Mikil ólga innan grasrótar VG Sveinn Arnarsson skrifar 7. júní 2018 06:00 Frá kosningavöku Vinstri grænna fyrir alþingiskosningarnar síðastliðið haust. Vísir/Laufey Grasrót Vinstri grænna er afar óánægð með forystu flokksins fyrir að hafa staðið að framlagningu frumvarps um breytingu á veiðigjöldum sem áttu að færa stórútgerðinni skattaafslátt. Síðustu sjö mánuðir hafa verið ansi erfiðir fyrir flokkinn og skilja margir flokksmenn hvorki upp né niður í vegferð hans undir forystu Katrínar Jakobsdóttur. Veiðigjaldafrumvarpið hefur sett þingstörf á hliðina en rúm vika er síðan atvinnuveganefnd lagði til lækkun á veiðigjöldum. Lilja Rafney Magnúsdóttir, formaður nefndarinnar, taldi þetta þá vera mikilvægt mál sem þyrfti að samþykkja. „Ég skynja reiði meðal flokksmanna og töluvert öðruvísi og þyngri tón en áður. Flokkurinn hefur fengið yfir sig margar gusurnar síðan ríkisstjórn var mynduð síðastliðið haust. Sú reiði sem kom við stjórnarmyndun er skiljanleg. Hins vegar er þyngri tónn í reiðinni núna og þetta mál ristir dýpra í hugum flokksmanna,“ segir Edward Hákon Huijbens, varaformaður Vinstri grænna. Edward Hákon Huijbens, varaformaður Vinstri grænna„Mitt persónulega mat er að veiðigjaldamálið þurfi meiri yfirlegu.“ Edward segir VG hafa fengið á sig nokkuð ómaklega gagnrýni á síðustu mánuðum. Samstarfið hafi tekið á. Ekki er langt síðan þingmenn og ráðherrar flokksins skiptu um skoðun á embættisfærslum dómsmálaráðherra til að viðhalda stjórnarsamstarfinu. „Gagnrýni á flokkinn hefur verið mikil og hún skiptist að mínu mati í tvennt. Annars vegar strangt og gott aðhald í félagsmönnum þar sem virkir félagsmenn veita uppbyggilega og vandaða gagnrýni,“ segir Edward. „Hins vegar er svo gagnrýni sem er að einhverju leyti ómakleg. Við verðum að muna að flokkurinn fékk 17 prósenta fylgi og er ekki einráður í ríkisstjórn. Svo virðist sem skuldinni sé skellt á Vinstri græn fyrir allt sem aflaga kunni að fara.“ Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Sjávarútvegur Tengdar fréttir Leggur til óbreytt fyrirkomulag veiðigjalda til áramóta Nái tillaga Katrínar Jakobsdóttur, forsætisráðherra, fram að ganga á Alþingi varðandi veiðigjöld á útgerðarfyrirtæki verður kerfið eins og það er núna framlengt til áramóta. Þetta herma heimildir Vísis en Katrín lagði þessa lausn til á Alþingi í dag. 5. júní 2018 23:23 Líkur á breyttu veiðigjaldafrumvarpi Leiðtogar stjórnmálaflokkanna á Alþingi funduðu stíft í bakherbergjum þingsins í gær til að ná sáttum um þinglok. Veiðigjaldafrumvarpið gæti tekið breytingum til að friða stjórnarandstöðuna. Þingflokkarnir stefna á að ná samkomulagi um þinglok í dag. 6. júní 2018 06:00 Sjá til lands í viðræðum á þingi Aldrei hafa fleiri flokkar setið á þingi og því flóknara verkefni fyrir þingflokksformenn en áður að semja um þinglok. Ágætur gangur er í viðræðum og mun samkomulag að öllum líkindum sjá dagsins ljós í dag. 7. júní 2018 06:00 Mest lesið Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Innlent Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Innlent „Ég er mannleg“ Innlent Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Erlent Lofar betra sumri en í fyrra Innlent Fleiri fréttir Þyrfti að tvöfalda hlutfall smærri íbúða til að anna eftirspurn Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Sjá meira
