Er kerfið að verja laxeldisfyrirtæki? Bubbi Morthens skrifar 11. september 2018 05:30 Laxeldisfyrirtækið Arnarlax virðist njóta velvildar í stjórnsýslunni og þarf ekki að fara að lögum. Tveir landeigendur hafa ítrekað kvartað vegna þess sem þeir telja vera brot á starfsleyfi fyrirtækisins en þeir fá engin svör frá Umhverfisstofnun. Arnarlax tæmdi sjókvíar 7. mars síðastliðinn og hóf útsetningu seiða þar á ný 6. júní. Þó segir starfsleyfið að eldissvæðið skuli hvíla í það minnsta sex til átta mánuði. Hvorki virðist vera deilt um brotin af hálfu Umhverfisstofnunar né Arnarlax. Hvað veldur því að Arnarlax hagar sér ekki samkvæmt starfsleyfi? Umhverfisstofnun virðist telja þetta smámál, að manni sýnist. Þeir sendu að vísu áminningu til fyrirtækisins 16. júlí en hvað gerðist svo? Ekkert. Einfaldlega ekkert annað en það að í Umhverfisstofnun virðist vera ósýnileg lína sem kemur einhvers staðar frá og segir að Arnarlax skuli látinn í friði. Mengunin sem kemur frá þessum kvíum er rosaleg og hefur gríðarleg áhrif á lífríkið, þess vegna er kveðið á um að það þurfi að hvíla svæðið í átta mánuði. Það er til þess að lífríkið í firðinum geti jafnað sig. Í úrbótaáætlun frá Arnarlaxi kemur fram að þeir vilji undanþágu frá tilskildum hvíldartíma svæðisins og biðji um að hann verði að lágmarki 90 dagar en ekki átta mánuðir. Ekki kemur fram þar hvers vegna þeir kjósa að fara ekki eftir því sem þeim ber að gera. Svona gera menn þetta kannski í Noregi en þetta á ekki að gerast hér. Og á meðan þeir hjá Arnarlaxi segja að þessi fyrirspurn sé í vinnslu segir Umhverfisstofnun að ekkert hafi komið inn á borð til þeirra um undanþágu og sendir skilaboð til norsku eigendanna: Það er allt í góðu að brjóta hér reglur. Þetta er algjörlega óboðleg stjórnsýsla og vítaverðir stafshættir sem skaða íslenska náttúru. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Skoðun Bubbi Morthens Mest lesið Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Tiltekt í Reykjavík Aðalsteinn Leifsson Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein Skoðun Skoðun Skoðun Hraðbraut við fjöruna í Kópavogi - Kársnesstígur Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ekki eina ríkisleið í skólamálum, takk! Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um ársreikning Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Er B minna en 8? Thelma Rut Haukdal skrifar Skoðun Endurskoðun áfengislöggjafarinnar er verkefni stjórnmálanna Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir skrifar Skoðun Tvær akgreinar í hvora átt frá Rauðavatni að Markarfljóti Arnar Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Leikskóli er grunnþjónusta, ekki lúxus Örn Arnarson skrifar Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut á forsendum Reykvíkinga skrifar Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Ég vil Vor til vinstri! Rakel Hildardóttir skrifar Skoðun Styðjum Skúla - í okkar þágu Sindri Freysson skrifar Skoðun Hverfur Gleðigangan? Guðmundur Ingi Þórodsson skrifar Skoðun Samvinna en ekki einangrun Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afnám jafnlaunavottunar Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar Sjá meira
Laxeldisfyrirtækið Arnarlax virðist njóta velvildar í stjórnsýslunni og þarf ekki að fara að lögum. Tveir landeigendur hafa ítrekað kvartað vegna þess sem þeir telja vera brot á starfsleyfi fyrirtækisins en þeir fá engin svör frá Umhverfisstofnun. Arnarlax tæmdi sjókvíar 7. mars síðastliðinn og hóf útsetningu seiða þar á ný 6. júní. Þó segir starfsleyfið að eldissvæðið skuli hvíla í það minnsta sex til átta mánuði. Hvorki virðist vera deilt um brotin af hálfu Umhverfisstofnunar né Arnarlax. Hvað veldur því að Arnarlax hagar sér ekki samkvæmt starfsleyfi? Umhverfisstofnun virðist telja þetta smámál, að manni sýnist. Þeir sendu að vísu áminningu til fyrirtækisins 16. júlí en hvað gerðist svo? Ekkert. Einfaldlega ekkert annað en það að í Umhverfisstofnun virðist vera ósýnileg lína sem kemur einhvers staðar frá og segir að Arnarlax skuli látinn í friði. Mengunin sem kemur frá þessum kvíum er rosaleg og hefur gríðarleg áhrif á lífríkið, þess vegna er kveðið á um að það þurfi að hvíla svæðið í átta mánuði. Það er til þess að lífríkið í firðinum geti jafnað sig. Í úrbótaáætlun frá Arnarlaxi kemur fram að þeir vilji undanþágu frá tilskildum hvíldartíma svæðisins og biðji um að hann verði að lágmarki 90 dagar en ekki átta mánuðir. Ekki kemur fram þar hvers vegna þeir kjósa að fara ekki eftir því sem þeim ber að gera. Svona gera menn þetta kannski í Noregi en þetta á ekki að gerast hér. Og á meðan þeir hjá Arnarlaxi segja að þessi fyrirspurn sé í vinnslu segir Umhverfisstofnun að ekkert hafi komið inn á borð til þeirra um undanþágu og sendir skilaboð til norsku eigendanna: Það er allt í góðu að brjóta hér reglur. Þetta er algjörlega óboðleg stjórnsýsla og vítaverðir stafshættir sem skaða íslenska náttúru.
Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir Skoðun
Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar
Skoðun Orðin innantóm um ársreikning Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar
Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar
Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar
Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir Skoðun