WHO hvetur til minni greiðsluþátttöku sjúklinga Heimir Már Pétursson skrifar 27. júní 2018 20:30 Framkvæmdastjóri Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO) í Evrópu segir áberandi meiri áherslu lagða á jafnrétti og málefni ungu kynslóðarinnar í smærri ríkjum álfunnar og almennt sé heilsufar þar gott. Stofnunin hvetur til þess að greiðsluþátttaka sjúklinga verði aldrei meiri en fimmtán prósent en íslensk stjórnvöld stefna að sextán prósentum. Samráðsfundur heilbrigðisyfirvalda í átta Evrópuríkjum sem eiga það sameiginlegt að íbúarnir eru undir milljón í hverju þeirra fór fram í Reykjavík í gær og í dag en ríkin vinna saman að ýmsum verkefnum til að bæta lýðheilsu. Zsuzanna Jakob, framkvæmdastjóri Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar í Evrópu, segir þessi ríki eigi það meðal annars sameiginlegt að þar sé almennt heilsufar gott. „Það vekur athygli mína að fólk í þessum ríkjum hefur meira fé milli handanna. Þar er meiri jöfnuður og meiri fjárfesting í ungu fólki og framtíðarkynslóðum og jafnrétti kynjanna en líklegt er að finna í stærri ríkjum,“ segir Jakob. Þetta sé mikilvægur hluti félagslegs jöfnuðar. Þá greiði þessi ríki yfirleitt hærra hlutfall af kostnaði sjúklinga við heilbrigðisþjónustu en stærri ríki. En WHO hvetur til þess að kostnaðarþátttaka sjúklinga verði aldrei meiri en 15 prósent en í flestum ríkjum ætti það hlutfall ekki að ýta fólki út í fátækt. „En viðhalda á sama tíma sjálfbærni heilbrigðiskerfisins. Vegna þess að kostnaður í heilbrigðiskerfinu hefur verið vaxandi og heldur áfram að vaxa. Þannig að fjárhagsleg sjálfbærni er lykilatriði fyrir allar ríkisstjórnir,“ segir Jakob. Þótt í hverju landi þurfi að horfa til þess að fyrir suma hópa séu fimmtán prósent jafnvel of mikið. Í síðustu viku var kynnt Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra úttekt Sjúkratrygginga Íslands á greiðsluþátttökukerfi sem tekið var í notkun í maí í fyrra sem lækkað hefur hámarkskostnað sjúklinga úr um 400 þúsundum í 71 þúsund á ári. En stjórnvöld stefna að því að kostnaður sjúklinga lækki almennt úr 17 prósentum í sextán prósent á næstu árum og verði þá svipaður og á Norðurlöndunum. „Mitt pólitíska markmið fyrir mig persónulega og okkur í VG er náttúrlega engin kostnaðarþátttaka. Að heilbrigðisþjónusta kosti ekkert fyrir einstaklinga. Þannig að enginn þurfi að greiða úr eigin vasa,“ segir Svandís. Þrátt fyrir ólíka menningu eigi þessi átta smáríki margt sameiginlegt eins og stuttar boðleiðir. Samvinna þeirra komi öllum ríkjunum til góða. „Ég minnist sérstaklega átaksverkefnis sem Malta hefur verið með í sambandi við lýðheilsumál. Að auka hreyfingu, bæta næringu, vinna gegn offitu og svo framvegis. Þannig að það er fullt af hugmyndum sem við förum með heim og við vitum að þær virka í litlum samfélögum,“ segir Svandís Svavarsdóttir. Heilbrigðismál Tengdar fréttir Kostnaður sjúklinga við heilbrigðisþjónustu hefur lækkað mikið Hámarks greiðsluþátttaka sjúklinga í heilbrigðiskerfinu hefur minnkað um rúmlega þrjúhundruð þúsund krónur á ári frá því nýtt greiðsluþátttökukerfi var tekið upp í maí í fyrra. 20. júní 2018 20:30 Mest lesið Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Fleiri fréttir Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Sjá meira
Framkvæmdastjóri Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO) í Evrópu segir áberandi meiri áherslu lagða á jafnrétti og málefni ungu kynslóðarinnar í smærri ríkjum álfunnar og almennt sé heilsufar þar gott. Stofnunin hvetur til þess að greiðsluþátttaka sjúklinga verði aldrei meiri en fimmtán prósent en íslensk stjórnvöld stefna að sextán prósentum. Samráðsfundur heilbrigðisyfirvalda í átta Evrópuríkjum sem eiga það sameiginlegt að íbúarnir eru undir milljón í hverju þeirra fór fram í Reykjavík í gær og í dag en ríkin vinna saman að ýmsum verkefnum til að bæta lýðheilsu. Zsuzanna Jakob, framkvæmdastjóri Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar í Evrópu, segir þessi ríki eigi það meðal annars sameiginlegt að þar sé almennt heilsufar gott. „Það vekur athygli mína að fólk í þessum ríkjum hefur meira fé milli handanna. Þar er meiri jöfnuður og meiri fjárfesting í ungu fólki og framtíðarkynslóðum og jafnrétti kynjanna en líklegt er að finna í stærri ríkjum,“ segir Jakob. Þetta sé mikilvægur hluti félagslegs jöfnuðar. Þá greiði þessi ríki yfirleitt hærra hlutfall af kostnaði sjúklinga við heilbrigðisþjónustu en stærri ríki. En WHO hvetur til þess að kostnaðarþátttaka sjúklinga verði aldrei meiri en 15 prósent en í flestum ríkjum ætti það hlutfall ekki að ýta fólki út í fátækt. „En viðhalda á sama tíma sjálfbærni heilbrigðiskerfisins. Vegna þess að kostnaður í heilbrigðiskerfinu hefur verið vaxandi og heldur áfram að vaxa. Þannig að fjárhagsleg sjálfbærni er lykilatriði fyrir allar ríkisstjórnir,“ segir Jakob. Þótt í hverju landi þurfi að horfa til þess að fyrir suma hópa séu fimmtán prósent jafnvel of mikið. Í síðustu viku var kynnt Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra úttekt Sjúkratrygginga Íslands á greiðsluþátttökukerfi sem tekið var í notkun í maí í fyrra sem lækkað hefur hámarkskostnað sjúklinga úr um 400 þúsundum í 71 þúsund á ári. En stjórnvöld stefna að því að kostnaður sjúklinga lækki almennt úr 17 prósentum í sextán prósent á næstu árum og verði þá svipaður og á Norðurlöndunum. „Mitt pólitíska markmið fyrir mig persónulega og okkur í VG er náttúrlega engin kostnaðarþátttaka. Að heilbrigðisþjónusta kosti ekkert fyrir einstaklinga. Þannig að enginn þurfi að greiða úr eigin vasa,“ segir Svandís. Þrátt fyrir ólíka menningu eigi þessi átta smáríki margt sameiginlegt eins og stuttar boðleiðir. Samvinna þeirra komi öllum ríkjunum til góða. „Ég minnist sérstaklega átaksverkefnis sem Malta hefur verið með í sambandi við lýðheilsumál. Að auka hreyfingu, bæta næringu, vinna gegn offitu og svo framvegis. Þannig að það er fullt af hugmyndum sem við förum með heim og við vitum að þær virka í litlum samfélögum,“ segir Svandís Svavarsdóttir.
Heilbrigðismál Tengdar fréttir Kostnaður sjúklinga við heilbrigðisþjónustu hefur lækkað mikið Hámarks greiðsluþátttaka sjúklinga í heilbrigðiskerfinu hefur minnkað um rúmlega þrjúhundruð þúsund krónur á ári frá því nýtt greiðsluþátttökukerfi var tekið upp í maí í fyrra. 20. júní 2018 20:30 Mest lesið Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Fleiri fréttir Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Sjá meira
Kostnaður sjúklinga við heilbrigðisþjónustu hefur lækkað mikið Hámarks greiðsluþátttaka sjúklinga í heilbrigðiskerfinu hefur minnkað um rúmlega þrjúhundruð þúsund krónur á ári frá því nýtt greiðsluþátttökukerfi var tekið upp í maí í fyrra. 20. júní 2018 20:30