Grasrót Vinstri grænna er afar óánægð með forystu flokksins fyrir að hafa staðið að framlagningu frumvarps um breytingu á veiðigjöldum sem áttu að færa stórútgerðinni skattaafslátt. Síðustu sjö mánuðir hafa verið ansi erfiðir fyrir flokkinn og skilja margir flokksmenn hvorki upp né niður í vegferð hans undir forystu Katrínar Jakobsdóttur. Veiðigjaldafrumvarpið hefur sett þingstörf á hliðina en rúm vika er síðan atvinnuveganefnd lagði til lækkun á veiðigjöldum. Lilja Rafney Magnúsdóttir, formaður nefndarinnar, taldi þetta þá vera mikilvægt mál sem þyrfti að samþykkja. „Ég skynja reiði meðal flokksmanna og töluvert öðruvísi og þyngri tón en áður. Flokkurinn hefur fengið yfir sig margar gusurnar síðan ríkisstjórn var mynduð síðastliðið haust. Sú reiði sem kom við stjórnarmyndun er skiljanleg. Hins vegar er þyngri tónn í reiðinni núna og þetta mál ristir dýpra í hugum flokksmanna,“ segir Edward Hákon Huijbens, varaformaður Vinstri grænna. Edward Hákon Huijbens, varaformaður Vinstri grænna„Mitt persónulega mat er að veiðigjaldamálið þurfi meiri yfirlegu.“ Edward segir VG hafa fengið á sig nokkuð ómaklega gagnrýni á síðustu mánuðum. Samstarfið hafi tekið á. Ekki er langt síðan þingmenn og ráðherrar flokksins skiptu um skoðun á embættisfærslum dómsmálaráðherra til að viðhalda stjórnarsamstarfinu. „Gagnrýni á flokkinn hefur verið mikil og hún skiptist að mínu mati í tvennt. Annars vegar strangt og gott aðhald í félagsmönnum þar sem virkir félagsmenn veita uppbyggilega og vandaða gagnrýni,“ segir Edward. „Hins vegar er svo gagnrýni sem er að einhverju leyti ómakleg. Við verðum að muna að flokkurinn fékk 17 prósenta fylgi og er ekki einráður í ríkisstjórn. Svo virðist sem skuldinni sé skellt á Vinstri græn fyrir allt sem aflaga kunni að fara.“
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Sjávarútvegur Tengdar fréttir Leggur til óbreytt fyrirkomulag veiðigjalda til áramóta Nái tillaga Katrínar Jakobsdóttur, forsætisráðherra, fram að ganga á Alþingi varðandi veiðigjöld á útgerðarfyrirtæki verður kerfið eins og það er núna framlengt til áramóta. Þetta herma heimildir Vísis en Katrín lagði þessa lausn til á Alþingi í dag. 5. júní 2018 23:23 Líkur á breyttu veiðigjaldafrumvarpi Leiðtogar stjórnmálaflokkanna á Alþingi funduðu stíft í bakherbergjum þingsins í gær til að ná sáttum um þinglok. Veiðigjaldafrumvarpið gæti tekið breytingum til að friða stjórnarandstöðuna. Þingflokkarnir stefna á að ná samkomulagi um þinglok í dag. 6. júní 2018 06:00 Sjá til lands í viðræðum á þingi Aldrei hafa fleiri flokkar setið á þingi og því flóknara verkefni fyrir þingflokksformenn en áður að semja um þinglok. Ágætur gangur er í viðræðum og mun samkomulag að öllum líkindum sjá dagsins ljós í dag. 7. júní 2018 06:00 Mest lesið Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Innlent Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Innlent „Ég er mannleg“ Innlent Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Erlent Lofar betra sumri en í fyrra Innlent Fleiri fréttir Þyrfti að tvöfalda hlutfall smærri íbúða til að anna eftirspurn Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Sjá meira
Leggur til óbreytt fyrirkomulag veiðigjalda til áramóta Nái tillaga Katrínar Jakobsdóttur, forsætisráðherra, fram að ganga á Alþingi varðandi veiðigjöld á útgerðarfyrirtæki verður kerfið eins og það er núna framlengt til áramóta. Þetta herma heimildir Vísis en Katrín lagði þessa lausn til á Alþingi í dag. 5. júní 2018 23:23
Líkur á breyttu veiðigjaldafrumvarpi Leiðtogar stjórnmálaflokkanna á Alþingi funduðu stíft í bakherbergjum þingsins í gær til að ná sáttum um þinglok. Veiðigjaldafrumvarpið gæti tekið breytingum til að friða stjórnarandstöðuna. Þingflokkarnir stefna á að ná samkomulagi um þinglok í dag. 6. júní 2018 06:00
Sjá til lands í viðræðum á þingi Aldrei hafa fleiri flokkar setið á þingi og því flóknara verkefni fyrir þingflokksformenn en áður að semja um þinglok. Ágætur gangur er í viðræðum og mun samkomulag að öllum líkindum sjá dagsins ljós í dag. 7. júní 2018 06:00