Vísindamenn líkja eftir loftslagsbreytingum á hálendi Íslands Garðar Örn Úlfarsson skrifar 16. maí 2018 06:00 Plastbúr á vegum Ingibjargar Svölu Jónsdóttur sem starfað hefur undir merkjum International Tundra Experiment í yfir tuttugu ár. Ingibjörg Svala Ólafur S. Andrésson, prófessor í erfðafræði við Háskóla Íslands, hyggst rannsaka áhrif fyrirsjáanlegra loftslagsbreytinga með því að líkja eftir þeim með sérhönnuðum búrum sunnan Löðmundarvatns á Landmannaafrétti. Ólafur kveðst í bréfi sem tekið var fyrir á fundi Hálendisnefndar Rangárþings ytra vinna að rannsóknaverkefni um hlut hélumosavistar og annarra svæða sem einkennast af lífskurn á hálendinu. Útvíkka eigi verkefnið með athugun á áhrifum hlýnunar á hélumosavistina. Það sé gert með glærum plastbúrum sem séu opin að ofan. „Reynslan af slíkum búrum í langtímarannsóknum á Þingvöllum, Auðkúluheiði og víðar á norðurslóðum er góð, og sýnt að með þeim er hægt að hækka jafnaðarhitastig um nærri tvær gráður, og líkja þannig eftir fyrirsjáanlegum loftslagsbreytingum,“ útskýrir Ólafur í bréfinu. Meta eigi líkleg áhrif hlýnunar á vistgerð sem sé mjög útbreidd á hálendum svæðum hérlendis og víðar á norðurslóðum. Ingibjörg Svala Jónsdóttir prófessor, sem starfar með Ólafi og unnið hefur að slíkum verkefnum á alþjóðlegum grundvelli í meira en tuttugu ár, segir reynsluna af aðferðinni góða. Rannsóknin sunnan Löðmundarvatns beinist að mjög mikilvægu vistkerfi á Íslandi. Um sé að ræða skán sem bindi yfirborð jarðvegsins og mynduð sé af ótal mörgum lífverum; fyrst og fremst örverum. „Þetta er mjög mikilvægt kerfi og það er ekkert vitað um hvernig það bregst við hlýnun,“ segir hún. Svæðið sunnan Löðmundarvatns er sérstaklega hentugt í þessu skyni og hálendisnefndin veitti leyfi fyrir rannsókninni. Setja á upp sjö eða átta plastbúr sem eru um einn fermetri hvert og um 40 sentimetra há ásamt mælitæki í hverju búri. Rannsóknin á að standa í að minnsta kosti þrjú ár og í allt að tíu ár. Birtist í Fréttablaðinu Umhverfismál Tengdar fréttir Íslandsstrendur bundnar af örlögum Suðurskautslandsins Verði hrun í jöklum á Suðurskautslandinu eins og vísindamenn óttast gæti mat vísindanefndar um loftslagsbreytingar á hækkun sjávarstöðu við Ísland tvöfaldast. 4. maí 2018 09:15 Ísland þarf að aðlagast áframhaldandi loftslagsbreytingum Vísindanefnd um loftslagsbreytingar hefur gefið út fyrstu skýrsluna um áhrif þeirra á Ísland í tíu ár. Hún segir umtalsverða þörf á aðlögun hér á landi. 3. maí 2018 14:15 Flóðahætta á öllum landfyllingum við lok aldarinnar Sjávarflóð verða algengari og skeinuhættari þegar sjávarstaða við Ísland heldur áfram að hækka á þessari öld. 15. maí 2018 09:00 Mest lesið Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Fleiri fréttir Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Sjá meira
Ólafur S. Andrésson, prófessor í erfðafræði við Háskóla Íslands, hyggst rannsaka áhrif fyrirsjáanlegra loftslagsbreytinga með því að líkja eftir þeim með sérhönnuðum búrum sunnan Löðmundarvatns á Landmannaafrétti. Ólafur kveðst í bréfi sem tekið var fyrir á fundi Hálendisnefndar Rangárþings ytra vinna að rannsóknaverkefni um hlut hélumosavistar og annarra svæða sem einkennast af lífskurn á hálendinu. Útvíkka eigi verkefnið með athugun á áhrifum hlýnunar á hélumosavistina. Það sé gert með glærum plastbúrum sem séu opin að ofan. „Reynslan af slíkum búrum í langtímarannsóknum á Þingvöllum, Auðkúluheiði og víðar á norðurslóðum er góð, og sýnt að með þeim er hægt að hækka jafnaðarhitastig um nærri tvær gráður, og líkja þannig eftir fyrirsjáanlegum loftslagsbreytingum,“ útskýrir Ólafur í bréfinu. Meta eigi líkleg áhrif hlýnunar á vistgerð sem sé mjög útbreidd á hálendum svæðum hérlendis og víðar á norðurslóðum. Ingibjörg Svala Jónsdóttir prófessor, sem starfar með Ólafi og unnið hefur að slíkum verkefnum á alþjóðlegum grundvelli í meira en tuttugu ár, segir reynsluna af aðferðinni góða. Rannsóknin sunnan Löðmundarvatns beinist að mjög mikilvægu vistkerfi á Íslandi. Um sé að ræða skán sem bindi yfirborð jarðvegsins og mynduð sé af ótal mörgum lífverum; fyrst og fremst örverum. „Þetta er mjög mikilvægt kerfi og það er ekkert vitað um hvernig það bregst við hlýnun,“ segir hún. Svæðið sunnan Löðmundarvatns er sérstaklega hentugt í þessu skyni og hálendisnefndin veitti leyfi fyrir rannsókninni. Setja á upp sjö eða átta plastbúr sem eru um einn fermetri hvert og um 40 sentimetra há ásamt mælitæki í hverju búri. Rannsóknin á að standa í að minnsta kosti þrjú ár og í allt að tíu ár.
Birtist í Fréttablaðinu Umhverfismál Tengdar fréttir Íslandsstrendur bundnar af örlögum Suðurskautslandsins Verði hrun í jöklum á Suðurskautslandinu eins og vísindamenn óttast gæti mat vísindanefndar um loftslagsbreytingar á hækkun sjávarstöðu við Ísland tvöfaldast. 4. maí 2018 09:15 Ísland þarf að aðlagast áframhaldandi loftslagsbreytingum Vísindanefnd um loftslagsbreytingar hefur gefið út fyrstu skýrsluna um áhrif þeirra á Ísland í tíu ár. Hún segir umtalsverða þörf á aðlögun hér á landi. 3. maí 2018 14:15 Flóðahætta á öllum landfyllingum við lok aldarinnar Sjávarflóð verða algengari og skeinuhættari þegar sjávarstaða við Ísland heldur áfram að hækka á þessari öld. 15. maí 2018 09:00 Mest lesið Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Fleiri fréttir Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Sjá meira
Íslandsstrendur bundnar af örlögum Suðurskautslandsins Verði hrun í jöklum á Suðurskautslandinu eins og vísindamenn óttast gæti mat vísindanefndar um loftslagsbreytingar á hækkun sjávarstöðu við Ísland tvöfaldast. 4. maí 2018 09:15
Ísland þarf að aðlagast áframhaldandi loftslagsbreytingum Vísindanefnd um loftslagsbreytingar hefur gefið út fyrstu skýrsluna um áhrif þeirra á Ísland í tíu ár. Hún segir umtalsverða þörf á aðlögun hér á landi. 3. maí 2018 14:15
Flóðahætta á öllum landfyllingum við lok aldarinnar Sjávarflóð verða algengari og skeinuhættari þegar sjávarstaða við Ísland heldur áfram að hækka á þessari öld. 15. maí 2018 09:00
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda