Trump spurði hvers vegna hann gæti ekki ráðist inn í Venesúela Kjartan Kjartansson skrifar 4. júlí 2018 12:07 Trump með Santos forseta Kólumbíu í fyrra. Í tvígang spurði Trump hann hvort honum hugnaðist innrás í Venesúela. Vísir/EPA Þáverandi þjóðaröryggisráðgjafi og utanríkisráðherra Donalds Trump Bandaríkjaforseta eru sagðir hafa verið þrumu lostnir þegar forsetinn spurði þá hvers vegna Bandaríkjaher gæti ekki ráðist inn í Venesúela í fyrra. Báðir þurftu að útskýra fyrir forsetanum hvers vegna innrás væri afleikur.AP-fréttastofan segir frá atvikinu og hefur eftir háttsettum embættismanni sem þekkir til þess. Það átti sér stað á forsetaskrifstofunni í Hvíta húsinu við lok fundar þar sem Trump og ráðgjafar hans ræddu um refsiaðgerðir gegn ríkisstjórn Venesúela vegna einræðistilburða Nicolasar Maduro forseta í ágúst. Trump var þó ekki sannfærður strax og vísaði til fyrri innrása sem hann taldi vel heppnaðar eins og innrásanna í Panama og Grenada á 9. áratug síðustu aldar í valdatíð Ronalds Reagan og George Bush.Gekk á þjóðarleiðtoga þrátt fyrir ráðleggingar eigin aðstoðarmanna Daginn eftir talaði forsetinn opinberlega um „hernaðarlega valkosti“ til að koma Maduro frá völdum. AP segir að bandarískir diplómatar hafi þá gert lítið úr ummælunum sem þeir töldu aðeins vera hefðbundinn digurbarka hjá Trump. Engu að síður nefndi Trump möguleikann á hernaðaríhlutun við Juan Manuel Santos, forseta Kólumbíu, skömmu síðar og aftur yfir kvöldverði með leiðtogum fjögurra rómansk-amerískra landa í kringum allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna í september. Heimildarmaður AP segir að ráðgjafar Trump hafi sérstaklega sagt honum að ræða ekki um hernaðaraðgerðir þar sem þar félli ekki í kramið hjá bandamönnum Bandaríkjanna í heimshlutanum. Þær voru engu að síður það fyrsta sem Trump vakti máls á yfir kvöldverðinum með þeim fororðum að starfsmenn hans hefðu sagt honum að gera það ekki. Bandaríski forsetinn hafi síðan gengið á leiðtogana fjóra og spurt þá hvort þeir vildu örugglega ekki hernaðarlausn á ástandinu í Venesúela. Þeir hafi gert Trump ljóst að þeir hefðu engan áhuga á henni. AP segir að það hafi á endanum verið McMaster sem fór yfir hætturnar við hernaðarinngrip með forsetanum. Bandaríkin Donald Trump Grenada Venesúela Tengdar fréttir Segja forsetakosningarnar í Venesúela ekki lögmætar Talsmenn sex landa neita að viðurkenna niðurstöður kosninganna í Venesúela. Niculas Maduro hafi sýnt af sér alræðistilburði. 21. maí 2018 23:30 Maduro einangraður alþjóðlega þrátt fyrir kosningasigur Fjórtán ríki hafa kallað sendiherra sína heim frá Venesúela til að mótmæla framkvæmd forsetakosninga þar um helgina. Bandaríkjastjórn sakar forsetann um kosningasvindl og hefur tilkynnt nýjar viðskiptaþvinganir. 22. maí 2018 12:01 Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Rússar taldir hylja slóð flutningaskipa til að verja olíuhafnir sínar Búa sig undir meiri rigningu og fleiri flóð á Spáni Segir ummæli Trump um konur móðgun við alla Um átta þúsund norðurkóreskir hermenn á landamærunum Horfði á lík fljóta fram hjá Sjá meira
Þáverandi þjóðaröryggisráðgjafi og utanríkisráðherra Donalds Trump Bandaríkjaforseta eru sagðir hafa verið þrumu lostnir þegar forsetinn spurði þá hvers vegna Bandaríkjaher gæti ekki ráðist inn í Venesúela í fyrra. Báðir þurftu að útskýra fyrir forsetanum hvers vegna innrás væri afleikur.AP-fréttastofan segir frá atvikinu og hefur eftir háttsettum embættismanni sem þekkir til þess. Það átti sér stað á forsetaskrifstofunni í Hvíta húsinu við lok fundar þar sem Trump og ráðgjafar hans ræddu um refsiaðgerðir gegn ríkisstjórn Venesúela vegna einræðistilburða Nicolasar Maduro forseta í ágúst. Trump var þó ekki sannfærður strax og vísaði til fyrri innrása sem hann taldi vel heppnaðar eins og innrásanna í Panama og Grenada á 9. áratug síðustu aldar í valdatíð Ronalds Reagan og George Bush.Gekk á þjóðarleiðtoga þrátt fyrir ráðleggingar eigin aðstoðarmanna Daginn eftir talaði forsetinn opinberlega um „hernaðarlega valkosti“ til að koma Maduro frá völdum. AP segir að bandarískir diplómatar hafi þá gert lítið úr ummælunum sem þeir töldu aðeins vera hefðbundinn digurbarka hjá Trump. Engu að síður nefndi Trump möguleikann á hernaðaríhlutun við Juan Manuel Santos, forseta Kólumbíu, skömmu síðar og aftur yfir kvöldverði með leiðtogum fjögurra rómansk-amerískra landa í kringum allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna í september. Heimildarmaður AP segir að ráðgjafar Trump hafi sérstaklega sagt honum að ræða ekki um hernaðaraðgerðir þar sem þar félli ekki í kramið hjá bandamönnum Bandaríkjanna í heimshlutanum. Þær voru engu að síður það fyrsta sem Trump vakti máls á yfir kvöldverðinum með þeim fororðum að starfsmenn hans hefðu sagt honum að gera það ekki. Bandaríski forsetinn hafi síðan gengið á leiðtogana fjóra og spurt þá hvort þeir vildu örugglega ekki hernaðarlausn á ástandinu í Venesúela. Þeir hafi gert Trump ljóst að þeir hefðu engan áhuga á henni. AP segir að það hafi á endanum verið McMaster sem fór yfir hætturnar við hernaðarinngrip með forsetanum.
Bandaríkin Donald Trump Grenada Venesúela Tengdar fréttir Segja forsetakosningarnar í Venesúela ekki lögmætar Talsmenn sex landa neita að viðurkenna niðurstöður kosninganna í Venesúela. Niculas Maduro hafi sýnt af sér alræðistilburði. 21. maí 2018 23:30 Maduro einangraður alþjóðlega þrátt fyrir kosningasigur Fjórtán ríki hafa kallað sendiherra sína heim frá Venesúela til að mótmæla framkvæmd forsetakosninga þar um helgina. Bandaríkjastjórn sakar forsetann um kosningasvindl og hefur tilkynnt nýjar viðskiptaþvinganir. 22. maí 2018 12:01 Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Rússar taldir hylja slóð flutningaskipa til að verja olíuhafnir sínar Búa sig undir meiri rigningu og fleiri flóð á Spáni Segir ummæli Trump um konur móðgun við alla Um átta þúsund norðurkóreskir hermenn á landamærunum Horfði á lík fljóta fram hjá Sjá meira
Segja forsetakosningarnar í Venesúela ekki lögmætar Talsmenn sex landa neita að viðurkenna niðurstöður kosninganna í Venesúela. Niculas Maduro hafi sýnt af sér alræðistilburði. 21. maí 2018 23:30
Maduro einangraður alþjóðlega þrátt fyrir kosningasigur Fjórtán ríki hafa kallað sendiherra sína heim frá Venesúela til að mótmæla framkvæmd forsetakosninga þar um helgina. Bandaríkjastjórn sakar forsetann um kosningasvindl og hefur tilkynnt nýjar viðskiptaþvinganir. 22. maí 2018 12:01