreinar fyrir almenningssamgöngur verði einnig nýttar af þeim sem fjölmenna í bíla, þrír eða fleiri, og draga þar með úr bílaumferð. Við viljum fara í nauðsynlegar úrbætur á hættulegustu gatnamótum borgarinnar. Eins þarf að nýta nútímatækni svo betur megi stýra ljósum og umferð. Í þessum efnum sækjum við fyrirmyndir til erlendra borga. Bæta þarf aðstæður fyrir hjólandi og gangandi. Það er samgöngumál, en ekki síður lýðheilsumál. Í dag ferðast mun fleiri með hjóli en almenningssamgöngum, og því ljóst að samgöngumátinn hentar mörgum. Við viljum að Reykjavík skapi mun betri skilyrði fyrir þá sem kjósa að ganga eða hjóla. Breyta þarf skipulagi svo fleiri geti starfað austarlega í borginni. Í dag liggja umferðarstraumar til vesturs að morgni en austurs að kvöldi. Hér þarf að ná jafnvægi í borgarskipulagi. Við viljum fjölga vinnustöðum í austurhluta borgarinnar og auka byggð í vesturhlutanum. Þannig má skapa betri hringrás í umferð og svara eftirspurn eftir búsetukostum vestarlega. Sjálfstæðisflokkurinn vill fjárfesta í samgöngubótum fyrir fjölbreyttar samgöngur. Við leggjum áherslu á vistvænar og greiðar samgöngur fyrir fólk. Við viljum skipuleggja borg með sjálfbærum hverfum og bjóða borgarbúum raunverulegt val um ferðamáta. Við leggjum áherslu á raunhæfar og ábyrgar lausnir.
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Frjálsar handfæraveiðar - Opið svar til Strandveiðifélags Íslands Álfheiður Eymarsdóttir skrifar
Skoðun Ofbeldisvarnir og alhliða kynfræðsla alla skólagönguna! Sigrún Birna Björnsdóttir Kaaber skrifar
Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn – svarið fyrir fjölskyldur og ungt fólk Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar
Skoðun Fjárfestum í vellíðan – því hver króna skilar sér margfalt til baka Theodór Ingi Ólafsson skrifar
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun