Atvinnuveganefnd mælir með lækkun veiðigjalda á útgerðir Sveinn Arnarsson skrifar 31. maí 2018 07:00 Lilja Rafney Magnúsdóttir Vísir Meirihluti atvinnuveganefndar þingsins hefur samþykkt frumvarp til lækkunar veiðigjalda á útgerðina. Lilja Rafney Magnúsdóttir, oddviti VG í Norðvesturkjördæmi og formaður nefndarinnar, segir verið að endurreikna veiðigjöld miðað við núverandi afkomu greinarinnar. Innheimt veiðigjald ársins 2017 var 8,4 milljarðar króna. Yrði veiðigjald almanaksársins 2018 endurreiknað á grundvelli niðurstaðna spálíkans veiðigjaldsnefndar myndi gjaldið nema um 7,2 milljörðum króna að teknu tilliti til áhrifa svonefnds persónuafsláttar. „Þetta er stórpólitískt mál sem verið er að leggja fram alveg í blálok þingsins. Hér er verið að leggja til krónulækkun á öllum tegundum og verið að lækka veiðigjöldin úr 11 milljörðum króna í 8,3 milljarða króna. Þessa stóru ákvörðun á svo að keyra í gegnum þingið á mettíma,“ segir Albertína Friðbjörg Elíasdóttir, fulltrúi Samfylkingar í atvinnuveganefnd. „Við erum að endurútreikna veiðigjöld miðað við afkomu greinarinnar í ár en ekki ársins 2015,“ segir Lilja Rafney. „Miðað við afkomu greinarinnar í ár er augljóst að hún hefur versnað frá því sem var áður. EBITDA-hagnaður útgerðanna er kominn niður í um 16 prósent sem er ákveðin þolmörk,“ bætir hún við.Sjá einnig: Veiðigjald á kolmunna verður 83 prósent lægra en í FæreyjumAlbertína Friðbjörg ElíasdóttirVísirLækkun veiðigjaldanna er krónutölulækkun á allan veiddan afla en einnig er hækkaður svokallaður afsláttur á minni útgerðir. Krónutölulækkun veiðigjalda er hins vegar þannig að þær útgerðir sem veiða flest kílóin upp úr sjó, þau fyrirtæki sem eru með mesta aflahlutdeild, fá mestu veiðigjaldalækkunina. „Það hefur alltaf verið talið að veiðigjöld ættu að vera afkomutengd og reynt hefur verið að setja kerfið upp á þann veg. Nýtt frumvarp, sem við ætlum að leggja fram í haust, mun taka á þessum málum þar sem við reiknum veiðigjöld út frá afkomu í rauntíma en ekki afkomu fyrirtækja fyrir tveimur árum,“ segir Lilja. Albertína segir hagsmunaaðila fá afar stuttan frest til að skila inn umsögn um málið. Það sé skýrt dæmi um óvandaða stjórnsýslu. „Það er í raun óboðleg stjórnsýsla að meirihlutinn ætli aðeins að gefa rúman sólarhring í umsagnarferlið. Það er ekki í takt við það sem var lofað í upphafi stjórnarsamstarfs þessara flokka. Í öllu falli mótmælum við harðlega þessum vinnubrögðum stjórnarmeirihlutans.“Úr greinargerð með frumvarpinu„Óeðlilega hátt veiðigjald getur dregið úr starfshæfni fyrirtækja og samkeppnishæfni greinarinnar á alþjóðlegum markaði. Slík þróun getur haft umtalsverð neikvæð áhrif á m.a. þjónustufyrirtæki í sjávarútvegi og sveitarfélög sem byggja afkomu sína að stórum hluta á tekjum af sjávarútvegi. Þá getur hátt veiðigjald ýtt undir frekari fækkun sjálfstæðra atvinnurekenda í sjávarútvegi en aflahlutdeildarhöfum hefur fækkað ört á síðustu árum eða um tæp 60% á 12 árum.“ Birtist í Fréttablaðinu Sjávarútvegur Mest lesið Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Innlent Fleiri fréttir Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Sjá meira
Meirihluti atvinnuveganefndar þingsins hefur samþykkt frumvarp til lækkunar veiðigjalda á útgerðina. Lilja Rafney Magnúsdóttir, oddviti VG í Norðvesturkjördæmi og formaður nefndarinnar, segir verið að endurreikna veiðigjöld miðað við núverandi afkomu greinarinnar. Innheimt veiðigjald ársins 2017 var 8,4 milljarðar króna. Yrði veiðigjald almanaksársins 2018 endurreiknað á grundvelli niðurstaðna spálíkans veiðigjaldsnefndar myndi gjaldið nema um 7,2 milljörðum króna að teknu tilliti til áhrifa svonefnds persónuafsláttar. „Þetta er stórpólitískt mál sem verið er að leggja fram alveg í blálok þingsins. Hér er verið að leggja til krónulækkun á öllum tegundum og verið að lækka veiðigjöldin úr 11 milljörðum króna í 8,3 milljarða króna. Þessa stóru ákvörðun á svo að keyra í gegnum þingið á mettíma,“ segir Albertína Friðbjörg Elíasdóttir, fulltrúi Samfylkingar í atvinnuveganefnd. „Við erum að endurútreikna veiðigjöld miðað við afkomu greinarinnar í ár en ekki ársins 2015,“ segir Lilja Rafney. „Miðað við afkomu greinarinnar í ár er augljóst að hún hefur versnað frá því sem var áður. EBITDA-hagnaður útgerðanna er kominn niður í um 16 prósent sem er ákveðin þolmörk,“ bætir hún við.Sjá einnig: Veiðigjald á kolmunna verður 83 prósent lægra en í FæreyjumAlbertína Friðbjörg ElíasdóttirVísirLækkun veiðigjaldanna er krónutölulækkun á allan veiddan afla en einnig er hækkaður svokallaður afsláttur á minni útgerðir. Krónutölulækkun veiðigjalda er hins vegar þannig að þær útgerðir sem veiða flest kílóin upp úr sjó, þau fyrirtæki sem eru með mesta aflahlutdeild, fá mestu veiðigjaldalækkunina. „Það hefur alltaf verið talið að veiðigjöld ættu að vera afkomutengd og reynt hefur verið að setja kerfið upp á þann veg. Nýtt frumvarp, sem við ætlum að leggja fram í haust, mun taka á þessum málum þar sem við reiknum veiðigjöld út frá afkomu í rauntíma en ekki afkomu fyrirtækja fyrir tveimur árum,“ segir Lilja. Albertína segir hagsmunaaðila fá afar stuttan frest til að skila inn umsögn um málið. Það sé skýrt dæmi um óvandaða stjórnsýslu. „Það er í raun óboðleg stjórnsýsla að meirihlutinn ætli aðeins að gefa rúman sólarhring í umsagnarferlið. Það er ekki í takt við það sem var lofað í upphafi stjórnarsamstarfs þessara flokka. Í öllu falli mótmælum við harðlega þessum vinnubrögðum stjórnarmeirihlutans.“Úr greinargerð með frumvarpinu„Óeðlilega hátt veiðigjald getur dregið úr starfshæfni fyrirtækja og samkeppnishæfni greinarinnar á alþjóðlegum markaði. Slík þróun getur haft umtalsverð neikvæð áhrif á m.a. þjónustufyrirtæki í sjávarútvegi og sveitarfélög sem byggja afkomu sína að stórum hluta á tekjum af sjávarútvegi. Þá getur hátt veiðigjald ýtt undir frekari fækkun sjálfstæðra atvinnurekenda í sjávarútvegi en aflahlutdeildarhöfum hefur fækkað ört á síðustu árum eða um tæp 60% á 12 árum.“
Birtist í Fréttablaðinu Sjávarútvegur Mest lesið Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Innlent Fleiri fréttir Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Sjá meira