Niðurhal og netklám eykur líkur á að verða fyrir netbrotum Grétar Þór Sigurðsson skrifar 31. maí 2018 06:00 Þau eru mörg, kviksyndin á netinu. vísir/AFP Áhættusækin hegðun einstaklinga á netinu eykur líkur á að þeir verði fyrir netbrotum. Þetta segir Helgi Gunnlaugsson, prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands. Hann segir áhættusækna hegðun meðal annars felast í ólöglegu niðurhali og heimsóknum á vafasamar síður, þar á meðal síður með klámfengnu efni. „Það sem er áhugavert í mælingunni sem við gerðum er að það er fylgni á milli þess að ef þú notar netið mikið, stundar mikið niðurhal á ólöglegu efni og heimsækir vafasamar síður, þá eru miklu meiri líkur á því að þú verðir fyrir netbrotum,“ segir Helgi og vísar í könnun sem gerð var á netbrotum á Íslandi fyrir tveimur árum. Helgi fjallar meðal annars um netbrot í nýútkominni bók sinni Afbrot og íslenskt samfélag. „Síðasti kaflinn í bókinni er einmitt um netglæpi á Íslandi,“ segir Helgi. Það kemur honum á óvart hversu algengt það er, sérstaklega meðal ungs fólks, að stunda ólöglegt niðurhal á höfundarréttarvörðu efni. Helgi Gunnlaugsson„Það þykir nánast sjálfsagt að stunda slíka iðju,“ segir hann og bendir á að í könnuninni hafi tveir af hverjum þremur í aldurshópnum 18 til 29 ára viðurkennt að hafa stundað slíkt niðurhal. Helgi telur líklegt að netbrot séu að færast í aukana, auk þess sem brotin eru að verða fjölbreyttari. „Tæknin er að gera okkur mögulegt að fremja hefðbundin brot yfir netið, til dæmis auðgunarbrot. Svo er það dreifing á viðkvæmum myndum sem er til dæmis notuð til að kúga fólk.“ Þá er snjallsímaeign barna orðin nánast regla og því geta fylgt vandræði, svo sem netníð. „Þetta er klárlega eitthvað sem við þurfum að taka harðari tökum en við gerum í dag,“ segir Helgi og bendir á að löggjafinn sé alltaf nokkrum skrefum á eftir í þessum málum. Hann vinnur nú að því að safna nýjum gögnum um netbrot og vonar að fyrstu niðurstöður úr þeirri vinnu liggi fyrir í sumar. Birtist í Fréttablaðinu Tækni Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Fleiri fréttir Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Sjá meira
Áhættusækin hegðun einstaklinga á netinu eykur líkur á að þeir verði fyrir netbrotum. Þetta segir Helgi Gunnlaugsson, prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands. Hann segir áhættusækna hegðun meðal annars felast í ólöglegu niðurhali og heimsóknum á vafasamar síður, þar á meðal síður með klámfengnu efni. „Það sem er áhugavert í mælingunni sem við gerðum er að það er fylgni á milli þess að ef þú notar netið mikið, stundar mikið niðurhal á ólöglegu efni og heimsækir vafasamar síður, þá eru miklu meiri líkur á því að þú verðir fyrir netbrotum,“ segir Helgi og vísar í könnun sem gerð var á netbrotum á Íslandi fyrir tveimur árum. Helgi fjallar meðal annars um netbrot í nýútkominni bók sinni Afbrot og íslenskt samfélag. „Síðasti kaflinn í bókinni er einmitt um netglæpi á Íslandi,“ segir Helgi. Það kemur honum á óvart hversu algengt það er, sérstaklega meðal ungs fólks, að stunda ólöglegt niðurhal á höfundarréttarvörðu efni. Helgi Gunnlaugsson„Það þykir nánast sjálfsagt að stunda slíka iðju,“ segir hann og bendir á að í könnuninni hafi tveir af hverjum þremur í aldurshópnum 18 til 29 ára viðurkennt að hafa stundað slíkt niðurhal. Helgi telur líklegt að netbrot séu að færast í aukana, auk þess sem brotin eru að verða fjölbreyttari. „Tæknin er að gera okkur mögulegt að fremja hefðbundin brot yfir netið, til dæmis auðgunarbrot. Svo er það dreifing á viðkvæmum myndum sem er til dæmis notuð til að kúga fólk.“ Þá er snjallsímaeign barna orðin nánast regla og því geta fylgt vandræði, svo sem netníð. „Þetta er klárlega eitthvað sem við þurfum að taka harðari tökum en við gerum í dag,“ segir Helgi og bendir á að löggjafinn sé alltaf nokkrum skrefum á eftir í þessum málum. Hann vinnur nú að því að safna nýjum gögnum um netbrot og vonar að fyrstu niðurstöður úr þeirri vinnu liggi fyrir í sumar.
Birtist í Fréttablaðinu Tækni Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Fleiri fréttir Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Sjá meira