Vinna minna og allir vinna Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar 1. nóvember 2018 13:15 Borgarstjórn Reykjavíkur samþykkti tillögu Vinstri grænna um að hefja tilraunaverkefni um styttingu vinnuvikunnar. Verkefnið hefur staðið yfir frá 2015 og nú taka um hundrað starfsstöðvar borgarinnar með um tvö þúsund starfsmenn þátt í verkefninu. Stytting vinnuvikunnar er mikilvægt kjara- og jafnréttismál. Þátttakendur geta stytt vinnuvikuna frá einni og upp í þrjár klukkustundir og eru útfærslur styttingar mismunandi eftir starfsstöðum. Ákveðið var að styttri vinnuvika myndi ekki leiða til launaskerðingar eða skerts þjónustustigs. Markmið verkefnisins er að kanna hvaða áhrif stytting vinnuvikuna hefur á álagsþætti í starfi sem geta valdið kulnum í starfi, samþættingu atvinnu og fjölskyldulífs og framleiðni. Fjölmargar rannsóknir hafa verið gerðar á verkefninu og ber þeim öllum saman um að styttri vinnuvika auðveldi samræmingu vinnu og einkalífs og minnkað álag á heimili. Marktækur munur mælist á vinnuálagi, starfsanda og jafnvægi milli vinnu og einkalífs. Mælingar benda einnig til þess að styttri vinnuvika komi ekki niður á afköstum starfsfólks og að ávinningurinn sé mikill, bæði í bættri líðan og bættum samskiptum bæði í vinnu og heima. Þátttakendur í verkefninu nefna að með styttingu hafi starfsánægja aukist og starfsandi batnað. Minna verður um skrepp á vinnutíma og þeir sem eiga börn á leikskólaaldri upplifa meira svigrúm. Einnig nefna þátttakendur bætta andlega og líkamlega heilsu og að samræming vinnu og einkalífs valdi minni togstreitu. Stytting vinnuviku virðist auka þátttöku karla í ábyrgð á heimilisstörfum og barnauppeldi. Karlar upplifðu ánægju með að taka meiri þátt í uppeldi barna sinna og töldu að gæðastundum fjölskyldu hafi fjölgað. Konur virðast þó ennþá bera frumábyrgð á heimilisstörfum og barnauppeldi og fundu lítinn mun á umfangi húsverka við það að stytta vinnuvikuna. Konur eru hins vegar líklegri til þess að minnka við sig vinnu til þess að sinna börnum og heimili sem hefur áhrif á laun þeirra og framgang í starfi. Stytting vinnuvikunnar er mikilvægt innlegg inn í komandi kjarasamninga. Framhald verkefnisins ræðst því af því hvort að sátt náist í samningum um að stytta vinnuvikuna. Stytting vinnuvikunnar er góð leið til þess að auka jafnrétti kynjanna á vinnumarkaði og inni á heimilinu. Ég vona að fyrirtæki á hinum almenna vinnumarkaði sláist í för með hinu opinbera og taki þátt í þessum breytingum, vinnum minna, og allir vinna!Elín Oddný Sigurðardóttir, varaborgarfulltrúi Vinstri grænna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Elín Oddný Sigurðardóttir Mest lesið Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir Skoðun Mannasættir Teitur Atlason Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þátttaka í bandalögum styrkir fullveldið Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar Skoðun Hvers vegna hönnunarmenntun skiptir máli núna Katrín Ólína Pétursdóttir skrifar Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson skrifar Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber skrifar Sjá meira
Borgarstjórn Reykjavíkur samþykkti tillögu Vinstri grænna um að hefja tilraunaverkefni um styttingu vinnuvikunnar. Verkefnið hefur staðið yfir frá 2015 og nú taka um hundrað starfsstöðvar borgarinnar með um tvö þúsund starfsmenn þátt í verkefninu. Stytting vinnuvikunnar er mikilvægt kjara- og jafnréttismál. Þátttakendur geta stytt vinnuvikuna frá einni og upp í þrjár klukkustundir og eru útfærslur styttingar mismunandi eftir starfsstöðum. Ákveðið var að styttri vinnuvika myndi ekki leiða til launaskerðingar eða skerts þjónustustigs. Markmið verkefnisins er að kanna hvaða áhrif stytting vinnuvikuna hefur á álagsþætti í starfi sem geta valdið kulnum í starfi, samþættingu atvinnu og fjölskyldulífs og framleiðni. Fjölmargar rannsóknir hafa verið gerðar á verkefninu og ber þeim öllum saman um að styttri vinnuvika auðveldi samræmingu vinnu og einkalífs og minnkað álag á heimili. Marktækur munur mælist á vinnuálagi, starfsanda og jafnvægi milli vinnu og einkalífs. Mælingar benda einnig til þess að styttri vinnuvika komi ekki niður á afköstum starfsfólks og að ávinningurinn sé mikill, bæði í bættri líðan og bættum samskiptum bæði í vinnu og heima. Þátttakendur í verkefninu nefna að með styttingu hafi starfsánægja aukist og starfsandi batnað. Minna verður um skrepp á vinnutíma og þeir sem eiga börn á leikskólaaldri upplifa meira svigrúm. Einnig nefna þátttakendur bætta andlega og líkamlega heilsu og að samræming vinnu og einkalífs valdi minni togstreitu. Stytting vinnuviku virðist auka þátttöku karla í ábyrgð á heimilisstörfum og barnauppeldi. Karlar upplifðu ánægju með að taka meiri þátt í uppeldi barna sinna og töldu að gæðastundum fjölskyldu hafi fjölgað. Konur virðast þó ennþá bera frumábyrgð á heimilisstörfum og barnauppeldi og fundu lítinn mun á umfangi húsverka við það að stytta vinnuvikuna. Konur eru hins vegar líklegri til þess að minnka við sig vinnu til þess að sinna börnum og heimili sem hefur áhrif á laun þeirra og framgang í starfi. Stytting vinnuvikunnar er mikilvægt innlegg inn í komandi kjarasamninga. Framhald verkefnisins ræðst því af því hvort að sátt náist í samningum um að stytta vinnuvikuna. Stytting vinnuvikunnar er góð leið til þess að auka jafnrétti kynjanna á vinnumarkaði og inni á heimilinu. Ég vona að fyrirtæki á hinum almenna vinnumarkaði sláist í för með hinu opinbera og taki þátt í þessum breytingum, vinnum minna, og allir vinna!Elín Oddný Sigurðardóttir, varaborgarfulltrúi Vinstri grænna.
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar
Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar
Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar
Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun