Fótboltahugsjón Kristinn Ingi Jónsson skrifar 14. júní 2018 07:00 Augu heimsbyggðarinnar munu beinast að Rússlandi næsta mánuðinn en blásið verður til fyrsta leiks á HM í fótbolta í dag. Mótið á vitaskuld sínar skuggahliðar. Djúpstæð og svo virðist sem kerfisbundin spilling hefur þrifist innan FIFA í áraraðir. Það er ekki af tilviljun að Rússland, sem er ekki rómað fyrir knattspyrnuafrek sín, var valið til þess að halda mótið. Það sama má segja um Katar og Suður-Afríku. Pútín mun eflaust nýta tækifærið til þess að slá sig til riddara á meðan hann þaggar niður í þeim sem þora að benda á alræðislega stjórnarhætti hans. Kynþáttahátur og ofbeldi gagnvart hinsegin fólki er daglegt brauð í Rússlandi, sér í lagi innan knattspyrnuhreyfingarinnar, og er ástæða þess mannréttindasamtök hafa hvatt þjóðir heims til þess að sniðganga mótið. Sé horft á björtu hliðarnar dregur keppnin fram ýmis frjálslynd gildi. Hún umbunar ríkjum fyrir gott stjórnarfar og lætur gerræðisstjórnir ekki komast upp með svik og pretti. Aðeins fjögur ríki sem eru ófrjáls að mati Freedom House munu etja kappi á HM og ekkert þeirra er líklegt til stórræða. Fjörutíu ár eru síðan síðasta alræðisríkið sigraði keppnina. Alþjóðafótbolti verðlaunar ríki sem horfa út fyrir landsteinana og fagna fjölmenningu. Ríki sem ráða bestu þjálfara heims, óháð þjóðerni, og leyfa innflytjendum að láta ljós sitt skína. Flestir leikmenn franska landsliðsins 1998, sem sigraði HM svo eftirminnilega, áttu ættir að rekja til annarra ríkja. Keppnin hefur auk þess notið ríkulega ávaxtanna af alþjóðavæðingu fótboltans. Þrátt fyrir alla sína lesti sameinar HM - þegar öllu er á botninn hvolft - margar þær frjálslyndu hugsjónir sem við viljum alla jafna halda í heiðri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu HM 2018 í Rússlandi Kristinn Ingi Jónsson Mest lesið Væri ekki í lagi að gefa Sjálfstæðisflokknum, Framsóknarflokknum og Vinstri-grænum frí? Kjartan Eggertsson Skoðun Glæðing vonar - ekki hjúkrunargreiningin Karen Ósk Björnsdóttir Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson Skoðun Vitsmunaleg vanstilling í boði ungra Sjálfstæðiskvenna Erna Mist Skoðun Kjaftæði Elliði Vignisson Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir Skoðun Ólögleg meðvirkni lækna Teitur Ari Theodórsson Skoðun Skoðun Skoðun Glæðing vonar - ekki hjúkrunargreiningin Karen Ósk Björnsdóttir skrifar Skoðun Væri ekki í lagi að gefa Sjálfstæðisflokknum, Framsóknarflokknum og Vinstri-grænum frí? Kjartan Eggertsson skrifar Skoðun 60% landsmanna á móti vopnakaupunum Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Glundroði Sjálfstæðisflokksins bitnar á hagstjórn og innviðum Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Afkastadrifin menntun og verðgildi nemenda Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Ég er deildarstjóri í leikskóla Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Draumastarfið Arnfríður Hermannsdóttir skrifar Skoðun Hjartsláttur sjávarbyggðanna Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Erum við tilbúin til að bæta menntakerfið okkar? Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Búum til „vandamál“ – leysum það með samræmdum prófum Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir skrifar Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Hvar er mannúðin? Davíð Sól Pálsson skrifar Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Inngilding eða „aðskilnaður“? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Vonin má aldrei deyja Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru til lausnir við mönnunarvanda heilsugæslunnar? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Er eitthvað mál að handtaka börn? Elsa Bára Traustadóttir skrifar Skoðun Er ferðaþjónusta útlendingavandamál? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Sjá meira
Augu heimsbyggðarinnar munu beinast að Rússlandi næsta mánuðinn en blásið verður til fyrsta leiks á HM í fótbolta í dag. Mótið á vitaskuld sínar skuggahliðar. Djúpstæð og svo virðist sem kerfisbundin spilling hefur þrifist innan FIFA í áraraðir. Það er ekki af tilviljun að Rússland, sem er ekki rómað fyrir knattspyrnuafrek sín, var valið til þess að halda mótið. Það sama má segja um Katar og Suður-Afríku. Pútín mun eflaust nýta tækifærið til þess að slá sig til riddara á meðan hann þaggar niður í þeim sem þora að benda á alræðislega stjórnarhætti hans. Kynþáttahátur og ofbeldi gagnvart hinsegin fólki er daglegt brauð í Rússlandi, sér í lagi innan knattspyrnuhreyfingarinnar, og er ástæða þess mannréttindasamtök hafa hvatt þjóðir heims til þess að sniðganga mótið. Sé horft á björtu hliðarnar dregur keppnin fram ýmis frjálslynd gildi. Hún umbunar ríkjum fyrir gott stjórnarfar og lætur gerræðisstjórnir ekki komast upp með svik og pretti. Aðeins fjögur ríki sem eru ófrjáls að mati Freedom House munu etja kappi á HM og ekkert þeirra er líklegt til stórræða. Fjörutíu ár eru síðan síðasta alræðisríkið sigraði keppnina. Alþjóðafótbolti verðlaunar ríki sem horfa út fyrir landsteinana og fagna fjölmenningu. Ríki sem ráða bestu þjálfara heims, óháð þjóðerni, og leyfa innflytjendum að láta ljós sitt skína. Flestir leikmenn franska landsliðsins 1998, sem sigraði HM svo eftirminnilega, áttu ættir að rekja til annarra ríkja. Keppnin hefur auk þess notið ríkulega ávaxtanna af alþjóðavæðingu fótboltans. Þrátt fyrir alla sína lesti sameinar HM - þegar öllu er á botninn hvolft - margar þær frjálslyndu hugsjónir sem við viljum alla jafna halda í heiðri.
Væri ekki í lagi að gefa Sjálfstæðisflokknum, Framsóknarflokknum og Vinstri-grænum frí? Kjartan Eggertsson Skoðun
Skoðun Væri ekki í lagi að gefa Sjálfstæðisflokknum, Framsóknarflokknum og Vinstri-grænum frí? Kjartan Eggertsson skrifar
Skoðun Glundroði Sjálfstæðisflokksins bitnar á hagstjórn og innviðum Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar
Skoðun Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen skrifar
Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar
Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar
Væri ekki í lagi að gefa Sjálfstæðisflokknum, Framsóknarflokknum og Vinstri-grænum frí? Kjartan Eggertsson Skoðun